Morgunblaðið - 24.02.1982, Side 9

Morgunblaðið - 24.02.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 41 Lesendakosningar New Musical Express: Jam vinsælust og Fall í mikilli sókn Eldri hljómsveitir komu illa út úr kjörinu Úrslita í kosningum lesenda hins virta breska tónlistarblaös, New Musical Express, er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Það er ekki aö ástæöulausu. Blað þetta er langmest selda tónlistar- blað í landi Járnfrúarinnar, auk þess sem blaðamenn þar þykja að öllu jöfnu vel meö á nótunum, og blaöið þar með. Úrslitin fyrir síðasta ár voru birt fyrir skömmu. Eitt vekur strax at- hygli þegar þau eru skoðuð. Á list- anum yfir tuttugu vinsælustu hljómsveitirnar eru aöeins tvær af „fyrir ’76“-kynslóðinni, Rolling Stones í 14. sæti og Genesis í því 20. Þaö fer því varla á mili mála aö nýbylgjan (hefur einhver góður les- andi annaö nafn yfir þetta hug- tak?) á hug og hjörtu þeirra Tjalla sem gleggst fylgjast með í tónlist- inni. En lítum nánar á niðurstööurn- ar. The Jam eru óneitanlega sigur- Mark E. Smith og Fall komu vel út úr kosningunum. Hér sést Mark í Hljóörita. Efni þaö sem Fall tóku upp þar er væntanlegt á plötu með þeim innan skamms. vegararnir þetta áriö. Þeir hirtu fyrsta sætiö sem hljómsveit, Well- er besti gítaristinn, næstbesti söngvarinn og yndislegasta per- sónan. Og þeir Foxton og Buckler bestu bassa- og trommuleikararn- ir. Samt gáfu Jam ekki út stóra plötu í fyrra! Echo and the Bunny- men voru í ööru sæti yfir hljóm- sveitir, Human League í þvt þriöja og góökunningjar (?) landans, The Fall, í því fjóröa. Einnig var Mark E. Smith, leiötogi þeirra, í 9. sæti yfir til bóta. Annars er nokkuð skrýtiö aö t.d. áheyrendur í NEFS spuröu okkur aö því hvort viö ætluöum ekki aö móta okkar einu ákveönu stefnu úr öllum þeim aragrúa, sem er aö finna í okkar tónlist. Undrun þeirra varö enn meiri er viö sögö- um svo ekki vera.“ — Hafiö þiö eitthvað velt plötu- útgáfu fyrir ykkur? „Já, mikil ósköp. Viö förum næst víst í upptökur í vor en höfum ekki fengiö neinn útgefanda, enda ekki leitaö mjög stíft eftir slíku, enn sem komiö er.“ — Hvaö ætlið þiö að gera ef þið finni ekki útgefanda? „Viö höldum ótrauö áfram, þaö er enginn uppgjafartónn í okkur. Við höfum fundiö þaö aö tónlist okkar fellur í góöan jaröveg og þvi þá aö skæla? Annars er okkur mest t mun þessa stundina, aö ein- hver varnanleg lausn fáist á hús- næðisvandamálum hljómsveita í höfuðborginni. Meö tilkomu NEFS virtist þetta ætla aö bjargast alveg, en síöan var fótunum kippt undan öllu fyrirvaralítið. Á meöan veröum viö aö láta okkur nægja aö spila í félagsmiðstöövunum.” — SSv. söngvara, 4. sem tónsmiöur, og einnig á listanum yfir yndislegasta fólkiö og þaö best klædda! Á listanum yfir bestu plöturnar skipuðu Echoiö, Human League og Joy Division sér í efstu sætin meö stórar plötur og Specials, New Order og Jam meö þær litlu. Ann- ars vekur þaö mesta ánægju mína þegar ég renni yfir úrslitin hversu margar af mínum uppáhaldshljóm- sveitum koma vel út og má þar nefna Fall, Siouxsie & the Ban- shees, Clash, Stranglers, New Order og gömlu góöu Stones. Gott fólk sem tekur þátt í vin- sældavali NME! Bestu hljómsveitirnar: 1. The Jam * 2. Echo & the Bunnymen 3. Human League 4. TheFall 5. U2 6. Siouxsie and the Banshees 7. The Clash 8. The Stranglers 9. The Beat 10. New Order Nýjar hljómsveitir 1. Altered images 2. SoftCell 3. Fun Boy 3 4. Depeche Mode 5. Pigbag Lagasmiðir 1. Paul Weller 2. Elvis Costello 3. David Bowie 4. Mark E. Smith 5. Tilbrook/Difford Söngkonur: 1. Siouxsie Sioux 2. Clare Grogan 3. Kim Wilde 4. Toyah 5. Chrissie Hynde Söngvarar: 1. David Bowie 2. Paul Weller 3. lan McCullouch 4. Elvis Costello 5. Phil Oakey Litlar plötur: 1. Ghost Town / Specials 2. Ceremony / New Order 3. Absolute Beginners / Jam 4. Tainted Love / Soft Cell 5. Love Action / Human League 6. Fascist Groove Thing / Heaven 17 7. The Sweetest Girl / Scrittie Politti 8. Under pressure / Queen & David Bowie 9. Reward / Teardrop Explodes 10. Papa’s Got a Brand New Pigbag / Pigbag Stórar plötur: 1. Heaven Up Here / Echo & the Bunnymen 2. Still / Joy Division 3. Dare / Human League 4. October / U2 5. JUJU / Siouxsie and the Banshees 6. La Folie / Stranglers 7. Wha’ppen / The Beat 8. Trust / Elvis Costello 9. Playing with a Different Sex / Au Pairs 10. Penthouse & Payment / Heaven 17 Af öörum úrslitum má nefna þaö aö enskir rokkunnendur sakna John Lennons, lan Curtis og Bob Marley mest af þeim sem falliö hafa í valinn af rokkkynslóöinni. Hins vegar fyrirlita þeir Adam Ant, Margréti Thatcher og Ronald Rea- gan mjög, ef marka má NME. Besti útvarpsþulurinn var eins og áöur John Peel og stjórnmálamaöurinn Michael Foot var aö dómi lesend- anna best kiæddi maður Breta síö- asta ár. En ekki fleiri orö um þess- ar kosningar aö sinni. Og þó ég hafi áöan lýst yfir vel- þóknun minni á skoöunum lesenda NME skal einnig hafa þaö hugfast aö ekki þurfa alltaf aö fara saman vinsældir og gæöi. Auglýsingar og annaö hafa ótrúlega mikiö aö segja í rokkheiminum sem og ann- ars staöar. BV Höfuðupaur Mogo Homo fer utan Pétur Östlund og félagar gleðja landann með heimsókn sinni. Feikifjör á 50 ára afmælis- tiátíð FÍH TÓNLISTARHÁTÍÐ FÍH, sem haldin verður dagana 22.—27. þessa mánaöar hefur upp á skrambi margt að bjóöa fyrir tónlistarunnendur. Tekin hef- ur verið sú stefna, að kynna 10 ára tímabil í íslenskri tónlist- arsögu fyrstu fimm daga há- tíðarinnar, en lokadagurinn fer að mestu í lokaathöfn þar sem Sinfóníuhljómsveit ís- lands spilar stærsta hlutverk- ið. En lítum aöeins á dagskr- ána. Mánudaginn 22. veröur rifj- aöur upp síðasti áratugur i poppinu. Fer kynningin fram í Broadway. Á meðal þeirra hljómsveita, sem þar koma fram eru Brimkló, Friöryk, Start, Þursaflokkurinn, Pelikan, Mezzoforte, Þeyr, Þrumuvagn- inn svo og Grýlurnar. Undirrit- aður saknar Utangarösmanna illilega í þessari upptalningu. Daginn eftir, þriöjudaginn 23. veröur upprifjuninni haldið áfram í Broadway. Eru þaö árin frá 1962—1972 sem tekin eru fyrir. Þar má nefna á meöal hljómsveita, sem troöa upp, Pops, Hljóma, Ævintýri, Lúdó, Roof Tops, Pónik og Einar, Mána, Trúbrot, Tempó og Nátt- úru. Upprifjuninni veröur síöan haldiö áfram þrjú næstu kvöld, alltaf í Broadway. Öll kvöldin veröa Jazztónieikar á Hótel Sögu og kennir þar margra grasa. Forvitnilegust er þó lík- legast heimsókn Péturs Öst- lund og felaga. Ætti þessi vika aó geta oröið öilum tónlistar- unnendum ógleymanleg. -ssv. Oskar Þórisson heldur innan skamms til Japan Þrátt fyrir ungan aldur hélt hljómsveitin Mogo Homo sína síðustu tónleíka a.m.k. aö sinni, í Hlöðu Óðals sl. fimmtu- dagskvöld. Var þar tekin upp videospóla með flokknum og mun hún væntanlega koma í góðar þarfir er höfuðpaurinn, Oskar Þórisson, heldur til Jap- Heldur hefur verið hljótt um Þrumuvagninn undanfarið, eins og aörar íslenskar hljómsveitir. Þeir fjórmenningarnir eru þó síður en svo búnir að leggja um laupana. „Við höfum undanfar- ið verið að æfa upp nýtt pró- gramm“ sagði Eingar Jónsson, gítarleikari flokksins er Poka- hornið náði tali af honum í vik- unni. „Viö komum fyrst fram eftir hléið í Broadway þann 22. á FÍH-hátíðinni og síðan er ætl- unin að keyra stíft á skólana. Þá veröum við eínnig bæði í Óðali og á Borginni" sagði Einar. Trommuleikaraskipti hafa oröiö í Þrumuvagninum. Sigurð- ur Reynisson, sem áður barði húðirnar hefur sagt skilið viö flokkinn, eöa öllu heldur þeir viö hann. „Siggi mætti ekki á nokkr- ar æfingar í röð hjá okkur svo að honum var ýtt út,“ sagði Einar. Sá er tekur við kjuðunum er Eyj- ólfur Jónsson, bróðir Einars. an innan skamms til móts við unnustuna, sem ekki fékk at- vinnuleyfi hérlendis. í stuttu spjalli viö Óskar kom þaö fram, að bætt hefði verið við trommuleikara á tonleikunum í Óöali, en ekki væri fyllilega Ijóst hver framtíð Mogo Homo yrði. Átti Óskar von á því að veröa a.m.k. 3 mánuði þar ytra og jafn- vel mun lengur, en sem stæði væri ekkert fastákveöið með þaö. — SSv. Þrumuvagninn tók nokkur lög upp í Hljóðrita fyrir áramótin og er þeim ætlaður staður á breiðskífu, sem væntanlega lítur dagsins Ijós einhvern tíma með vorinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hver gefur plötuna út, en ekki er loku skotið fyrir að þaö kunni að veröa Fálkinn. Er Pokahornið innti Einar eftir því, hvort e.t.v. stæði til að bæta fimmta manninum, gítarleikara, í hljómsveitina, svaraði hann því til að ekkert heföi verið hugsaö út í slíkt. Þaö gæti hugsanlega orðið einhvern tíma en hljóm- sveitin væri ánægö með þá liðs- skipan, sem nú ríkti. „Við teljum okkur ennþá vera eina þunga- rokksbandiö á landinu og teljum okkur enn ekki hafa fengið neina samkeppni. Egó og Start geta hvorugar talist á þeirri línu,” sagði Einar og þar með slitum viö talinu. — SSv. Þrumuvagninn á fullri ferð á Borginni. Frá vinstri: Brynjólfur, Siguröur, sem nú er hættur, Eiður og Einar. Þrumuvagninn senn í gang á nýjan leik Flokkurinn undirbýr breiöskífu meö vorinu Umsjón: Sigurður Sverrisson og Björn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.