Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
Iljósmyndaþjónustan s.f.
I AlinAVPm 17R SÍMIRRRH
Taska tapaðist
LAUGARDAGINN 28. nóvember
týndi maður brúnni tösku, kakilituð-
um rykfrakka og tveimur plastpok-
um.
I töskunni voru ýmsir persónu-
legir munir, sem manninum er
mjög sárt um. Sennilegast er að
hann hafi skilið þetta eftir í leigu-
bifreið fyrir utan Naustið milli
klukkan 14 og 15. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 21151.
Reynsla og viska hverrar kyn-
slóðar mega aldrei íyrnast
- heldur verða hvati til nýrra dáða
Um 100 manns á
námskeiði til að
hætta reykingum
NÝLEGA gengust Sjöunda dags að-
ventistar fyrir námskeiði fyrir þá er
vilja hætta að reykja og var hún
nefnd 5 daga áætlunin. Auk aðvent-
ista stóðu að námskeiði þessu ís-
lenska bindindisfélagið, Reykinga-
varnanefnd undir stjórn Vilhjálms
Ragnarssonar, sem sá um allan
kostnað, og Krabbameinsfélag
Reykjavíkur, sem lagði til sýningar-
vél.
Leiðbeinendur voru Snorri
Ólafsson læknir og Jón Hjörleifur
Jónsson bindindisfulltrúi og sóttu
námskeiðið um 100 manns. Hér
fara á eftir nokkrar upplýsingar
og tölur frá aðstandendum nám-
skeiðsins:
Samanlagður reykingatími
þessa hóps var 1601 ár. A dag
reykti hópurinn fyrir kr. 1.849,95,
sem yrði á einu ári kr. 675.231,75.
Ef þessi hópur lifði farsællega í 60
ár og reykti eins og áður yrði
kostnaðurinn kr. 40.513.905,00.
Námskeiðinu luku 68 manns, 56
alveg hættir, 9 við það að hætta og
er kostnaðurinn kominn niður í
28,80 kr. á dag. Auk þessara hættu
fleiri utan námskeiðsins, eigin-
kona með eiginmanni og öfugt,
vinnufélagi með vinnufélaga, vin-
ur með kunningja o.s.frv. Sérstak-
ar þakkir eru færðar Háskóla ís-
lands fyrir ókeypis afnot af hús-
næðinu Lögbergi.
að ná aftur meiru af æskusvip sín-
um. Sérfræðingar okkar telja að
þegar landnámsmenn komu hér að
ósnortnu landi hafi blómlegur
gróður þakið rúman helming þess.
Sá gróður hefur nú látið undan
síga og nær nú aðeins yfir einn
fjórðung. Á 1100 árum byggðar
hefur því tapast a.m.k. helmingur
af gróðri landsins, þ.e. af svæði
sem er nálægt '/> af öllu landinu
að undanskildum jöklum. Það er
ógnvekjandi til þessa að hugsa.
Skóglendi þakti áður fjórðung
landsins, en nú aðeins 1/100 hluta
þess.
Islendingar sem eru kunnir
fyrir þolgæði og nokkra þrjósku
þegar að þeim er gengið ættu að
leggjast á plóginn, allir sem einn,
og beina einurð sinni að því að
græða hvern blett sem græddur
verður. Það hefur lengi verið land-
læg trú að ekkert geti vaxið á
ýmsum stöðum. En margur hefur
með natni sannað með blómstr-
andi gróðurreitum um allt land að
slíkt er vantrú á gjafmildi gróð-
urmoldar. En þolgæði þarf tii og
ekki má láta deigan síga þótt
nokkurn tíma taki að ná árangri.
Þá er ekki minna um vert að
varðveita og hlúa að þeim gróðri
sem fyrir er, — kunna þar bæði
okkar eigin fótum og blessaðrar
sauðkindarinnar forráð. Á liðnu
sumri kom hér þekktur erlendur
sérfræðingur um náttúruvernd
sem um árabil hefur unnið að
skipulagningu á varðveislu við-
kvæmra og fjölsóttra staða. Hann
benti okkur á þann sorglega
sannleika að örtröð fólks er að
eyðileggja nokkra fegurstu staði
landsins, svo sem Mývatnssvæðið,
með því að virða ekki afmarkaðar
gönguleiðir. íslenskur gróður er
svo viðkvæmur að við getum ekki
látið slíkt líðast. Stefna okkar
verður að vera sú að virða og varð-
veita náttúruna til að njóta henn-
ar í öllum sínum skrúða. Það sem
troðið er niður í náttúrunni tekur
áratugi ef ekki aldir að græða á
ný. Og aldrei getum við óskað þess
að afkomendur okkar erfi landið
verr útleikið en við tókum við því.
Landsmenn þurfa að geta notið
Bananar Dole — Klementínur Marokko — Appel-
sínur Jaffa — Appelsínur spánskar — Appelsínur
grískar — ítalskar blóðappelsínur — Grape Fruit
Jaffa — Sitrónur spánskar hálfkassar — Epli rauö
— U.S.A. 3 verðflokkar — Epli græn U.S.A. — Epli
græn frönsk — Vínber græn spönsk — Vínber blá
spönsk — Perur ítalskar.
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, simi 85300
Nýársávarp forseta
íslands, frá Vipdísar
Finnboffadóttur
Góðir landsmenn!
Gleðilegt ár 1982. Enn göngum
við móti hækkandi sól með eftir-
væntingum og vonum. Jafnframt
lítum við á þessum degi fremur
venju til baka til liðna ársins og
rifjum upp atburði þess.
Árið hefur verið okkur gott.
Ekki hefur dregið úr velmegun
okkar og velferð þótt árið sé talið
hið kaldasta síðan um aldamót.
Við gnægð ljóss og hita og alls
sem til framfæris þarf má hugsa
til snauðra ættmenna okkar fyrir
100 árum sem við mjög svipað ár-
ferði sáu enga björg í harðindum
og tóku því það til bragðs að flytj-
ast burt svo þúsundum skipti. Ólík
er aðstaða okkar núna til að njóta
okkar fagra lands.
Á liðnu ári voru skref stigin
fram á við til heilla fyrir framtíð
lands og lýðs og landsmönnum leið
almennt vel. Ofarlega í huga eru
þó þeir sem þurftu að mæta sárs-
auka og missi og sannfæra sjálfa
sig af æðruleysi um að lífið verður
að halda áfram þótt óbærilegt
virðist um stund. Það eru sérkenni
smáþjóðar að við erum einatt svo
mörg sem vitum af því þegar
harmur knýr dyra meðal okkar.
Við erum svo nálæg hvert öðru,
þegnar smáþjóðarinnar, að við
finnum einlæglega til hvert með
öðru ef að einhverjum er höggvið
hvort sem okkur tekst að tjá það
eða ekki.
Góðar minningar frá liðnu ári
eru tengdar því að þjóð okkar hef-
ur verið sýnd Ijúf gestrisni erlend-
is og þjóðerni okkar, sérkennum
og menningu veitt athygli og vakið
forvitni. í huga mér og margra
annarra hafa þær þjóðir sem sýnt
hafa íslandi og íslendingum hlý-
hug með heimboðum færst nær
okkur og við þeim, Danmörku,
Noregi og Svíþjóð. Gagnkvæmur
skilningur þjóðanna á högum og
lífsháttum hefur orðið ljósari og
vináttubönd verið fastar knýtt.
Islendingar nutu þess einnig að
fagna góðum gestum þegar land-
stjóri Kanada, kona hans og fylgd-
arlið sóttu okkur heim. Land-
stjórinn er vel kunnur Islend-
ingabyggðum þótt ekki sé af ís-
lensku bergi brotinn og treysti það
enn þau bönd milli gamla landsins
og þeirra sem aldrei geta né vilja
gleyma landi feðra sinna þótt þeir
f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNHAK
un. Næðu húsfreyjur búrdrífunni
átti að fylgja einstök búsæla og
búdrýgindi.
Búsæla og búdrýgindi eru töfra-
orð og hugsjón 'sem hefur fylgt
þessari þjóð frá landnámstíð að
hún tók að bjóða náttúruöflunum
birginn. Þessi náttúruföl hefur
henni nú að nokkru tekist að kné-
setja, en eldgos, veður og vatns-
flaumur hafa svo lengi gengið að
landinu að það hefur víða látið á
sjá. Það þarfnast nú mikillar um-
hyggju þegnanna og átaka til þess
Þú kemur með filmurnar til okkar i dag
og sækir myndirnar kl. 16 á morgun.
Opiö laugardaga kl. 9—12
Verslið hjá kati fagmanninum
eigi búsetu í annarri álfu. Það ylj-
ar ávallt þjóðarstoltinu að heyra
hve Vestur-íslendingum er borið
gott orð og eru mikils metnir með-
al landa sinna í Kanada. Þeir eru
kunnir fyrir að hafa orðið heima-
landi sínu til sóma í hvívetna,
dugmiklir, traustir og einarðir.
Fólk sem bar með sér menningu
heimalandsins og hefur varðveitt
hana fullt metnaðar til að læra og
komast áfram á nýjum slóðum.
Ljúfastar eru mér þó sem ein-
staklingi minningar frá heim-
sóknum í Dalasýslu, Strandasýslu,
Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðar-
sýslu. Sérhver staður, hvert and-
artak, broshýr börn og fullorðið
fólk, standa mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum, — hlýja allra og
gestrisni, — ævintýralegur fagn-
aður og gleði á mannamótum. I
minningunni skein sólin í blæja-
logni alla daga — og er þar Eyja-
fjarðarsýsla ekki undanskilin.
Því er þannig varið að það eru
mennirnir sem skapa andrúms-
loftið en ekki duttlungafullir Veð-
urguðir. Góðar gjafir heima-
manna prýða nú Bessastaði, höf-
uðból ættjarðarinnar, sem vert er
að muna að er sameiginleg eign
okkar allra; gjafir þegnar með
þakklátum huga er vekja umræðu
um heimabyggðirnar og aðdáun
gesta sem ber að garði.
I hugum Islendinga hefur um
aldir verið spáð fram í tímann á
nýársnótt og á fyrsta degi nýs árs.
Á meðan veraldlegum gæðum var
lítt til að dreifa á Islandi spunnust
um þær spár ýmsar sögur sem
hafa geymst í verðmætahirslum
þjóðarinnar, — þjóðsögum okkar.
Sögur um veislugleði sambýlis-
manna okkar álfanna og ýmsa
skemmtilega yfirnáttúrlega at-
burði svo sem þegar kýrnar í fjós-
inu brugðu fyrir sig mannamáli á
nýársnótt. I sögunum skiptast á
skin og skúrir. Gott þótti t.d. að
,vita til þess að hnerraði maður á
nýársmorgni í rúmi sínu, þá lifði
maður það ár. Bæri nýársdag upp
á föstudag, eins og í byrjun þessa
árs, átti vetur að verða breyti-
legur, vorið gott, sumarið þurrt og
gott, ríkulegur heyskapur, nægð
korns og ávaxta en hætta á fjár-
dauða.
Ein skemmtilegust þjóðsagna er
sagan um búrdrífuna, en svo hét
hrím það er forðum féll á nýárs-
nótt á búrgólfið hjá húsfreyjum;
því þær létu þá standa opna búr-
gluggana. Hrím þetta var líkast
lausamjöll, hvítt á lit, smágert og
bragðsætt, en sást hvorki né náð-
ist nema í myrkri og var allt horf-
ið þegar dagur rann á nýársmorg-