Morgunblaðið - 21.10.1981, Side 11

Morgunblaðið - 21.10.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 1 1 Beztu þakkir til fjármálaráðherra eftir Kjartan Jóhannsson Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, hefur séð ástæðu til þess að ráðast að mér með gífuryrðum í Morgunblaði, Þjóðvilja og ríkisútvarpinu. Svo mikið lá við, að Þjóðvilj- inn tók málið fyrir á þremur stöðum í sama tölublaðinu. Ástæðan er sú, að ég benti á veigamiklar veilur í fjárlaga- gerðinni og upplýsti að hinu leytinu, að ráðherrann hefði beinlínis farið með rangt mál, þegar hann fullyrti frammi fyrir alþjóð, að ekki væri í frumvarpinu neinn liður vegna efnahags- og kjara- mála. Um seinna atriðið er það að segja, að ráðherrann, Ragnar Arnalds, hefur þegar étið ofan í sig fyrri ummæli og þrátt fyrir gífuryrðin í minn garð, segir hann að það sé „hárrétt" hjá mér að þessi liður sé í frumvarpinu. Ekki eykur það trúverðugheit ráðherrans að afneita lið sem er í frumvarpinu, ráðast að þeim sem bendir á að svo sé, en játa því svo í leiðinni, að sá sem úthúðað er hafi rétt fyrir sér. Varðandi fyrra atriðið er það að segja, að svo ágætlega tekst til hjá ráðherranum í Morgunblaðsgrein sinni, að hann tekur dæmi um, hvernig útgjöld eru flutt að geðþótta milli A- og B-hluta fjárlaga. Það er því óþarfi fyrir mig að standa í sérstökum frekari útskýringum. Mér nægir að láta orð Ragnars sjálfs sanna mál mitt. Þannig segir orð- rétt í grein ráðherrans: „Fjármagnsútgjöld Kröfluvirkjunar hafa ýmist verið færð í A-hluta eða B-hluta. Árin 1975—78 voru þau færð í B-hluta, 1979-81 í A-hluta, en 1982 (þ.e.a.s. í fyrirliggjandi frumvarpi) í B-hluta aftur.“ Kjartan Jóhannsson Hvað þetta merkir má líka lesa í grein ráðherrans, því að hann segir á öðrum stað: „Ef fyrirtæki voru færð í stórum stíl í A-hluta í B-hluta og þau síðan látin taka lán mætti með rökum segja að ríkisútgjöld kæmu ekki til skila.“ Svo rekur ráðherra, að það sé nú reyndar svipaða sögu að segja um svonefndar byggða- línur, en skýlir sér á bak við, að svona hafi þetta verið áð- ur. Ráðherra afneitar því ekki, að hér sé ranglega að farið. Sannfæringin er greini- lega sú, að aðferðin sé röng, því hann segir í grein sinni, að þetta sé atriði sem „orkar tvímælis". Enn getur ráðherra þess að framkvæmdir séu færðar til gjalda í A-hluta, þegar þær skili ekki arði í ríkissjóð. Þetta er einmitt mergurinn málsins, en þessi regla er bara þverbrotin í fjárlaga- gerðinni, eins og dæmið, sem ráðherrann rekur sjálfur í grein sinni, sannar. Ég er ráðherranum vita- skuld þakklátur fyrir að styðja málflutning minn þeim ágætu rökum, sem í grein hans birtast. Hitt á ég erfið- ara með að skilja, hvers vegna ég er svona vondur karl og á að hljóta öll þessi fúkyrði af hálfu ráðherrans fyrir að benda á þær veilur og skekkj- ur í fjárlagagerðinni, sem brengla niðurstöður, úr því að hann sannar svo eftirminni- lega, að ég hef á réttu að standa. „Viðráðanleg- ir“ biðlistar? — leiðrétting í FRÁSÖGN Mbl. af umræðum í borg- arstjórn Reykjavíkur í gær kom fram að Markús Orn Antonsson, borgarfull- trúi, hefði getið þess í ræðu, að fjórtán hundruð börn hefðu verið á biðlistum dagvistarstofnana Reykjavíkurborgar við síðastliðin mánaðamót. Nokkrar línur féllu út í vinnslu blaðsins, en í sambandi við þetta mál vitnaði Markús í blaðaummæli Guðrúnar Helgadóttur þar sem hún hefði tekið fram að biðlistar dag- vistarstofnana væru „mun viðráð- anlegri nú en áður“. Varpaði Markús fram þeirri spurningu í umræðunum, hvort lík- legt væri að foreldrar þessara fjór- tán hundruð barna tækju undir um- mæli Guðrúnar um „viðráðanlega“ biðlista. 2,9% hækkun láns- kjaravísitölu SEÐLABANKINN hefur nú reikn- að út lánskjaravísitöluna fyrir nóv- ember nk. og reynist hún vera 282 stig. Lánskjaravísitalan fyrir sept- embermánuð var 274 stig. Er hækk- unin því 2,9% milli mánaða. Stórleikur í Höllinni í kvöld l l VIKINGUR FH Kl. 20. Nú er spenna í 1. deildinni. Víkingar nú er nauðsyn aö fjölmenna Ykkar stuöningur æ U lillR í HÖlUWA sjÁio babai rULBK u Aiinvki atti cnr cnci HANDKNATTLEIKSDEILD VIKINGS Þeir fremstu ve/ja HLJOMTÆKJADEILD Éjp KARNABÆR W HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 með „Linytron Plus myndlampa er japönsk tækni í hámarki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.