Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1982 t ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, I. é Eyrarbakka 24. júlí 1901, andaðist á Borgarspítalanum aö kvöldi 11. þ.m. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Hjúkrunarfólki eru færöar innilegar þakkir. Sigríöur Guömundsdóttir, börn og systkini hinnar látnu. t Maöurinn minn og faöir okkar, AGNAR NORÐFJÖRO, Kjartansgötu 6, lést i Landspítalanum 19. janúar. Ingibjörg Noröfjörö og börn. Sigurbjörg Unháll Jónsdóttir - Minning Fædd 27. mars 1899 Dáin 19. desember 1981 Laujrardaginn síðasta fyrir jól barst okkur sú sorgarfregn að Sig- urbjörg Unháll, eða Bogga frænka eins og hún var jafnan kölluð á okkar heimili, væri látin. Hafði það borið brátt að þ ví daginn áður hafði hún gengið til sinna starfa svo sem hún var vön. Sigurbjörg var fædd að Unhól á Stokkseyri, dóttir hjónanna Mar- ínar Gísladóttur og Jóns Bene- diktssonar en þar bjuggu þau um árabil. Ung fluttist Sigurbjörg með for- eldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp ásamt systkin- um sínum. Af þeim dóu þrjú korn- ung, þau Sigurjón, Þórarinn og Marín. Helgi, sem elstur var þeirra systkinanna, dó tæplega ní- tján ára en þau sem náðu fullorð- insaldri af börnum Marínar og Jóns voru þær systur Sigurbjörg, Sigurrós, Sólveig og Helga, en af þeim er nú Sólveig ein eftir. í byrjun árs 1920 hélt Sigur- björg til Danmerkur til náms þá liðlega tvítug. Lýsir það best áræði og vilja- styrk þessarar ungu stúlku á þeim tímum fátæktar og allsleysis. Leiðin lá til Skodsberg bade- sanatorium þar sem hún lærði sjúkranudd. Að námi loknu kom hún heim að + Elskuleg dóttir okkar og systir, VILHELMÍNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Vesturbergi 74, lézt i Landspitalanum 16. janúar. Jarösett veröur frá Bústaöakirkju, föstudaginn 22. janúar, kl. 15. Sigurbjörg Siguröardóttir, Magnúa M. Guómundsson, Guömundur Þór Magnússon. + Þökkum innilega auösýnda samúö vegna andláts og jarðarfarar fööur okkar og tengdafööur, ÞORKELS KRISTJÁNSSONAR, fyrrverandi fulltrúa, Dalbraut 27. Siguröur Ómar Þorkelsson, Inga Eiríksdóttir, Margrét Þorkelsdóttir, Magnús Friðriksson. + Bróöir minn og frændi, VIGFÚS JAKOBSSON, skógfræöingur, andaöist aö heimili sinu í Kaliforníu, 14. janúar 1982. Minningar- athöfn og bálför hefur fariö fram. Aska hins látna verður jarösett að Hofi í Vopnafiröi. Fyrir hönd vandamanna, Inga Jakobsdóttir Black, 61, Muth Drive, Orínda 94563, California. Einar Helgason. + Innilegar þakkir færuhri viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, INGIMUNDAR GUDMUNDSSONAR, Vegamótum, Djúpavogi. Guöný Ingimundardóttir, Siguröur Gíslason, Valdís Ingimundardóttir, Ingvar Þorleifsson, Erla Ingimundardóttir, Ingimar Sveinsson, og dætrabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BJARNA ELÍS GUNNARSSONAR, Aöalstrasti 8, ísafirói. Runný Bjarnadóttir, Högni Marseliusson, Birna Bjarnadóttir, Daniel Jónsson, Gunnar Bjarnason, Helga Eyjólfsdóttir, Brynjólfur Bjarnason, Margrét Ólafsdóttir, Danielína Bjarnadóttir, Jón Víkingsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför dóttur okkar, móður oa systur, BRYNJU ASGEIRSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 21. janúar kl. 10.30. Hildur Frímann, Ásgeir Gíslason, börn og systkini. + Móðir okkar, fengdamóöir og amma, INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR, Litlageröi 2, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju, fimmtudaginn 21. janúar, kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bústaöakirkju eöa líknarstofnanir. bórir bóróarson, Stella Magnúsdóttir, og barnabörn. t Útför SKÚLA SKÚLASONAR, fyrrverandi ritstjóra, fer fram í Neskirkju, Nesbyen, Hallingdal, föstudaginn 22. þ.m. Ingibjörg Skúladóttir, Karl Eiríksson, Guörún bórhildur, Knut Berg, Hallgrim Skúli, Gro Skúlason. + Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JENNI KRISTINN JÓNSSON, Álfheimum 44, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 21. janúar, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Svava Sveinsdóttir, Erla Jennadóttir, Kristján Wiium, Erlingur A. Jennason, Sigrún Ingimarsdóttir, Kristinn Stefánsson, Hjördís Guömundsdóttir, og afabörnin. + Flytjum alúöarþakkir öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, ELINBJARGAR BALDVINSDÓTTUR. borbjörg Jónsdóttir, Baldur Jónsson, Guörún Stefánsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR VESTMANN. bórlaug Vestmann, Elsa Vestmann, Aöalsteinn Vestmann, Jóna Vestmann, Friðrik Vestmann, Magnús Magnússon, Hallur Sveinsson, Birna Ingólfsdóttir, Emil Guömundsson, Guörún Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og hluttekningu viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BÖDVARSINGVARSSONAR frá Ásum, Vestmannaeyjum, Álfheimum 30, Reykjavík. Ólafía Halldórsdóttir, Marta Böövarsdóttir, Dóra Böövarsdóttir, Ásta Böövarsdóttir, Halldór Guómundsson, Ásdís Böövarsdóttir, bóröur Snjólfsson, Ármann Böðvarsson, Jóna Bjarnadóttir, Hilmar Böövarsson, Sæbjörg Jónsdóttir, Reynir Böövarsson, Sigurlaug Vilmundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. nýju og vorið 1924 stofnsetti hún nuddlækningastofu að Hverfis- götu 18 ásamt vinkonu sinni og skólasystur Helgu Heiðar. En á námsárum sínum í Dan- mörku hafði hún kynnst þeim manni, sem síðar átti eftir að verða hennar lífsförunautur til æfiloka. í byrjun árs 1928 tók hún sig upp að n ýju og fluttist til Svíþjóð- ar, þar sem hún í júní það saman ár gekk að eiga eftirlifandi eig- inmann sinn Isak Karlsson. Tóku þau sér ættarnafnið Unháll sem er sænska þýðingin á Unhól á Stokkseyri, sem var eins og fyrr segir fæðingarstaður Sigurbjarg- ar. Mestallan sinn starfsaldur bjuggu þau á Hultafors þar sem Isak starfaði sem yfirlæknir í yfir þrjátíu ár. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið. Eddy Lidén gift Sven Lidén, bæði læknar í Gautaborg. Eiga þau tvö börn; og Gull Ohlson sem gift er Per Ove Ohlson. Eru þau hjónin menntaskólakennarar í Borás og eiga þrjú börn. Sigurbjörg og Isak bjuggu sér fallegt heimili að Hultafors. Var það ekki eingöngu fallegt að ytri búnaði heldur miklu fremur vegna þeirra hlýju og gestrisni sem mað- ur naut þar. Þar er ávallt gott að koma og gott að dvelja og á ég margar ljúf- ar minningar frá heimsóknum mínum til þeirra. En það var ekki alltaf bjart yfir heimili þeirra sæmdarhjóna. Fyrir liðlega tuttugu árum fór að bera á þeim sjúkdómi hjá Isak sem kom honum í hjólastólinn sem hann hefur verið bundinn við síðasta hálfa annan áratuginn. En í mótlætinu sýnum við styrk okkar og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því með hve mik- illi natni og umhyggjusemi hún hefur hlúð að og hugsað um mann sinn. Má segja að hún hafi tæpast vikið frá honum öll þessi ár. Það gefur því auga leið að miss- irinn er mikill og sorgin sár og votta ég honum mína dýstu sam- úð, ásamt dætrunum tveimur, fjölskyldum þeirra og systurinni Sólveigu. Sigurbjörg var töfrandi kona og glettin og hafði næmt auga fyrir því broslega og óvenju dillandi og smitandi hlátur. En undir glettninni bjó alvaran og djúp hugsun og kom það oft fram í viðræðum við hana. Hún var trúuð kona og hefur án nokkurs vafa dáið sátt við Guð og menn fullviss um það að hún fengi að hitta ástvini sína aftur því hún treysti orðum postulans er hann segir í fyrra bréfi sínu til Þessa- loníkumanna: „Því að sjálfur Drottinn mun með kalli með höfuðenglis raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa; síðan munum vér sem lifum, sem eftir erum verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í lofinu, og síðan mun- um vér vera með Drottni alla tíma. Huggið þér hvern annan með þessum orðum." Megi elskuleg frænka mín nú hvíla í friði. Jón Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.