Morgunblaðið - 24.02.1982, Side 21

Morgunblaðið - 24.02.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 53 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tapað hross Siöastliöið sumar tapaöist 2ja vetra (fremur þroskamlkll) rauö hryssa frá Rútsstaöanoröurkotl í Gaulverjabæjarhreppi. Þeir sem hugsanlega geta gefiö upplýs- ingar um hryssuna eru vlnsam- lega beönir um aö hafa sam- band viö Kjartan Ólafsson Hlööutúni Ölfusi. Loftpressur — Gröfur Tökum aö okkur múrbrot og alla fleygavinnu. Höfum traktorsgröf- ur í stór og smá verk, Nalla og Case. Einnig til leigu steinsög fyrir steypu og malbik. Astvaldur og Gunnar hf„ sími 23637. Sólargeislinn Sjóöur til hjálpar blindum börn- um. Gjöfum og áheltum veltt móttöku í Ingóltsstræti 16. Blindravinafélag Islands Fyrirgreiósla Leysum vörusendingar úr tolll. Kaupum vöruvixla. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. merkt: .Traust viöskiptasambönd — 8271“. Til sölu 2ja sæta sófi og stóll úr furu með rauöu áklæöi. Uppl. i síma 83872 eftir kl. 6. IV/V. □ Glltnir 59822247 = 6 FRL. I.O.O.F. 8 = 1632248’A = I.O.O.F. 9 = 16302248'* = Sp.kv. I.O.O.F. 7 = 16302248Vi = S.K. Krossinn Hunt-hjónln frá USA veröa meö á samkomunni í kvöld kt. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlegar velkomnir. Kristniboössambandiö Bænasamkoma veröur í krístni- boðshúsinu Betania Laufásvegi 13 i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. I.O.G.T. Fundur í stúkunni Einingunnl nr. 14, veröur haldinn í Templara- höllinni í kvöld kl. 20.30. ösku- pokauppboö til fjáröflunar fyrlr sjúkrasjóö. öskudagskaffl, aö fundi loknum. Systrafélag Fíladelfíu Veriö velkomnar á fundinn í kvöld 24/2 aö Hátúni 2, kl. 20.30. Sýndar veröa slides- myndir frá israel og Egyptalandi. Mætiö vel. Stjórnin. Hörgshlíö 12 Samkoma í kvöld. miövikudag kl. 8. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Kvöldvaka Fí, miövikudaginn 24. febrúar kl. 20.30 aö Hótel Heklu Efnl: Arnþór Garöarsson, pró- fessor fjallar um lítríki Mývatns í máli og myndum. Myndagetraun og verölaun fyrir réttar lausnir. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Feröafélag Islands. Námskeiö í mars og apríl Vefnaöur framhald 1. mars. Tóvinna 8. mars. Tauþrykk 10. mars. Prjón — peysur 15. mars. Prjón — tvib. vettl. 15. mars. Myndvefnaöur 16.mars. Hekl 24. mars. Spjaldvefnaöur 26. mars. Textilsaga 14. apríl. Munsturgerö fyrir vefnaö og útsaum 29. april. Innritun og uppl. aö Laufásvegi 2, sími 17800. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði óskast í Reykjavík, Kópavogi eöa Hafnarfiröi. 300—400 fm. Uppl. sendist augl.deild Mbl. fyrir 1. mars merkt: „F — 8247“. Lítil íbúð meö húsgögnum óskast á leigu fyrir erlendan (Fulbright) kennara, mánuöina mars—júlí, helst nálægt Háskólanum. Uppl. í síma Háskólans 25088. til sölu tilboö — útboö Til sölu lítið notuð Saxon Ijósritunarvél sem getur smækkaö frumrit um 30—50%. Einstakt tækifæri. Uppl. í síma 43822 og 43001. þjónusta Innflutnings- og iðnrekendur ath.: Traust sölufyrirtæki óskar eftir aö taka vöru á söluskrá. Vant og traust fólk. Tilboð óskast sent afgreiöslu blaösins merkt: „T — 8275“, fyrir 10. mars 1982. (fl Útboð Tilboð óskast í smíöi 600 flutningsbretta fyrir Bæjarútgerö Reykjavíkur. Utboðsgagna má vitja til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar, Fríkirkjuvegi 3. Tilboöin veröa opnuð á sama staö, þriöju- daginn 9. mars 1982 kl. 11 f.h. INNKA'JFASTOFNUN hFYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 * A hátindi heimskunnar í upphafi skapaði Guð himin og jörð, leit yfir allt, sem hann hafði gjört og sjá: „Það var harla gott.“ I upphafi árs, sem helgað skal heillum aldinna, stend ég „við gluggann" minn gamall maður og horfi út yfir heiminn. Ekki munu allir samdóma Al- föður nú um, að „allt sé harla gott“ yfir að líta. Fréttir, umtalsefni og um- hugsunarefni allra í öllum lönd- um, boða vá fyrir dyrum frarn- tíðarheilla mannkyns, ekki ein- ungis á vegum aldinna, heldur allra manna í öllum löndum. Kynslóðir sem hafa lifað tvær heimsstyrjaldir með öllum þeirra ógnum, ótta, kvölum og grimmd, hinir öidnu vilja sann- arlega af sinum veiku kröftum vara við hátindi heimsku og hroka, og leið þeirri, sem þangað liggur. Ekkert mundi betra á ári ald- inna, en hlýða þeim viðvörunum, sem reynslan hefur sannað æðstu leiðsögn til framtíðar- heilla. Aldinn vinur minn útlendur sagði mér frábæra sögu í ævin- týrastíl, einkum vegna þess, að honum fannst áhugavert fyrir mig að geta þar nefnt „land frið- arins“, eyju í nyrstu höfum, þar sem beztu ráð yrðu veitt og víð- sýni og frelsi, mannréttindi og bræðralag gerði fólkið hafið yfir heimsku og þröngsýni hinna stærri þjóða, með alla sína hershöfðingja og drápstæki. Sagan er í hans eigin persónu sögð í sem stytztu máli. En samt gæri hún verið saga hvers ein- staklings í öllum löndum. Á ein- hvern hátt snert okkur öll. „Ég var hamingjusamur pamfíll. Átti stóra fjölskyldu og víðáttumikið landflæmi fagurt og frjósamt. Við sáðum og upp- skárum ríkulega, glöð og ham- ingjusöm. Nágrannar okkar bjuggu við svipuð kjör. Börnin á bæjunum léku daglega saman, gleðióp sakleysingja létu ljúft í eyrum. Við nutum þess að hjálpa hvert öðru, skiptast á fólki og tækjum eins og bezt varð á kosið hverju sinni. Allt lék í lyndi. En eitt greindi þessar sam- lyndu fjölskyldur. Mín fjölskylda var undantekningarllitið dökk- hærð, en börn nágrannans rauð- hærð. Einhver háttmetinn spekingur hafði sagt og reynt að sanna, að rauðhært fólk stæði yfirleitt á langtum æðra stigi en þeir dökkhærðu. Þetta fannst okkur hræðileg fjarstæða, því að við þóttumst sannfærð um hið gagnstæða. Dökkhærðir væru þeim rauð- hærðu snjallari á allan hátt. Þetta lenti í hörðum deilum. Nágrannahjónin harðneituðu sínum börnum að leika við okkar börn. Og auðvitað gerðum við eins. En börnin voru ekki á sama máli og fengu að launum fleng- ingar og pústra. Síðan bar það við að rauð- hærðu piltarnir urðu dauð- ástfangnir í dökkhærðu stúlkun- um. Og þegar nágranninn komst að því ærðist hann alveg og lét nú gera geysiháa gaddavírsgirð- ingu sem átti að skilja landar- eignir okkar algjörlega. Þannig liðu nokkur ár. Þá klifraði ég upp í tré og horfði yfir landamerkin. Og viti menn. Þeir rauðhærðu gengu nú allir með beitta hnífa í beltum. Þá átti sem sagt að ráðast á okkur og gera alla rauðhærða. En ekki skyldi þeim verða kápan úr því klæðinu. Ég skyldi grípa tækifærið og kaupa byssur handa mínum sonum. Þá hefðu nú hnífagrélur lítið að segja. Við urðum skjótlega yfirsterkari. Auðvitað voru byssurnar dýrar. En við hættum bara að byggja skóla handa börnunum. Byssur urðu hið eina nauðsynlega. En innan skamms höfðu „rauðhaus- ar“ aflað sér enn fullkomnari skotvopna. Við „svarthöfðar" urðum að fá vélbyssur. Og til þess að afla þess nægilegs fjár varð auðvitað að hætta við byggingu sjúkra- húss, sem við höfðum nú þegar í smíðum. En það var skammgóð- ur vermir, og nú var næst að ná í fallbyssur og skriðdreka. „Rauðhausar“ voru auðvitað ekki að baki dottnir, nú var að fá rakettur og atomvopn, og ekkert dugði. Vinnan á minni landareign var algjörlega úr sögunni. Ekk- ert ræktað. Ekkert byggt. Synir mínir voru ekki lengur synir mínir. Þeir voru aðeins hermenn í vörn eða sókn að dómi framtíð- arátaka. Ég veit ekki hvort sem á sem hleypti fyrsta skotinu af var dökkhærður eða rauðhærður. Það vissi enginn. En einhver fékk allt í einu ofsalegan hnerra og skot hljóp úr byssu hans. Og á augabragði dundu yfir allsherjar rangarök. Við skutum, þeir skutu. Neytt var allra vopna. Hvorugur dró af sér. Margar þúsundir minna sona og niðja dóu og tættust sundir. Það var kallað „að falla“ og þótti bara heiður. Hús fóru í rústir. Akrar og tún eyðilögðust. Ég og nágranni minn lifðum einir af að leiðarlokum. Við höfðum fallið hlið við hlið í valn- um, særðir, brenndir og magn- vana. Við neyttum síðustu krafta til að miða byssum okkar. Þær voru báðar eins, framleidd- ar í sömu vopnaverksmiðju. Okkur varð báðum ósjálfrátt að orði: „Mikil andskotans erkiflón höfum við verið.““ Sé þessi saga míns aldna vin- ar, sem lifað hefur í landi sínu tvær heimsstyrjaldir íhuguð, minnir hún á að milljónir sak- lausra manna hafa kvalist og dá- ið og lönd og borgir nær því lagzt í auðn. Hann hefur séð þúsundir hekt- ara af frjósömu akurlendi eytt með djöfullegum eiturefnum af ýmsu tæi, vísindalega saman- settum. Þjóð er egnt gegn þjóð, manni gegn manni með öfund og kyn- þáttahatri. Rauðhærðir, dökkhærðir, hvor er betri, lútherskur, kaþólskur, ríkur, fátækur. Hvor er betri? Hver er beztur? Erum við ekki öll systkini í sama heimi, öll fyrst og fremst manneskjur, sem þarfnast matar og mannrétt- inda? Samt er auði heimsins, sjóðum gulls og silfurs sóað fyrst og fremst í stöðugt fullkomnari morðtól og eyðingartæki í stað þess að yrkja jörðina og efla auðlindir sjávardjúpa til að veita hungruðum fæðu, fólkinu sem ferst úr hungri milljónum saman ár hvert. Gæti nokkuð verið æðri gjöf hinum öldnu, einmitt að þeirra dómi, komnum þreyttum af ævinnar eyðimörk, en sá lykill, sem lokar vopnaverksmiðjum heimsins og opnar uppsprettur gróandi lifs gjöfullar náttúru þess heims sem var okkur veitt- ur af skapara veraldar. Þessi útlendi vinur minn taldi víst, að sá kyndill sem lýsti leið- ina til lokunar vonpabúrum, yrði einmitt fyrst og bezt kveiktur hér í „landi friðarins", eyjunni við hið yzta haf, þar sem engin vopn eru smíðuð né keypt og eng- inn skyldaður til manndripa. Gæti það orðið af Heklutindi, sem Alfaðir liti að nýju yfir lönd síns sköpunarverks, með gleði- hreim í rödd sinni við endur- tekningu orðanna: „Sjá, það er harla gott.“ Reykjavík 14. janúar 1982. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.