Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 25

Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 25 * 41 Lausn á vandamálui + Nýveriö birtist mynd af hundi í þessum þætti, en það var óvart — þátturinn heitir nefnilega Fólk í fréttum. En það kemur fyrir að fólk bregöi sér í líki hunda og þá í sprelli, en stundum sakir geð- rænna vandamála sem þarf ekki að skýra. Afhverju leikkonan Bo Derek skríöur eins og hundur á þessari mynd og maður hennar teymir hana í ól, er ekki vitaö glögglega, en Bo sagði aöspurö: „Við getum ekki leyst vandamál okkar með öðrum hætti.“ Ekki munu þó slíkar gönguferöir vera daglegur viöburður í lífi þeirra hjóna. Bernhard Langer þénar mest... + Það er lítiö skrifað í íslensk blöð um gólfmót erlendis og margir kunnustu golfleikarar heims okkur ókunnir. Bernhard Langer er einn, 24 ára gamalla þýskur maöu og þykir sérlega geðþekkur og prúömannlegur í framgöngu sinni. Reiknihestar segja aö han þóni mest allra golfleikara í Evropu þetta árið og nýverið vann hann 30 þúsund dollara í sigurlaun á Bob Hope British Classic, og myndin sem hér fylgir sýnir kapp- ann halda á risastórri ávísun með Bob gamla Hope eftir að sigurinn var í höfn. Af einhverjum sökum eru ekki nema 15 þúsund dollarar færöir inn á ávísunina, en Langer hreppti sem só 30 þúsund dollara á þessu móti fyrir aö koma í mark fjórum höggum á undan Peter Oosterhuis. Á þessu ári hafa runniö i vasa Bernhards Langers nálægt 160 þúsund. dollarar, sem eru um 1,2 milljónir íslenskar og sveltur eng- inn með þær árstekjur. Langer sigraði m.a. á Opna þýska meist- aramótinu, auk mótsins hans Hop- es og lenti annar á Opna breska meistaramótinu. Bernhard Langer finnst sem hann só nú tilbúinn að keppa á amrískum stórmótum. ^ BOB HOPE BRITISH CLASSIC Standard Chartered Ltmiletí •UA -L.„ '‘•vlT.... -k, + — Æi strákar, látiði nú stelpuna í friöi, sagði Elisabet Taylor við Ijósmyndarann Ron Galella, þegar hann byrjaði að smella af henni dansandi viö núverandi mann sinn John Warner í veislu mikilli eftir aö Tony-verðlaununum var úthlutað. Owett síðastur í mark + Hlauparinn heimsfrægi Steve Owett var sérstakur gestur á íþróttahátíð skólabarna í East Sussex á Englandi, sem haldið var nýlega í Brighton, heimabæ Steve Owetts. Þar tók hann þátt í keppni í hjólastól og varð síðastur. Menn höfðu á orði aö það hefði verið í fyrsta sinn sem Steve Owett hefði sýnst ánægöur með að tapa, en eins og sjá má af myndinni kom hann skælbrosandi í mark. Eftir keppnina gaf hann svo næstum 200 eiginhandaráritanir. Steve Owett sagðist ekki ætla aö taka þátt í keppni á hlaupabrautinni fyrr en næsta sumar og heföi hann því góðan tíma til að venjast hjónabandinu, en Owett er nýlega kvæntur. félk f fréttum -r úr myrkri Varla hefur nokkur íslenzk .&/ hljómsveit komið eins oft á óvart og Utangarðsmenn. Þó hljómsveitin sé ekki lengur ,j starfandi er enn mikiö púöur í ýr henni. Nú skjóta Utangarðs- jju menn föstu skoti úr myrkrinu, því enn ein platan er komin út meö þeim. Þetta er 16 laga plata sem spannar feril Utangarðs- manna og er aðalefni plötunnar 10 þrælgóð lög, sem aldrei hafa áður veriö þrykkt á plast. Auk þessara laga er hér að finna 6 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar og er spilatími plötunnar alls 50 mín- útur. Einnig fylgja góðar upplýsingar um hvert lag fyrir sig, auk þess sem ferill Utangarðsmanna er rakinn lauslega. Heildsöludreiting ftaÍAOf M Simar 85742 og 85055 HLJÓMOflLD m^KARNABÆR 1 sugaveg. 66 - GUesrbæ _ Austurstrvti 22 Sími frá skiptiboröi 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.