Morgunblaðið - 26.03.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
3
Utanríkisráðherrar ræddu
heimsmálin og aukna spennu
UtanríkLsráðherrar Norðurland-
anna funduðu í Keykjavík í gær.
Ka'ddu þeir heimsmálin og þá
auknu spennu, sem er að Tærast í
aukana milli ýmissa þjóða. Lýstu
þeir ydr vilja Norðurlandanna til að
reyna að vinna gegn þeirri þróun. I>á
ræddu þeir ástandið í 1‘óllandi,
Austurlöndum nær, Suður-Afríku og
Mið-Ameríku og lýstu áhyggjum sín-
um yfir síauknum mannréttinda-
brotum í heiminum.
Þá skiptust þeir á skoðunum um
hugmvndina um kjarnorkulaus
Norðurlönd og voru sammála um
að halda umræðum um hana
áfram.
Þeir, sem tóku þátt í umræðun-
um voru frá vinstri: Svend Stray,
utanríkisráðherra Noregs, Kjeld
Olesen, utanríkisráðherra Dan-
merkur, Ólafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, Ola Ullsten,
utanríkisráðherra Svíþjóðar og
Pár Stenbáck, utanríkisráðherra
Finnlands.
I.jósmynd Mbl. Kristjan.
A-listinn Reykjavík:
Röð átta efstu manna
óbreytt frá prófkjörinu
K()f) 8 efstu manna á framboðslista
AlþýðuMokksins í Reykjavík vegna
borgarstjórnarkosninganna í vor
verður óbreytt frá prófkjöri flokks-
ins í febrúar, samkvæmt tillögum
uppstillingarnefndar, sem sam-
þykktar voru síðastliðinn miðviku-
dag.
Uppstillingarnefnd gerði þó
fyrirvara um víxlun á tveimur
sætum ofan við það 11. Tillögur
nefndarinnar verða lagðar fyrir
fulltrúaráð flokksins í Reykjavík
eftir næstu helgi til staðfestingar.
Samkvæmt tillögum uppstill-
ingarnefndar verða 10 efstu sætin
skipuð eftirtöldum mönnum:
1. Sigurður E. Guðmundsson, 2.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, 3. Bjarni
P. Magnússon, 4. Guðríður Þor-
steinsdóttir, 5. Bragi Jósepsson, 6.
Ásta Benediktsdóttir, 7. Snorri
Guðmundsson, 8. Grétar Geir Nik-
ulásson, 9. Ragna Bergmann Guð-
mundsdóttir og 10. Bryndís
Schram.
Þær Ragna Bergmann og Bryn-
dís Schram tóku ekki þátt í
prófkjörinu, en auk þeirra átta,
sem efstu sæti skipa tóku eftir-
taldir þátt í prófkjörinu: Guð-
mundur Haraldsson, Skjöldur
Þorgrímsson, Jón Hjálmarsson og
Marías Sveinsson.
Iljörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra og dr. Paul Miiller við upphaf
álviðræðnanna í gærmorgun. Ljósm. Mbi. Kmilía.
Alviðræðum hald-
ið áfram í dag
„ÞAÐ VGRII einkaviðræður okkar
dr. Miiller í um það bil eina klukku-
stund i morgun, en eftir það komu
aðstoðarmenn okkar inn í myndina.
Um sjálfar viðræðurnar í dag get ég
ekkert sagt efnislega. Viðræðunum
verður haldið áfram í fyrramálið og
er ekkert um þær að segja fyrr en að
þeim loknum," sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gærkvöldi að loknum viðræðum um
samskipti Islands og Alusuissc.
Viðræður Hjörleifs Guttorms-
sonar og dr. Paul Múller hófust
klukkan 9.30 í gærmorgun í Ráð-
herrabústaðnum. Um klukkan 11
bættust fleiri í viðræðuhópinn og
meðal ráðgjafa iðnaðarráðherra
voru Ingi R. Helgason og Vil-
hjálmur Lúðvíksson. Þeir Ragnar
Halldórsson forstjóri og Halldór
H. Jónsson stjórnarformaður IS-
AL voru meðal þeirra sem tóku
þátt í viðræðunum með dr. Múller
fyrir hönd Alusuisse.
Dr. Múller borðaði hádegisverð
með þeim Hjörleifi Guttormssyni,
Steingrími Hermannssyni og dr.
Gunnari Thoroddsen, en þessir
þrír mynda álviðræðunefnd ríkis-
stjórnarinnar.
Fundur viðræðunefndanna
hófst á ný um klukkan 17 í gær og
lauk honum um klukkan 18.30.
Gert er ráð fyrir að álviðræðunum
Ijúki síðdegis í dag.
Selur Arnarflug
DC-6 vél íscargo?
„VIÐ HÖFUM tekið að okkur,
að hafa milligöngu um sölu á
DC-6 vél íscargo,“ sagði Gunn-
ar Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Arnarflugs, á fundi með
blaðamönnum.
— Vegna málsins eru staddir
hér Bandaríkjamenn, sem hafa
lýst áhuga sínum á kaupum.
Fyrirtæki þeirra rekur 8 vélar af
þessari gerð til flutninga á skepn-
um, sagði Gunnar ennfremur.
Þá sagði Gunnar aðspurður, að
ekki væri um neina beina sam-
vinnu félaganna að ræða. Arnar-
flug fengi einfaldlega sín umboðs-
laun fyrir söluna ef af henni verð-
ur.
BAHIA
STRATOS
Gæðasett
fyrir fólk
sem gerir
kröfur
Opið til kl. 7
í kvöld
i3ídsfeócjar
Símar: 86080 og 86244
Húsgögn
Ármúli 8