Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 55 Winnipeg er fimmta sUersta borg Kanada og höfuðborg Manitoba-fylkis, og þar búa um 580.000 manns og sinna margvíslegum störfum. Mynd þessi er fengin að láni úr Canadian Handbook, ágætu uppsláttarriti um Kanada, og sýnir, þar sem strætin Portage og Main mætast í Winnipeg-borg. Er Winnipeg stöðnuð borg? R.B. skrifar: „JFÁ skrifar grein í Morgun- blaðið 27. september, sem nefnist: „Útdráttur úr reisubók eða frá- sögn af ferð kórs Langholtskirkju til Kanada og Bandaríkjanna." Ég las greinina og furðaði mig á ýmsu, sem þar kom fram. Grein- arhöfundur segir t.d. að kórfélag- ar hafi verið í nokkra daga að jafna sig eftir að hafa séð Niag- arafossana! Hafði fólkið aldrei séð fossa áður? Reyndar hefði þetta ekki snert mig svo mjög, ef ég hefði ekki séð síðar í sömu grein að það er rétt eins og ferða- fólkið hafi átt von á fossum eða fjöllum inn í miðri Winnipeg. Þar af leiðandi kveður hann þar vera „litla tilbreytingu í landslagi, ekki mikið að sjá og að Winnipeg sé staðnaður bær“. Ég undirrituð hef dvalist í borg þessari. Mér fannst ýmislegt vera að sjá þar og borgin fjarri því að vera stöðnuð. Ég sá t.d. tvær ár, sem renna gegnum borgina, önn- ur heitir Red River og hin heitir Assiniboine, á árbökkunum vaxa falleg tré og blóm. Einnig sá ég fagra trjágarða, þar sem voru borð og bekkir og fjöldi manns kom þar og naut útsýnisins. Leiklist og tónlist standa með miklum blóma. Ég skoðaði fagrar byggingar og söfn borgarinnar, en þau eru fræg um Kanada og víðar. Sjálfur nefnir JFÁ Cen- tennial Concert Hall. Fann hann þar til stöðnunar? Manitoba- háskólinn er víðfræg stofnun og sækir hann fólk úr öllum heims- álfum og komast þar færri að en vilja, enda eru kennarar þar frá- bærir, m.a. prófessorinn sem tók á móti kórnum við komuna til þingi. Ég óska honum og Sjálf- stæðisflokknum allra heilla um ókomna tíð. Winnipeg. Þarna er erfitt að sjá merki um stöðnun. Furðuleg er sú fáfræði höfundar að finnast merkilegt að hitta íslenskumæl- andi fólk á elliheimilinu i Selkirk. Heldur eru þetta kaldar kveðjur til borgar, sem höfundur þekkir greinilega ekkert til, og ætti hann að fara þangað sem fyrst aftur og kynna sér hana betur, en flóð- lýsta fossa finnur hann þar aldrei." ntnRr.UNBLADiD, gimWUPAOUK Tl-Í Utdráttur úr reisubók Frásögn af ferð kórs Langholtskirkju # um Kanada og Bandanki Norður-Ameríku ■ _ — ‘ —i* —* Wtr um. rvrópwkrl klrklumáslk Irt IMu o« i7Hu old ÍHlenskum norrmnum nu- s. Kúr Lun*holt»klrkju J‘om Iknt-rsr- voru Urnú I Ko,br4n ll.rúurúúalr Athugasemd blaðamanns RB tekur skakkan pól í hæðina. Umræddur þáttur var saminn af blm. Mbl. uppúr blöðum kórs Langholtskirkju og af samræðu við nokkra meðlimi hans — eins og tekið var fram þegar hann birt- ist. J.F.Á. getur semsé ekki farið „sem fyrst aftur“ til Winnipeg og „kynnt sér borgina betur“, af því hann hefur aldrei komið þangað. J.F.Á. hefur enga skoðun á því hvort Winnipeg sé stöðnuð borg eða ekki, en það er vafasamt að nátturulýsingar RB skeri úr um það. Það segir ekkert þó Manit- oba-háskóli sé víðfræg stofnun — honum var komið á fót árið 1877 og hefur staðið með blóma meir og minna síðan (sérílagi eftir fyrra stríð), og afsannar það ekkert um stöðnun í bænum nú — og þaðan af síður þær upplýsingar að tvær ár renni gegnum bæinn. Aftur á móti er fært á skýrslur að fólks- fjölgun í Manitoba-fylki hafi ekki verið að meðaltali nema 0,7% á árunum 1961—76. RB spyr hvort fólkið hafi aldrei séð fossa áður — jú, það hafði séð fossa áður, en aldrei Niagarafoss- ana. Og „fáfræði" er óskylt mál við það, að finnast „merkilegt" að hitta íslenskumælandi fólk fjarri íslandi. Öllum hiýtur að finnast merkilegt að kynnast sliku af eig- in raun. Saga Islendinga í Vestur- heimi er ævinlega merkileg, hvort sem menn vita mikið um hana eða lítið. <\% kraft] ríomato ^tchup ** ic poww# sW r*t.N Nfl WI. 14 OZS. (39/s) KRAFT TÓMATSÓSA 'gðgóð gœðav frá einum þekktasta matvœlafmmleiöanda Bandarikjanna Gerið verðsamanburö SKAUPFÉIAGIÐ J.F.A. AUGLYSINGAR: 22480 53^ SIG6A V/öGA í \iLVt$AU Guðmundur Karlsson 'ó 'vm %vom LWm YirrrfwM- MA WftfTf/S ^USAVfoWX víamv m r/M \m vfiA VÍÍMN/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.