Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1982
11
Líkvaka í baðstofu. Grafíkmynd
gerö áriö 1929 á námsárunum í
Þýskalandi. Þeir sátu fyrir sem
módel, skólabræður Eggerts,
Eiður Kvaran, mannfræðingur,
og Björn Franzson, tónskáld og
eðlisfræöingur. Eiður var líkið.
leyfis um að sýna nokkur verka
minna af sýningunni í sjónvarp-
inu. Ég samþykkti það og þeir áttu
við mig samtal og völdu nokkrar
myndir til sýningar og fékk ég 42
gíneur borgaðar fyrir þetta. Mér
hefur alltaf þótt gaman að þessu
og fannst þetta virðing við verk
mín. Þeir tjáðu mér þessir menn
að verk mín yrðu þau fyrstu sem
send yrðu út á öldum ljósvakans.
En ekki held ég nú að ég hafi orðið
stórfrægur af þessu tiltæki.
Eftir þessa sýningu í Lundúnum
bárust mér boð frá háskólanum í
Leeds um að sýna þar verk mín.
Listfræðingur Leeds-borgar hafði
séð sýninguna í Lundúnum og
fyrir hans orð var samþykkt að
bjóða mér að sýna í Leeds-há-
skóla. Ég sýndi þar 52 myndir og
seldi 49. Þá fannst mér ég í fyrsta
skipti ríkur. En fjölskylda mín
átti í erfiðleikum heima og lagði
ég fram peninga henni til hjálpar.
Það er gott að geta hjálpað öðrum
en ríkidæmi mitt var með því bú-
ið.
Það munaði minnstu að ég hasl-
aði mér alfarið völl erlendis. Ég
var í Kaupmannahöfn árið 1938 og
hafði þá afráðið að flytjast til
Bandaríkjanna. Ég var kominn
með öll skilríki til fararinnar og
hafði ákveðið að halda utan með
vorinu. Ég var þá staddur í Árós-
um, eftir að hafa dvalið á Skagen
sumarmánuðina og horft iðulega á
þýska flotann við æfingar úti í
hafsauga. Einn morguninn vakna
ég við mikið flugnasuð, þar sem ég
svaf á ágætu hóteli, mig hafði ver-
ið að dreyma flugur. En niðurinn
hvarf ekki og þegar ég leit útum
gluggann var himinninn svartur
af flugvélum. Þjóðverjar höfðu
ráðist inn í Danmörku.
Stríðið breytti öllum mínum
fyrirætlunum um Ameríkuför. Ég
fór að hugsa um leiðir til að kom-
ast heim til íslands. Ég komst loks
heim í Petsamó-ferðinni frægu,
sem mikið hefur verið skrifað um.
Kominn heim
Strax og ég kom heim fór ég að
leita mér að plássi til að mála, það
gekk illa. Loks komumst við Jón
Engilberts yfir sumárbústað í
Kópavogi. Hann stóð í austurbæn-
um og þá var þar lítil sem engin
byggð. Bjuggum við þar með fjöl-
skyldum okkar í sjö til átta mán-
uði og höfðum þar hænsnakofa til
að mála í. Við reyndum að komast
áfram og bjarga okkur, en ekki
voru nú aðstæðurnar merkilegar.
Um haustið tókst mér að verða
mér úti um íbúð á Laufásveginum.
Þá var ég ákveðinn í að reisa mér
mitt eigið hús. Og það gerði ég,
hér í Hátúni 11, þar sem ég hef
haft mína vinnustofu síðan og átt
mér heimili. Ég reisti þetta hús
algerlega uppá eigin spýtur, ég
gróf fyrir því sjálfur, ég steypti
allan grunninn sjálfur, ég tók
réttstöðumælingar sjálfur — og
eyddi heilu ári í þetta hús. Vann
að jafnaði svona 17—18 stundir á
sólarhring. Það er hægt að gera
mikið ef maður nennir að vinna.
Ég gat flutt inn í húsið að ári og
haldið þar sýningu. Þá keypti
Listasafnið af mér mynd í fyrsta
og eina skiptið. En ég málaði skilj-
anlega lítið þetta árið, sem ég
reisti húsið, hélt þó í mér lífinu
stund og stund á nóttum. Þá
teiknaði ég líka spil fyrir Harald
Johannessen. Sá öndvegis maður
kom að máli við mig einn daginn
þetta ár og bað mig að teikna fyrir
sig spil. Ég hafði gaman af því og
þau voru gefin út þessi spil í þús-
unda upplagi, en seldust upp, og
eru nú með öllu ófáanleg. Mér hef-
ur oft komið til hugar að teikna
þau upp þegar ellin tekur að angra
mig. En það er vonandi langt í
það.
Þegar ég hafði komið mér fyrir í
húsinu, kom skólastjóri Iðnskól-
ans að máli við mig og bað mig að
gerast fríhendisteiknari við skól-
ann. Þeir voru í einhverjum vand-
ræðum með að fá teiknara og ég
sló til. Þetta var haustið 1942 og
bar kenndi ég með stuttum hléum
þangað til ég varð sjötugur.
Ástralíuför
Árið 1950 tók Eggert Guð-
mundsson sig til og hélt með konu
og barn alla leið til Ástralíu.
— Ég vildi vita hvernig þjóð
verður til, segir Eggert. Maður var
á besta aldri þegar þetta var og þá
á maður ^kki að hika við að lifa
lífinu. Ég vildi skipta um and-
rúmsloft og hrista svolítið úr
klaufunum. Það verður að gerast
annað slagið. Mér líkaði vel í Ástr-
alíu. Mér hefur alltaf liðið vel í
hita. Ég lifði í rauninni alfarið af
listinni þennan tíma sem ég dvaldi
þar. Það var krökkt af mótífum
þarna.
Það var ákaflega merkilegt að
koma til Ástralíu. Þetta var þjóð
sem var í deiglunni og samsett úr
mörgum og ólíkum þjóðflokkum.
Ég kynntist fjölda fólks þessi tvö
ár, sem ég hafði þar viðdvöl, hélt
margar sýningar og seldi grimmt.
Lengst dvöldum við í borginni
Brisben á austurströnd álfunnar,
sem var höfuðborg Queensland-
fylkis. Mér hefur alltaf fundist
það merkilegur tími í ævi minni
þegar ég dvaldi í Ástralíu og ég sé
aidrei eftir þessu ævintýri. En við
vorum hátt í fjörutíu daga að
komast þangað.
Mér þótti vænt um að koma aft-
ur í mitt eigið hús eftir för um
hálfan hnöttinn. Ég var með
fjölda sketsa og verkefni úr Ástr-
alíuförinni og gat opnað sýningu
haustið eftir. Svo tók ég aftur upp
mína kennslu í Iðnskólanum og
lífið féll brátt í sitt fyrra horf. En
ég var aldrei annað en lausráðinn
starfsmaður, þó ég ynni iðulega
meira en fullan vinnudag. Þess
vegna fæ ég ekki nema þriðja part
af eftirlaunum núna eftir 33 ára
starf. En síðan ég kom frá Ástr-
alíu hefur þetta allt saman flotið
ágætlega. Ég varð að kenna til
þess að lifa og stundum tók ég fólk
heim í einkatíma. Ég hef aldrei
verið latur maður og ég held nokk-
uð úrræðagóður með að nýta. En
ríkur verður enginn maður á list-
inni.
Margt er nú sýslað
Hér fyrrum tókst þú mjög þátt í
félagsstarfi listamanna, ekki satt
Eggert?
Jú, ég byrjaði allungur á því, en
ég hef dregið mig útúr öllu slíku
fyrir mörgum árum. Það er ævin-
lega svo í allri félagsstarfsemi að
vinnan leggst á fáa. Ég byrjaði
samt allungur í þessu stússi; árið
1929 er ég að minnsta kosti með-
limur í félagi íslenskra lista-
manna og ég var einn af stofnend-
um Bandalagsins — en nú er ég
víst ekki lengur talinn með í þeim
félagsskap. Mönnum finnst alltaf
sjálfsagt að losa sig við þá gömlu.
Ég býst ekki við það séu eftir af
stofnendunum nema við tveir, ég
og Finnur Jónsson. Annars tók ég
eitt sinn saman stuttlega skoðanir
mínar í þessum efnum öllum. Ég á
þá samantekt í sýningarskrá sem
ég get sýnt þér.
Og Eggert sækir í skúffur sínar
skrá eina sem hann lét prenta
vegna málverkasýningar á Kjar-
valsstöðum vorið 1974 — sem Egg-
ert kallaði framlag sitt til þjóð-
hátíðar. Það var mikil sýning, til-
einkuð kennurum listamannsins:
Stefáni Eiríkssyni, Einari Jóns-
syni, Ríkharði Jónssyni og pró-
fessorunum í Múnchen-borg, þeim
Hirts, Heiman, Adolf Schinner og
Olav Gulbrandson. Fremst í þess-
ari sýningarskrá er samantekt
Eggerts á skoðun hans á list og
listsköpun. Þankar listamanns
heitir þessi samantekt og er rétt-
ast að birta þá þanka í sem næst
einu lagi, því þar gerir Eggert
Guðmundsson grein fyrir sjálfum
sér sem listamanni í sem gleggst-
um orðum í viðtalsformi. Birtist
það hér á öðrum stað í ramma á
þessum síðum.
Einu sinni var Eggert Guð-
mundsson dómari í fegurðarsam-
keppnum?
Já, einu sinni var það nú. Raun-
ar í sex skipti, held ég. Ég var
beðinn um þetta á sínum tíma og
gat ekki sett mig upp á móti því.
Ég hafði bara gaman af þessu. En
það er erfitt að gera upp á milli
fagurra kvenna.
Og einu sinni var Eggert Guð-
mundsson á lista í alþingiskosn-
ingum?
Já, það var á lista Áka Jakobs-
sonar við alþingiskosningarnar
vorið 1967. Aki hafði stofnað
Óháða lýðræðisflokkinn, eins og
menn muna, og bauð fram í
Reykjavík og á Reykjanesi, en
fékk ekki mann kjörinn. Þar með
leið sá flokkur undir lok. Nokkrir
félagar mínir meðal listamanna
báðu mig að taka sæti á þessum
lista, en ég hafði ekkert gott af
því. Það voru hálfgerð mistök, en
ég var þarna í heiðurssæti svo
sem. Ég hef aldrei verið pólitískur
maður. En í kjölfar þessa var ég
sviptur listamannalaunum í eitt
ár og sýnir það best jafnræðið
mannanna í þessu landi.
Ad kvöldi
Þú stríddir við erfiðan sjúkdóm
fyrir nokkrum árum, Eggert?
Já, það var déskotans kolbítur-
inn. Svo kalla ég krabbameinið,
sem kvalið hefur margan manninn
í seinni tíð. Ég var 72 ára þegar ég
sá yfir á Furðustrandir og voru
það mínir fyrstu sjúkdómserfið-
leikar frá barndómsárum. Mann-
inum er ekkert betur gefið en góð
heilsa. Kolbíturinn kom allt í einu
yfir mig og ég var skorinn ansi
hressilega upp og svo sprakk allur
skurðurinn — en nú er ég orðinn
góður. Ég er kominn yfir þetta,
trúi ég.
Og nú ertu orðinn 75 ára gamall.
Já, en þegar ég lít til baka,
finnst mér eins og lífið sé eitt
augnablik, ekki meir. En það er
ekki laust við að maður finni að
það er skammt eftir í þessu lífi.
Það þýðir ekki annað en kannast
við það og ég er ekki vitund bang-
inn við það sem tekur við. Ég trúi
á framlífi og ég þykist hafa unnið
fyrir mínu.
Ég hef verið mikill hamingju-
maður í mínu einkalífi. Árið 1934
kvæntist ég Edith Blach og var
hún dönsk. Sonur okkar er Thor.
Hún lést árið 1968. Ári síðar
kvæntist ég Elsu Jóhannesdóttur
frá Akureyri og gekk í föðurstað
barna hennar þriggja. Það var
mér hamingja að kynnast Elsu í
sárum mínum eftir missi fyrri
konunnar minnar. Og nú er ég
orðinn afi. Ég er sáttur við sjálfan
mig og lífið. Maður hefur vita-
skuld glímt við ýmislegt and-
streymi í lífinu eins og flestir, en
þessir erfiðleikar hefta ekki för
manns á þroskaþrautinni, sem
betur fer, heldur hafa þeir aðeins
verið manni hindrun á afkomu-
brautinni, eins og ég vil kalla það.
Ég er þakklátur fyrir það líf sem
Guð almáttugur hefur gefið mér
— hve langt það verður, get ég
ekki rætt. En ég mun mála svo
lengi sem ég get haldið á pensli.
J.F.Á.
JdZZBaLLeö38kÓLÍ BQPU
<5
V
co
u
u
5
Jazzballett-
skóli Báru
Suðurveri
uppi
N
Jazz — modern — classical tehnique
cabarett
Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar.
Flokkarööun og endurnýjun skírteina fer
fram í Suðurveri, niöri, laugardag 9. jan.
Framhald kl. 2, byrjendur síöan í haust kl. 4.
Nýir nemendur kl. 6.
Upplýsingar og inritun í síma 40947.
N
0
CT
CT
C0
7V
P
njpa nQX8qq©no9zzDr
Allt aö 50%
afsláttur á
r ■
nyjum vorum
Herra, dömu- og unglingaúlpur, flauelisjakkar, anor-
akkar, buxur, gallabuxur, stretch-gallabuxur, kjólar,
peysur, herraskyrtur, barnafatnaöur, dömunáttkjólar,
herranáttföt, samkvæmisklæönaöur.
Búsáhöld, leikföng, gjafavörur og sælgæti.
Alltaf nýjar vörur á stórafslætti.
Verslunin er opin frá kl. 12—18.
rvöRUrtUSlD Jr I
rr wirrjTJVéií
i'i nwpium
uu^M
Auöbrekku 44—46, Kópavogi.
Póstsími 45300 — Sendum samdægurs.