Morgunblaðið - 03.01.1982, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.01.1982, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 hugði aldrei á langskólanám. Ég gerði það snemma upp við mig, hvað ég ætlaði mér. Ég ætlaði að verða málari hvað sem það kost- aði. Málari skal ég verda Ég sá ekki málverk fyrr en ég var orðinn sextán vetra. Það var á einni páskasýningu Ásgríms í Goodtemplarahúsinu. I þann tíma voru ekki öll hús full af stórum og glæsilegum málverkum og listin yfirleitt lágt skrifuð. Myndlistin var þá ekki almenn meðal fólksins eins og nú er. Listaverkabækur ófáanlegar og eiginlega skilur maður ekki afhverju maður sótti þetta svona fast, að gerast list- málari. En ég er stífiyndur að eðl- isfari og það var engu tauti við mig komandi. Teikningu lærði ég fyrst hjá Muggi, svo hjá Stefáni Eiríkssyni í Oddhaga, Einari Jónssyni og mótun lærði ég í teikniskóla Ríkharðs Jónssonar. Þetta voru afbragðs menn, eins og allur landslýður veit, hjálpsamir og elskulegir. Þeir voru meðal hinna sárafáu sem hvöttu mig til að halda áfram á þessari braut. Og mína fyrstu liti keypti ég hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Ég vann baki brotni til að kom- ast í kvöldskóla að læra teikningu. Það lá aldrei neitt annað fyrir hjá mér en verða listamaður. Ég hugs- aði mér að vinna eins og ég gæti og leggja fyrir peninga, svo ég gæti numið í útlöndum þegar að því kæmi. En það safnaðist aldrei EGGERT Eggert Guðmundsson, listmálari, varð 75 ára hinn 30. desember síðast- Iiðinn; málari í 60 ár og maður 50 einkasýninga víða um heim. Honum leist ekki á blikuna þegar þetta stór- afmæli nálgaðist — maðurinn vinsæll og vinmargur — og brá hann sér því austur á hálendi, ásamt konu sinni Elsu, og hélt uppá afmælið í kyrrðinni þar í húsi fósturdóttur sinnar og slapp við stússið. Eggert er meðalmaður á vöxt og samsvarar sér vel. Hann ber ekki aldurinn utan á sér, Eggert Guð- mundsson, hvað þá það sjáist á manninum nein ummerki erfiðs stríðs á skurðarborði. — Það er saunabaðið, segir hann, svo og íþróttirnar á æsku- árunum sem hafa gefið mér hreysti. Þáttur af Eggerti Guðmundssyni 75 ára í nær 40 ár hefur Eggert Guð- mundsson átt sér vinnustofu og heimili að Hátúni 11 í Reykjavík. Það er hlýlegt hús og þar er gestkvæmt. Þegar Morgunblaðs- maður bankaði þar uppá stóð Egg- ert við trönur sínar með pensil í hendi og hlýddi á ljúfa tónlist í hljóðvarpi. Eggert hefur jafnan opið fyrir hljóðvarpið í vinnustofu sinni, þegar þar er flutt klassísk tónlist. — Já, segir hann, ég hef verið talinn músíkalskur. Og er það nú sjálfsagt. I gamla daga gat maður sungið ef á lá. Eins og þegar við félagarnir áttum ekki fyrir öli úti í Þýskalandi. Þá tók maður stund- um lagið á knæpu. Og fyrstu árin mín úti í Þýskalandi leigði ég mér píanó fyrir lítinn pening, ég hafði lært að spila á orgel heima ungur drengur. En ég hafði aldrei efni á því að halda píanó, þó maður léti sig nú hafa það fyrstu árin, og einn daginn átti ég ekki annarra kosta völ en láta það fara. Ég hef aldrei snert á hljóðfæri frá þeim degi og er löngu búinn að gleyma minni kunnáttu í músík. Síðan hef ég bara hlustað. Þetta er fallegt, segir Eggert og kinkar kolli til viðtækisins: Þýsk- ur söngur og minnir mann á Múnchenar-árin. Músíkin kemur víða fram í mínum myndum, held ég. Sjáðu til dæmis þessa þarna: Kvöldsöng álfanna hef ég kallað hana. Við málararnir tölum jafn- an um tóna í málverkinu, en mús- íkantinn talar um litina í tón- verkinu. Málaralist og tónlist eru náskyldari en margur hyggur. En gjallandi músík þoli ég ekki. Ég er alls ekki nógu hraustur til þess. Enda er það djúptónninn í tónlist sem segir mest. Eggert Guðmundsson dvelur flestum stundum í vinnustofu sinni og þar tekur hann á móti vinum sínum að spjalla. — Ég var lengi búinn að bíða eftir þessari vinnustofu, segir hann, lagði mikið á mig til að koma henni upp. Og það kemur ekki til mála að flytja héðan, að minnsta kosti ekki á meðan ég get gengið upp og niður stigana. En lifi ég það að mega ekki mála, þá stendur mér á sama. Þá hef ég hér ekkert meira að gera. Vinnan er fyrir öllu, að fá að skapa og vera frjáls. það er stórkostleg ham- ingja sem manni er gefin að fá að tjá hugarfóstur sín. Þegar þú lítur yfir þína málara- ævi, Eggert... Jah, þá er maður í rauninni eins og lítið peð á taflborði. Maður veit ekki hver vinnur leikinn — en vonar að starf manns sé ekki til einskis unnið. Tímar breytast og menn með og hvert listaskeið á sér þar fyrir sinn tíma. Menn geta hreinlega úrelst í nokkrar kyn- slóðir — án tillits til þess hvort verk þeirra eru góð eða vond — en séu þau góð þá koma þau aftur fyrr eða síðar. Ég hef ævinlega haldið mínum stíl. Maður setur sér takmark ungur og verður að vera því trúr. Það er mín skoðun. Bernska Eggert Guðmundsson er fæddur í Stapakoti í Innri-Njarðvík þann 30. desember 1906. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, húsasmíðameistari úr Hafnarfirði og Jónína Jósefsdóttir úr Innri- Njarðvíkum. — Þau giftust ung, segir Egg- ert, og bjuggu fyrst í Reykjavík og vegnaði þar vel. Svo einn daginn tekur karl faðir minn uppá því, að gerast útgerðarmaður. Foreldrar mínir fluttust suður til Njarðvík- ur og settust að í vestrahúsinu í Stapakoti. Þaðan gerði faðir minn út lítinn bát og höfðu þau svo fang af jörðinni sem búsílag. Og í þess- ari suðurferð fæddist ég. Það tók föður minn þrjú ár að fara á haus- inn með sína útgerð og þá var ekki um annað að gera en flytja aftur í höfuðstaðinn. Við fórum landveg- inn, en húsbúnaður og innan- stokksmunir voru settir í bát. Honum hvolfdi á miðri leið og menn björguðust með naumind- um. Þar fór húsbúnaðurinn og eft- ir stóðu ung hjón með þrjú börn og tvær hendur tómar. Þaðan í frá vann faðir minn að smíðum í Reykjavík. Við áttum jafnan heima langt austan lækjar, til dæmis við Barónsstíg, Vitastíg og Laugaveg. Ég stríddi við sjúkdóm i æsku. Frá sex ára aldri til níu ára var ég meira og minna rúmfastur. Ég gekk með blæðandi magasár, og var undir handleiðslu færustu lækna, en þeir gátu ekkert fyrir mig gert. Ég var talinn af, ekki einu sinni talinn vonarpeningur, heldur dauðans matur og ekkert fyrir mig og foreldra mína að gera nema bíða þess ég dæi. Það mótaði vitaskuld mína æsku mjög, að vera bókaður dauðvona. Ég sótti ekki skóla fyrr en á 10. ári og varð ekki læs fyrr en þá. En svo tókst Þórði gamla Thoroddsen að bjarga mér frá þessum sjúkdómi. Hann beitti sveltikúrum við lækninguna og hellti í mig alls kyns mixtúrum. Og ég læknaðist og hef verið stálhraustur síðan, þar til kolbít- urinn tók að angra mig 72ja ára gamlan manninn. Að því komum við seinna. En þegar mönnum þótti sýnt að ég væri að braggast, var ég sendur í sveit. Fyrst að Fornahvammi við Holtavörðu- heiði og var það fyrsta langferð mín. Dásamlegur túr. Þá kynntist ég náttúrunni í fyrsta sinn. Ég hertist af sveitadvölinni, át ekki nema úrvals mat, íslenskan, og gerðist nú all hraustur. Ég lenti hjá góðu fólki þessi sumur sem ég var í sveit ungur drengur og það var athafnasamt líf í sveitinni sem átti vel við mig. Og það var oft sem lítill drengur gleymdi sér, þegar hann átti að sækja beljurn- ar og lagðist í grasið og horfði upp í himingeiminn og lét sig dreyma. í barnaskóla fór ég ekki fyrr en 10 ára gamall. Gat ég þá orðið stautað eitthvað en ekki meir. Mér gekk samt bærilega í skólanum, en neitt fyrir. Það voru þessi ár. Ég gerði það sem hugsast gat og vann eins lengi og mér bauðst vinna. En þeir voru alltaf margir atvinnu- leysisdagarnir og svo þurfti mað- ur að leggja til heimilisins, eins og gefur að skilja. Það var á því herrans ári 1920. Ég þá 14 vetra og var kallaður út í uppskipun hjá Kára-félaginu í Viðey. Það þurfti að afgreiða tvo togara. Við unnum sleitulaust klukkustund eftir klukkustund og fengum ekkert ætilegt nema heitt vatn og kringlur. Það liðu 63 klukkustundir frá því ég fór heimanað um morguninn og þang- að til ég kom aftur heim. Það var tekið að birta af degi, þegar við fórum útí bátinn sem flutti okkur frá Viðey til lands og ég var hálf- sofandi, þangað til mér varð litið á Esjuna. Þá vaknaði ég. Ég held ég hafi aldrei séð Esjuna fallegri en einmitt þá, málarinn blundaði svona í mér, og mér fannst ég ekki vitund þreyttur þegar ég kom heim. Ég fékk mér duglega að borða en svo leið ég útaf. Tveimur tímum síðar vakti pabbi mig. Það var kominn togari að landi. Maður mátti ekki missa af stórri upp- skipun og dreif sig á fætur. Það varð sextán tíma törn. Þetta var erfitt líf, en ég var hraustur úr sveitinni og svo iðkaði ég mikið frjálsar íþróttir sem unglingur. Ég hef ævinlega haft yndi af íþróttum og ég sleppti jafnvel teiknitímum í skólanum til að glíma. Ég glímdi, hljóp og stökk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.