Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 14

Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Konrád Axelsson og llörður Arinbjarnar, en þeir reka félagið Myndkynn- ingu sem stendur að sýningunni. Meistarar á Kjarvalsstöðum Al) KJARVALSSTt>1)1!M stendur nú yfir sýning á um 130 grafíkmyndum eftir fjölda franskra mynd- listarmanna. Sýningin var opnuð laugardaginn 17. október sl. og verður opin daglega frá 14—22 til 1. nóvember nk. llm 50 listamenn eiga myndir á sýningunni og má meðal þeirra nefna þá ('hagall, Braque, Matisse, Picasso, Miro, Vasarely, Dorny og fleiri. Blm. Morgunblaðsins leit þar við í vikunni og hitti fyrir þá Hörð Arinbjarnar og Konráð Ax- elsson, en félagið Myndkynning, sem þeir reka saman, stendur að sýningunni. Hörður var spurður um aðdraganda sýningarinnar: „Félagið Myndkynning hefur frá 1976 haldið árlegar sýningar hér að Kjarvalsstöðum, og er þetta fimmta sýningin á vegum félagsins; hér hafa verið haldnar sýningar ’76 að síðasta ári undanskildu. Á flestum sýningunum hafa verið blönduð myndverk, en ein sýning var haldin á verkum Salvador Dali og á þessari sýningu eru eingöngu grafíkmyndir eftir franska myndlist- armenn." Er þetta sölusýning? „Já, nær allar myndirnar eru hér til sölu, verðið á myndunum er mjög viðráðanlegt, flest- ar myndirnar kosta frtl.000 til 3.—4.000, en dýrasta myndin er eftir Miro og kostar um 60.000.“ Er ekki mikið verk að setja upp svona sýn- ingu? „Jú, það er búið að vinna hér baki brotnu. Jóhannes Jóhannesson málari og Guðmundur Benediktsson settu upp myndirnar og hafa unn- ið hér mjög gott verk.“ Við lítum í kring um okkur í salnum, og hvarvetna blasa við litrík myndverk, sett upp í skemmtilegum umgerðum. Á einum veggnum gegnt inngöngudyrunum hanga nokkrar svarthvítar grafíkmyndir eftir Pablo Picasso, einhvern frumlegasta listamann fyrr og síðar. Þar rétt hjá eru myndir efti Théo Tobiasse úr litröðinni um ævintýri H.C. Andersen í líflegum og skærum litum. í sýningarskrá segir að Tobi- asse hafi ekki snúið sér að hreinni myndlist fyrr en á fertugsaldri en hann hafði mest unnið að auglýsinga- og skreytilist. í salnum má einnig sjá myndir eftir Victor Vasarely en hann er einn af áhrifamestu lista- mönnum Frakklands, og vinnur myndir í „optískum" formstíl. Þrjár myndir á sýningunni eru eftir Joan Miro, og er ein þeirra dýrasta myndin sem er til sölu og kostar eins og áður segir rúmar 60.000 krónur. Miro er meðal fremstu listamanna samtímans og hefur sér- stakan stíl sem engum öðrum er líkur. Svo vitn- að sé aftur í sýningarskrána, stendur þar að hann hafi eftirfarandi að segja um myndlifun sína: „Óhreyfileikinn heillar mig. Flaska eða glas eða stór steinn á auðri sjávarströnd eru í sjálf- um sér dauðir hlutir. í ímyndun minni verða þessir hlutir þó upphaf eða kveikja mikillar hreyfingar. Kyrrð þeirra tengist í vitund minni óendanlegri rúmkennd, án upphafs eða endis. Því speglast slík form í list minni eins og glóð- arhnettir sem eldfjall spýr, og þeir nema ekki staðar innan myndflatarins, heldur stefna langt, langt út fyrir hann ...“ Við göngum út undir þessum orðum Miros og þökkum Myndkynningu þetta framtak. Tölvunámskeið ★ Viltu skapa þér betri stööu á vinnumarkaönum? ★ Viltu læra aö vinna meö tölvu? ★ Á námskeiöum okkar lærir þú aö færa þér í nyt margvíslega möguleika sem smátölvur, (micro- computers) hafa upp á aö þjóöa fyrir viöskipta- og atvinnulífiö. ★ Námiö fer aö mestu fram meö leiösögn tölvu og námsefniö er aö sjálfsgöu ailt á íslensku. Námsefniö hentar auk þess vel fyrir byrjendur. ★ Á námskeiöunum er kennt forritunarmáliö BASIC, en þaö er langalgengasta tölvumáliö sem notaö er á litlar tölvur. Innritun í síma 25400 GOÐ MYND er vinsæl jólagjöf Pantiö tímanlega Verid velkomin í myndatöku hiá mér. Verslið hjá fagmannmum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 í stuttu máli Stífla brast Nýju Delhi, 19. október. Al*. FUNDIST hafa lík 120 manna, er fórust þegar stífla brast í Karnataka-fylki árla í dag og óttast er, að enn fleiri hafi far- ist. Þúsundir manna misstu heimili sín og uppskera eyði- lagðist. Flestir íbúar á svæð- inu við Gopinathapura, þar sem stíflan var, voru sofandi þegar stíflan brast. Mikil flóð urðu og sópuðust vegir m.a. í- burtu. — O — 50 bátar sukku Keirút, 19. október. Al*. KÁRVIÐRI á l’ersaflóa sökkti um 50 fiskibátum í nágrenni Hormuz-sunds, skammt frá hafnarbænum Bandar Abbas, um helgina. Ad sögn útvarpsins í Teheran hafa lík 57 sjómanna fundist, en óttast er, að um 200 hafi farist í fárviðrinu. — O — Lögreglumenn skotnir Mílanó, 19. október. Al*. TVEIR lögregluþjónar týndu lífi og sá þriðji slasaðist lífs- hættulega í skotbardaga við vopnaða menn í miðborg Míl- anó í dag. Mennirnir vopnuðu komust undan, en lögreglan stöðvaði bíl þeirra á venjulegri eftirlitsferð. Þeir komust und- an eftir skotbardagann. Talið er, að þeir hafi annaðhvort verið hryðjuverkamenn eða fé- lagar í einhverri neðanjarð- arhreyfingu. Skipst var á um 30 skotum, og særðust tveir vegfarendur lítillega í bardag- anum. — O — Manntjón í jarðskjálfta ( arat as, 19. októbor. Al*. AÐ MINNSTA kosti 10 fórust, er jarðskjálfti, að styrkleika 5,8 stig á Richterkvarða, skók hér uð á landamærum Kólumbíu og Venezúela um miðnætti á laug- ardagskvöld. Tugir manna slös- uðust og mikið af húsum hrundi eða stórskemmdist. — O — Kopelev fær friðarverðlaun Krankfurl, 19. október. AP. VESTUR-þýskir bóksalar veittu sovéska andófsmannin- um Lev Kopelev hin árlegu friðarverðlaun sín í gær fyrir ritverk hans og þýðingar á verkum þýskra höfunda. Kopelev, sem nú er 69 ára að aldri, var sviptur sovéskum ríkisborgararétti fyrr á þessu ári og býr í V-Þýskalandi. Verðlaunin, sem eru að upp- hæð 25 þúsund mörk, eru talin æðstu menningarverðlaun sem veitt eru árlega í V-Þýska- landi. í tilkynningu samtakanna segir, að þrátt fyrir stanslaus- ar ofsóknir, hafi Kopelev ekki gefist upp við ritstörfin og baráttu sína fyrir mannrétt- indum í Sovétríkjunum. — O — Fyrsta handtakan Karlsruhr, 19. októb«‘r. Al*. FYRSTA handtakan vegna árás- arinnar á yfirmann Bandaríkja- hers í Evrópu 15. sept. fór fram í dag. Ung kona frá Frankfurt sem stundar háskólanám var hand tekin á Tóstudag fyrir að kaupa tjald sem fannst skammt frá staðnum þar sem skotið var á Frederick Kroesen hershöfð- ingja. Talið er að árásarmennirnir hafi legið í leyni í tjaldinu áður en þeir veittu hershöfðingjanum fyrirsát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.