Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 37 Sjálfshól Árna Johnsen , .- .. . Svar við grein í Morgunblaðinu 13. febrúar eftir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóra „Ef hjálpa þarf manni upp í gúmmíbát úr sjó, skal nota til þess gerða tröppu. Einnig skal maður, sem í bátnum er, aðstoða á þann hátt, að standa gleiður í opi, til að fá stuðning af flotholti og dyrabúnaði og hjálpa þeim, sem inn kemur, sér á milli fóta.“ Þetta er teikning úr sérriti Siglingamálastofnunar ríkisins nr. 1, en þessi aðferð, við að aðstoða menn við að komast upp í gúmmíbjörgunarbát, var ein af mörgum niðurstöðum prófana Siglingamála- stofnunar ríkisins á sl. ári. „Tangarsókn" kallar Arni nú þessar róggrein- ar sínar, sem undanfarið hafa birst í Morgunblaðinu um Sigl- ingamálastofnun ríkisins. Nú ber hann sér á brjóst og biður sjó- menn að þakka sér fyrir tillögur Siglingamálastofnunar rikisins, að reglum um sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta. Það virðist vera tilgangslaust að koma á framfæri staðreyndum við Árna, þegar hann á í hlut. Ann- aðhvort les hann ekki, skilur ekki eða læst ekki skilja það sem hon- um hentar ekki. Það er t.d. marg- endurtekið orðið, að í júlí-hefti ritsins Siglingamál 1981 varðandi Sigmundsgálgann stendur: „Ef- laust mun fást reynsla af þessu frumkvæði Vestmanneyinga, þeg- ar til framkvæmda kemur, að setja losunarbúnað í skip af svo mörgum stærðum og gerðum og eru í fiskiflota Vestmanneyinga. Að þeirri reynslu fenginni, verður auðveldara að semja reglur um þessi atriði, en nú er.“ Vestmanneyingar ákváðu að setja losunarbúnað á einn gúmmí- björgunrbát hvers fiskiskips þar fyrir árslok 1981. Sú ákvörðun hafði því verið tek- ið af Siglingamálastofnun í júlí 1981, að upp úr áramótum 1981/ 1982 yrði gengið frá tillögum að slíkum reglum og þær lagðar fyrir ráðherra. Reynslan, sem fengist hafði við uppsetningu losunarbúnaðar gúmmí- björgunarbáta í Vestmannaeyjum um áramót, var síðan grundvöllur að þeim tillögum að reglum, sem sigl- ingamálastjóri sendi Samgönguráð- herra, eins og ákveðið var þegar í júlí 1981. Hér þurfti því enginn Árni Joh- nsen að birta rógskrif, sem hann nú kallar „tangarsókn" sína til að koma á framfæri þessum reglu- gerðartillögum. Það er því innan- tómt sjálfshól hjá Árna Johnsen að þakka sér nokkurn þátt í þessum máli. Árni harmar nú, að hann skvldi ráðast á látinn heið- ursmann með rógi sínum Ég virði það við Árna Johnsen, að hann skuli þó kunna að skamm- ast sín. í síðustu grein hans kemur fram, að það var af fávisku hans, að hann óvart réðist á Ólaf T. Sveinsson, skipaskoðunarstjóra og gaf honum heitið „dragbítur" á þróun gúmmíbjörgunarbáta. Nú segir Árni, að þessi „heiðurstitiU“ hafi eingöngu verið ætlaður mér. — Nú, þegar Árni hefur áttað sig á, að hann fór með rangt mál, varðandi fyrstu viðurkenningu gúmmíbjörgunarbátanna hjá Ólafi T. Sveinssyni, þá snýr Árni við blaðinu og segir mig vera að reyna að koma þessu dragbítsheiti á látinn mann. Þannig virðast engin takmörk vera til fyrir ósvífni Árna Johnsen. Allir þeir, sem lesið hafa svargreinar mínar, hafa séð, að ég hefi eytt töluverðu máli í að hreinsa Ólaf T. Sveins- son, fyrirrennara minn í starfi af óverðskuldaðri árás Árna John- sen. Ég taldi það skyldu mína að taka upp vörn fyrir þann öðlings- mann Ólaf T. Sveinsson, skipa- skoðunarstjóra. Dragbítur („vondi maðurinn“) Árni segir mig hafa verið sigl- ingamálastjóra í 4 ár, þegar fyrstu reglurnar um gúmmíbjörgunar- báta komust í gegn, og því sé ég „aðal-dragbíturinn“. Hér mun Árni eiga við skipaskoðunar- stjórastarfið, sem ég tók við 1. maí 1954. Þetta er hinsvegar rangt hjá Árna, eins og allflest annað i hans greinum. Fyrstu ákvæði um gúmmíbjörgunarbáta eru í regl- um, sem undirritaðar voru af Ólafi Thors, samgönguráðherra, 20. janúar 1953. Þessar reglur eru því gefnar út meira en heilu ári áður en ég tek við starfi skipaskoð- „Nú biður Árni Johnsen um að sér sé þakkað fyrir rógskrifin um Sigl- ingamálastofnunina og starfsmenn hennar.“ unarstjóra, og voru því settar í tíð Ólafs T. Sveinssonar, skipaskoðun- arstjóra, en ekki í minni tíð. Hins vegar eru settar ýmsar nýjar reglur um gúmmíbjörgun- arbáta síðar, bæði um gerð þeirra og fjölda um borð í skipum, eftir því sem þessi björgunartæki þróuðust og hlutu almenna viður- kenningu og aukið traust. I grein eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, núverandi skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem hann ritaði í Sjómannadags- blað Vestmannaeyja árið 1970 um 30 ára sögu Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðanda, segir Guðjón Ármann m.a. um þátt fé- lagsins í gúmmíbátaþróuninni: „Leitaði núverandi skipaskoðun- arstjóri iðulega liðsinnis og hjá- stoðar félagsins, er hann stóð i ströngu hér heima og erlendis, að fá gúmmibátana viðurkennda og lögleidda sem björgunartæki. Kostaði þetta mikla baráttu á sinni tíð.“ Þessi orð voru viðhöfð um þann mann, sem tók við starfi skipaskoðunarstjóra 1954, og Árni Johnsen nú telur hafa verið þá og æ síðan „aðal-dragbítinn“ í þróun þessara mála! Saminn fridur og svikinn Þann 8. janúar ræddi ég við Árna Johnsen í Vestmannaeyjum, þegar fyrsta Morgunblaðsgrein hans barst til Eyja. Þá bauð ég honum þann kost, þrátt fyrir rógs- grein hans, að hann í nýrri grein leiðrétti missagnir sínar, og lofaði honum að láta honum í té þær heimildir, sem hann greinilega hefði ekki vitað um. Ef hann ekki vildi taka þessu boði mínu, þá yrði ég að leiðrétta rógburð hans í svargrein. Árni féllst á þessa lausn mála, og lofaði að hafa samband við mig næsta mánudag, 11. janúar, þegar hann yrði kominn til Reykjavíkur. Ég bauð Árna líka þá að koma á fundinn með sjómönnum í Vest- mannaeyjum sama dag. Þar var nokkur kurr í sumum fundar- mönnum út í Árna vegna rógs- greinar hans sama dag, en ég sagði fundarmönnum þá, að við Árni hefðu ræðst við, og að sættir hefðu tekist um lausn þessa leið- indamáls, sem þessi fyrsta grein hans hafði komið af stað. — Árni mómælti ekki þessum orðum mín- um, og eru fundarmenn vitni að þessu máli. Þetta samkomulag sveik Árni Johnsen hinsvegar, þegar á reyndi, og þá var ekki um annað að ræða en að svara þeim ósvífna rógi, sem hann birti í fyrstu grein sinni. Nú segir Árni í síðustu grein sinni, að ég hafi gert ítrekaðar til- raunir til að fá menn til að svara greinum sínum! Þvílík eindæmis lýgi. Ég hefi ekki beðið nokkurn mann að svara fyrir mig greinum Árna og mun aldrei gera. Eg tel mig fullfæran um að svara sjálfur lásökunum Árna, rógi hans og sví- eftir Eggert H. Kjartansson Hollenskur landbúnaður hefur verið undanfarin ár að aðlaga sig inngöngunni í Efnahagsbandalag- ið svo sem aðrir atvinnuvegir hér. Nú er svo komið að bændur virð- ast vera búnir að festa sig jafnvel enn betur í sessi en fyrir inngöng- una því ljóst er að þeir juku út- flutning um sem nemur 22%. Það sem ekki er síður athyglisvert er að verðmætamagn afurðanna hef- ur aukist mjög, ekki einstakra heldur allra. Þessi verðmætaaukn- ing þýðir sem nemur 12 milljörð- um nýkr. Þessi mikla útflutningsaukning virðingum í minn garð og minna starfsmanna, — og auk þess ómaklegum árásum á látinn fyrir- rennara minn í starfi. Ætli það sé ekki fremur hitt, að Árni er ekki sáttur við, að honum hefur ekki tekist að tæla aðra til aðstoðar við sig í ritdeilum við mig, þegar hann er kominn í rök- þrot, og sér ekki aðrar leiðir út úr ógöngunum en að endurtaka fyrri rangfærslur sínar. — Með því að endurtaka rangfærslurnar nógu oft, gerir hann sér eflaust vonir um að lesendur Morgunblaðsins fari að trúa þeim. Oftrú Árna Johnsen á reglum Ekkert dugar nema reglur að mati Árna Johnsen. Viðurkenning siglingamálastjóra á búnaði, og hvatning til skipseigenda og skip- stjóra að taka hann í notkun, er að mati Árna gagnslaust kák. Slíkt er vantraust hans á skipstjórum og útgerðarmönnum. — Én reglur eru einskis nýtar Árni góður, ef þær komast ekki í framkvæmd í reynd. kom til vegna þess að hvoru tveggja, verð og magn jókst. Þetta þýðir að magni til 8% og meðal- hækkun verðs var 12%. Vegna þess að innflutningur landbúnað- arvara frá öðrum löndum jókst aðeins um sem nam einu % og verðhækkun átti sér ekki stað á þeim afurðum að neinu marki, er um að ræða útflutningsverðmæti landbúnaðarvara sem svarar 50 milljörðum ísl. nýkr. Hlutur annarra EB-landa í hol- Icnska markaðinum er sem nemur 43,5% en var 1980 45%. Útflutn- ingur frá Hollandi til annarra EB-landa dróst saman úr 75% í 72%. Þær afurðir sem mestum breyt- ingum á erlendum mörkuðum gengust undir voru mjólkurafurð- Tillögur Siglingamálastofnunar ríkisins um losunarbúnað gúmmí- björgunarbáta á íslensk skip hefur samgönguráðherra ákveðið að senda til umsagnar hagsmuna- aðila. Þegar þær umsagnir berast samgönguráðherra, getur þurft að endurskoða tillögurnar að reglum. Vonandi er, að umsagnir berist fljótt, og að reglur verði síðan settar. Síðan reynir á, hvernig til tekst að koma losunar- og sjósetn- ingarbúnaði fyrir í öllum skipum, og hvort áætluð tímamörk í tillög- um Siglingamálastofnunar stand- ast. Árni á mörgu ósvarað enn Ýmsum spurningum, sem born- ar voru fram í fyrri greinum mín- um, á Árni ósvarað enn. Ennþá hefur hann t.d. ekki upplýst, hver- þau dæmi eru, sem hann segist vita um, þar sem skoðunarmenn Siglingamálastofnunar ríkisins iðulega skrifi upp skoðunarskýrsl- ur, án þess að skoðun fari fram. í síðustu grein sinni segist hann nú hafa aflað sér njósnara meðal starfsmanna Siglingamálastofn- unarinnar. Sennilega er þetta þáttur þess lygalaups, sem Árni Johnsen hleður upp og eys úr af örlæti sínu. Sé þessi „starfsmað- ur“ staðreynd, þá er hann greini- lega ekki kunnugur þeim málum, sem Árni spyr hann um. — Ég geri ekki ráð fyrir, að Árni geti gefið upp nöfn sinna „njósnara", enda ekki siður alvöru-njósna- hringa. Tilgangur Árna Johnsen með þessari nýjustu „uppákomu" er eflaust að valda tortryggni milli starfsmanna innan Siglinga- málastofnunar ríkisins. Hinsvegar hvílir engin leynd milli starfs- manna Siglingamálastofnunar- innar, svo að ég verð víst að hryggja Árna Johnsen með því, að ég tel ekki líklegt, að honum takist að eyðileggja ríkjandi starfsanda og starfsáhuga innan stofnunar- innar með tortryggni milli manna. Lokaorð Þar eð ég ekki geri ráð fyrir, að Árni muni svara þeim spurning- um, sem ég hefi beint til hans, fremur hér eftir en hingað til, þá má búast við að þetta verði loka- orð mín í þessari ritdeilu við Árna Johnsen, enda tel ég tíma mínum betur varið til annarra starfa. 15. febrúar 1982. Hjálmar R. Bárðarson irnar. Rúmmálsaukning þeirra var 6,6% og meðal verðhækkun var 26%, sem þýðir til samans fyrir hollenskan mjólkuriðnað 34% aukningu! í útiræktuninni var um mest stökk að ræða í sölu útsæðiskart- aflna og sykurs. Aukningin sem er á biiinu 25—25% fól í sér 30% verðhækkun. Grænmeti og ávextir voru fluttir út fyrir um 30% meira en 1980. Kjötvörur voru fluttar út í 8% meira magni og 14% verðhækkun. Hér var fyrst og fremst um að ræða svína- og nautakjöt. Ýmsar ástæður væri hægt að nefna fyrir þessum aukna útflutn- ingi en þar vega tvær meir en aðr- ar. Sú fyrri er, að öll þau fyrirtæki og framleiðendur sem í útflutningi standa hafa komið sér saman um að merkja allt sem flutt er út frá Hollandi „Export Holland" skýrt og greinilega, svo enginn þurfi að efast um tilkomu þess. Hin ástæð- an er að útflutningur til arabísku landanna hefur aukist mjög mikið. Hollenskur landbún aður styrkist mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.