Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.01.1982, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982 mnhnn bú aek.kst afiur i' suefni i nott -er ^ leié." Ast er... ... ad finna ástarbréf í skónum sínum. TM Rep U S Pat Ott —all rlfltits reserved e 1981 Los Angeles Times Syndicate 1211 Situr hér einhver? Pabbi, ég ætla út ad skemmta mér með ungri stúlku. — Má ég taka stærstu kvlfuna þína með mér? HÖGNI HREKKVÍSI r /, fir/ /n/0(/r 40 þcj fíiSS/fí aSSfAo P P/A/CÓ T'/AJ ,9/C/c/l J? . . . " Opið bréf til formanns Sjómannasambands íslands: Þetta eru nauðungarsamning- ar - þess vegna sagði ég NEI! Heiðraði Velvakandi. Nú er þessu samningaþófi lokið og næstum búið að neyða margan sjómann til að samþykkja þá, minnsta kosti hér á Suðurnesjum og sennilega víðar. Sem betur fer kolfelldu þeir samningana í Reykjavík og Hafnarfirði. Ég veit ekki hvort það sé rétt að staðið að biðja menn um að samþykkja þessa samninga, eins og lá í orð- um á fundum bæði í Sandgerði og Keflavík, því það væri ekki mögu- leiki að ná betri samningum, því útgerðarmenn væru svo andskoti harðir í horn að taka. Góðir samningamenn þar. Bara rass- skella Oskar og Co. — þá er allt í lagi. Einu mennirnir sem höfðu eitthvað út úr þessu voru neta- sjómenn á landróðrabátum og eru þeir vel að því komnir, og þó fyrr hefði verið. Það er ábyggilega einsdæmi í sögu fiskveiðiþjóðar að verðbæta óslægðan fisk meira en slægðan. í hverju felst nú „premían" fyrir gott hráefni? Hver verður niður- staðan nú hjá stórum útilegubát- um á netum og trollbátum? Þar á mannskapurinn að gera að fiskin- um fyrir ekki neitt — bara svona „hobby" ekki satt. Það munar ekki nema 6,9 prósentum sem menn fá minna fyrir að slægja um borð en að koma með fiskinn óslægðan að landi — sem er varla möguleiki á útilegubát. Það var snjallt hjá Kristjáni Ragnarssyni og Co. að siga báta- sjómönnum og togarasjómcnnum saman. Þeir gleyptu agnið eins og skot, Óskar og Co., meira að segja alveg niður í maga. Það er heimska af atvinnumönnum í sjó- mannasamningum. Ég hef oft tal- að um það að togarasjómenn og bátasjómenn eiga ekkert sam- eiginlegt, nema helzt fiskverð og þó ekki (það sýnir sig núna). En það vill engin hlusta á svoleiðis kjaftæði. En hvað kom á daginn. Togarasjómenn flestir eða allir eru á móti, sem er ósköp eðlilegt. Svo ætla ég að benda Óskari Vigfússyni og Co. á einn flota inn- an þessa ramma sem þeir stein- gleymdu alveg — það eru togbát- Einar Grétar Björnsson arnir frá 20 tonnum til skuttog- ara. Það veit þessi samninganefnd að það sem mest var sett á oddinn fyrir utan fiskverð voru frídagar. Þar vorum við á trollbátunum al- gerlega skildir eftir. Þeir vita vel að þessir 4 frídagar í mánuði sem tilgreindir eru í samningum hafa aldrei verið virtir og aldrei verið gefnir á neinum bát. Það er oft búið að hringja ogatala við þessa forráðamenn, sem eru fyrir okkar stéttarfélögum — þeir hafa aldrei gert neitt í þessu. Ég hefði gaman af að sjá framaní þessa kalla ef þeir þyrftu að vera á vakt við sím- ann átta mánuði á ári eins og þeir væru á togbát árið um kring — og geta ekki hreyft sig þegar tvísýnt veðurútlit væri að ræða. „Þú skalt hringja eftir veður, við skulum sjá til“, svona gengur þetta alltaf til í landlegum. Maður getur ekki um frjálst höfuð strokið,ekkert hreyft sig og ekkert farið. Maður getur alltaf átt von á ræsi. Skipstjórar hafa eindregið reynt að fá það í gegn að frídagar yrðu á einhverj- um vissum dögum, laugardögum eða sunnudögum, en þessu ekki verið sinnt. Það var eins og hnýtt í þetta á fundinum í Sigtúni og mikið um það skrafað hversu þeir hefðu reynt að fá fram meira af frídög- um handa sjómönnum. Því miður misskildi ég þetta og gerði mér ekki í hugarlund að togbátarnir hefðu verið skildir eftir einskipa — án nokkurra ákveðinna frí- daga, átta mánuði ársins. Maður skyldi ætla að þeir hefðu aldrei mígið í saltan í þessari samninganefnd. Ég veit það og þið líka — við erum ekki svo margir sem stundum troll á bát- um að vetrinum að það hefði skipt ykkur nokkru máli þó þessu hefði verið komið í lag. Við borgum okkar gjöld og þið eruð á kaupi hjá okkur eins og öðrum sjómönn- um, og eruð því skyldugir til að sinna okkar málum líka þótt við séum fáir. Okkur er ekki hlíft við að greiða okkar félagsgjöld. Jón Ólsen sagði mér, að hann hefði vakið máls á þessu með frí- daga á togbátum, en þeir hefðu ekki vilja á hann hlusta og ekkert um þetta ræða. Ég spyr: Hvers eigum við að gjalda þegar við er- um algerlega skildir eftir í nýaf- stöðnum samningum að þessu leyti. Og hversu mikla kjarabót skyldu þessir samníngar skila okkur sem erum á togbátum. Er þetta ekki austantjalds- hugsunarháttur þegar minnihlut- inn er skilinn svona algerlega eft- ir. Við á togbátunum þurfum kannski engan fastan frídag, fyrir utan páska, 8 mánuði ársins. Það þýðir lítið að tönnlast á því að kveðið sé á um 4 frídaga í mánuði í samningum — það ákvæði hefur aldrei verið virt og verður það ekki nú frekar en áður. Allir vilj- um við þó fá fasta frídaga og það vitið þið í samninganefndinni, það er ekki búið að þrasa svo lítið um þetta. Ég kalla þetta nauðungarsamn- inga á flestallan hátt — þess vegna sagði ég nei. Einar Grétar Björnsson Athugasemd til sóknarprests: „Ég veit að Frelsarinn frelsar - annars væri hann ekki frelsari“ Fyrrverandi drykkjumaður skrifar: Fyrrverandi sóknarprestur, fannst mér svara heldur leiðinlega bréfi útvarpshlustanda um þá sem frelsaðir teljast. Notaði sóknarprestur kannski ekki Biblíuna meðan hann gegndi embætti? Las hann ekki þau orð að Kristur væri kominn til að leita að hinu týnda og frelsa þaðO Ég veit að Frelsarinn frelsar, annars væri hann ekki frelsari — alveg eins og kennimaður er ekki kenn- ari nema hann kenni. Þeir, sem sóknarpresturinn er að segja um að séu að upphefja sig með því að kalla sig frelsaða, hjálpuðu mér út úr myrkri ofdrykkju og ólifnaðar, og sýndu mér hvorki hroka eða litu niður á mig, heldur bentu mér á að ég þyrfti að frelsast og beina sjónum mínum til Krists, sem varð til þess að ég frelsaðist fyrir 5 árum frá áfengi, tóbaki og öðrum löstum. Þó að enn sé ég breyskur maður á ég þetta Kristi að þakka og svo þeim „frelsuðu" sem bentu mér á veginn. Þetta kalla ég að sýna trú sína í verki. Gaman væri ef fyrrverandi sóknarprestur útskýrði Jóhannes 3:3, þar sem Kristur segir við Nikodemus ráðherra: „Enginn getur séð Guðsríki nema hann endurfæðist." Sóknarprestur telur að þeir frelsuðu ættu að hugleiða söguna um fareseann og tollheimtumanninn. Kæri sóknarprestur, skilurðu ekki að tollheimtumaðurinn fór heim réttlátur af því að hann fann til synda sinna. Það er lágmarkskrafa af fyrrverandi sóknarpresti að hann beini spjótum sínum ekki að þeim fáu sem í raun vilja hjálpa okkur (sýna trú sína í verki), sem verst höfum orðið úti vegna synda okkar og ekki misst þolinmæðina þó við féllum aftur og aftur. Að endingu fyrrverandi sóknarprestur: Trúðu á Drottinn Jesú og þú munt hólp- inn verða og heimili þitt. (Post. 16:31).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.