Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 1
67. tbl. 69. árg.
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Jenkins
vann í
Hillhead
(.la-sgow. 25. marz. AP.
ROY JENKINS frambjóðandi Jafn-
aðarmannaflokksins brezka bar sig-
ur úr býtum í aukakosningunum í
Hillhcad-kjörda'mi Glasgow-borgar
i dag, og vann þingsæti, sem íhalds-
flokkurinn hafði haldið i 63 ár. Telja
stjórnmálaskýrendur sigurinn afar
mikilvægan fyrir Jafnaðarmanna-
flokkinn, og einnig Jenkins, sem tal-
inn er öllu líklegri til að verða út-
nefndur leiðtogi flokksins og leið-
togi þingflokks kosningabandalags
Jafnaðarmannaflokksins og Frjáls-
lynda flokksins.
Jenkins, sem síðast sat á þingi
1977, hlaut 10.106 atkvæði eða
2.038 atkvæðum fleira en fram-
bjóðandi íhaldsflokksins, Gerry
Malone, sem hlaut 8.068 atkvæði.
David Wiseman, frambjóðandi
Verkamannaflokksins, hafnaði í
þriðja sæti með 7.846 atkvæði, en
skozkir aðskilnaðarsinnar þóttu
bíða afhroð og hlutu aðeins 3.146
atkvæði.
Kjósendur í Hillhead-hverfinu
fylktu á kjörstaði í aukakosning-
unum, sem taldar eru þær þýð-
ingarmestu frá stríðslokum.
Samkvæmt síðustu könnunum
þótti Jenkins sigurstranglegri í
kosningunum en frambjóðendur
Ihaldsflokksins og Verkamanna-
flokksins. Hafði Jenkins unnið
hægt og sígandi á, því hann kom
lakar út úr fyrri könnunum en
helztu keppinautar hans.
Kosið var í fegursta veðri í dag,
og er það talið eiga sinn þátt í
kjörsókninni, en hún hefur aldrei
verið jafn góð.
IRA vegur þrjá
brezka hermenn
Bvlful. 25. marz. AP.
HRYÐJUVERKAMENN hins ólöglega írska lýðveldishers (IRA) geröu
brezkum hermönnum fyrirsát á götu í vesturhluta Belfast, felldu þrjá og
særðu tvo óbrevtta borgara. Mikil skelfing greip um sig meðal mannfjöldans
á götunni þegar hryðjuverkamennirnir hófu skotárás.
í tilkynningu IRA um atburðinn
sagði að herinn vildi minna á til-
veru sína, hann væri órjúfanlegur
hluti af írsku þjóðlífi. Skotárásin
var gerð tæpum sólarhring eftir
að lögreglustjórinn í Norður-
Irlandi sagði að hryðjuverka-
samtökin riðuðu til falls.
Hermennirnir voru á eftirlits-
ferð í Springfield Road-hverfinu
þegar a.m.k. fimm hryðjuverka-
menn hófu skothríð á tvær Land
Rover-bifreiðir þeirra. Höfðust
hryðjuverkamennirnir við í húsi,
sem þeir lögðu undir sig í gær og
héldu þeir fjórum íbúum þess í
gíslingu. Fjöldi fólks, einkum börn
og fullorðnir, var utandyra og
naut veðurblíðunnar og varð mjög
óttaslegið þegar skothriðin hófst.
Brezku hermennirnir þrír eru
hinir fyrstu sem falla á Norður-
Irlandi það sem af er þessu ári, og
samtals hafa 346 hermenn týnt
lífi þar frá því í odda skarst milli
kaþólskra og mótmælenda fyrir
rúmum tólf árum. Árásarmenn-
irnir komust undan.
Nicaragua
vill viðræður
Samcinuðu þjóðunum, 25. marz. AP.
DANIEL Ortega leiðtogi herstjórn-
arinnar í Nicaragua tjáði Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna að Sandin-
istar og skæruliðar vinstri manna í
El Salvador væru tilbúnir til að hefja
beinar viðræður við Bandaríkja-
menn strax til þess að jafna ágrein-
ingsmál þessara aðila.
Ortega sagðist hafa umboð til
þess að hefja viðræður við Banda-
ríkjastjórn fyrir hönd skæruliða
vinstri manna í E1 Salvador,
„strax og án nokkurra skilyrða".
Ortega sagðist einnig hafa umboð
Castro Kúbuleiðtoga til þess að
tilkynna vilja Kúbumanna til við-
ræðna við stjórn Reagans forseta.
Sagði Ortega viðræður geta farið
fram í þriðja landinu, sem báðir
aðilar gætu orðið ásáttir um.
Jorge Castaneda utanríkisráð-
herra hefur lagt til að viðræður af
þessu tagi hæfust í Mexíkó í næsta
mánuði.
Walesa harð-
neitar að
ræða við her-
stjórnina
YarsjÁ, 25. marz. AP.
LECH Walesa, leiðtogi óháðu
verkalýðshreyfingarinnar í Pól-
landi harðneitar að eiga samn-
ingaviðræður við herstjórnina og
krefst þess að Jaruzelski hers-
höfðingi komi og „krjúpi fyrir
sér“ að sögn embættismanns
stjórnarinnar.
„Meðan hann er svo einarður
verður ekki gerð tilraun til að
tala við hann,“ sagði önnur heim-
ild. Talið er ólíklegt að eitthvað
verði úr viðræðum háttsettra
manna og leiðtoga Samstöðu,
mcðan Walesa situr fast við sinn
kcip.
Hermt er að ósveigjanleiki
Walesa í garð herstjórnarinnar
hafi átt sinn þátt í því að hann
fékk ekki að vera viðstaddur
skírn dóttur sinnar í Gdansk á
sunnudag.
Diplómatar sögðust í dag
hafa haft spurnir af verkföll-
um í Ursus-dráttarvélaverk-
smiðjunum, en óljóst var
hversu alvarleg eða víðtæk þau
voru.
Krafizt hefur verið átta ára
fangelsis yfir leiðtoga Sam-
stöðu í Bielsko Biala, Patrycj-
usz Kosmowski, fyrir að stofna
til ólöglegra verkfalla og að
skipuleggja starfsemi neðan-
jarðarsamtaka. Jafnframt hef-
ur saksóknari krafizt fjögurra
ára fangelsis Jerzy Jachnik,
sem sagður er hafa falið Kosm-
owski.
Pólska þingið kom saman til
tveggja daga fundar í dag, þar
sem utanríkis- og landbúnað-
armál voru efst á baugi. Jozef
Czyrek utanríkisráðherra
veittist harðlega að Banda-
ríkjastjórn og refsiaðgerðum
hennar gegn Sovétríkjunum og
Póllandi.
0
Olga fer vaxandi á Vesturbakkanum:
Israelskur hermaður
veginn úr launsátri
Nahlus, 25,marz. AP.
ÍSRAELAR settu tvo áhrifamikla palestínska borgarstjóra á Vesturbakkan-
um af í dag, með þeim afleiðingum, að arabískir upphlaupsmenn á hcrnumdu
svæðunum gerðu ísraelskum hermönnum fyrirsát, felldu einn og særðu þrjá
til viðbótar. Róttæk samtök palestínskra skæruliða lýstu ábyrgð á sprengju-
árásinni, en síðar vildi PLO, sem stendur saman af þessari hreyfingu og sjö
öðrum, ekkert kannast við árásina.
Hermaðurinn féll er hand-
sprengjum var varpað úr fyrir-
sátri á ísraelska herflutningabif-
reið á Gaza-svæðinu. Hann er
fyrsti ísraelski hermaðurinn sem
fellur í vikulöngum ofbeldisað-
gerðum á hernumdu svæðunum,
en þær hafa kostað fimm araba
lífið og 21 hefur særst.
Tveir grímuklæddir arabar
vörpuðu handsprengjunum að bíl
hermanna, sem sprakk í loft upp.
Ein handsprengja sprakk rétt við
bíl araba og særðust þrír þeirra er
í bílnum voru. Árásarmennirnir
komust undan með því að hlaupa
inn í nálægan appelsinulund og
felast þar.
Einnig var ráðist á bíl ísraela í
þorpinu Adna við Hebron og
kveikt í honum. Einn ísraelanna
særðist í grjótkasti er hann reyndi
að hlaupa frá árásarmönnunum.
Að sögn yfirstjórnar hersins
voru borgarstjórarnir í Nablus og
Ramallah settir af „fyrir endur-
teknar tilraunir til þess að stofna
til ófriðar á Vesturbakkanum".
Israelskir hermenn tóku sér stöðu
í borgunum og kom til átaka.
Unglingahópar hentu grjóti og
flöskum að hermönnunum, sem
svöruðu með því að varpa tára-
gassprengjum.
Glasatvíburar
fæðast í Kanada
Oakvillc, 25. marz. AP.
ENSKHKENNARI í menntaskóla
ól í dag tvibura, sem getnir voru í
tilraunaglasi, hinir fyrstu sinnar
tegundar í Norður-Ameríku, að
sögn Trafalgar-sjúkrahússins í
Oakville í Ontaríó.
Fyrstu glasatvíburarnir fædd-
ust í Ástralíu í júní í fyrra,
drengur og stúlka, en nú fæddust
tveir drengir. Drengirnir komu í
heiminn með 11 mínútna milli-
bili, og vó annar tæpar 14 merk-
ur, en hinn rúmar 12. Eru dreng-
irnir og móðir þeirra við góða
heilsu.