Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐiÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
31
Þr<r íslenskir sjúklingar á Brompton og konur jdm, Áafeir BjanMwon, TMsia Bjarnason, Bjarni Árnaaaa, Ólöf Greinarhöfundur í gódum hMw.
Pétursdóttir, Pill Steingrímsson og Edda Sveinadóttlr.
von og óvon. Þó finnst manni, að
þessi tregða hafi loðað of lengi við,
því eftir 1973 má segja, að ef æða-
þrengsl lágu vel við, voru bata-
horfur kransæðasjúklinga veru-
Legar, eða um og yfir 80%.
Eftir 1978 hækkaði þetta hlut-
fall enn og áhættan minnkaði. Þó
voru sjúklingar, sem allgóða
möguleika áttu, að draga djöful
sinn, sumir óslitið í tólf til sautján
ár, án þess að láta til skarar
skríða. En læknunum er ekki ein-
um um að kenna. Þarna er einhver
veila í sambandi sjúklings og
læknis (eðu einiivers þriðja aðila)
sem benda ætti þolandanum á að
hann á kosta völ.
Eftir þræðingu geta hjartasér-
fræðingar okkar sagt fyrir með
töluvert miklu öryggi hvaða líkur
sjúklingur hefur á bata eða yfir-
leitt hvort aðgerð er vænleg.
Astæðan fyrir því að svo margir
sjúklinganna fara á Brompton-
spítalann er sú, að náin tengsl eru
milli hjartasérfræðinga Landspít-
alans og lækna Brompton.
Þau hófust í Hammersmith-
sjúkrahúsinu, sem áður er getið.
Þar kynntist Árni Kristinsson
hjartasérfræðingur Mr. Cleve-
land, sem síðan varð yfirlæknir á
Brompton. Cleveland fór svo að
verja sumarleyfum sinum hér við
laxveiðar og hélt þannig tengslum
sínum við lækna Landspítalans.
Hjartaþraeðingartæki ero staðsett
í Landspítalanum og hjartalækn-
ar þar beina því gjarnan sjúkling-
um sínum til Brompton. 1978 tók
Mr. Paneth við yfirstjórn skurð-
lækninga af Mr. Cleveland. Um
það leyti verða breytingar á að-
gerðum sem líklega má rekja til
hans.
Mr. Paneth er hár og spengi-
legur maður með yfirbragð enska
lordsins og ögun. En það er heldur
ekki djúpt á kímni hjá yfirlæknin-
um. Hann segist meta æðruleysi
íslendinga. „Ekki svo að skilja, að
ég vilji fleiri tl meðferðar, en ég
vildi að allir sjúklingar mínir
kæmu með sama hugarfari og
þeir.“
Almennt gera menn sér ekki
grein fyrir hve aðgerðin er stór, e»
það er líka fljótt að gleymast.
Strax á þriðja degi þegar sjúkl-
ingarnir „fá að fara“ fram úr, létt-
ir aðeins á setuþrautum og smátt
og smátt firrast aðrir erfiðleikar.
„Þreyta og vanlíðan fyrstu tvo
þrjá sólarhringana." B.V.
„Erfiðust fannst mér fyrri legu-
vikan á Brompton." Á.B.
Það, sem sjúklingar helst hafa
flaskað á meðan á meðferð stend-
ur, má oftast rekja til upplýs-
ingaskorts eða misskilnings þar
sem um tungumálavanda er að
ræða.
Þegar maður vaknar eftir svæf-
ingu vinnur lungnavél enn störf
öndunarfæranna. Nokkur brögð
eru að því að menn berjist við vél-
ina og fái ekki tilskilið súrefni.
Örlítil afslöppun kemur manni
strax í réttan takt.
Mikið öryggi felst í því að sjá
einhvern sem manni þykir vænt
um þegar meðvitund kemur aftur
eftir svæfingu.
Hjúkrunarlið er þrautþjálfað,
það veit nákvæmlega hvernig
bregðast skal við hverjum vanda
sjúklingsins og læknar á Bromp-
ton eru til taks 24 tíma sólar-
hringsins.
Á þriðja degi reynir á tvo jafn-
fljóta. Margir kvíða þeirri tilraun.
Gönguhreyfingin er veigamikill
þáttur í líkamsþjálfuninni og örv-
ar um leið blóðstreymi. Á áttunda
degi er alveg eins víst að sjúklingi
sé vísað út að trítla einn hring í
kringum spítalann.
Aðgerðin tekur auðvitað á lík-
amann og einhver eftirköst geta
sagt til sín árum saman. En áhrif-
in geta einnig verið jákvæð, B.V.P.
sagði um þá reynslu: „Ég varð
áberandi var við að sjónin skerpt-
ist. Ég las og les letur sem ég
komst ekki fram úr fyrir aðgerð-
ina.“
Það sem minna er flíkað, eru
áhrif á taugar og tilfinningalíf.
Áberandi er hve menn verða við-
kvæmir og gljúpir. Sumir verða
stórir í andanum. Eitt stykki
kvikmyndahandrit, eða lausn
þjóðmála á verðbólgutímum er
ekki stærri vandi en að snýta sér.
Einnig kemur fram, að fyrstu dag-
ana greina menn ekki alltaf milli
draums og vöku eða fá ofskynjan-
ir. Þær geta birzt sem hljómar,
myndir eða jafnvel heil leikrit.
Enginn hafði ama af þessum
ævintýrum, en þau geta orðið gáta
og undrunarefni.
Þrátt fyrir góða aðhlynningu á
Brompton er heimflugið stórt til-
hlökkunarefni. Margir fá sér eitt
ölglas í tilefni af unnum sigri.
Aðrir láta sér nægja að þakka
Guði sínum og gleðjast í hjartanu.
Eftir heimkomuna dvelja menn
nokkra daga í spítala undir eftir-
liti læknis síns. Ef vel tekst til,
kemur batinn ótrúlega ört.
„Fyrstu tveir mánuðirnir eftir
aðgerð eru kannski ánægjulegasta
tímabilið. Maður vinnur mark-
visst að því að byggja sig upp og
finnur greinilegan dagamun.“ B.S.
Fleiri höfðu svipaða reynslu, og
allir voru sáttir við að hafa geng-
izt undir aðgerð.
„Mér finnst ég hafa fengið
framlengingu á lífsvíxli." L.B.
Eftir tvo mánuði verða breyt-
ingar hægari. Smátt og smátt
nálgast líka sá tími að maður hafi
ábyrgð og skyldur. Fullt starfs-
þrek lætur oft á sér standa og
menn gera misjafnar kröfur til af-
kastagetu sinnar. Rétt er strax frá
byrjun að gæta hófs. Líkamleg og
andleg ofreynsla er óholl og tefur
bata. Ógerlegt er að finna algilda
reglu. Einum er ofraun það sem
öðrum er leikur. Séra Þorleifur
hætti þegar hann fór að nötra. En
líklega finnur hver hjá sér hvar
mörkin liggja.
Helztu fylgikvillar aðgerðarinn-
ar eru hjartsláttarköst, bjúgur í
fæti og verkur í bringubeini. Sum-
ir fá tak eða gigtarverk eða eru
næmari fyrir kulda en áður var.
Allir, sem rætt var við, töldu sig
hafa fengið verulegan bata og
sumir nær fullan.
„Kannski hlífir maður sér pínu-
lítið, það loðir við sú hugsun að
maður hafi lent í þessu. En ég hef
lítið breytt lífsvenjum mínum frá
því sem áður var.“ S.Á.
„Ég fæ aldrei aðkenningu af
óþægindum sem ég átti áður von
á, sérstaklega þegar ég fór út á
morgnana í kulda.“ Þ.M.
„Þó að líkamshreystin kæmi
fljótt, fannst mér lengi að mig
vantaði andlegt þrek.“ Þ.K.
Það er einkennilegt, hve íslensk-
ir sjúklingar voru umburðarlyndir
gagnvart lélegum aðbúnaði og
sóðaskap sem loddi við Brompton
allt fram á mitt þetta ár. Það
réðst að mestu leyti af því hve
hjúkrunarfólkið var frábærlega
natið og hlýtt. Aðbúnaður hefur
nú gjörbreytzt. Á Gallery III, þar
sem íslendingar liggja, eru allir á
einkastofum með baði og snyrti-
aðstöðu. Hægindastólar og sjón-
varp, myndskreyttir veggir og allt
tandurhreint. Þetta hefur þó ekki
breytt hjúkruninni.
„Ég hef ekki kynnzt betra
starfsliði, að ég nú tali ekki um
öðlinginn hann Paneth.“ B.Á.
Hvaða heilræði leggja þeir, sem
reynslunni eru ríkari, hinum sem
þurfa að þiggja? Við skulum
treysta því að læknar okkar sendi
engan í þessa aðgerð nema að
þaulathuguðu máli, vitandi að þeir
einstaklingar eiga mikla batavon.
Sjálfur verður maður að hafa einn
ásetning þegar á hólminn er kom-
ið, og trúa að vel fari.
Eftir heimkomu eru menn undir
lækniseftirliti í spítala í nokkra
daga en hverfa síðan heim og bera
eftir það ábyrgð á sjálfum sér. Að-
stöðumunur er oft mikill hjá þessu
fólki. Sumir búa við fjölskylduör-
yggi, aðrir hafa kannski engan við
að styðjast. Tveir, þrír fyrstu
mánuðirnir eru mikilvægastir
hvað snertir bata og uppbyggingu.
Það sem helzt væri til bóta fyrir
sjúklinga sem ekki njóta hjálpar
eða æskilegs aðbúnaðar, er að
koma upp þjálfunaraðstöðu, þar
sem líkamlegur og andlegur styrk-
ur væri endurhæfður áður en
menn hverfa að fullu starfi.