Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 MEZZOFORTE „Markaðurinn hefur komið til okkar, en við ekki til hans Síöustu daga hafa birst í blööum margar fréttir af þeim félögum í Mezzoforte. Eru þær til- komnar vegna þess aö önnur plata hljómsveitar- innar, „í hakanum", var nýlega sett á markað í Englandi undir nafninu „Mezzoforte" og hefur hlotiö góðar móttökur þar ytra. Platan hefur komist ofarlega á blað í ýmsum vinsældalistum enskra blaöa, veriö leikin í útvarp þar, sem og á diskótekum. Platan hefur þegar selst í u.þ.b. fjór- um sinnum stærra upp- lagi ytra en hér heima, eöa nálægt 4000 eintökum og búast má viö aö sú tala hækki á næstunni ef svo heldur áfram sem horfir. Þetta allt þýöir nú samt sem áöur ekki aö strákarnir í Mezzoforte séu aö veröa heimsfrægir og viö íslendingar getum fariö aö skipta á þeim og olíu o.þ.h. Engum er þaö betur Ijóst og enginn tekur þessari velgengni meö meiri rósemi hugans en hljómsveitarmeölimir sjálfir. Vitaskuld gleöjast menn yfir góöum tíðinum að utan, en engum áætlunum er breytt, lífiö gengur áfram nokkurn veginn sinn vanagang hjá Mezzoforte hér heima. Hér er noröan garri þótt ytra blási „Ijúfur vindur úr suðri“ STEINAR RECORDS -10/12 CARLISLE STREET. LONDON W1.TEU01-734 4000 FEATORES 0ANGER HI0H VOUNjT ,MESPENNA) KYNNINGARBLEOILL UM ÚTGÁFU „HAKANS1* ( ENGLANDI. UMSLAGID HANN- ADI ERNST BACHMANN. ÞEGAR ÞESSI MYND VAR TEKIN VAR GUNNLAUGUR EKKI AO KENNA. Blm. ræddi við Mezzoforte á dögunum og fer afraksturinn af spjallinu hér á eftir. Við mæltum okkur mót að heimili þeirra Ey- þórs hljómborðsleikara Gunnars- sonar og Ellenar Kristjánsdóttur á Óðinsgötu. Gunnlaugur Briem tromrauleikari var önnum kafinn við kennslu í tónlistarskóla FÍH og komst ekki, en auk Eyþórs voru mættir þeir Friðrik Karlsson, gít- arleikari, Björn Thorarensen, hljómborðsleikari, og Jóhann As- mundsson, bassaleikari. Ennfrem- ur tók þátt í samræðunum Eiríkur Ingólfsson umboðs- og ljósamaður hljómsveitarinnar. Okkur finnst þetta hafa þroskast „Við fórum út til Englands 10. september til að taka upp nýja plötu, sem kemur út í nóvember. Um miðjan sept. var „Mezzoforte" sett á markað þar, en við höfðum hvorki tíma né atvinnuleyfi til að kynna hana að ráði, hvað þá að fylgja henni eftir. Við vorum í stúdíóinu tíu tíma á dag í tóif daga og hugsuðum eiginlega ekki um annað en upptökurnar á með- an. Þetta voru nokkuð öðvuvísi vinnubrögð en við upptökurnar á „Hakanum“. Þá vorum við að þessu í langan tíma með löngum hléum á milli. Útkoman úr því varð kannski örlítið meira full- komin á köflum, en ekki líkt því eins fersk og lifandi og nýja plat- an. Við erum mun ánægðari með þessa plötu en „Hakann", þessi er meira okkar verk. Geoff Calver sem stjórnaði upptökunum í .Hljóðrita var svo ráðríkur og mik- ill perfeksjónisti að tilfinningin vildi leka úr þessu sem við vorum að gera. En það varð geysilega pottþétt tæknilega. Nýja platan er afslappaðri. Við lögðum ekki jafn mikla vinnu í alls konar stæla núna. Við hljóð- blönduðum til dæmis allt saman á tæpum sólarhring. Vorum með miklu minna af „yfirdubbum" (overdubs) en áður. Þetta er eitt af því sem hefur verið að gerast í okkar músík að undanförnu. Hún er að verða viðráðanlegri í flutn- ingi. Lagasmíðarnar hafa líka orð- ið hnitmiðaðri, og útsetningarnar. Okkur finnst þetta hafa þroskast hjá okkur." Stefnt á stærri markað „Stúdíóið var mjög gott. Það heiti Nova Suite og það var upp- tökumaðurinn okkar sem mælti með því. Það var mikils virði að komast í nýtt umhverfi. Tækin voru líka fullkomnari en völ er á hér, og gert við allar bilanir á stundinni. Allir starfsmenn voru mjög viðkunnanlegir, en þeir rukkuðu líka fyrir það með mikl- um glæsibrag. Þetta var nokkuð dýrt fyrirtæki og lengi vel var ekki ljóst hvort við færum eða ekki. Það á líka enginn von á því að nýja platan beri sig með sölu hér á landi. Henni er stefnt á stærri markað og hann virðist bara nokkuð góður. Við erum ákaflega ánægðir með það að markaðurinn hefur komið til okkar, en við ekki til hans. Við höfum aldrei breytt neinu í okkar tónlist til þess að gera hana selj- anlegri. Ef fólk hefur gaman af að dansa eftir henni er ekki nema gott um það að segja, enda þótt það sé kannski skemmtilegra fyrir tónlistarmenn að spila fyrir fólk sem hlustar. Okkar tónlist virðist geta gengið á diskótekum þarna úti eins og hún er og það er bara allt í himnalagi. Við höldum okkar striki. Andinn aldrei verið betri „Vinnan í stúdíóinu gekk vel. Grunnarnir voru eiginlega alveg á hreinu þegar við byrjuðum og það flýtti mjög fyrir. Við fengum tvo aukamenn til liðs við okkur, þá sömu og léku á „Hakanum", Ron Aspery saxafónleikara og Louis Jardin sem sér um áslátt alls kon- ar. Aspery var nýkominn úr stúd- íóvinnu með John Williams og Sky. Þeir höfðu verið að taka upp einhverja filmumúsík og hann var dauðfeginn að vera laus og fá að leika sóló og svona. Hann les nót- ur á yfirskilvitlegum hraða. Spil- aði allar línur inn á örskömmum tíma. Þessi ferð hafði mjög góð áhrif á okkur og andinn í hljómsveitinni hefur aldrei verið betri, sem er líka eins gott, því við erum með samning upp á eina plötu í viðbót, svo við verðum að lafa saman a.m.k. eitt ár enn. Það eru engar breytingar á döfinni. Menn eru auðvitað að fást við ýmislegt utan Mezzoforte. Eyþór er eini atvinnu- hljómlistarmaðurinn. Hann og Björn urðu stúdentar frá MR í vor. Bjössi er að þýða. Friðrik klárar Fjölbraut næsta vor. Jóhann vinn- ur við hitt og þetta og Gunnlaugur vinnur við bókaútgáfu og kennir auk þess við FÍH-skólann. Eyþór spilar í annarri hverri íslenskri sjónvarpsauglýsingu. Þetta geng- ur svona. Við höfum aldrei haft neitt að ráði upp úr Mezzoforte, en heldur aldrei rekið okkur með tapi. Það Greta Garbo og Robert Taylor, í kvikmyndínni Kamilíufrúin. í sjón- varpsþœtti Moviola sást þegar þau voru kynnt. Greta Garbo í hlutverki sínu í „Gðsta Berling’s Saga“ Hin raunveru- legu ástaratriði í kvikmyndinni „Flesh and the Devil“. Garbo og Gilbert. Qarboí J Konan bak við sólgleraugun aö fór vel á því, aö fyrsti þátturinn úr „Moviola", sem sjónvarpið tók til sýningar, skyldi einmitt vera um hina dáöu leikkonu Gretu Garbo og komu hennar til Hollywood. Garbo-myndir hafa ekki veriö sýndar hér í kvikmyndahúsum í marga áratugi, og margar kynslóö- ir kvikmyndahúsgesta hafa því aldrei séö hina sænsku leikkonu á tjaldinu. En þeir hafa samt heyrt hennar getið, því hún hefur ekki gleymst. Þó lék hún í síðustu kvikmynd sinni áriö 1941, hét myndin „Two Faced Wornan" og var stjórnað af George Cukor hjá MGM kvikmyndafélaginu. Ööru hvoru birtast myndir af leikkonunni í blöðum, hún er þá venjulega meö sólgleraugu, eöa stóran hatt, til að skýla andlitinu svo hún þekkist ekki. Hún viröist vilja foröast alla athygli. Greta Louisa Gustafsson fædd- ist 18. sept. 1905 í Stokkhólmi, þriöja barniö af fimm, í fátækri verkamannafjölskyldu. Fjölskyldan bjó í eins herbergis íbúö, í hverfinu Soder, og fjölskyldufaöirinn vann viö hreinsunardeild borgarinnar. Faöirinn lést þegar Greta var 13 ára gömul, og fór hún aö vinna fyrir sér 14 ára aö aldri. Fyrsta starfiö var á rakarastofu, hún sáp- aöi andlit karlmannanna fyrir rakstur. Næst fór hún aö starfa fyrir stór- verslun, sem afgreiöslustúlka, og á meöan hún var þar kom hún fram í tveim auglýsingum fyrir vorslunina. Hún átti sér þann draum, aö veröa kvikmyndaleikkona og eftir erfiöa samkeppni vann hún styrk til skólagöngu við hinn konunglega leiklistarskóla og hóf þar nám á átján ára afmælisdegi sínum. Eftir aö hafa leikið smáhlutverk í nokkr- um leikritum kom kennari hennar henni á framfæri við leikstjórann Mauritz Stiller, sem ásamt Victor Sjöström, var allsráðandi viö sænskar kvikmyndir á þeim tíma. Mauritz Stiller var innflytjandi í Svíþjóö, hann var rússneskur gyö- ingur, og þaö var hann sem tók Gretu undir sinn verndarvæng — gaf henni meira aö segja nafniö Garbo, sem sagt var að hann heföi haft tilbúiö handa næsta skjól- stæöingi sínum. Stiller kom Gretu Garbo á fram- færi, geröi hana aö þeirri leikkonu sem heimurinn dáöi, hann hefur ef til vill veriö þar í hlutverki Pygmal- ion konungs meö sína Galateu. Stiller skrifaöi í dagbók sína skömmu eftir að hann kynntist hinni ungu Gretu: „Ég tók strax eftir, hversu auðvelt þaö myndi aö stjórna henni algjörlega, um leiö og ég leit beint í augu hennar. „Þaö var Stiller sem útvegaöi leikkonunni hlutverkiö í „Gösta Berlings Saga“, sem varö upphafiö að velgengni hennar. Næsta mynd, sem Greta Garbo lék í, hét „The Odalisque From Smyrna", tekin í Konstantinopel, stjórnaö af Stiller, siðan tók við myndin „Die Freudlose Gasse“, tekin í Vínarborg áriö 1925 og stjórnaö af G.W. Pabst. Og þá er komiö sögu þar sem Greta Garbo heldur til Bandaríkj- anna. Louis B. Mayer taldi Stiller á aö koma til Hollywood og reyna hæfileika sína sem leikstjóri þar. Stiller sagöist ekki fara nema geröur væri samningur viö skjól- stæöing sinn, Gretu Garbo um leiö. Svariö, sem L.B. Mayer gaf: „í Bandaríkjunum geöjast mönnum ekki aö þybbnum konum", hefur oröiö fleygt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.