Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
13
Gjörbreytt stefna stjórnvalda forsenda fyr-
ir vexti útflutnings- og samkeppnisiðnaðar
eftir Lárus Jónsson
alþingismann
Nýlega flutti Hjörtur Eiríks-
son, forstjóri Iðnaðardeildar
SÍS, ræðu á atvinnumálaráð-
stefnu á Akureyri. Fram kom í
ræðu hans að hagdeild Sam-
bands ísl. samvinnufélaga hefði
gert athugun á rekstrarskilyrð-
um útflutningsiðnaðar tímabilið
1976 til 1980. Niðurstaðan varð
sú, að hlutfallsleg hækkun út-
gjalda vegna innlendrar verð-
bólgu varð miklum mun meiri
en hækkun tekna í krónum og
reyndust skilyrði ullar- og
skinnaiðnaðar hafa versnað um
rúm 21% á þessu tímabili. Á ár-
inu 1981 snöggversnuðu þessi
rekstrarskilyrði enn og var það
„langversta rekstrarár í mjög
langan tíma“, að mati Hjartar.
Hér er um afar athyglisverðar
upplýsingar að ræða — burtséð
frá pólitísku dægurþrasi —
vegna þess að það er auðvitað
borin von að útflutnings- eða
samkeppnisiðnaður geti orðið
burðarás í vexti atvinnulífsins,
eins og allir stjórnmálaflokkar
segja í orði, ef þessi mynd er
nálægt sanni. Til þess að svo
megi verða, þarf gjörbreytta at-
vinnustefnu.
Könnun Hagdeildar SÍS
Niðurstaðan úr könnun hag-
deildar SIS um rekstrarskilyrði
ullar- og skinnaiðnaðar kemur
glöggt fram á meðfylgjandi
mynd. Tekjumegin er sýnt
hvernig verðlag í OECD-löndum
hefur þróast í krónum miðað við
100 1976 og einnig gen^isþróun
bandaríkjadollars. Utgjalda-
megin er sýnd hækkun á aðföng-
um og kostnaði á sama tíma
miðað við 100 árið 1976. Innlent
verðlag hefur hækkað gífurlega
miklu meira en hækkun tekna í
krónum á þessu tímabili ein-
faldlega vegna þess að verðbólg-
an innanlands hefur ekki verið
viðurkennd í gengisskráning-
unni, svo sem nauðsynlegt væri
vegna rekstrarskilyrða þessara
HÆKKUN TEKNA OG ÚTGJALDA
I ULLAR-OG SKINNAtÐNAEK
Lárus Jónsson
„Segja má, að árið 1981
hafi einkennst af því í
atvinnumálum, að
stjórnvöld bönnuðu ís-
lenskum iðnaði að selja
vörur sínar á kostnaðar-
verði, bæði innanlands
og utan.“
útflutningsiðngreina og enn-
fremur kemur þetta niður á
samkeppnisiðnaði, sem keppir
við innflutning á þessu gengi.
Barnaleikur miðaö
við þróunina 1981
Þegar svona er búið að vaxt-
arbroddum atvinnulífsins, er
ekki þess að vænta að hagræð-
ing og vélvæðing, sem er þessum
iðngreinum lífsnauðsynleg,
gangi eins greitt og skyldi. Þess
vegna m.a. koma ár eins og 1981
forráðamönnum þessara at-
vinnugreina í enn opnari
skjöldu. Sannleikurinn er sá, að
vond rekstrarskilyrði á fyrr-
greindu tímabili voru hreinn
barnaleikur samanborið við þá
þróun sem varð á árinu 1981. Þá
hækkuðu kauptaxtar um 42%,
lánskjör um 47%, en gengi
bandaríkjadollars um 31,4%, v-
þýsks marks um 13,9% og
sterlingspunds aðeins um 4,8%
frá ársbyrjun til ársloka. Á því
ári bjó samkeppnisiðnaðurinn
við hörðustu verðlagshöft sem
um getur frá stríðslokum að
auki, þannig að segja má, að ár-
ið 1981 hafi einkennst af því í
atvinnumálum, að stjórnvöld
bönnuðu íslenskum iðnaði að selja
vörur sínar á kostnaðarverði, bæði
innanlands og utan.
Koma þarf í veg fyrir
kostnaðarhækkanir
Ut er komin fróðleg skýrsla
um starfsskilyrði atvinnuveg-
anna. Þar er m.a. fjallað um
stefnuna í gengismálum og um
það segir svo orðrétt:
„Á þessum vanda verður ekki
ráðin bót með breyttri stefnu í
gengismálum einni saman“, og
er þá átt við sambúðarvanda
sjávarútvegsins og iðnaðar að
því er varðar gengisskráning-
una. Þetta er hverju orði sann-
ara, en í augum uppi hlýtur að
liggja, að útflutningsiðnaður, og
raunar fiskiðnaður einnig, þrífst
ekki ef tekjur hækka ekki í hátt
við útgjöldin árum saman. Ann-
að tveggja þarf að koma til.
Minni hækkun á aðföngum og
kostnaði, eða viðurkenning á því
að gjaldeyrir kostar þeim mun
meira í krónum, sem nemur
kostnaðarauka við öflun hans á
hverjum tíma.
FAGURRI ATHOFN
HÆFIR GÓÐUR
FATNAÐUR
fatnaður sem nýtist hvenær sem er eftir ferminguna
Buxurnar eru úr 100% bómull og litir eru dökkblátt
eða grátt, vestispeysan er til í dökkbláum lit og
hvítar tvíhnepptar skyrtur.
verð: Buxur kr. 395,- skyrtur kr. 290,- peysur kr. 295,- bindi kr. 90,-
LAUGAVEGI47,