Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
25
Hinir
íslensku
Bítlar
HLJÓMAR í Keflavík voru
óneitanlega vinsælasta ís-
lenska dægurlagahljóm-
sveitin á sjöunda áratugnum
— hinir íslensku Bítlar.
Þessa mynd tók Ólafur K.
Magnússon, Ijósmyndari
Mbl., þegar þeir kappar voru
á hátindi frægöarferils síns t
íslensku hljómlistarlífi. En
hvar eru þeir fjórmenningar
nú?
Rúnar Júlíusson spilar enn
og býr í Keflavík og rekur þar
hljómplötuutgáfu; Erlingur
Björnsson starfar í Fríhöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli og
býr í Sandgeröi og er sá eini
fjórmenninganna sem lagt
hefur hljómlistina á hilluna
(a.m.k. opinberlega); Gunnar
Þóröarson semur lög og spil-
ar af sama krafti og áður og
gefur út hljómplötur sem slá í
gegn og býr í Reykjavík; Eng-
ilbert Jensen er hljóö-
færaviðgerðarmaður „ í
Reykjavík og alltaf annað
veifið með annan fótinn í
poppinu. En nú er tími
hljómsveita sem Hljóma liö-
inn, að því er viröist, og engin
íslensk danshljómsveit hefur
náð þvilíkum vinsældum og
Hljómar áttu aö fagna hjá
ungmennum sjöunda ára-
tugsins . . .
AFÖRNUM
VEGI
Samantekt
J.F.Á.
v
Rallýmeistarar
HINIR miklu meistarar í íslensku ralli, bræðurnir Jón og Ómar Ragnars-
synir voru nýverið heiðraöir fyrir góöa frammistööu í þessari íþrótt. „Land-
samband íslenskra akstursíþróttamanna" hélt þeim hóf eitt mikið og þar
var þeim afhentur veglegur farandbikar sem íslandsmeisturum liðins árs og
einnig fengu þeir að gjöf einn bikarinn hvor. í hófið komu konur þeirra
kappa og glöddust með þeim þegar þeim voru afhent verðlaunin góðu og
tók Gunnlaugur Rögnvaldsson þá þessa mynd af tveimur bræðrum og
eiginkonum þeirra, Helgu Jóhannsdóttur, konu Ómars, og Petru Baldurs-
dóttur, konu Jóns. Þá hefur blaöið fregnaö að Renault-verksmiðjurnar í
Frakklandi hyggist styrkja þá félaga á næstu árum til rallaksturs, því þetta
er dýr íþrótt, en þeir bræður vinna einmitt íslensk rallmót akandi Renault-
bifreið . ..
BJÖRT mey og hrein nefnist fyrsta
skáldsaga Gudbergs Aðalsteinssonar
sem nýlega kom út hjá bókaforlaginu
Erni og Örlygi. Samtímasaga sem seg-
ir frá ungu fólki í Keykjavík —
„sannkölluð Odals- eóa Hollywood-
saga“, eins og sagði í auglýsingum.
Nei, þetta er ekki sjálfsævisaga,
segir Guðbergur Aðalsteinsson í
stuttu spjalli, nei, nei, þessi saga er
ekki byggð á eigin reynslu. En
„sönn“ held ég að hún sé eigi að
síður. Sagan gæti vel hafa gerst og
hefur ef til vill gerst, sögupersón-
urnar eru samferðamenn okkar,
held ég að ég megi fullyrða.
Guðbergur er af Vatnsleysu-
ströndinni og er nú starfandi raf-
virki í Reykjavík. En af hverju tók
hann að skrifa skáldsögu?
Ja, ætli það hafi ekki hreinlega
verið af því, að ég var sjónvarpslaus
þegar ég flutti hingað og þá tók ég
að nýta kvöldin skynsamlegar en ég
hafði áður gert. Ég hætti sem sagt
að horfa á imbakassann og las
meira en ég gerði og svo æxlaðist
þetta einhvern veginn af sjálfu sér,
að ég fór að skrifa. Útkoman er
þessi bók, lljörl mey og hrein, og tók
hún miklum breytingum í samn-
ingu. Guðbergur varðist allra frétta
af því livað tæki núvið hjá honum á
ritvellinum, en neitaði því þó ekki,
að hann væri með eitt og annað í
smíðum, en hvort það kæmi nokk-
urn tímann fyrir almenningssjónir,
það væri annað mál...
Ungt fólk
í Reykja-
vík á bók
Jólaskap í Eyjum
Á sundmóti barnaskólans í Vestmannaeyj-
um núna fyrir jólin voru keppendur eins og
gefur að skilja í jólaskapi. Þegar allri
keppni var lokið syntu þeir um laugina með
logandi kertaljós í hendi sér. Svo röðuðu
börnin sér upp í grunnu lauginni og mynd-
uðu orðið „jól“, enda skammt til þeirrar
hátíðar og börnin flest hver iðandi í skinn-
inu af tilhlökkun til jólanna. Sigurgeir
ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmanna-
eyjum tók þá þessar myndir ...