Morgunblaðið - 03.01.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
5
Gleymum ekki þeim gæðum,
sem við njótum
Ávarp dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra á gamlárskvöld
Góðir íslendingar!
Það er alltaf hollt og ekki síst
um áramót að huga að því jöfnum
höndum er vel gengur og hinu sem
á móti blæs. Um leið og menn
leiða hugann að því er þá vantar
og þeim óskum sem þeir fá ekki
fullnægt, er öllum gagnlegt að líta
einnig á það sem menn hafa, þau
gæði sem menn njóta, oft umfram
ýmsa aðra menn.
í fjölmörgum þjóðlöndum býr
frjálshuga og frjálsborið fólk við
eymd og áþján, skort og skömmt-
un. Samtök þess bannfærð, fang-
elsanir að næturþeli, aftökur í
dagrenning. Fyrir hverjar sakir?
Óhlýðni við harðstjórn, andmæli
gegn ofbeldi.
A Islandi njótum við frelsis til
orðs og athafna, getum stofnað og
starfrækt félög til hagsmuna-
gæslu, til iðkunar áhugamála, og
til hjálpar og líknar öðrum
mönnum. Við njótum mannrétt-
inda, mannhelgi, friðhelgi einka-
lífs, búum við löghelgað lýðræði,
samofið íslenskri þjóðarsögu og
þjóðareðli.
Úti í heimi er andlegt frelsi víða
fótum troðið, frjáls hugsun kaf-
færð, mannhelgi svívirt. Þeim
mönnum sem eru svo djarfir að
heimta, að stjórn standi við gerða
milliríkjasamninga um mannleg
réttindi, er varpað í dýflissur eða
þeir læstir inni í vistarverum vit-
firringa.
A Islandi ríkir málfrelsi, funda-
og félagafrelsi. Hér geta allir
skammað alla. í fjölmiðlum ríkis-
ins mega menn atyrða ríkisstjórn
og ráðamenn að vild og gera það
oft ómælt við mikinn fögnuð
áheyrenda.
Mörg er sú þjóð, er þarf að búa
við stjórn, sem fámennur, harð-
snúinn hópur hefur komið á fót í
krafti innlends eða erlends her-
valds, og engin tök á að losna við
slíka landstjórn, þótt mikill meiri-
hluti þjóðar sé henni andsnúinn
og vilji hana burt, veg allrar ver-
aldar.
Á íslandi ræður fólkið sjálft í
almennum kosningum. Það getur
losnað við ríkisstjórn að minnsta
kosti á fjögurra ára fresti og jafn-
vel oftar.
En fólkið getur líka látið stjórn
starfa áfram, ef það vill.
Víða um lönd stynja milljónir
manna undir atvinnuleysi. Fátt er
ömurlegra atvinnuleysinu.
Æskufólk, sem lokið hefur námi
og undirbúningi undir lífsstarfið,
hlaðið starfsorku og löngun til að
vinna landi sínu og sjálfu sér
gagn, fær mánuðum, misserum og
árum saman ekki handtak að
vinna. Slíkt ástand er þyngra en
tárum taki.
Á Islandi erum við svo lánsöm
að vera laus við atvinnuleysi. í
nokkrum greinum vantar fólk til
starfa, hins vegar er sumstaðar
árstíðabundinn atvinnuskortur,
eins og jafnan hefur verið á ís-
landi. Á því verður að reyna að
finna lausn.
Við strendur sumra landa horfa
menn með þungum hug á urin
fiskimið, eydd af ofveiði og rán-
yrkju útlendra yfirgangsmanna
eða af skammsýni landsmanna
sjálfra.
Hér heima höfum við íslend-
ingar nú tekið sjálfir í okkar
hendur yfirráð yfir öllum fiski-
miðum, 200 mílur umhverfis land-
ið. Nú stjórnum við veiðunum
sjálfir, nú veltur á okkur, hvernig
til tekst. Um sumt hefur vel geng-
ið. Þorskstofninn í heild og hrygn-
ingarstofninn virðist fara vaxandi
ár frá ári.
Um suma aðra stofna hefur út-
koman orðið lakari. Vð verðum að
læra af reynslu og vera menn til
þess að stjórna vitlega þessum
dýrmætu gæðum, sem okkur hefur
nú auðnast að ná fullum umráðum
yfir, en það var einn af hinum
stóru áföngum í sjálfstæðisbar-
áttu landsmanna.
I sumum olíulöndum standa
menn á næstunni frammi fyrir
þverrandi lindum, sem gefið hafa
á undangengnum árum gnótt fjár
og auðlegð. En menn eru þar á
fullri ferð að ausa af olíulindum,
sem nægja í nokkur ár eða áratugi
og endurnýjast ekki.
Islendingar eiga þær auðlindir
og auðsuppsprettur sem ekki
þverra né þorna meðan regn drýp-
ur af himni á íslenska fold.
Og stórvirkjanir og orkunýting
eru stærstu viðfangsefni þjóðar-
innar nú og á næstu árum til auk-
innar farsældar fyrir land og lýð.
Margar þjóðir hafa á undan-
förnum árum þjáðst og þjakast af
hörmungum hernaðarátaka. í
Asíu, í Afríku, í Suður-Ameríku
og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau
átök hafa leitt meiri hörmungar
yfir fólkið en orð fá lýst.
Og nú hefur vina- og viðskipta-
þjóð okkar, Pólverjar, lent undir
þeim járnhæl, sem molar allt það
sem tengt er frelsi og mannhelgi.
Til Pólverja beinist hugur okkar,
samúð og fyrirbænir í raunum
þeirra, þessarar virtu þjóðar sem
um aldir hefur varðveitt frelsis-
eldinn í brjósti sér, þann eld, sem
aldrei má slokkna.
Við íslendingar, friðelskir og
vopnlausir, höfum verið svo gæfu-
samir að vera lausir við slík ósköp.
Við eigum þá ósk heitasta að
stuðla að friði. Við leggjum því lið,
að samningar náist um gagn-
kvæman samdrátt vígbúnaðar
með útilokun kjarnorkuvopna og
styðjum heilshugar sérhverja við-
leitni í þá átt.
Þannig njótum við íslendingar
lýðræðis, mannréttinda, mann-
helgi, frjálsrar menningar, at-
vinnu og ýmissa kosta, sem mörg-
um öðrum þjóðum er meinað að
njóta.
Nú er mörgum Islendingum svo
farið, að hugur þeirra snýst öllu
meira um það, er þeir ekki fá, en
hitt sem þeir hafa. í fornum sög-
um segir svo frá merkum landa
okkar, að hann var þykkjuþungur
sem aðrir íslendingar og þótti illt,
ef hann fékk eigi það er hann
beiddi.
í karpi um dægurmál, í óánægju
yfir því að fá ekki einhverjar
kjarabætur, sem menn telja að
nágranninn njóti, megum við aldr-
ei missa sjónar af hinum dýrmætu
grundvallargæðum í lífi mann-
anna, sem íslendingar góðu heilli
njóta.
Fyrir réttu ári greindi ég hér
frá efnahagsáætlun ríkisstjórnar-
innar, þær aðgerðir í efnahags-
málum höfðu þrjú aðalmarkmið.
I fyrsta lagi að tryggja lands-
mönnum næga atvinnu.
I öðru lagi að draga svo úr verð-
bólgu að hún lækki í um 40% á
árinu 1981.
I þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks.
Þegar nú er litið yfir farinn veg
kemur það í ljós, að tekist hefur á
liðnu ári að ná þessum þrem
markmiðum. Atvinna hefur verið
næg í landinu, það hefur tekist að
forða atvinnuleysi. Verðbólgan,
sem hafði verið tvö undanfarin ár
kringum 60% hvort árið, verður í
ár um 40% frá upphafi til loka
árs.
í fyrra horfði svo, að án efna-
hagsaðgerða myndi kaupmáttur
tekna minnka í ár, en raunin hef-
ur orðið sú, að kaupmáttur hefur
heldur aukist á þessu ári.
En þótt ýmsir hlutir hafi gengið
vel í ár og mörgu miðað í rétta átt,
hafa horfur versnað um afkomu
þjóðarinnar á næsta ári. Þegar
þjóðhagsáætlun var lögð fram á
Alþingi í október síðastliðnum var
búist við því að útflutningstekjur
Islendinga myndu aukast á næsta
ári um fjóra til fimm af hundraði.
En nú er talið að ekkert verði af
þessum áætlaða vexti. Sá bati í
efnahagslífi Vesturlanda, sem
menn töldu líklegan, lætur á sér
standa. Það kemur meðal annars
fram í sölutregðu og lágu verði á
kísiljárni og áli og dregur þetta úr
gjaldeyristekjum okkar. Horfur
um loðnuveiði eru nú dekkri en
fyrr og verður því að gera ráð
fyrir minni útflutningstekjum af
henni en áður var ætlað.
Þessar versnandi horfur ásamt
áframhaldandi viðnámi gegn
verðbólgu gera nauðsynlegar á
næstunni ýmiskonar aðgerðir í
efnahagsmálum. Öll eru þau mál
til umfjöllunar og undirbúnings á
vegum ríkisstjórnarinnar.
En það vandamál sem mest
kallar að þessa stundina er
ákvörðun fiskverðs til þess að
veiðar og vinnsla geti starfað með
eðlilegum hætti. Öll þjóðin hlýtur
að heita á þá aðilja, sem hlut eiga
að ákvörðun fiskverðs, að sýna
þann samningsvilja, er ásamt at-
beina ríkisstjórnarinnar dugi til
þess að ná niðurstöðu nú sem næst
áramótum, svo að firra megi þjóð-
ina því tjóni, sem stöðvun aðalat-
vinnuvegar þjóðarinnar myndi
valda.
Það er varasamt að svífa á létt-
um og ljósum skýjum í bjartsýnis-
draumum og fögnuði yfir því sem
vel gengur og gæta ekki óveðurs-
skýjanna dökku. En það er ekki
síður skaðvænlegt að sjá örðug-
leikana eina, mikla þá fyrir sér og
gleyma öllu því sem jákvætt er.
I yfirsýn og mati á því, sem gera
þarf, verður hvorttveggja að skoð-
ast saman. Þau eru ekki örugg í
hendi okkar öll þau gæði sem við
njótum. Við verðum að gæta
þeirra vel og vandlega. Og ekki eru
allir erfiðleikarnir óviðráðanlegir
eða óyfirstíganlegir, ef tekist er á
við þá af djörfung, festu og fyrir-
hyggju.
Við getum sjálf ráðið við svo
margt, ef viljinn er fyrir hendi.
Það er meira sannmæli en sumir
hyggja, að vort lán býr í oss sjálf-
um.
Góðir íslendingar!
Ég þakka samstarf á því ári,
sem nú er senn liðið í aldanna
skaut.
Ég árna ykkur öllum árs og frið-
ar á því ári, sem nú gengur í garð.
Gleðilegt ár!
Líf marqra væri ,
fátæklegra án HHÍ
Þær 136 milljónir sem HHÍ greiðir
vinningshöfum í ár láta
margan drauminn, smáan og stóran, rætast.
Hitt er ekki minna um vert að með aðstoð
HHl hefur einn glæstasti draumur þjóðarinnar
allrar ræst,- að gefa æsku þessa lands
betri tækifæri til að afla sér menntunar.
Efling Háskóla íslandser
hagurallrarþjóöarinnar.
Vinningaskrá:
r
• •• •■■■■ ■■•■■•■•
•••• ■■■• ■■■■ •■■■
• ••• ■ ••• *••• •■••
••■•
•••••••• ••••••••
••■• ••••
■■• J
9 @ 200.000- 1 800.000 -
9 — 50.000,- 450.000-
9 — 30.000- 270.000-
198 — 20.000,- 3.960 000 -
1 053 — 7 500- 7.897.500-
27.198 — 1.500- 40.797.000 -
106.074 — 750- 79 555 500 -
134.550 134 730.000 -
450 — 3 000- 1.350 000 -
135.000 136.080 000 -
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ISLANDS
hefur vinninginn