Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
15
Símamynd AP.
Kreml-stjórnin veitti í gær skrifstofu PLO-samtakanna í Moskvu fulla stjórnmálalega viðurkenningu, þannig að
framvegis mun skrifstofan njóta sömu réttinda og sendiráð erlendra ríkja í borginni. Brcsneff, forseti Sovétríkj-
anna, tilkynnti Yasser Arafat, leiðtoga PLO, um hina nýju upphefð á sérstökum fundi í Kreml. Litið er á
viðurkenninguna sem stóraukinn stuðning Sovétstjórnarinnar við PLO og vilja hennar til að láta til sín taka í
Miðausturlöndum, en vestrænir stjórnmálafræðingar telja að Sovétmönnum sé mikið í mun að styrkja stöðu sína
þar eftir að erkióvinurinn, Sadat, er úr sögunni. Ljósklæddi maðurinn við hlið Arafats á myndinni er Ponomarev, en
síðan koma Brésneff og Gromyko, utanríkisráðherra. AP-símamynd.
Antwerpen:
Mikil sprenging
í gyðingahverfi
Ævintýralegur flótti
frá AusturÞýskalandi
Yordingborg, 20. október. AP.
TVENNUM hjónum og lítilli tveggja
ára gamalli stúlku tókst um helgina
að flýja frá AusturÞýskalandi yfir
til Ilanmerkur á kajökum og þykir
furðu gegna, að þau skyldu komast
lífs af úr sjóferðinni, sem tók þau 14
stundir.
„I»að er kraftaverki líkast, að þau
skyldu ekki farast á leiðinni,“ var
haft eftir Erik Rasch, lögreglustjóra
í Vordingborg. „Veðrið var slæmt,
úrhellisrigning og ferðin öll hin
hættulegasta.“
Fólkið, sem bjó í Austur-Berlín,
lagði upp snemma á sunnudags-
morgni á fjórum kajökum og hafði
hvorki með sér vistir né hlífðarföt
til að vekja ekki grunsemdir ann-
arra. Þau höfðu hins vegar með-
ferðis lítinn utanborðsmótor, sem
haldið er á með höndunum, og með
hans hjálp gátu þau látið einn kaj-
akann draga hina.
Þegar þannig hafði til gengið í
tíu tíma hvolfdi tveimur bátanna
og við það fóru önnur hjónanna í
sjóinn. Þeim tókst þó að komast
upp í hina kajakana tvo við illan
leik og hírðust þar aðþrengd í
fjóra tíma þar til þau rak að landi
á dönsku eynni Mön.
Fólkið var að vonum aðfram-
komið af vosbúð þegar það komst
á land, en það var starfsfólk á
veitingastað á ströndinni sem
f.vrst kom auga á það. Strax var
hlúð að fólkinu, það drifið í heitt
bað og fengin þurr föt, og eftir
góða næturhvíld hafði það náð sér
að fullu. Þá var hjónunum og litlu
stúlkunni komið í Eystrasaltsferj-
una til Vestur-Þýskalands, en þar
ætla þau að biðjast hælis.
Antwcrpon, 20. okt. AP.
TVÆR KONUR létust, 16 særðust
alvarlega og 83 fengu mjnniháttar
meiðsl þegar sprengja sprakk í bíl í
gyðingahverfi Antwerpen-borgar í
Belgíu í morgun. Sprengingin varð
rétt við lítið samkunduhús en þar
var mannmargt í morgun vegna sér
stakrar hátíðar gyðinga.
Sprengingin var svo öflug, að
nálæg bygging skemmdist það
mikið, að óttast er að hún hrynji,
og einnig brotnuðu rúður í aðal-
tarstöð Antwerpen-
Vikið frá
vegna óvar-
legra orða
Wa.shinglon, 20. okl. AP.
HÁTTSETTIIM herforingja var í dag
vikið úr störfum fyrir Þjóðaröryggis-
ráðið bandaríska vegna þess, að hann
hafði komist þannig að orði í ræðu,
sem hann hélt, að „Kússar eru þegar
knmnir af stað — og munu brátt láta
til skarar skríða".
Reagan Bandaríkjaforseti sagðist
vera ósammála þessum orðum her-
foringjans, Robert L. Schweitzers að
nafni, en hrósaði honum þó, sagði, að
hann væri „góður hermaður", sem
áfram myndi gegna þýðingarmiklum
störfum fyrir land og þjóð.
Yfirlýsing Reagans kom nokkru
eftir að háttsettur embættismaður
Hvíta hússins sagði fréttamönnum,
að Schweitzer hefði verið látinn fara
frá sem helsti ráðgjafi Þjóðarörygg-
isráðsins í varnarmálum og fluttur
til starfa fvrir herinn.
Veður
Akureyri vantar
Amsterdam 8 skýjað
Aþena 28 heiðskírt
Barcelona 22háltskýjaö
Berlin 9 skýjað
Briissel 12 rigning
Chicago 12 skýjað
Denpasar vantar
Dublin 14 heiðskírt
Feneyjar 18 skýjaö
Frankturt 12 rigning
Færeyjar 3 rigning
Gent 15 skýjað
Helsinki 5 rigning
Hong Kong 26 skýjað
Jerúsalem 27 heið8kírt
Jóhannesarborg 14 skýjað
Kaupmannahófn 9 rigning
Kairó 31 HeiÖ8kírt
Las Palmas 23 skýjað
Lissabon 27 heiðskírt
London 13 rigning
Los Angeles 36 heiöskírt
Madrid 25 heiðskírt
Malaga 24 skýjaö
Mallorka 22 skýjaö
Malaga 24 skýjað
Mexíkóborg 17 skýjaö
Miami 30 heiðskírt
Moskva 4 skýjað
New York 11 heiðskirt
Nýja Delhí 35 heiöskírt
Osló 7 heiðskiit
ParÍ8 15 skýjað
Perth vantar
Reykjavík 1 lettskýjaö
Ríó de Janeiro 25 rigning
Rómaborg 24 heiðskirt
San Francisco 21 heiðskírt
Stokkhólmur 6 skýjaö
ASSOCIATED PRESS
Jaruzelski — síðasta
hálmstrá Sovétmanna
Moskvu, 20. október. AP.
HEILLAÓSKIR Brezhnevs Sovét-
forscta til Jaruzclskis, hershöfðingja
og hins nýja leiðtoga pólska komm-
únistaflokksins, sýna Ijóslega, að
Krcmlverjar halda enn í það hálm-
stráið, að pólska kommúnista-
flokknum takist að komast til fyrri
virðingar og valda í Póllandi.
Að sögn vestrænna sendimanna í
Moskvu virðist Sovétstjórnin nú með
öllu ráðalaus hvað varðar ástandið í
Póllandi, að valdbeitingu einni und-
anskilinni. A meðan þeir hins vegar
skirrast við að grípa til hennar, geta
þeir aðeins vonað, að Jaruzelski tak-
ist það, sem Kania tókst ekki, en það
er að koma flokknum aftur til fyrri
áhrifa eftir 13 mánaða stanslaust
undanhald.
Þegar Jaruzelski hlaut útnefn-
inguna nú á dögunum, barst hon-
um ákaflega innilegt skeyti frá
Brezhnev og það minnti menn á, að
ekki fékk Kania verri viðtökur á
þeim bæ, þegar hann tók við völd-
unum sumarið 1980. „Það fer ekk-
ert á milli mála, að Kremlverjar
láta sig enn dreyma um góðu,
gömlu dagana og markmið þeirra
hafa ekkert breyst,“ var haft eftir
einum diplómatinum þegar hann
vakti athygli á því hve skeytin
væru keimlík.
I Póllandi hefur hins vegar
margt breyst og efast nú margir
um, að kommúnistaflokkurinn eigi
yfirleitt afturkvæmt til fyrri valda
Jaruzelski, hinn nýi leiðtogi pólska
kommúnistaflokksins — síðasta von
Kússa um að góðu, gömlu dagarnir
megi aftur renna upp í Póllandi.
án þess að hrinda af stað stórkost-
legum verkföllum og mótmælaöldu
um allt landið. Samstaða er ekki
lengur óviss tilraun tiltölulega
fárra manna, heldur skipulögð
samtök milljóna Pólverja, sem eru
reiðubúin að láta til sín taka. Þau
hafa látið stöðugar hótanir Sov-
étmanna sem vind um eyru þjóta
og virðing og myndugleiki Jaruz-
elskis hefur engu um það breytt.
Þrátt fyrir það binda Rússar
miklar vonir við Jaruzelski, enda
er hann almennt talinn miklu
ákveðnari maður en Kania. í við-
tali, sem AP-fréttastofan átti við
Stefan Bartkowski, formann
pólska blaðamannafélagsins,
frjálslyndan mann, sem rekinn var
úr kommúnistaflokknum í fyrri
viku, sagði hann, að Jaruzelski
væri „síðasta útspil flokksins. Að
honum frágengnum er fyrirtækið
stjórnlaust".
Kania reyndist ófær um að gera
hvorum tveggja til geðs, ráða-
mönnum í Moskvu og verkamönn-
unum í Samstöðu, þannig að til
þess hlaut að koma, að hann yrði
að fara frá. Hvort Rússar hafa átt
beinan þátt í því er ekki vitað, en
trúlega hafa þeir grátið þurrum
tárum, enda er það haft fyrir satt,
að þeir hafi verið búnir að vara þá
báða, Kania og Jaruzelski, við og
skipa þeim að fara með völdin í
Póllandi meira en að nafninu til.
Sovétmenn eru óhressir með
ástandið í Póllandi, en þrátt f.vrir
það virðast þeir vilja hafa biðlund
með stjórnvöldum þar ögn lengur.
Augljóst er, að þeir binda vonir
sínar við, að Jaruzelski takist bet-
ur upp en Kar.ia og forði þannig
Rússum frá því að taka málin í
eigin hendur með öllum þeim af-
leiðingum, sem það hefði, ekki
fyrir Pólverja, heldur fyrir þá
sjálfa.
Sv.
borgar nokkru fjær. Sjúkrabílar
komu strax á vettvang eftir
sprenginguna og lögreglan girti af
allt svæðið, sem er ein helsta
miðstöð demantaiðnaðarins i Evr-
ópu.
Þetta er annað tilræðið við gyð- ~
inga í Antwerpen á rúmu ári en í
júlí í fyrra köstuðu tveir arabar
handsprengjum að hópi gyðii ga-
barna, sem voru á leið í sumarbúð-
ir, með þeim afleiðingum, að eitt
barn beið bana og 20 slösuðust.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
ROTTERDAM:
Helgafell .. 27/10
Arnarfell .. 18/11
Arnarfell .. 2/11
Arnarfell .. 16/12
ANTWERPEN:
Helgafell .. 28/10
Arnarfell .. 19/11
Arnarfell ... 3/12
Arnarfell .. 17/12
GOOLE:
Helgafell ... 24/10
Arnarfell ... 16/11
Arnarfell ... 30/11
Arnarfell ... 14/12
LARVIK:
Hvassafell ... 26/10
Hvassafell ... 9/11
Hvassafell ... 23/11
Hvassafell ... 7/12
GAUTABORG:
Hvassafell ... 27/10
Hvassafell ... 10/11
Hvassafell ... 24/11
Hvassafell ... 8/12
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ... 28/10
Hvassafell ... 11/11
Hvassafell ... 25/11
Hvassafell ... 9/12
SVENDBORG:
Arnarfell ... 26/10
Hvassafell ... 29/10
Hvassafell ... 12/11
Dísarfell ... 13/11
Helgafell ... 18/11
Hvassafell ... 26/11
Helgafell ... 5/12
Disarfell ... 8/12
HAMBORG:
Dísarfell .... 4/11
Helgafell .... 17/11
Helgafell .... 4/12
HELSINKI:
Dísarfell .... 9/11
Dísarfell .... 4/12
Disarfell .... 28/12
GLOUCESTER, MASS:
Skaftafell .... 30/10
Skaftafell ........ 30/11
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ......... 3/11
Skaftafell ......... 3/12
m
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Sími 28200 Telex 2101