Morgunblaðið - 24.02.1982, Page 11

Morgunblaðið - 24.02.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 43 En hvað hefur gerst, hvers vegna er raunin ekki sú að lýðræð- isflokkarnir í borgarstjórn starfi saman að hinum ýmsu málaflokk- um? Og hvers vegna ganga and- stæðingar okkar nú jafnvel svo langt að gefa í skyn að sjálfstæð- ismenn séu upp til hópa nazistar, sem beiti svipuðum brögðum til áróðurs. Slík brigslyrði birtust á síðum Dagblaðsins og Vísis fyrir nokkrum dögum, frá alþýðu- flokksmanni, sem ég hef hingað til talið mann varkáran í orðavali — og án nokkurrar öfgastefnu. Jafn- vel Alþýðuflokkurinn virðist því leggja sig allan fram við að forða því að sjálfstæðismenn nái aftur meirihluta. — Og nota til þess jafn fólskuleg brögð. Því spyr ég: Eru borgarmálin hætt að vera eitthvað til að lifa fyrir hjá þessum mönnum og orðin eitthvað sem þeir nota til að lifa af? Því systurnar hræsni og lygi eru dregnar fram og sýndar á for- síðum eða í forystugreinum dag- blaðanna og í ríkisfjölmiðlum. Fámenn klíka Ég ætla ekki að fjölyrða um stefnu okkar eða andstæðinganna í borgarmálum. Ég get þó ekki lát- ið hjá líða að lýsa áhyggjum mín- um yfir því hvernig stjórnkerfi Reykjavíkurborgar hefur fest í höndum fámennrar klíku — og hvernig stöðugt verður örðugra að vinna þær viðgerðir sem þarf, því lengur sem hinn þröngi hópur er við völd. Því verður okkur að tak- ast að sýna Reykvíkingum fram á hvert stefnir — og um það hlýtur kosningabaráttan að snúast. Stað- reyndin er sú, að að baki efstu manna í prófkjöri sjálfstæð- ismanna tl borgarstjórnarkosn- inganna voru tæplega 4000 at- kvæði. Að baki efsta manns ALþýðu- bandalagsins í borgarstjórnar- prófkjöri þeirra sem nú er nýaf- staðið eru nákvæmlega 341 at- kvæði. Af völdum svo fámenns hóps situr þessi maður nú sem for- seti borgarstjórnar og setur öðr- um flokkum skilyrði. Jafnvel Kristján Benediktsson sem þó fékk 942 atkvæði í próf- kjöri framsóknar verður að beygja sig og bugta fyrir þessum valda- mikla manni. Sjá ekki allir sam- Iíkinguna! Sjá ekki allir að styttra er á milli Reykjavíkur og Ráð- stjórnarríkjanna en margir halda? Og óðum styttist á milli þessara staða. Handhafar valdsins í Ráðstjórnarríkjunum drottna með nokkur hundruð atkvæði að baki sér, en tryggja svo vald sitt í almennum kosningum þar sem viðlíka blekkingarslagorð og hið íslenska slagorð: „Kjósið gegn kaupránsflokkunum" blekkti kjós- endur við síðustu borgarstjórn- arkosningar. Er það ósk okkar Reykvíkinga að viðhalda slíku stjórnkerfi? Kallast þetta að hafa jafnan rétt á sama tíma og Reykvíkingar berj- ast fyrir jöfnun atkvæðisréttar allra Islendinga? Og til hvers er verið að endurskoða meginþátt stjórnarskrár okkar með jöfnun atkvæðisréttar í huga, ef ekki er horfst í augu við þessa eða viðlíka staðreynd? Við eigum allt að vinna Ágætu samherjar! Ég er sannfærður um að það fólk sem valist hefur til forystu í borgarmálefnum okkar flokks, er búið öllum þeim kostum sem gera sigur vísan, en vissulega höfum við verk að vinna. Að mörgu leyti verður þessi kosningabarátta frábrugðin hinum fyrri. Við eigum allt að vinna og ólíklegt er að Reykvíkingar láti kosningaslagorð blekkja sig að þessu sinni. Þeir hafa fengið að fylgjast með starf- semi þeirrar borgar, sem þeir búa í, þeir hafa kynnst því hvernig skattar hækka og báknið þenst út í öfugu hlutfalli við framkvæmdir. Að mínu mati eru þeir fullkom- lega dómbærir á ástandið, án þess að ítarlegar upplýsingar berist til þeirra inn í gegnum bréfalúguna daginn fyrir kosningar. Sigurlíkur okkar eru því miklar, en aðeins ef við stöndum sameinuð — og gegn því munu andstæðingar okkar harðast vinna. Þeir munu leíta uppi hverja óánægjustunu og gera úr henni háværar yfirlýsingar um óeiningu. Góðir sjálfstæðismenn! Við vit- um betur. Trú mín og bæn er sú að eftir þetta kvöld göngum við sameinuð, ekki aðeins í borgarmálum — héð- an fer heill stjórnmálaflokkur, einn og óskiptur. Vígaferlum er lokið. Verslunarskóli íslands: Starfsnámskeið fyr- ir verslunarfólk Verslunarskóli fslands mun á næst- unni efna til sérstakra námskeiða f ýmsum greinum verslunarstarfa. l>orvarður Elíasson skólastjóri tjáði Helgi ívarsson Hafnarfjörður: Helgi Ivarsson slökkviliðsstjóri Nýr slökkviliðsstjóri hefur verið ráðinn í Hafnarfirði. Er það Helgi ívarsson sem starfað hefur í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann er ráðinn til starfa frá næstu mánaðamótum og var hann einn af tíu umsækjendum um starfið. Mbl. að námskeið þessi væru ætluð utanskólafólki 18 ára og eldri sem vildi mennta sig í viðkomandi fogum eða endurnýja þar fyrri kunnáttu sína. Auglýst eru 10 námskeið og taka þau 40 til 60 tíma hvert. Kennt er þrjú kvöld í viku eftir kl. 18:20 og standa þau yfir í 10 vikur, frá því í byrjun mars og fram í maí. Sagði Þorvarður að kennarar skólans sæju að mestu um kennslu, gert væri ráð fyrir allmikilli heima- vinnu og að hvert námskeið sam- svaraði eins vetrar námi í viðkom- andi námsgrein. Ekki sagði hann fyrir hendi sérstaka fjárveitingu til þessa námskeiðahalds og því yrðu væntanlegir nemendur að greiða af því allan kostnað, sem væri milli 1.000 og 2.800 kr. Námskeiðin verða í eftirtöldum greinum: 1) Vélritun I, þ.e. fingra- setning, uppsetning bréfa o.fl. 2) texta- og upplýsingameðferð, þ.e. tölvunotkun og innsláttur, rit- vinnsla, tímaskipulagning, skjala- varsla, 3) tölvunotkun og Basic- forritun, undirstöðuatriði kennd, forrit lesin og skýrð, 4) bókfærsla I, almenn færslutækni og uppgjör, 5) bókfærsla II, fjárhagsbókhald og túlkun niðurstaðna, launabókhald, 6) rekstraráætlanir og fjármála- stjórn, 7) ensk verslunarbréf, orða- forði og uppsetning bréfa, 8) versl- unarréttur, grundvallaratriði ís- lensks réttarkerfis, samningar, kaup, 9) tjáning og framkoma, framsögn og æfingar, 10) verslun- arstjórn, haldið í samvinnu við Kaupmannasamtök íslands. 51 Sundaborg HF. Simi 84000 - 104 ReyK)avlk Veitum viðskiptavlnum okkar tækniþjónustu. 9 Af hvcrju VE ASEA r ASEA mótorar eru sterkir og endingargóðir. ASEA mótorar þola erfiðar aðstæður. ASEA mótorar eru 15—20% létt- ari en mótorar úr steyptu járni. ASEA mótorar hafa rúmgóð tengibox. ASEA mótorar ganga ASEA mótorar eru einangraðir skv. ströngustu kröfum. ASEA mótorar hafa hitaþol ströngustu kröfum. VERZLUNARRAÐ ÍSLANDS Aðalfundur 1982 verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar nk. í Kristalsal Hótel Loftleiða klukkan 10.30. Dagskrá 10.30 — 10. 10.45 — 11. 11.15 — 11.50 ÍW' r\ 11.50 — 12 12.30 — 13 13.15 — 13 13.30 — 14 QyW ►. OWmoii 14.45 — 15.30 Kurt NtcoHn 15.30 — 15. 15.45 — 16. Jón MagnÚMon 16.15 16.45 17.15 — 19. Fundarstjóri 45 Mæting og móttaka fundargagna. 15 Setningarræöa: Hjalti Geir Kristjánsson. formaöur V.í. ÞÁTTASKIL í ÍSLENSKUM EFNA- HAGSMÁLUM. — nauðsyn markvissrar framtíöar- stefnu — 1. Erindi Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. 2. Fyrirspurnir. 15 Störf V.í. og fjárhagur 1980—1981. Árni Árnason, framkvæmdastjóri V.í. 00 Hádegisveröur í Víkingasal. 30 Kaffi í Kristalsal. 45 EFNAHAGSLÍF Á TÍMAMÓTUM. — Vandi velferðarríkisins, hvað tekur viö? — 1. Erindi Dr. Curt Nicolin stjórnarfor- maöur ASEA, SAS og sænsku vinnu- veitendasamtakanna (SAF). 2. Almennar umræöur og fyrirspurnir. STÖRF, STEFNA OG SKIPULAG V.í. 1982—1983: 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun. 2. Almennar umræöur. 3. Laga- og skipulagsbreytingar. 4. Almennar umræður. Kaffi. KOSNINGAR. 1. Úrslit stjórnarkjörs. 2. Kosin 7 manna kjörnefnd. 3. Kosnir 2 endurskoöendur. 4. Kosning formanns V.j. 16.45 Önnur mál. Fundarslit. Móttaka aö Þverá. .00 Jón Magnússon. Kosningu til stjórnar ráðsins lýkur klukkan 17.00 miðvikudaginn 24. febrúar. Atkvæðum skal skila á skrifstofu V.í. að Laufásvegi 36 fyrir þann tíma. VINSAMLEGAST TILKYNNID ÞÁTTTÖKU í SÍMA 11555.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.