Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 11
HVAB ER AÐ GERAST UHIHELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 43 Alþýðuleikhúsið: Stjórnl eysingi ferst og Sterkari en Supermann ÆRSLALEIKURINN Stjórnleysingi ferst af slysförum verður endurfrumsýndur í Alþýðu- leikhúsinu um miðnæturskeiðið á laugardag, en þá verður 50. sýning á þessum gamanleik eftir meistara hláturleikjanna, Dario Fo. Sýn- ingin hefst kl. 23.30. Þráinn Karlsson, sem fer með stærsta hlutverk leiksins, Dárann, mun í vetur veita lið Norðlendingum hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann tekur sér því sérstaklega ferð á hendur til að létta skammdegis- drunganum af borgarbúum. Aðrir sem taka þátt í gamninu eru leikararnir: Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Viðar Egg- ertsson, Björn Karlsson og Elísabet B. Þórisdóttir. Leikstjón hafði með höndum Lárus Ýmir Óskarsson, Þórunn S. Þor- grímsdóttir gerði leikmynd og búninga og Silja Aðalsteinsdóttir snaraði verkinu á íslensku. Örfáar sýningar eru eftir. 10. sýning á Sterkari en Supermann verður í dag kl. 15. Supermann verður sýndur aftur á sama tíma á sunnudag. Þar segir frá móður með tvö börn, og er annað fatlað. Þau eru nýflutt í nýtt hverfi og við fylgjumst með hvernig þau spjara sig við ókunnar aðstæður innan um ókunn- ugt fólk. Supermann er tilvalin sýning fyrir unglinga og einnig alla þá sem vilja kynnast málefnum þeirra sem „minna mega sín“. Með hlutverkin í leiknum fara: Sigfús Már Pétursson, Guðlaug María Bjarna- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Björn Karls- son, Thomas Ahrens og Viðar Eggertsson. Þýðinguna gerði Magnús Kjartansson, Gretar Reynisson gerði umbúnað og Jór- unn Sigurðardóttir og Thomas Ahrens leikstýrðu. Leikfélag Reykjavíkur: Aukasýning á Barn í garðinum Á FÖSTUDAGSKVÖLD verður hið nýja leik- rit Kjartans Ragnarssonar, Jói, sýnt í 17. sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa, og svo er einnig á fostudagskvöldið. Á laugardagskvöld verður aukasýning á bandaríska verðlaunaleikritinu Barn í garðinum vegna mikillar eftirspurnar, en í síðustu viku var ráðgert að hafa síðustu sýningu á leikritinu. Margir urðu þá frá að hverfa, og er fólki því bent á að missa ekki af þessu síðasta tækifæri að sjá sýning- una. Höfundurinn, Sam Shepard, sem er íslenskum kvikmyndahúsagestum kunnur fyrir afburða leik í tveimur myndum, sem sýndar voru hér á síðastliðnu ári. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Barn í garðinum vakti athygli fyrir dirfsku og nýstárleika, þegar hún var frumsýnd í vor. Á laugardagskvöld er einnig miðnætur- sýning í Austurbæjarbíói á revíu Leikfé- lagsins, Skornir skammtar, eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Á síðasta leikári var revían sýnd 30 sinnum í Iðnó. Nú í haust var hún flutt inn í Austurbæj- arbíó umsamin og endurbætt að miklu leyti í takt við atburði líðandi stundar. Uppselt hefur verið á allar sýningar á revíunni fram að þessu, en í Austurbæj- arbíói hefjast sýningarnar kl. 23.30 og er miðasala í bíóinu. Á sunnudagskvöld er sýning á leikritinu Rommí, en þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson hafa nú leikið þetta leikrit alls 107 sinnum. Að vanda er löngu uppselt á sýninguna á sunnudagskvöld. Þjóðleikhúsið: Dans á rósum frumsýnt, ^Hótel Paradís og Astarsaga aldarinnar FYRSTA LEIKRIT Steinunnar Jóhannes- dóttur leikkonu verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu nú í kvöld og heitir verkið Dans á rósum. Leikurinn gerist á Akureyri á nokkrum dögum kringum 17. júní þegar bærinn fyllist af stúdentum, bæði nýútskrifuðum og svo þeim eldri sem koma saman til þess að halda upp á stúdentsafmæli. Aðalper- sónan, Ásta Harðardóttir, á tíu ára stúd- entsafmæli og kemur á heimili foreldra sinna í bænum, en þar býr ennfremur unglingsdóttir hennar sem hefur til þessa alist upp hjá afa sínum og ömmu, því Ásta fór suður til náms og hefur starfað þar síðan. Verður þessi heimsókn afdrifarík fyrir Ástu, því aðstæðurnar knýja hana til þess að gera upp hug sinn og átta sig á sjálfri sér og sambandi sínu við þá sem hún umgengst. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson, en þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni hans fyrir Þjóðleikhúsið, leikmynd og búninga gerir Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, lýs- ingu annast Ingvar Björnsson, en tónlistin er samin og flutt af Manuelu Wiesler. — Það er Saga Jónsdóttir sem leikur hlut- verk Ástu Harðardóttur, en aðrir í hlut- verkum eru Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Skúlason, Þórhallur Sigurðsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðjón P. Pedersen og Júlíus Hjörleifsson. Dans á rósum verður einnig á fjölunum á sunnudagskvöld. Á laugardagskvöld verður sýning á franska gamanleiknum Hótel Paradís, eft- ir Georges Feydeau. Leikstjóri er Benedikt Árnason, leikmynd og búningar eftir Rob- in Don, lýsingu annast Kristinn Daníels- son og íslenska þýðingin er eftir Sigurð Pálsson. Hótel það sem farsinn snýst um er hin sóðalegasta stofnun við fáfarna hliðargötu í París um aldamótin síðustu og reynir að laða til sín viðskiftavini í vafasömum er- indagerðum — einkum þá sem vilja fá að drýgja sitt framhjáhald í friði fyrir ekta- mökum og nágrönnum. Og á Hótel Paradís leitar Hr. Dinglet, sem er fyrirmyndar- smáborgari, með eiginkonu besta vinar síns og nágranna Hr. Pyodeur. En tillits- leysi örlaganna hagar málunum þó svo til, að hið lítt þekkta hótel verður allt í einu vetvangur hinna óvæntustu mannfunda. Með aðalhlutverkin fara Róbert Arn- finnsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Þóra Frið- riksdóttir, Randver Þorláksson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Á sunnudagskvöld sýnir Þjóðleikhúsið Ástarsögu aldarinnar á Litla sviðinu. Leiksýningu þessari sem byggð er á ljóða- bók Mörtu Tikkanen, Ástarsögu aldarinn- ar, hefur verið vel tekið á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Kristín Bjarnadóttir, þýðandi verksins, leikur eina hlutverkið í leiknum þar sem við kynnumst heimilishögum kvenrithöfundar og sambúðinni við drykkfelldan eiginmann. — Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, leikmynd og búning ger- ir Guðrún Svava Svavarsdóttir og lýsingu annast David Walters. Haustskemmtanir Fóstbrœðra ENN Á NÝ efnir Karlakórinn Fóstbræður til haustskemmtana fyrir styrktarfélaga sína í félagsheimilinu að Langholtsvegi 109. Skemmtanir þessar sem kórinn endur- vakti sl. haust hafa haft tvennan tilgang, að efla tengsl kórsins við styrktarfélaga hans, en stuðningur þeirra gerir starf hans mögulegt. í öðru lagi hafa þær reynst drjúg tekjulind. Fóstbræður hafa nú hafið undirbúning að söngferð til Bandaríkjanna á næsta ári og eru haustskemmtanirnar upphafið á fjármögnun þeirrar ferðar. í þetta skipti verða skemmtanirnar ein- ungis á laugardagskvöldum og hefjast næstkomandi laugardag, 17. október, kl. 20.30, og verða síðan næstu fjögur laugar- dagskvöld. Húsið verður opnað kl. 20.00. Miðar verða afhentir og tekið á móti pöntunum daginn fyrir hverja skemmtun og samdægurs kl. 17.00—19.00 í félags- heimilinu, sími 85206. Borð verða ekki tek- in frá. Skemmtanirnar verða með svipuðu sniði og áður þ.e. söngur, grín og gaman, og síðan dunar dansinn. Kynnir á skemmtunum verður einn kór- félaga, Jón B. Gunnlaugsson, en hann reynist litlu hafa gleymt frá árunum í skemmtanaiðnaðinum. Tískufatnaður á kvöldsýningu ANNAÐ HVERT föstudagskvöld í vetur verður tískusýning í Blómasal Hótel Loft- leiða, þar sem lögð verður áhersla á glæsi- legan fatnað fyrir bæði dömur og herra. I kvöld hefst sýningin klukkan 19.00 og er sýningarstjórn í höndum Unnar Arn- grímsdóttur en það eru Modelsamtökin sem fatnaðinn sýna. Verður sýndur sam- kvæmis- og kvöldklæðnaður. Vandaður matseðill verður að vanda. Kynning á starf- semi Heimilis- iðnaðarskólans Heimilisiðnaðarskólinn kynnir starfsemi sína að Kjarvalsstöðum dagana 17.—25. október. Sýningin verður haldin í anddyrinu og gefur þar að líta sýnishorn af verkum nemenda, áhöldum og kennslutækjum. Dag- lega eru kynntar tvær eða fleiri námsgreinar og sjá kennarar skólans um þá kynningu. Sérstökum kynningarbæklingum um skólann verður dreift til sýningargesta. Aðgangur er ókeypis. Heimilisiðnaðarskólinn var stofnaður árið 1979, en áður hafði Heimilisiðnaðarfé- lagið, sem rekur skólann, haldið námskeið nær óslitið frá árinu 1913. Fjöldi náms- greina hefur aukist töluvert með tilkomu skólans og eru þær nú 28 talsins. Aðal- markmið skólans er að viðhalda gömlum vinnuaðferðum og aðlaga þær nútíma þjóðfélagi, og er lögð mikil áhersla á vand- að handbragð og góða hönnun. Á siðasta ári sóttu 550 manns námskeið skólans, en þau urðu alls 60 talsins. Skólinn starfar að Laufásvegi 2, og eru starfandi kennarar við hann 16 talsins. Skólastjóri er frú Sigríður Halldórsdóttir. Á myndinni má sjá þá sem standa að kabar ettsýningum í Þórskaffi næstu sunnudags- kvöld. Jörundur, Júlíus og Þórhallur semja textana, en þær Birgitte Heide, Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur dansana. (Ljósm. Mbl. Emilía) Kabarettsýningar hefjast að nýju í Þórskaffi N/ESTKOMANDI sunnudagskvöld hefjast að nýju kabarettsýningar í I*órskaffi eftir sumarlangt hlé. Kabarettinn verður með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur, hefst kl. 22 og er eingöngu ætlaður matargestum. í kabarettinum eru 6 þátttakendur auk 7 manna hljómsveitar Galdrakarla. Kabarettinn er saminn af hópnum sem að honum stendur, en það eru þeir Július Brjánsson, Þórhallur Sigurðsson og Jör- undur Guðmundsson sem semja texta og Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur ásamt Birgitte Heide, sem sjá um dansana. Galdrakarlar semja siðan tónlist við hæfi og flytja hana. Jörundur sagði á fundi með blaða- mönnum í vikunni að þessar sýningar hafi notið mikilla vinsælda í fyrra og jafnan þurft að panta með viku fyrirvara. Sýn- ingarnar eru um klukkustundarlangar og verða haldnar öll sunnudagskvöld. Átriðin eru fleiri í ár en í fyrra og sömuleiðis styttri og verður breytt um efni eftir því sem tilefni gefst til þar sem fjallað er um atburði líðandi stundar. Norrœna húsið: Sýning á hand- prjónuðum sjölum í ANDDY'RI Norræna hússins hefur verið komið upp sýningu á handprjónuðum sjölum eftir dönsku prjónakonuna og listhönnuðinn AASE LUND JENSEN. Aase Lund Jensen, sem lést árið 1977, var að góðu kunn hér á landi. I nóvember 1971 hélt hún sýningu í Norræna húsinu á vegum þess og íslensks heimilisiðnaðar. Jafnframt hélt hún tvö prjónanámskeið. Aase Lund Jensen vann að því síðasta árið sem hún lifði að gefa út bók um gömul sjöl, þar á meðal íslensk, en lauk ekki því verki. Danska listakonan Marianne Isager hélt verkinu áfram, en hún erfði verkstæði Aase Lund Jensen. Lauk hún við að prjóna þau sjöl, sem Aase entist ekki aldur til að ljúka við. Hefur hún haft umsjón með þessari litlu sýningu. Áður var sýningin í Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, og hingað kemur hún frá Herning. Það eru um 30 sjöl, sem hér eru sýnd, aðallega prjónuð eftir gömlum dönskum, færeysk- um og íslenskum uppskriftum, en einnig eru nýjar uppskriftir. Sýningin gefur vel til kynna kunnáttu forfeðranna í prjóna- skap og er hvetjandi fyrir áhugafólk að nota þessar gömlu uppskriftir og kynnast nýjum hugmyndum. Sýningin í Norræna húsinu verður til 31. október og er opin á opnunartíma hússins kl. 9—19, nema sunnud. 12—19. Tónlist á Torfunni VEITINGASTAÐURINN Torfan hefur að undanförnu verið með enskan gítarleikara, Josep Fung, sem spilað hefur létta „dinn- ermúsik" fyrir matargesti. Hann spilar frá kl. átta til níu á sunnudags- og miðviku- dagskvöldum og geta því gestir Torfunnar kynnt sér hinn nýja sjávarréttamatseðil hússins undir léttklassískri tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.