Morgunblaðið - 20.01.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
11
Fjórraddað á þorra-
blóti Höfðhverfunga
og Grenvíkinga
ÞORRABLÓT Átthagafélagsins
Höfða, félags Höfðhverfunga og
Grenvikinga syðra, verður haldið
föstudaginn 22. janúar, á bóndadag-
inn. Blótað verður í Félagsheimilinu
á Seltjarnarnesi. Þorramatur verður
á borðum, hangikjöt, súrmeti og
svið, pylsur og pungar, lundabaggar
og laufabrauð, harðfiskur, hákarl og
brennivín.
Annáll að norðan er nú fastur
liður á þessum þorrablótum og
flytur hann að þessu sinni Sigríð-
ur Sverrisdóttir, kennari á Greni-
vík. Heiðursgestur blótsins verður
Anna Guðmundsdóttir, sem lengi
var ljósmóðir á Grenivík, og
drjúgur hluti blótsgesta mun fyrst
hafa séð dagsins ljós með hennar
fulltingi.
Almennur söngur verður að
vanda, fjórraddaður sem vera ber:
Heiðstirnd bláa hvelfing nætur,
Nú er frost á Fróni o.s.frv.
Þorrablót þetta er hið þriðja í
Flugleyfi fengið á
leiðinni Glasgow
- Kaupmannahöfn:
Gert ráð fyrir
þremur ferðum
í viku hverri
sögu féiagsins. Hafa þau verið hið
bezta sótt, á þriðja hundrað
manns komið og þótt góð skemmt-
un} ungum sem öldnum.
I félaginu er einkum fólk úr
Grýtubakkahreppi, ættað þaðan
eða tengt með einhverju móti, þ.e.
úr Höfðahverfi, af Grenivík, innan
af Kjálka og onúr Dalsmynni, eins
utan úr Fjörðum og utanaf Látra-
strönd — Fjörðurnar eru nú í eyði
og Ströndin að mestu.
Þorrablótin sækja fjölmargir
víðar að en af þessu svæði, einkum
fólk ættað úr nærliggjandi byggð-
arlögum og er það fólk allt mjög
velkomið til blótsins sem og aðrir
gestir, ungir og aldnir.
Félagið hefur á dagskrá sinni
fyrir utan skemmtanahald, eink-
um fræðastarfsemi, sem lýtur að
þessum byggðarlögum.
Þetta nafnlausa norðvesturhorn
Þingeyjarþings á sér sérstæða
menningararfleifð, sem sumir
kalla hvorki þingeyska né ey-
firska. Sumir kalla þetta vestur-
þingeyskt svæði, sumir út-ey-
firskt, enn aðrir þing-eyfirskt.
Blótgoði að þessu sinni verður
Valdimar G. Kristinsson frá
Höfða, sem lengi var mjólkurbíl-
stjóri þeirra Höfðhverfunga og við
góðan orðstír, auk þess sem hann
stjórnaði löngum dansi á Grenivík
hér áður fyrr, segir í fréttatil-
kynningu blótsnefndar.
Formaður Þorrablótsnefndar er
Sveinn Sæmundsson viðskipta-
fræðingur.
25 % ofslóttur
í tilefni af 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á íslandi
hefur Skipadeild Sambandsins ákveðið að veita viðskiptavinum
sínum 25% afslátt af skráðum flutningsgjaldatöxtum
stykkjavöru til eða frá Hamborg í janúar og febrúar 1982.
Út- og uppskipun greiðist samkvæmt töxtum.
Farmbókanir annast:
Skipadeild Sambandsins,
Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu,
Reykjavík, sími 28200
Norwegische Shiffahrtsagentur G.m.b.H.
Kleine Johannisstrasse 10,
2 Hamburg 11,
Sími: 040-361.361, Telex 214823 NSA D.
Áætlaðir lestunardagar i Hamborg:
HELGAFELL 25.janúar HELGAFELL 12.febrúar
JÖKULFELL ö.febrúar HELGAFELL 3.mars
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Flugleiðir hafa nú fengið leyfi
til aukins áætlunarflugs milli
Glasgow og Kaupmannahafnar.
Þetta kom fram í bréfi sem Birni
Theódórssyni, framkvæmdastjóra
Markaðssviðs Flugleiða, barst frá
breska flugmálaráðuneytinu fyrir
helgina.
Flugleyfið gerir ráð fyrir þrem
ferðum í viku.
Svo sem fram hefur komið í
fréttum ráðgera Flugleiðir að
taka upp að nýju, flug milli ís-
lands, Glasgow og Kaupmanna-
hafnar, en það hafði staðið í
meira en 30 ár þegar breska
flugmálastjórnin krafðist þess
að Flugleiðir hættu flugi á þess-
ari áætlunarleið.
Um tíma voru daglegar áætl-
unarferðir milli íslands, Glas-
gow og Kaupmannahafnar en
frá 1967 var áætlunarferðin far-
in þrisvar í viku þ.e. á mánudög-
um, miðvikudögum og föstudög-
um, uns félagið varð að draga úr
því fyrir tveim árum síðan.
Flugleiðir munu á allra næstu
dögum taka endanlega ákvörðun
um hvernig flugi þessu verður
hagað og hvenær það hefst.
Frá Kynningardeild Flugleiða
Reykjavíkurflugvelli
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
GULLFALLEGUR GOLFIEINA VIKU
■FYRIR RÖSKAR 1.500 KRÓNUR
Til þess að létta þér snúningana í
kulda og skammdegi gerum við þér
tilboð, sem erfitt er að hafna.
Volkswagen Golf fyrir
aðeins kr. 221.00 á
sólarhring.*
Ekkert kílómetragjald!
LOFTLEIDIR
BÍLALEIGA
Tilboðið stendur aðeins frá
10. janúartil 31. janúar 1982.
Notaðu þér þetta einstæða tækifæri.
Svona tilboð gefast ekki hvenær
sem er.
Bílaleiga Loftleiða
Reykjavíkurflugvelli - sími 21188
og 21190
‘Tímabundiö tilboðsverð án
söluskatts.
•2^21190