Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 Brompton Hospital — Gallery III: „Mér finnst ég hafa fengið framlengingu á lífsvíxli“ EftirPál Steingrímsson I Kensington-hverfi nærri miðborg London stendur stór múrsteinsbyKKÍng með nokkrum álmum, rauð að lit. A miðri öld- inni sem leið, þegar „ljónið" stóð enn traustum fótum í öllum heimsálfum, risu ört slík slot sem setja sterkan svip á hverfin upp af Thames. Þessi bygging er merkt með koparskiltum Brompton ilospital. Otrúlega margir Islend- ingar hafa dvalið á Brompton. Þeirra vegna og kannski ennfrek- ar vegna þeirra sem eiga eftir að fá þar lækningu, gerum við þenn- an pistil. Allt frá stofnun Brompton- sjúkrahússins 1841 hafa læknar þar einskorðað sig við brjósthols- lækningar og aðgerðir. Berklar voru upphaflega sá kvilli sem strítt var við, en síðar önnur lungnamein og hjartasjúkdómar. Arið 1967 var gerð fyrsta til- raun í Englandi til að græða æðar framhjá þrengslum í kransæðum. 1970 hófust þessar aðgerðir á Brompton og hafa staðið óslitið síðan. Aðferðin hefur lítið breytzt en tæknin hefur þróazt og öryggi aukizt. Brompton er að hluta einkaspít- ali og tekur við fólki víðsvegar að úr heiminum. Frá janúarbyrjun til 1. október 1981 voru á Gallery III, sem er deild fyrir útlendinga, sjúklingar frá 30 þjóðlöndum. En viðstaðan er ekki löng. Á 10.—13. degi útskrifast menn af sjúkra- húsinu og aðrir koma í staðinn. Á síðasta ári voru yfir 300 hjartaað- gerðir framkvæmdar á Brompton. Af því má ráða, að læknarnir hafa staðgóða þekkingu og þjálfun, enda er hlutfallstala dauðsfalla orðin sáralág og þau tilfelli má langoftast rekja til örvæntingar- aðgerða. Þeir, sem leitað hafa lækninga í London á síðustu árum, hafa ef- laust heyrt Önnu Cronin nefnda og mjög líklega kynnzt henni. Anna býr í London. Strákarnir hennar voru ötulir blaðasalar og báru mömmu sinni fréttir af ís- lenzkum sjúklingum ef þeir urðu varir við þann þjóðflokk á Hamm- ersmith-sjúkrahúsinu í hverfinu sem þau áttu heima. Önnu rann blóðið til skyldunnar gagnvart löndum sínum og vandi komur sínar í spítalann. Oft kom hún færandi hendi eða gegndi nauð- synjaerindum fyrir þá sem mál- litlir voru og ófærir til ferðalaga. Fórnfýsi Önnu verður seint metin. Árum saman gegndi hún þessari „skyldu" sinni. Fyrir henni voru allir jafnir og kvöðunum fjölgaði eftir því sem á leið. Það veit enginn hve mörgum hún rétti hjálparhönd eða hve marga hún hýsti, meðan þeir biðu vanda- manna sinna á spítölum í borg- inni. Það er fyrst fyrir ábendingu fólks sem naut hennar í erfiðleik- um sínum, að því er hreyft að hún fengi umbun fyrir álag sitt. Nú þiggur hún laun frá Trygginga- stofnun ríkisins og hefur ákveðnar kvaðir gagnvart sjúklingum og fylgdarfólki. En ég held að fáir geri sér grein fyrir hver stoð er í hennar þætti og því síður hver binding og erfiði liggur í vinnu hennar alla daga, virka sem helga. Enginn sér henni bregða og aldrei flíkar hún sjálfri sér. Þetta hvarflaði að okkur þegar farið var að rifja upp snúningana sem hún tók af fylgdarfólki okkar og vanda, sem hún leysti án þess Kiistján Eyjólfsson hjartasérfræð- ingur. að nokkur yrði þess var. Stundum voru Islendingar í mörgum sjúkrahúsum samtímis og engirm veit hve London er stór fyrr en hann á erindi á tvo, þrjá staði sama daginn. Upplýsingarnar, sem hér fara á eftir, byggjast á reynslu tíu krans- æðasjúklinga og viðtölum við þá. Það eru: Ásgeir Bjarnason garð- yrkjumaður, Benedikt Steingríms- son skrifstofumaður, Bjarni Árna- son klæðskeri, Bragi V. Pálsson trésmiður, Lúísa Bjarnadóttir meinatæknir, Svanur Ágústsson veitingamaður, Þórður Her- mannsson skipstjóri, Þorleifur Kristmundsson prestur og Þor- steinn Magnússon trésmíðameist- ari. Það er áberandi, að engir tveir lýsa sjúkdómseinkennum og að- draganda eins. Þetta er svo breyti- legt að maður gæti ætlað að um marga sjúkdóma væri að ræða, enda eru viðbrögð einstaklinganna og fyrsta meðhöndlun oft í litlu samræmi við það sem síðar kemur í ljós að gera þarf. Þó eru hér í tilfellum allskýrar línur, það er að segja kransæðastífla eða blóð- tappi sem leynir sér ekki. Æða- þrengsl eru undantekningarlítið orsök stíflunnar. Þegar æðin lok- ast eru einkennin ótvíræð. „Það var engum blöðum um að fletta. Eg fékk blóðtappa, missti meðvitund og var fluttur með sjúkraflugvél í Landspítalann." Þ.K. Að sumum læðist kvillinn án beinna þrauta, en veldur úthalds- leysi og mæði sem smátt og smátt ágerist. „Var eins og þreyta eða doði sem leiddi út í handlegg og alveg upp í kjálka þegar verst var.“ B.V.P. Margir benda svo á einstakt at- vik, þar sem ráð eru tekin af þeim, líkaminn hættir að hlýða. Hjá flestum gerist þetta við líkams- átök og fylgir þá sársauki fyrir brjósti og fram í handlegg. Vosbúð eða geðshræring geta ráðið úrslit- um, en óþægindin geta einnig gert vart við sig í svefni og hvíld. „Seiðingsverkur í brjóstholinu að nóttu til. Fann ekki til hans við vinnu fyrr en síðar." Þ.M. Þeir einstaklingar sem koma við sögu þessa pistils hafa hver sína reynslu. Þeir eru á aldrinum 40—62 ára. Engir tveir eru úr sömu starfsstétt. Sá, sem síðast kom úr slagnum, hefur aðeins ver- ið heima í tvær vikur, en sá, sem lengsta reynslu hefur, var einn fyrstur Islendinga til að gangast undir aðgerð, en það var í október 1974. Fáir Þeirra, sem spurðir voru, gerðu sér í fyrstu grein fyrir hvað á seyði var. Það er einnig athygl- isvert, að læknar eru oft í vafa. Sjúkdómseinkennin villa í mörg- um tilfellum og draga athygli frá raunverulegum kvilla en benda til annarra sjúkdóma sem hafa lík einkenni, eins og t.d. streita, vöðvabólga, rifjagigt o.fl Sérfræðingar í hjartasjúkdóm- um eru þó á varðbergi ef einhver þáttur sjúkdómslýsingar bendir til æðaþrengsla. Hjá karlmönnum yfir fimmtugt eru kransæðasjúk- dómar langtíðasta dánarorsökin og konum sem náð hafa sama aldri er einnig hætt við veikinni. I hjartalínuriti o.fl. rannsókn- um má sjá hvort um kransæða- þrengsl er að ræða, en ástand æð- anna vita menn ekki um fyrr en þær hafa verið myndaðar. Þetta kallast hjartaþræðing. Þá er farið með þunna slöngu inn í slagæðina frá nára upp í hjarta og leið slöng- unnar birtist svo á myndskermi og gallar þeir sem kunna að vera á kransæðum, þegar skuggaefni er dælt inn í op æðarinnar. Þessi svæði eru kortlögð og sú teikning notuð til glöggvunar ef úr aðgerð verður. En lyfjameðferð er fyrsta ráðið. Algengast er, að læknar láti sjúklingum sínum í té nitroglycer- intöflur sem látnar eru bráðna undir tungurót, glycerinið víkkar út æðarnar og flýtir þannig fyrir súrefnisflutningi til hjartans. Við það hverfur verkur í brjósti og menn geta aukið vöðvaálag. Ten- ormin er einnig algengt í meðala- skápum kransæðasjúklinga, það dregur úr súrefnisþörf hjarta- vöðvans og jafnar hjartsláttinn. Ekki eru mörg ár síðan farið var að gera kransæðaaðgerðir með nokkru öryggi. Læknar hér heima hafa verið tregir að ýta sjúkling- um sínum í svo stóra aðgerð upp á Dr. Gibson og systir Smith vitja Ásgeirs Bjarnasonar á stofu 3. Orsakir kransæðastíflu og aðgerðir 1. Hverjar eru orsakir kransæöa- þrengsla? Svar: Kransæðar þrengjast vegna f>ess að fituefni og stundum kalk sest innan á æðaveggina. Frumorsökina þekkja menn ekki, en vissir þættir valda aukinni hættu á myndun æðakölkunar. Erfðir virðast veigamiklar en aðrir áhættuþættir eru: reykingar, hár blóðþrýstingur, aukning fituefna í blóöi, hreyfingaleysi, streita og offita. 2. Hver er tíðni sjúkdómsins á ís' landi? Svar: Eftir fimmtugt eru hjarta- sjúkdómar algengasta dánarorsök hjá körlum og þar vega kransæöa- þrengsl langmest. 3. Hefur hún aukist á síöustu ár- um? Svar: Svo virðist sem dánartíöni af völdum kransæöasjúkdóma hafi náð hámarki og tölur benda til að tíönin heldur minnki. Ekki er Ijóst af hverju það stafar. 4. Hverjir fá helst kransæöakvilla (aldur — kyn — iðja — líkams- ástand)? Svar: Kvillinn er mun algengari hjá körlum einkum í yngri aldurs- flokkum. Konur fá sjaldan einkenni um kransæöaþrengsl fyrir fimm- tugsaldur. Hjá karlmönnum innan við fertugt er sjukdómurinn fátíður. Að öðru leyti er erfitt að segja hverjum hættast er. 5. Hvað er gert við sjúkdómin- um? Svar: Læknar setja sjúklingum sínum almennar lifsreglur eins og t.d. að hætta að reykja, grennast eða breyta um mataræði ef blóð- mælingar sýna hækkandi blóðfitu. Algengasta lyfjagjöf eru nytróglys- erin-töflur sem látnar eru bráöna undir tungurót til að eyöa brjóst- verkjum eða víkka æðar fyrir áreynslu. Ýmis önnur lyf eru notuð t.d. til að draga úr súrefnisþörf hjartans. 6. Er skuröaögeröin vænlegust? Svar: Það þarf að meta hverju sinni. Ef lyfjameðferð ber ekki til- ætlaöan árangur veröur aö reyna aðrar leiöir. Til þess aö ákveöa hvort skuröaögerð sé ráöleg er nauösynlegt að gera hjartaþræö- ingu og mynda kransæöar. Þá kemur í Ijós hvar þrengslin liggja og einnig ástand hjartavöðvans. Aðgerð kemur einkum til greina ef þrengsli eru á fleiri en einni megin- grein og staðsetning þrengslanna er nálægt stofnæö (upptökum). 7. Hve margir Islendingar gang- ast undir uppskurð? Svar: Árið 1979, 34 — 1980, 29, í ár stefnir að því aö fjöldinn verði einhvers staðar milli 50—60. 8. Hvar voru aögeröirnar fram- kvæmdar? Svar: Allar aögeröirnar eru framkvæmdar erlendis, í Englandi og Bandaríkjunum. Um 70% þeirra eru gerðar á Brompton. 9. Hverjar eru batahorfur þeirra sem gengist hafa undir aðgerö? Svar: 80—90 af hundraði fá verulegan bata. Stór hluti þessa hóps verður verkjalaus og aðrir fá mun sjaldnar tilkenningu þrengsla eða verkja. 10. Hve löngu frá aögerð má reikna með að fullreynt sé hvernig hún hefur tekist? Svar: Eftir tvo mánuði má nokk- uð sjá hvernig aðgerð hefur tekist, eða þegar sjúklingurinn er farinn aö leggja á sig nokkuö líkamsálag. 11. í hverju er aðgeröin fólgin? Svar: Eftir svæfingu er líkamshiti sjúklingsins lækkaður verulega með kælingu Hjartavöðvinn er kældur sérstaklega og starfsemi hans stöðvuð. Samtímis eru slöng- ur tengdar viö slagæöar og bláæö- ar. Meðan á aögerö stendur sjá hjarta- og lungnavél um starfsemi þessara liffæra. Bláæð er tekin úr fæti og tengd á kransæöarnar framhjá þrengdum svæðum. Ágræddu æöarnar taka þá við blóöflutningi sem áður var hindr- aður. 12. Verða þessar aðgerðir fram- kvæmdar hér heima í náinni fram- tíð? Svar: Það hefur staöiö til í nokk- ur ár að hefja þessar aögeröir hér heima. Þjálfun starfsfólks er í gangi, en fjárframlag til aö setja á stofn hjartaskurölækningaaöstööu nú mun hafa veriö felld niður á frumvarpi til fjárlaga sem liggur fyrir Alþingi. 13. Eru einhverjar markverðar nýjungar á döfinni, sem varða meðferö kransæðasjúklinga? Svar: Tilraunir með ný lyf eru stöðugt í gangi. Einnig tilraunir með að víkka út þrengsli með þræðingu án skuröaðgeröar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.