Morgunblaðið - 20.01.1982, Page 32
Síminná QQflOO
afgreiðslunni er OOUOO
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
50 metra gos
í Geysi í gær
„Stórkostlegasta gos í áratugi“ -
sagdi Sigurbergur í Laug í Haukadal
GEYSIR gaus einu stærsta
gosi sem um getur í áratugi í
gær eftir að 40 kg af sápu
höfðu verið sett í hann síð-
degis í gær.
Varð hvernum svo um sápuna,
eins ojí einn úr hópi heimamanna
orðaði það, að hann gaus um 50
metra háu gosi 5 til 10 mínútum
seinna, en frá því í haust hefur
Geysir gosið oft á dag eftir að
rauf, sem verið hefur í hvernum
frá 1935, var dýpkuð í haust af
heimamönnum. Sú framkvæmd
var hins vegar gerð án samráðs
við Geysisnefnd og menntamála-
ráðuneytið og hafa þeir aðilar nú
óskað rannsóknar Rannsóknar-
lögreglu ríkisins á jarðraskinu við
Geysi.
Sigurbergur Jónsson í Laug í
Haukadal sagði í samtali við Mbl.
að gosið í gær „væri það stórkost-
legasta sem hann hefði séð í ára-
tugi, allt frá árinu 1935“.
Morgunblaðsmenn heimsóttu
Geysi í gær og birtast viðtöl við
heimamenn og myndir á miðopnu
blaðsins í dag.
Steindórsstödvarmálið:
Lögbanns óskað?
Steindórsstöðvarmálið er enn í at-
hugun hjá samgönguráðherra,
Steingrími Hermannssyni, og hefur
ekki verið tekin endanleg ákvörðun
um framhald þess.
Samkvæmt þeim heimildum, sem
Morgunbiaðið hefur aflað sér, mun
þó nánast ákveðið að gripið verði
til þess að óska lögbanns á rekstur
stöðvarinnar. A því eru þó þeir
annmarkar, að venjulega er það sá
aðili, sem mestra hagsmuna á að
gæta, sem óskar lögbanns, en í
þessu tilfelli er það Frami. Það er
hins vegar ljóst að mjög hárrar
tryggingar verður krafizt, verði
lögbann samþykkt. Það mun því
vera Frama ofviða að leggja fram
þá upphæð, sem væntanlega verður
krafizt, og því verður samgöngu-
ráðuneytið að koma til, annaðhvort
með því að leggja fram tryggingu
fyrir Frama eða óska lögbanns
sjálft.
Sjá viðtal við Úlf Markússon,
formann Frama, á bls. 18 í dag.
Eskifjörður:
Bæjarfulltrúi Alþýðubandalags
gengur í Sjálfstæðisflokkinn
HKAFNKELL Jónsson, fyrrum bæj-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins á
Eskifirði og formaður Verkalýðsfé-
lagsins Arvakurs á staðnum, gekk í
Sjálfstæðisfélag Eskifjarðar í byrjun
þessa mánaðar.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Hrafnkell m.a. að svik
Alþýðubandalagsins frá því í
kosningabaráttunni 1978 og störf
flokksins í ríkisstjórn hefðu fyllt
mælinn þannig, að hann hefði
gengið úr Alþýðubandalaginu í
maí á síðasta ári. Að vel athuguðu
máli hefði hann síðan ákveðið að
gerast félagi í Sjálfstæðisflokkn-
um og sagðist telja sínum málum
bezt borgið þar.
Sjá viðtal við Hrafnkel á bls.
15.
50 stöðumælar
eyðilagðir að
undanfórnu
FIMMTÍl! stöðumælar hafa ver
ið eyðilagðir og peningaboxum úr
þeim stolið nú á rúmri viku. í
fyrradag voru fjórir unglingar
handtcknir fyrir að brjóta upp
stöðumæla og stela peningabox-
unum úr þeim.
Talsvert fór að bera á því, að
stöðumælar væru brotnir og
peningaboxunum stolið eftir að
gjaldmiðilsbreytingin tók gildi
en um þverbak hefur keyrt að
undanförnu. Á síðastliðnu ári
voru 119 stöðumælar eyðilagð-
ir.
Ljóst er, að þjófarnir hafa
ekki haft umtalsverðar fjár-
hæðir upp úr krafsinu, en hins
vegar skiptir tjónið, sem þeir
hafa valdið, tugum þúsunda
króna. Ljóst er að unglingar
hafa verið á ferðinni og hafa
þeir notað sleggjur og stór
skrúfjárn til að brjóta upp
stöðumælana.
Karl (iuðlaugsson hjá Keykjavfkur
borg starfar við að gera við mælana.
Mynd Mbl. ÓI.K.M.
Gosið í Geysi í hámarki í gær þegar það náði um 50 metra hæð. Ljósmynd Mbi. Kagnar Axeisson.
Efnahagspakki rfkisstjórnarinnar:
Enn er heitt í kolunum
innan ríkisstjórnarinnar
„Það er heitt í kolunum í bili og málin á því stigi að það er ekkert hægt að
segja um hvenær niðurstaða fæst. Það verður alla vega ekki á morgun,“
sagði einn þingmaður stjórnarliðsins er Mbl. spurði hann álits á því í gær,
hvenær „efnahagspakka“ ríkisstjórnarinnar væri að vænta. Kíkisstjórnar
fundi, sem halda átti í gærmorgun, var frestað til dagsins í dag, en í gær
funduðu efnahagsnefndir og ráðherranefnd Gunnars Thoroddsen, Svavars
Gestssonar og Steingríms Hermannssonar um málið.
Viðmælendur Mbl. úr hópi
stjórnarliða voru á einu máli um
það í gær, að ekki væri að vænta
neinna niðurstaðna í dag, og þeirra
mætti jafnvel bíða í nokkra daga.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag
verða málin áfram til umfjöllunar
og því Ijóst, að engra tillagna er að
vænta á Alþingi í dag, eins og ríkis-
stjórnin stefndi að, en það kemur
saman á ný kl. 14 í dag að afloknu
jólaleyfi þingmanna.
Ágreiningurinn snýst enn um
verðbótavísitöluna samkvæmt
heimildum Mbl., hvort og þá hvern-
ig hróflað skuli við henni. Þá hefur
vafist fyrir mönnum hvernig
standa eigi að breytingu og upp-
skurði á fjárlögum, en það virðist
Ijóst að skera þarf niður um allt að
hundrað milljónir króna. Fjárveit-
inganefndarmenn Framsóknar og
Alþýðubandalags hafa lagt ákveðn-
ar hugmyndir um hvernig standa
megi að niðurskurðinum fyrir
ráðherranefndina, en stjórnarlið-
um vex mjög í augum, hvernig unnt
á að vera að hrófla við fjárlögun-
um, sem samþykkt voru á Alþingi
rétt fyrir jól, eftir mikla vinnu og
umræður.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
kom saman til fundar í gær og
samþykkti að fela ráðherrum sín-
um að halda áfram að starfa að
málinu. Þingflokkurinn kemur
saman til fundar á ný í dag. Einn
viðmælandi Mbl. úr stjórnarliðinu
sagði í gær, að e.t.v. mætti vænta
einhverrar almennrar stefnumark-
andi yfirlýsingar frá ríkisstjórn-
inni á næstunni, en hann taldi af
og frá að takast myndi að ná sam-
stöðu um alia þætti þessa máls fyrr
en í fyrsta lagi um helgina.