Morgunblaðið - 26.03.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.03.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 15 „Vinátta ’82“ Wojziech Jaruzelski, yfirmaður herstjórnar Póllands, yfirmaður a-þýska hersins, Heinz Hoffmann og sovéski marskálkurinn, Viktor Kulikow, yfirmaður herliðs Varsjárbandalagsins, bera saman bækur sinar á heræfingu í Norður-Póllandi undir nafninu „Vinátta ’82“. Vörður drepinn í handtökum ráðherra * Utgöngubanni aflétt í Bangladesh Dacra og Nýju I>elhi, 25. mar.s. AP. HINIR NÝJII valdhafar í Bangladesh létu í dag til skarar skriða og hófu handtökur fyrrverandi ráðherra. Var einn vörður drepinn í átökum, sem urðu við handtöku forsætisráðherrans. Vitað er með vissu um handtökur fimm fyrrverandi ráðherra. Ostaðfestar fregnir herma, að forsætisráðherrann, ásamt tveimur ráðherrum öðrum, hafi verið i felum er til hans náðist. utan hvað stúdentar við háskól- ann í Dacca efndu til mótmælaað- gerða vegna byltingarinnar og af- náms mannréttinda. Ekki var nánar vitað hvernig tekið var á mótmælendunum. HERSTJÓRNIN í Bangladesh af- létti í dag útgöngubanni, sem ver- ið hefur í gildi frá því hún komst til valda eftir byltingu aðfaranótt miðvikudags. Var almenningi leyft að fara ferða sinna á nýjan leik, en hundruð varðmanna voru á götum úti. Verslanir, þjónustu- stofnanir og skólar voru opnaðir á ný og daglegt líf varð samt og áð- ur. Allt virtist með kyrrum kjörum, Sím»mynd-AP. Hossain Mohammcd Ershad, leiðtogi herstjórnarinnar i Bangladesh. Fyrirhuguðum „degi hersins", sem vera átti í dag og fjöldagöngu til að minnast sjálfstæðis lands- ins, sem vera átti á morgun, hefur verið frestað af yfirvöldum. Tengsl landsins við umheiminn, sem voru rofin við byltinguna, komust að nokkru leyti í samt lag í dag. I „All-India“ útvarpsstöð- inni í Indlandi var frá því greint, að leiðtogar stjórnarandstöðu- flokkanna sex hefðu verið hand- teknir. Þá var því lýst yfir, að þeir, sem gerðu sig seka um að mótmæla stjórninni á einn eða annan hátt, yrðu fangelsaðir. Ennfremur þeir, sem staðnir yrðu að því, að stunda pólitískar athafnir af einhverju tagi. Þá var almennum borgurum hótað fangelsun sæist til þeirra með vopn. Dauðarefsing mun síð- ar bíða þeirra, sem bera vopn. Hægrimenn segja bylt- inguna gefa nýja von (■ualcmalaborg, 25. mars. AP. HAFT ER eftir leidtoga eins stjórnniálaflokkanna, sem beid ósigur í nýafstöönum kosningum í Cuatemala, aö med byltingunni hafi gefist tækifæri til að koma reglu á stjórnskipan i landinu, sem hafi verið í lamasessi eftir að upp komst um svik í kosning- unum fyrir þremur vikum. Leiðtoginn, Vinicio Cerezo, sem tilheyrir flokki hægrisinnaðra kristilegra demókrata, sagði í gær, að byltingin hefði opnað leið fyrir bjartari framtíð þessa Mið- A.meríkuríkis og um leið aukið möguleikana á varanlegum friði í landinu. Annar hægrimaður, Mario Sandoval Alarcon, leiðtogi Þjóð- frelsisfylkingarinnar, sagðist vera ánægður með þá ákvörðun hersins að bylta stjórn, sem reynt hefði að verja kosningasvikin. Byltingin virðist fyrst og fremst hafa verið gerð í því augnamiði að koma í veg fyrir, að hinn nýkjörni forseti, Angel Anibal Guevara, tæki við völdum. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við byltingunni hafa einkennst af varfærni. Sú skoðun Bandaríkja- manna, að mannréttindi séu fyrir borð borin í Guatemala, hefur ekki breyst við valdatöku hersins. Að sögn yfirmanns mannréttinda- stofnunar Bandaríkjanna, taldi hann erfitt að segja til um hvort byltingin leiddi til aukins lýðræð- is. Njósnari dæmd- ur til dauða Bcrlín, 24. mars. AP. HERDÓMSTÓLL í Austur-Berlín dæmdi í dag V-Þjóðverja til dauða fyrir njósnir. Rúdiger Noll frá Hamborg, en svo heitir maðurinn, er ákærður fyrir að hafa njósnað um hernaðarleyndarmál í A- Þýskalandi allt frá árinu 1974. Er hann sagður hafa komið á 140 fundum með samstarfsmönnum sínum í Austur-Berlín. Óttast að skæruliðar reyni að eyðileggja kosningarnar Atök á milli stjórnarhersins og skæruliða í El Salvador San Salvador, 25. mars. AP. í BRÝNU sló á milli stjórnarhersins og skæruliða snemma í morgun í fjallahéruðum skammt frá flugvelli rétt utan við höfuðborgina. Ekki er vitað um manntjón. íbúar í nágrenninu sögðu skærurnar ekki eins harðar og þær, sem urðu í gær. Kosningabaráttan er nú í al- gleymingi. Hervörður á götum úti var öflugri en verið hefur. Ekki hafði frést af neinum erj- um, en talið er víst að skæruliðar muni reyna að spilla friði á sunnudag, þegar gengið verður að kjörborði. Vinstrimenn sniðganga kosn- ingarnar algerlega, en kristilegir demókratar, sem réðu ríkjum í Iandinu áður en sameiginleg stjórn almennra borgara og hersins tók við völdum, líta á þær sem síðasta hálmstráið í baráttunni gegn hugsanlegri valdatöku kommúnista. Útvarpsstöð skæruliðanna sagði í sérstæðri útsendingu í dag, að þeir hefðu stjórn á öllum þjóðvegum í norðurhluta lands- ins og hefðu gert nokkrar árásir á borgir í þeim landshluta. Vöru- og farþegaflutningar til norður- og austurhluta landsins liggja niðri vegna hótana skærulið- anna. Athöfn, sem fara átti fram í dómkirkjunni í San Salvador, til minningar um að tvö ár eru liðin frá því að Oscar Arnulfo Romero, erkibiskup í landinu, var ráðinn af dögum, var frestað af ótta við uppþot. Var hans minnst víða um borgina í minni kirkjum og kap- ellum. Vinstrimenn í landinu segja kosningarnar hreinan skrípaleik og aðgerð Bandaríkjamanna til að styrkja valdastöðu hægri- manna. Segja þeir að jafnvel þótt þeir vildu bjóða fram í kosning- unum myndu þeir ekki hætta á það af ótta við að frambjóðendur þeirra yrðu drepnir. Þeir 150 útlendingar frá 40 löndum, sem komið hafa til landsins í boði stjórnvalda til að fylgjast með kosningunum, hafa fengið leyfi til að ferðast um landið þvert og endilangt að vild. Hafa yfirvöld boðið fram alla hugsanlega aðstoð. Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sendi fyrr í þessum mánuði nefnd til Hav- ana til að reyna að fá ráðamenn á Kúbu ofan af stuðningi sínum við skæruliða í E1 Salvador. Vernon Walters, hershöfðingi, ræddi við Fidel Castro í fjórar klukkustundir. Þá hefur New York Times eftir ónafngreindum embættismanni að stjórn Reagans myndi fallast á samningaviðræður á milli nýrrar stjórnar E1 Salvador og skæruliða svo framarlega, sem þeir færu ekki fram á valda- hlutdeild í stjórn landsins. ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte 5. april Selfoss 7. april Mare Garant 16. april Junior Lotte 30. april NEW YORK Mare Garant 26. marz Junior Lotte 7. april Selfoss 8 april Mare Garant 19. aprn HALIFAX Hofsjökull 29 marz Selfoss 16. april BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 29 marz Alafoss 5. april Eyrarfoss 12. apríl Alafoss 19. april ANTWERPEN Eyrarfoss 30. marz Alafoss 6 april Eyrarfoss 13. april Alafoss 20. april FELIXSTOWE Eyrarfoss 31. marz Alafoss 7. april Eyrarfoss 14. april Alafoss 21. april HAMBORG Eyrarfoss 1. april Alafoss 8. april Eyrarfoss 15. april Alafoss 22. april WESTON POINT Helgey 30. marz Helgey 13. april NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 31. mars Dettifoss 13. april Dettifoss 26 april KRISTIANSAND Dettifoss 30 marz Mánafoss 19. april Mánafoss 3. mai MOSS Dettifoss 30. marz Manafoss 6. april Dettifoss 13. april Mánafoss 20. april GAUTABORG Dettifoss 31. marz Mánafoss 7. april Dettifoss 14. april Manafoss 21 april KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 1. april Mánafoss 8. april Dettifoss; 15 apríl Manafoss 22. apríl HELSINGBORG Dettifoss 2. april Manafoss 9. april Dettifoss 16. april Manafoss 23. april HELSINKI Mulafoss 1. april Irafoss 19. april RIGA Irafoss 23 april GDYNIA Mulafoss 8 april Irafoss 24 april. THORSHAVN Mánafoss 1 apnl VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.