Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 15 „Þar er gert meira af því að brjóta ein- staklinginn niður en góðu hófi gegnira - segir Hrafnkell Jónsson á Eskifirði um Alþýðubandalagið, en hann hefur nú gengið til liðs við sjálfstæðisfélag staðarins HRAFNKELL Jónsson, fyrrum bæjarfulltrúi Alþýdubandalags- ins á Eskifirði og formadur Verkalýðsfélagsins Árvakurs á staðnum, gekk í Sjálfstæðisfé- lag Eskifjarðar í byrjun þessa mánaðar. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Hrafnkell m.a. að svik Alþýðubandalags- ins frá því í kosningabaráttunni 1978 og störf flokksins í ríkis- stjórn hefðu fyllt mælinn þann- ig, að hann hefði gengið úr Al- þýðubandalaginu í maí á síðasta ári. Að vel athuguðu máli hefði hann síðan ákveðið að gerast fé- lagi í Sjálfstæðisflokknum og sagðist telja sínum málum bezt borgið þar. Morgunblaðið spurði Hrafn- kel um aðdraganda og ástæður fyrir úrsögn úr Alþýðubandalag- inu og þess, að hann hefur nú gerzt liðsmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Aðdragandinn að þessari ákvörðun minni er nokkuð langur," sagði Hrafnkell. „Ár- ið 1978 vann Alþýðubandalag- ið kosningasigur, sem meðal annars leiddi til þess, að ég fór hér inn í bæjarstjórn, sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Sem fulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Eskifirði stóð ég að því að samþykkja aðild bandalagsins að ríkisstjórn. Upp úr því fóru efndir á kosn- ingaloforðum Alþýðubanda- lagsins og ég fór að efast um ágæti stefnu flokksins. Loforð eins og „samningana í gildi“ virtust vera gefin þvert um hug. i Síðan hefur mér orðið það æ ljósara að stefna bandalagsins er ekki æskileg fyrir okkar þjóðfélag. Hún er byggð á þessum gömlu, ágætu stefnu- miðum um frelsi, jafnrétti og bræðralag, en ég get ekki séð annað, en frelsið sé mismikið eftir því hverjir eiga í hlut, jafnréttinu sé ætlað að gera suma menn jafnari en aðra og það leiðir eðlilega til þess, að bræðralagið verður dálítið undarlegt. Eg taldi, að þegar þingmenn Alþýðubandalagsins héðan að austan, sem ég þekktí báða að því að vera einarða talsmenn orkuframkvæmda á Austur- landi í stjórnarandstöðu, væru komnir í þá aðstöðu að annar var orðinn æðsti maður orkumála í landinu og hinn áhrifamaður í þingflokki, þá mætti vænta þess, að þeir myndu færa okkur Austfirð- inga nær því að fá virkjað grunnafl í fjórðungnum. Ég hélt því, að það væri þess vert að veita þeim stuðning, en verð að játa að störf þeirra hafa valdið mér verulegum vonbrigðum. Mín skoðun er sú að miðað við það ástand, sem ríkir í atvinnumálum í dag, verðum við hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr að nýta orkuna til hins ýtrasta á þessum áratug. Að öðrum kosti siglum við inn í verulegt atvinnuleysi. Það er eðlilegt, að menn velti fyrir sér hvernig fjármagna á upp- hyggingu orkufreks iðnaðar, en það er mín skoðun, að við komumst ekki hjá því, að draga úr hagvexti og þá kaup- mætti hjá launþeganum eða ráðast í stórfelldar orku- framkvæmdir og uppbyggingu á orkufrekum iðnaði. Áð mín- um dómi verður það ekki gert nema með verulegum hluta erlends fjármagns. Því fylgir vissulega áhætta, en ég treysti okkar sérfræðingum til þess að standast útlendingum snúning í samningum. Ég starfaði í Alþýðubanda- laginu sem sósíalisti og taldi mig á tíma að minnsta kosti, róttækari en meðaljóninn í Alþýðubandalaginu. Ég verð að játa það hreinskilnislega að eftir að hafa starfað þar í 6 Á síðastliðnu ári voru 12 tog- arar gerðir út frá Vestfjörðum allt árið og var heildarafli þeirra 55.900 lestir. Meðalafli togar anna var 4.659 lestir á árinu. Ár ið 1980 voru togararnir 13 og heildaraflinn 58.663 lestir. Með- alaflinn þá var 4.513 lestir. Hér á eftir má sjá afla Vest- fjarðatogaranna síðastliðið ár og eins árið 1980, en þessar upplýsingar koma frá ísa- Hrafnkell Jónsson ár og kynnst innviðum þar all- vel tel ég nú, að þær hugsjón- ir, sem þar var barist fyrir séu mér ekki að skapi. Ein ástæð- fjarðarskrifstofu Fiskifélags Islands. Afli hvers togara 1980 og 1981: 1981: 1980: lestir lestir Páll Pálss., Hnífsdal 5.712 5.175 Dagrún, Bolungavík 5.335 5.798 Július Geirmundsson, ísafirði 5.075 5.283 Guðbjörg, ísafirði 4.991 5.758 Bessi, Súðavík 4.941 4.925 an er sú, að þar er gert meira en góðu hófi gegnir af því að brjóta niður einstaklinginn. Ég geri mikinn mun á því, að byggja einstaklinginn upp sem mann og því að tala um einstaklingshyggjuna með það eitt í huga að menn geti grætt sem mest hver á öðrum. Mér óar við því á hvern hátt er verið að breyta þessu þjóðfélagi okkar úr þjóðfélagi þar sem einstaklingurinn er ábyrgur sinna gerða og þjóð- félaginu yfir í það að gera menn að múgsál, sem ekki er ábyrg fyrir neinu og afsalar sér þeim rétti að taka sjálf- stæðar ákvarðanir og standa eða falla með þeim. Það er mín skoðun að innan Sjálf- stæðisflokksins sé von til þess að það verði snúið af þessari braut,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. Gyllir, Flateyri 4.799 5.034 Framnes I, Þingeyri 4.468 4.179 Elín Þorbjarnardóttir, Suð. 4.400 5.101 Tálknfirðingur, Tálknafirði 4.369 4.524 Guðbjartur, ísafirði 4.296 4.507 Sölvi Bjarnason, Tálknafirði 4.087 2.530 Heiðrún, Bolungavík 3.427 3.317 Guðmundur í Tungu, Patreksfirði 1.609 2.532 Sigurey, Patreksfirði 422 Vestfirðir: Meðalafli togaranna um 4.600 lestir á árinu HÚSEININGAR HF Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir kostum timbur- húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar- tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft hús frá Húseiningum h/f vakið mikla athygli. Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, en kaupendur ráða verðinu að nokkru leyti sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út- færslu þeirraeru því sem næst óendanlegir. Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til uppsetningar á fyrri hluta þessa árs eru beðnir að hafa samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, hjá Guðmundi Óskarssyni, verkfræðingi, Skipholti 19, sími (91) 15945. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér fallegt einbýlishús frá Siglufirði til afgreiðslu næsta vor!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.