Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Líflíkur fyrirbura fara vaxandi Paglegt Hildur Einarsdóttir ó þaö sé ekki algengt, aö börn fæöist fyrir tímann þá getur þaö oröiö hluti af dag- • legu lífi að eignast fyrirbura. Fyrir- burar eru þau börn kölluö, sem fæðast fyrir lok 37. viku meðgöngutímans. Flest þeirra eru innan viö 2500 grömm (10 merkur) að þyngd en meöalstórt barn, sem fæöist á eðlilegum tíma eöa eftir 40 vikna meögöngu vegur um 3.500 grömm (14 merkur). í þeim tilfellum, sem börn fæöast fyrir tímann þá eru þau höfö í hitakassa Rætt viö Hörö Bergsteinsson lækni á Vökudeild barna- deildar Hringsins og þar eyöa þau fyrstu vikum ævinnar eöa þar til þau hafa náö þeim þroska aö þau geti haldiö á sér hita og nærst eölilega. Morgunblaöiö átti viötal viö Hörö Bergsteinsson, lækni á Vökudeild Barnasþítala Hringsins og sþuröi hann meöal annars, hvers vegna börn fæddust fyrir tímann? „Því miður eru orsakir fyrirbura- fæöinga ekki kunnar í öllum tilfell- um. Kunnar orsakir fyrirbura- fæöinga má rekja til þátta eins og þeirra, aö legvatn fari hjá móöur fyrir fæöingu, blæðingar eigi sér staö, til dæmis ef fylgja losnar eöa fyrirsæt fylgja situr fyrir leghálsop- inu, eöa komi upp sýkingar eins og þvagfærasýking. Ef um tvíbura eöa fleirburafæöingu er aö ræöa, þá er meiri hætta á fyrirburafæöingu. Fleiri atriöi koma til eins og ef leg móöurinnar er vanskapaö eöa leghálsinn hefur skaöast til dæmis vegna aögeröa. Endurtekin fóstur- eyöing getur einnig valdiö skaöa á leghálsi. Ungar mæöur, sem eru innan viö 16 ára aldur eiga meira á hættu í þessum efnum einfaldlega vegna þess, aö líkami þeirra er ekki oröinn nógu þroskaður. Svo eru sumar konur, sem viröast ein- faldlega ekki ganga meö börn sín lengur en 36 vikur og endurtekur þaö sig viö hverja fæöingu. Athuganir hafa leitt i Ijós, aö fyrirburafæöingar má einnig rekja til félags- og efnahagslegra atriöa. j Bandaríkjunum hafa athuganir sýnt fram á, aö fyrirburafæöingar eru tíöari hjá konum, sem búa í fátækrahverfum miöborganna viö slæman kost en tíöni fyrirburafæö- inga þessara kvenna er 15—20% meöan tíöni fyrirburafæðinga hjá konum, sem búa i úthverfum borg- anna viö betri ytri skilyröi er aöeins 4—5%. Einnig geta óhóflegar reykingar, áfengisnotkun og fíkni- efnaneysla gert þaö aö verkum aö konur fæöa of snemma." Hvaöa meöferö og aöhlynningu fá börn, sem fæöast fyrir tímann? „Fyrirburar eru lagöir í svokall- aöa hitakassa (incubator), því þeir geta ekki haldið líkamshitanum heldur fellur hann niöur í þann hita, sem er í umhverfi þeirra. Annars fer meöferðin eftir því hversu óþroskuö börnin eru. Fyrirburar eru í flestum tilfellum heilbrigö börn, sem fæöast of snemma og eru líffæri þeirra því óþroskuö. Fæöingin sjálf og þau ytri áhrif, sem börn veröa fyrir á fyrstu dögunum eftir fæöinguna hvetja líffæri þeirra til aukins Fylgihlutirnir eins og punkturinn yfir iiö... Tíska Hildur Einarsdóttir Ýmsir skemmtilegir fylgihlutir eru hluti af núverandi tísku. Þar er fyrst aö nefna beltin, sem eru bundin eöa spennt um mittið. Þaö má fá ótal geröir af þessum beltum bæöi úr leöri, ýmsum klæöaefnum og svo málmum og eru málm- beltin oft haganlega gerö. Beltin fara vel viö fína kvöld- kjóla og svo grófar peysur og blússur. Stórir skartgripir eru líka áberandi hluti af núverandi tísku. Skartgripirnir eru gylltir, brons- eöa silfurlitaöir og er hugmyndafluginu óspart beitt viö gerö þessara glæsilegu gripa eins og meöfylgjandi myndir bera með sér. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.