Morgunblaðið - 24.02.1982, Page 4

Morgunblaðið - 24.02.1982, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 Hvað segja fræði- meirn imi stjómmál? Hannes H. Gissurarson skrifar frá Oxford Eitt eru allir hér í Oxford- háskóla sammála um, hvort sem þeir eru nemendur eða kennarar, íhaldssamir eða róttækir. Það er, að skóli þeirra sé hinn besti í heimi. Þeir játa að vísu með sem- inni, að CambridKe-háskóli sé jafngóður honum „í sumu“, en ræða af tíóðlátlef<ri vorkunnsemi yfir sérrí-«lösunum sínum um „múrsteinsskólana" annars staðar í Bretlandi, og þeir minnast varla á skólana á meRÍnlandinu eða í Bandaríkjunum. Þeir hafa sitt hvað til síns máls, þótt þeir mættu sumir vera hótjværari. I hugvís- indum ber Oxford-háskóli af flest- um öðrum skólum, menningarlíf •er hér fjöruKt, fundir eru um öll veraldarinnar fræði á hverju kvöldi, og Bodleian-bókasafnið er ótrúlega yfirKripsmikið. Ég er að vísu ekki að nema hér, heldur skrifa bækur, íslenskum róttækl- ingum til hrellingar, en ég útveg- aði mér þó skrá um fyrirlestra í mannvísindadeildinni hér og valdi úr nokkra, sem ég sæki síðan mér til skemmtunar. Og hvað er að gerast í hugmyndaheiminum? Hvað segja fræðimenn hér um stjórnmál? Þeirri spurningu ætla ég að reyna að svara í þessari grein með því að segja frá því, sem ég heyri í þessum fyrirlestrum. Uriausnarefni stjórnmálanna Á mánudögum halda þeir dr. John Gray, W.L. Weinstein og Alan Ryan malstofu (seminar) um úrlausnarefni stjórnmálanna („problems of political therory") Þeir haga henni svo, að einhver gestur flytur fyrirlestur en síðan ræða þeir (og áheyrendur, sem til þess treysta sér) um fyrirlestur- inn, reyna að finna veilur í rök- færslu fyrirlesarans eða bæta ein- hverju við hana. Gestirnir hafa verið Anthony Quinton, sem talaði um valdshugtakið, Ted Honderich, sem deildi á „sögulega efnishygju" Karls Marx, Albert Weale, sem talaði um fjölbreytni og umburð- arlyndi, og John R. Lucas, sem fór orðum um frelsishugtakið. (Fyrir- lestra á málstofunni eiga eftir að flytja þeir Hans Oberdiek, sem talar um „flekkaðar hendur" í stjórnmálum, John Gray, sem ræðir um kenningu Marx, mann- eðli og framfarir, Peter Jones, sem spyr, hvort meirihlutaræði sé réttlætanlegt, og Alan Ryan, sem talar um séreignarréttinn og frelsið.) Fyrirlesararnir hafa allir svipaðan hátt á. Þeir reyna að greina hugtök til að komast að því, hvað menn eigi nákvæmlega við með orðunum, sem þeir nota. Stundum verður þetta heldur þurrlegt, en getur að sjálfsögðu auðveldað mönnum að hugsa skýrlega, og sá er tilgangurinn. Sú bók, sem einkum er vitnað í og rætt um hér, t.d. í fyrirlestrun- um á málstofuni, er Stjórn- leysi, ríki og staðleysur (Anarchy, State, and Utopia) eftir banda- ríska heimspekinginn Robert Noz- ick. Frá henni sagði ég í 3. hefti tímaritsins Frelsisins 1980, ef ein- hverjir hafa áhuga á að kanna rök Nozicks gegn ríkisafskiptum. Noz- ick er eindreginn frjálshyggju- maður og stuðningsmaður lág- marksríkisins. Menn eru hér síður en svo allir sammála honum. Sennilega hafa háskólakennarar tilhneigingu til þess að vera lýð- ræðis-samh.vggjumenn (sósíal- demókratar), því að þannig telja þeir sig frá tvennt, sem þeim er ómissandi: málfresli, sem sam- eignarsinnar (kommúnistar) neita þeim um, og framfærslu á kostnað skattborgaranna sem frjáls- hyggjumenn neita þeim um. Einn fyrirlesarinn, Quinton, var höf- undur hinna frægu orða um bók- ina Stjórnarskrá frelsisins (The Constitution of Liberty) eftir Hayek, að hún væri eins og risa- eðla úr forneskju, sem úrval sjálfrar náttúrunar hefði ekki náð til! Þeir Gray og Lucas eru þó frjálshyggjumenn, og reyndar hafði ég hitt Gray á þingi Mont Pélérin-samtakanna — alþjóða- samtaka frjálslyndra fræðimanna — í Kaliforníu 1980. Hann hefur skrifað fróðlegar ritgerðir um Hayek og Popper og er að gefa út bók um frjálshyggju John Stuart Mills. En það er önnur saga. Hér í Oxford taka menn öllum skoðun- um vel, þótt „miðju-moð“ sé al- gengt. Réttarspeki Dworkins Á miðvikudögum sæki ég fyrir- lestra Ronalds Dworkins, prófess- ors í réttarspeki (jurisprudence). Dworkin er Bandaríkjamaður og einn kunnasti réttarspekingur nútímans og gaf fyrir nokkrum árum út bókina Að taka mark á mannréttindum (Taking Rights Seriously). Hann er rólegur, sjálfsöruggur og sólbrúnn, situr og reykir þegjandi vindil í byrjun hvers fyrirlestrar, á meðan hann bíður eftir, að áheyrendur komi sér fyrir. I fyrirlestrunum hefur hann einkum rætt um nytja- hyggju (utilitarianism), stjórn- málakenningu Johns Rawls í bók- inni Kenningu um réttlætið (A Theory of Justice), kenningu Noz- icks, sem fyrr var getið, og síðan kenningu sjálfs sín. Dworkin seg- ir, að í stjórnmálum sé nytjahygga viðtekin. Hvað er það? Nytja- hyggja í stjórnmálum er sú skoð- un, að miða eigi allar ákvarðanir í stjórnmálum við hamingju ein- staklinganna eða almannaheill, með öðrum orðum að stefna eigi að sem mestri hamingju sem flestra. Þetta virðist vera mjög skynsamlegt, en á því eru þó margir gallar, sem ég ætla ekki að rekja hér, þótt benda megi á einn. Hann er sá, að leyfilegt virðist vera samkvæmt nytjahyggju að fórna einum einstaklingi eða nokkrum, ef það verður til þess að auka hamingjuna. Dworkin hafnar nytjahyggju, en hann er síður en svo stuðnings- maður lágmarksríkis Nozicks, sem takmarkar ríkisafskipti við að vernda réttinn til að velja. Han er ekki frjálshyggjumaður, heldur „liberal" í bandarískri merkingu orðsins, hann er lýðræðissinni, sem aðhyllist þó tekjujöfnun. Hann og Rawls róa á sama báti, þótt áralagið kunni að vera ólíkt. Rawls leiddi í bók sinni, sem vakti mikla athygli á sínum tíma, rök að tveimur kenningum. Hin fyrri var, að menn ætuu að njota fyllsta frelsis, sem farið gæti saman við sama frelsi annarra. Hin seinni var, að sá einn tekjumunur væri leyfilegur, að hópurinn með lægstu tekjurnar hefði við hann hærri tekjur en ella. Með öðrum í Oxford er mjög rætt um kenningu Roberts Nozicks, sem er einn snjall- asti frjálshyggjuhugsuður nútímans, en bók hans, Stjórnleysi, ríki og staðleysur (Anarchy, State, and Ut- opia), er heimspekilegur stuðningur við lágmarksríkið. orðum getur tekjumunur sam- kvæmt kenningu Rawls helgast af því einu, að hópurinn með lægstu tekjurnar njóti góðs af honum. Margir lýðræðis-samhyggju- menn gripu þessa réttlætiskenn- ingu Rawls fegins hendi og töldu hana feia í sér heimspekilegan stuðning við „blandað“ hagkerfi, sem á fáa vini þessi árin. En sumir frjálshyggjumenn, t.d. Hayek, telja hana miklu fremur fela í sér stuðning við markaðskerfi, því að reynslan hafi sýnt, að kjör hópsins með lægstu tekjurnar batni örar í því en í miðstjórnarkerfi eða „blönduðu" hagkerfi. (Kjör fátæks fólks í Hong Kong hafa t.d. batnað örar en fátæks fólks í Kínaveldi.) Um þetta má að sjálfsögðu deila. Þess má geta, að í ritdeilu við mig heima á Fróni vitnaði einn sam- hyggjumaðurinn, Þorsteinn Gylfason BA, til Rawls (með vel- þóknun) og hafnaði kenningu Noz- icks, svo að Dworkin á skoðana- bræður þar, þótt þeir kunni að vera frumstæðari frá fræðilegu sjónarmiði séð en hann. Dworkin er ágætur fyrirlesari, óhræddur við athugasemdir (ég gerði nokkr- ar við ádeilu hans á kenningu Noz- icks, og stundum rignir þeim yfir hann frá áhugasömum áheyrend- um) og auðheyrilega gáfaður mað- ur, en ekki er ég sammála honum um margt. Hagfræðikenningar Smiths, Ricardos og Marx Á miðvikudögum sæki ég annan fyrirlestur um sögu hagfræði- kenninga, sem tveir menn eru saman um, Eltis heitir annar og Glyn hinn. Þeir flytja saman þann skrýtnasta tvísöng fræðanna, sem ég hef hlustað á. Eltis eé íhalds- maður, hávaxinn, en lotinn í herð- um, talar mjög tilgerðarlega Oxford-ensku og dregur seiminn, um varir hans leikur í sífellu bros, og hann gengur í snyrtilegum föt- um með bindi og í ljósri skyrtu. Glyn er marx-sinni, fremur lítill og mjósleginn, svarthærður og síðhærður, samanbitinn og ekki glaðlegur, stamar, og hann gengur í gallabuxum, peysu og leður- jakka. Þessir ágætu menn líkjast varla raunverulegum mönnum, heldur eru þeir eins og þeir séu skapaðir til að leika í gamanmynd um Oxford-háskóla. Þeir eru öfg- arnir í Oxford komnir saman í einum sal. En fyrirlestrarnir eru fróðlegir, og þeir skipta svo með sér verkum, að Eltis talar um kenningar Adams Smiths og Dav- íðs Ricardos, en Glyn um kenning- ar Marx, vinar síns. Eltis benti á það í einum fyrir- lestri sínum, að margt væri líkt með sumum kenningum Smiths og Ricardos og ýmsum nútímahug- myndum um stjórnmál. Þeir Smith og Ricardo sögðu, að eina fátækrahjálpin, sem gagn væri að í hallæri, væri lækkun ríkisút- gjalda, þ.e. minnkun þess fjár, sem notað væri á óarðbæran hátt, en minnkun þess fæli í sér aukn- ingu þess fjár, sem notað væri á arðbæran hátt. Skattalækkun væri því mannúðleg, en bein hjálp við fátæklinga ekki, því að með henni væri fé notað á óarðbæran hátt og hungruðu fólki fjölgað, þegar til lengdar léti, þótt sú hefði aldrei verið ætlunin, Keynes láv- arður hafnaði þessum kenningum síðan og sagði, að það gæti verið skynsamlegt að fá einn hóp manna til þess að moka upp úr skurðum og annan til að moka niður í þá aftur, því að þannig gæti atvinnulífið komist á hreyf- ingu. En nútímahagfræðingar hafa snúið sér frá honum og aftur til Smiths og Ricardos. Þeir segja, að eina ráðið í kreppu sé að minnka eyðslu ríkisins og auka þannig tiltækt fé atvinnulífsins, svo að það geti vaxið, ekki lengur að vísu til að seðja hungrað fólk, því að það er horfið á Vesturlönd- um, heldur til að fullnægja nýjum þörfum þess. Hagfræðikenning Sens Á föstudögum sæki ég fyrir- lestra Amartya Sens, prófessors í hagfræði. Hann er rytjulegur Indverji, sem talar harða og skýra ensku og hefur góða kímnigáfu, en hún kemur að góðum notum í fyrirlestrum hans um verð og dreifingu. Sen er einn kunnasti stærðfræðilegi hagfræðingur nú- tímans og skrifaði m.a. bókina Hópaval og almannaheill (Collec- tive Choice and Social Welfare), sem er um þau lögmál, sem ákvarðanir hópa lúta. Hann rekur í fyrirlestrum sínum dæmi um það, er ákvarðanir hópa lúta öðr- um lögmálum en ákvarðanir ein- staklinga. Eitt dæmið er frægt og hefur hlotið nafnið „fangaþver- sögnin". Tveir fangar eru að fara í yfirheyrslu, og þeir verða yfir- heyrðir hvor í sínu lagi. Þeir vita þetta þrennt: 1) ef hvorugur þeirra játar, fá þeir báðir vægan dóm, 1 árs fangelsi, 2) ef annar hvor þeirra játar, verður honum sleppt, en hinn fær harðan dóm, 10 ára fangelsi, 3) ef báðir játa, fá þeir báðir fremur harðan dóm, 5 ára fangelsi. Hvað eiga þeir að gera? Játa eða ekki? Að sjálfsögðu er hagkvæmasta lausnin fyrir hóp- inn, að hvorugur játi, en hag- kvæmasta lausnin fyrir hvorn um sig er, aðhann játi, en hinn ekki. (Reyndin verður síðan sú, að báðir játa.) Hagkvæmasta lausnin fyrir hópinn er þannig ekki hagkvæm- asta lausnin fyrir einstaklingana. Atferði, sem er skynsamlegt frá sjónarmiði einstaklinganna séð, er óskynsamlegt frá sjónarmiði heildarinnar séð. Sen starfar í anda Cambridge- hagfræðinganna svonefndu, sem lögðu mikið kapp á að finna galla á markaðnum, sem bæta mætti úr með ríkisafskiptum. (Slíkir gallar hafa verið nefndir „market fail- ures“, en þá mætti kalla á íslensku „markaðsbresti".) Hann dregur þá ályktun af þessu dæmi og öðrum, sem hann rekur, að ríkið sé stund- um betra tæki til skynsamlegra ákvarðana en markaðurinn (en að- eins stundum). Ég efast þó um það. Hvort tveggja er, að þessi dæmi Sens hafa lítið veruleika- gildi og að það réttlætir ekki nauðung, að hún sé notuð í skyn- samlegum tilgangi. Virginíu- hagfræðingarnir svonefndu, Gor- don Tullock, James Buchanan og fleiri, hafa einnig sýnt, að ekki má síður finna galla á ríkinu en mark- aðnum sem tæki til skynsamlegra ákvarðana, og þeir hafa dregið þá ályktun, að bera verði alltaf sam- an markaðsbrestina og stjórn- arbrestina (Government failures). Ég efast ekki um hitt, að gagnrýni Sens er eins og annarra fyrirles- ara hér í Oxford vel til þess fallin að fá menn til að hugsa. „Sá einn veit, er víða ratar.“ Oxford, 9. nóvember 1981. Frá Oxford.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.