Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 20.01.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 Dalvík: Heilsugæzlustöd- in fær ad gjöf tæki til blóðrannsókna Dalvík, 18. desember. Á GAMLÁRSDAG afhentu konur úr kvenfélögunum úr Dalvíkurlæknis- héraði Heilsugæslustöðinni á Dalvík tæki ætluðu til blóðrannsókna. Er þetta tæki af fullkomnustu gerð sem notað er utan sjúkrahúsa. Það var á sl. ári að Kvenfélag Hríseyjar, Kvenfélagið Hvöt á Árskógsströnd, Kvenfélagið Til- raun í Svarfaðardal og Kvenfélag- ið Vaka á Dalvík hófu söfnun til kaupa á áðurnefndu tæki. í sam- ráði við héraðslækni, Eggert Briem, varð að ráði að þessi gerð tækja var keypt og sá hann jafn- framt um kaup á þeim. Við afhendingu gat héraðslækn- ir þess að í þessu tæki mætti framkvæma allar þær blóðrann- sóknir sem nauðsynlegar væru á heilsugæslustöð. Þá kom fram hjá kvenfélagskonum að upphaflega var gert ráð fyrir að tækið kostaði kr. 40 þús., en endanlegar kostnað- ur varð kr. 53.600,00. Þrátt fyrir þessa verðhækkun afhentu þær héraðslækni sparisjóðsbók með kr. 12.000,00 sem afgang söfnunarfjár og skyldi þeirri upphæð varið til frekari tækjakaupa í heilsugæslu- stöðina. Gátu kvenfélagskonur þess að engri söfnun á þeirra veg- um hefði verið betur tekið en þess- ari og hefðu allir verið reiðubúnir til að leggja eitthvað af mörkum. Færðu þær öllum gefendum bestu þakkir fyrir. Fréttaritarar. Opið frá 18-01 Halldór Árni verður í diskótekinu Skákáhugafólk athugið, að blindskákmótið hefst á föstudagskvöldið kemur, 22. janúar kl. 20.00. Þú ert skák og mát í ÓDAX. Japönsk skólastúlka er gleymir að geta aldurs, segist hafa mikinn áhuga á íslandi og vill eignast ís- lenzka pennavini: Eri Morimoto, 258-3 Nakamura, Ozu-shi, Ehime, 795 Japan. Kanadískur frímerkjasafnari, kona, óskar að komast í bréfasam- band við íslendinga. Hún getur ekki um aldur: Jean l’vke, R.R. nr. 2, Carleton Place, Ontario K7C 3P2, Canada. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum óskar eftir bréfasambandi við íslenzkar stúlkur: Rika Ehara, 11-27 Dote 2 chome, Kazo-shi, Saitama, 347 Japan. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á ferðalögum vill skrif- ast á við íslenzk ungmenni á svip- uðu reki: Kayoko Komatsu, Tokko, Hinai-machi, Kitaakita-gun, Akita-ken, T018-57 Japan. A skíðum skemmti ég mér °^fáakv>Ö IÁ Þaö er í kvöld, sem við höldum sérstakt skíðakvöld í Hollywood og þar verður kynnt HQLUWOOD ^ghdSqO URVAL W STJ0RNUFERÐ TIL AKUREYRAR Nú fer hver ad verða síðaatur að láta skrá sig í þessa skemmtiferð, því að aðsóknin í hana hefur verið alveg gífurleg, það hefur starfsfólkiö á Úrval fengið að finna fyrir, því þar hefur síminn verið rauöglóandi, sem sagt fullt af hressu og kátu fólki er búiö að ákveöa sig með ferðina. Farið veröur frá Reykjavík, föstudaginn 29. janúar, og komið til baka sunnudaginn 31. janúar. Gist verður í Skíöahótelinu í svefnpokaplássi. Innifaliö í verði er: morgunverð- ur, rútuferðir og inngangur á skemmtun í H-100 á laugardagskvöld. Þetta allt færðu fyrir sama sem engan pening, kr. 1.150.-. Þaö er ekki vitlaust aö bregða sér í snjóinn fyrir norðan eins og snjóleysiö hefur nú verið mikið hér fyrir sunnan og rifja upp skíðakunnáttuna. í kvöld veröur kynnt sérstök spurninga- keppni sem fram fer á fimmtudags- og sunnudagskvöld nk., meö þátttöku gesta. Veitt veröa vegleg verðlaun, Stjörnuferö til Akureyrar. Asgeir Bragason verður á fullu í diskótekinu. Allir skíðamenn eru sérstaklega velkomnir HQUJWOOS f kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.