Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
13
Alþýðuleikhúsiö sýnir um þessar mundir verk Vitu Andersen, „Elskaðu mig“.
segja konunum hvernig þær skuli
vera, hvernig þær eigi að klæða
sig, hvernig þær eigi að innrétta
heimili sín, o.s.frv. Þrátt fyrir að
karlmðnnum sé oft lýst sem mestu
ruddum, dregur Vita Andersen
ekki dul á, að þeir eru séðir með
augum kvennanna og hún lætur
það lesendum sínum eftir að meta,
hvort þeir líkist körlum í raun og
veru. Það er bara svona. A sama
hátt lætur hún konurnar ekki
frelsast í sögum sínum, hún ein-
beitir sér að því að lýsa mistökum
þeirra.
Skorturinn á ást og hlýju
Allar konurnar í bókum Vitu
eiga það ennfremur sameiginlegt,
að mæður þeirra eru annaðhvort
áfengissjúklingar, gleðikonur eða
þjást af þunglyndi. Börnin hafna
því einatt á barnaheimilum eða
hjá vandalausum, þar sem skort-
urinn á ást og hlýju er ekki síður
tilfinnanlegur en á heimili þeirra.
Þegar konurnar komast á fullorð-
insár, eiga þær svo undir högg að
sækja vegna þeirra vandamála
sem æska eins og þeirra hlýtur að
bera með sér: Hvernig getur sá
elskað, sem ekki hefur notið ástar
sem barn? Hvernig getur sá fund-
ið sjálfan sig er farið hefur á mis
við nauðsynlegt öryggi sem barn
og ætíð verið kúgaður sem ein-
staklingur?
Þrátt fyrir að maður eigi ekki
sjálfur að baki svo dapra æsku
sem þessar konur, skilur maður þó
þann vanda sem bernska þeirra
hefur valdið þeim: Samskiptaerf-
iðleika og óslökkvandi þrá eftir ör-
yggi og stuðningi. Þetta eru
vandamál almenns eðlis, sem eru
tengd félagslegum venjum og
kröfum um velgengni, ekki síður
en persónulegum innri ágöllum.
Persónurnar hungrar svo og
þyrstir eftir öryggi og ást, að þær
verða gersamlega ófærar um að
elska aðra og þar með lokast víta-
hringurinn.
Stíll Vitu Andersen er í sam-
ræmi við efni verka hennar. Stutt-
ar og ófullkomnar setningarnar
sem einkenna jafnt ljóð hennar,
smásögur og leikrit, standa í beinu
sambandi við samhengisleysi það
og tilgangsleysi er einkennir líf
kvennanna. Vita Andersen af-
klæðir gjarnan söguhetjur sínar
algerlega inn að skinni og tætir
sundur setningar þeirra, svo stíll-
inn virðist næstum naívur, en
formið verður aldrei svo hvers-
dagslegt að innihaldið tapist. Vita
Andersen hefur hæfileika til að
nota hið einstaka og persónulega
til að sýna að mörg vandamál og
ýmiss konar reynsla er mörgum
sameiginleg, og að þetta stendur í
sambandi við félagslegar aðstæð-
ur. Þetta getur hún í krafti þess,
að hún stendur með sögupersón-
um sínum, þær eru nánast hún
sjálf. Hún stillir þeim ekki upp til
að hæðast að þeim, heldur til að
lesendur geti athugað þær með
henni í sameiningu og lært af því.
Sársaukinn
Á siðasta áratug hefur átt sér
stað „opnun" á sviði lista í Dan-
mörku. Einkenni hennar eru frá-
hvarf frá listrænni hefð og venju-
legum listrænum og fagurfræði-
legum aðferðum. I staðinn koma
svo til dæmis bókmenntir, þar sem
höfuðáherslan er lögð á innihald
og umfjöllun vandamála og bók-
menntir sem beinlínis eru ætlaðar
ákveðnum lesendahópum. Þessar
nýju bókmenntir hafa verið
nefndar ýmsum nöfnum, svo sem:
„Prívatismi", „Játningabókmennt-
ir“ og „Almenningsbyltingin" svo
eitthvað sé nefnt.
Vita Andersen er einkennandi
fulltrúi þessarar þróunar, þessa
hvarfs skáldskaparins til endur^
minninganna og reynslunnar. I
verkum hennar blandast yfirleitt
saman skáldið, sögumaðurinn og
aðalpersónan, sem í aldanna rás
hafa jafnan verið aðskildir aðilar í
bókmenntum, og hún leitast á
engan hátt við að gera nein skil
þarna á milli. Þessi þróun hefur
haft þau áhrif fyrir bókmenntirn-
ar í heild sinni, að þær eru nú
hluti af víðtækari menningarum-
ræðu, rétt eins og til dæmis ræð-
ur, fyrirlestrar, blaðagreinar og
viðtöl. Þetta þýðir annars vegar
það, að bókmenntirnar ná til fleiri
fólks en áður, en á hinn bóginn
hafa þær glatað ákveðnum eigin-
leikum skáldskapar.
Upplausn skáldskaparins hefur
gert bókmenntirnar hlutlægari,
minna abstrakt en áður, höfundar
hafa tekið að fjalla um persónu-
legar tilfinningar og persónuleg
vandamál, sem áður voru bann-
helg og þannig snert sérstaka þörf
fólks til að tjá sig og til að sjá og
heyra aðra tjá sig um einmitt
þessi mál.
Hinn mikli og snöggi frami Vitu
Andersen í Iok liðins áratugs er
einkum tilkominn vegna hæfileika
hennar til að tjá sérlega persónu-
legar og einlægar mannlegar til-
finningar og þarfir. Það er sárs-
aukinn sem er aðalatriðið, einkum
sársaukinn vegna fjarlægðarinnar
milli sorgar og huggunar, milli ör-
yggisþarfar og hamingju, milli
vonar og valds. Vitu Andersen
tekst að skrifa um þetta á einfald-
an og áhrifamikinn hátt, einmitt
vegna þess, að hún gengur í verk-
um sínum út frá eigin reynslu og
eigin tilfinningum.
(Þýð. SIB)
Innanhúss-arkitektur
í frítíma yðar með bréfaskriftum.
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafizt til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Nám-
skeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu,
list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipu-
lagning, nýtízku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnað-
arvara, þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og gluggatjöld
ásamt hagsýni og fl.
Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT NÁMSKEIÐ.
Nafn ..............
Heimilisfang .......................................
Akademisk Brevskole
MB 2/1-1982 Badstuestræde 13, 1209 Köbenhavn K.
Styrkið og fegrið likamann
Dömur og herrar
4ra vikna námskeiö hefst 6. janúar.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af
vöðvabólgum. Lejkfimi fyrir konur á öllum aldri.
Vigtun, mæling, sturtur, gufuböð, kaffi.
Nýjung höfum hina vinsælu Solarium lampa.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
Innritun og upplýsingar alla
virka daga frá kl. 13—22
í síma 83295.