Morgunblaðið - 26.03.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
17
Systurskip Hvítabjarnarins
Veður hamlaði að þyrla
færi strax frá Hvítabirninum
Danska þyrlan af Hvítabirninum:
Varð að fara til lands
vegna bilunar er tveim
ur hafði verið bjargað
HANNES Þ. Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags ís-
lands, sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gærkveldi,
að fyrst hefði frést um erfiðleika
Suðurlands klukkan 12.55 í gær, en
þá heyrði Hornafjarðarradíó neyð-
arkall frá skipinu. Þá var það statt
35 til 40 sjómílur norður af Myki-
nesi i Færeyjum. Þá var kominn um
60 gráðu halli á skipið, og óskuðu
skipverjar aðstoðar. Vindur var þá 7
til 8 vindstig af suðsuðvestri og
mikill sjór. — Skömmu síðar sagði
Hannes að skipverjar hefðu til-
kynnt að maður hefði fallið fyrir
borð, og ekki náðst aftur, og kváð-
ust þeir vera að yfirgefa skipið.
Hannes Hafstein sagði, að þeg-
ar hefði verið haft samband við
fjölmarga aðila vegna málsins;
flotastöð Dana í Færeyjum, þar
sem þær upplýsingar fengust að
varðskipið Hvítabjörninn væri í
um klukkustundarsiglingu frá
Suðurlandi, en vegna veðurs væri
„ÞETTA var hálf nöturleg vist í
gúmmíbjörgunarbátnum, enda höfðu
menn ekki haft tíma til að klæða sig
vel og ég var til dæmis á skyrtunni,
hljóp beint úr koju þegar óhappið
dundi yfir,“ sagði Sveinn Steinar Guð-
jónsson, 2. stýrimaður á Suðurlandi,
en hann var annar skipverja sem
danska þyrlan af varðskipinu Hvíta-
birninum bjargaði 35 mílur frá Myki-
nesi i Færeyjum í haugasjó í gær.
Við vorum búnir að vera á ára-
bátnum og gúmmíbjörgunarbátnum
um það bil l'A klukkustund þegar
ekki unnt að senda þyrlu á loft.
Haft var samband við Landhelgis-
gæsluna um leitarflug héðan, og
einnig við Varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli, þar sem Hercules-
flugvél og björgunarþyrla voru
hafðar til taks. Enn var haft sam-
band við björgunarstöð í Skot-
landi, sem sendi þyrlu frá breska
flughernum af stað frá Lossie
Mouth-stöðinni á Inverness í
Norður-Skotlandi. Skömmu síðar
fór Nimrod-leitarþota einnig það-
an. Þá var Hercules-flugvél
bandaríska hersins, sem var á leið
frá Bretlandi til íslands, beðin að
fara inn á það svæði sem leitað
var að skipverjanum er féll fyrir
borð. — Er hér var komið sögu
sagði Hannes að talið hefði verið
heppilegast að hafa flugvélarnar
hér á landi á bakvakt, ef á þyrfti
að halda, í stað þess að senda þær
þegar á vettvang.
Klukkan 14.32 sagði Hannes, að
skilaboð hefðu komið frá Færeyj-
danska þyrlan kom á vettvang og
náði okkur tveimur um borö, en hún
tók ekki fleiri í einu,“ sagði Sveinn
Steinar. „Það var skuggalegt að
lenda í þessu og sárt var að missa
mann.
Skipið valt geysilega eftir að
slagsíðan kom á það og við áttum í
miklum erfiðleikum að losa björg-
unarbátana frá skipinu. Það munaði
litlu að álbáturinn sem var okkar
síðasta von eftir að við höfðum
misst gúmmíbjörgunarbátana, færi
hreinlega niður með skipinu, því
um þess efnis að þyrla frá Hvíta-
birninum hefði fundið gúmmí-
björgunarbát af Suðurlandi, og að
tekist hefði að bjarga tveimur
mönnum úr honum um borð í
þyrluna, og yrði flogið með þá til
Vogeyjar í Færeyjum. Þá bárust
fréttir um að breska þyrlan hefði
bjargað hinum átta, og flogið yrði
með þá til Þórshafnar. Þangað var
komið klukkan 17.42, en skipverj-
arnir tveir er danska þyrlan
bjargaði fóru til Þórshafnar, ak-
andi frá Vogey. Klukkan 17.42, er
breska þyrlan var lent i Þórshöfn,
var jafnframt tilkynnt að Suður-
land væri sokkið.
Hannes Hafstein sagði, að
brezku björgunarmennirnir hefðu
enn einu sinni unnið mikið björg-
unarafrek við erfiðar aðstæður, og
hið sama mætti segja um Danina,
sem björguðu skipverjunum
tveimur.
hann festist undir daviðunum og
hálffylltist af sjó, en það bjargaðist
á síðustu stundu.
Halldór skipstjóri og Ingimar
stýrimaður urðu að synda frá skip-
inu í haugasjó, 8—9 vindstigum og
rigningarsudda. Sjógangurinn var
ofboðslegur og þegar við vorum að
reyna að keyra skipið upp til að
halda því sem lengst á floti, slitnaði
línan í gúmmíbjörgunarbátnum.
Það er fátt sem hemur afl hafsins
„ÞEGAR okkur hafði tekist að ná
upp tveimur íslendinganna í bátn-
um, urðum við frá að hverfa, og
þyrlan varð að fara þegar í stað til
lands aftur vegna bilunar," sagði
einn skipverja um borð í danska
varðskipinu Hvitabirninum í sam-
tali við Morgunhlaðið i gærkvöldi.
Hann sagði allar aðstæður á
slysstað hafa verið mjög erfiðar,
og laust eftir klukkan 22 í gær-
kvöldi var leit að skipverjanum er
féll útbyrðis hætt. Þá var enn
slæmt veður á þessum slóðum, sex
til sjö vindstig og auk þess mikill
straumur. „Við höfum því neyðst
til að hætta leitinni án þess að
NIMR()D-1H)TA frá breska flughern-
um, llercules-flugvél frá bandaríska
hernum og danska varðskipið Hvíta-
björninn, heyrðu öll neyðarkall frá
gúmmíbjörgunarbáti Suðurlands í
gær, og var á þann hátt unnt að miða
nákvæmlega út staðsetningu bátsins,
og senda þvrlur mönnunum til bjarg-
ar, sagði Mik Magnússon, blaða-
fúlltrúi Varnarliðsins á Kelfavíkur-
flugvelli i samtali við Morgunblaðið í
þegar það er í ham. Við urðum
stanzlaust að ausa álbátinn undir
róðrinum, því það gaf svo til sam-
fellt yfir hann. Það var líka all-
þröngt um borð því við vorum 10 í
bát sem er gefinn upp fyrir 8 menn,
en þetta gekk upp og þeir voru
snöggir að hífa okkur upp, þyrlu-
mennirnir, þegar þeir komu á vett-
vang og óneitanlega var það þægileg
tilfinning þótt maður sveiflaðist
fram og til baka eins og poki í bandi
þessa 40 metra hæð sem hífingin
tók.“
finna skipverjann af Suðurlandi,
því rniður," sagði Daninn um borð
í Hvítabirninum. „Við förum því
inn til Færeyja og bíðum átekta
þar til á morgun."
Hann sagði langa stund hafa
liðið þar til tókst að bjarga þeim
átta, sem enn voru eftir í björgun-
arbátnum, er dönsku þyrlunni
hafði tekist að ná tveimur. Þeir
hefðu verið kaldir og hraktir, er
loks tókst að ná þeim, og líðan
skipverjanna verið orðin mjög
slæm.
Seint í gærkvöldi var enn unnið
að viðgerð á þyrlunni af Hvíta-
birninum, en ekki var þá ljóst, hve
alvarleg hún var.
gærkvöldi.
Mik sagði, að um væri að ræða
sjálfvirkan neyðarsendi, svonefnd
ERT-merki, sem gúmmíbjörgunar-
báturinn sendi frá sér. Mjög lág-
skýjað hefði verið á hafsvæðinu um-
hverfis slysstaðinn, og því hefðu
björgunarskip og flugvélar orðið að
miða björgunarbátinn út. Venju-
legar herflugvélar sagði Mik Magn-
ússon ekki hafa tæki á UHF-
bylgjulengd, sem næði sendingum
ERT-tækisins, en þessi móttökutæki
hefðu verið um borð í Hercules- og
Nimrod-vélunum, sem hefðu því náð
þeim.
Flugstjóri Hercules-vélarinnar
bandarísku er David Hughes, majór
í bandaríska hernum. Blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við hann þar
sem hann var kominn til Keflavíkur
í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa verið
á leið frá Bretlandi til Keflavíkur,
er ósk kom um að fara af leið og
svipast um eftir Suðurlandi. Þar
hefði verið mjög lágskýjað, og þeir
því lítið séð niður til sjávar. Það
sem þeir sáu hefði þó verið mjög
úfinn sjór og erfiðar aðstæður niðri
á haffletinum. Nimro-þotuna sagði
hann fyrst hafa náð neyðarskeyti
björgunarbátsins, en síðan einnig þá
í Hercules-vélinni og Danina um
borð í Hvítabirninum. Merkin hefðu
gert það að verkum, að unnt var að
staðsetja mennina í sjónum, og
hefði áhöfn Nimrod-þotunnar getað
gert það sjálf, en ekki hefði spillt
fyrir að þrír björgunaraðilar heyrðu
skeytin og hefðu þannig getað gert
nákvæma staðarákvörðun.
„Við náðum björgunar-
bátnum á síðustu stundu“
— segir Sveinn Steinar Guðjónsson, II stýrimaður á Suðurlandi
Tvær flugvélar og
varðskip miðuðu stað-
setningu bátsins út
Helgi Hálfdanarson:
Ad ad að að að að að
Mörg er skemmtileg fjöl-
breytnin í íslenzku máli og mál-
venjum. Þar er eitt með öðru sú
hefð, sem bindur ákveðnar for-
setningar við tiltekin staðanöfn.
Jafnan er sagt í Hafnarfirði og á
Siglufirði, en aldrei öfugt, þegar
átt er við kaupstaðina sjálfa.
Sagt er í Keflavík og á Hólma-
vík, en ekki öfugt; og svo mætti
lengur telja. Mig minnir að
Baldur Jónsson háskólakennari
hafi einhvern tíma í útvarpi sett
fram reglu um þessar forsetn-
ingar með nöfnum kaupstaða og
kauptúna (jftir landshlutum; en
ekki er ég viss um að ég færi rétt
með hana. Gaman væri að fá
hana á þrykk.
Um nöfn sveitabæja gegnir
líku máli; jafnan hefur sagt ver-
ið á Hvoli, í Garði, á Völlum, í
Nesi o.s.frv. Þó að ekki sé þar um
einhlítar reglur að ræða, mega
frávikin kallast fátíðar undan-
tekningar.
Að undanförnu hefur þó viss
breyting verið að færa sig upp á
skaftið. Vera má, að við mal-
arbúar, sem vitum ekki lengur
hvað snýr aftur og fram á kú,
séum farnir að ruglast í ríminu
og því hættir að þora til við for-
setningarnar í og á. En þá hefur
slyngum mönnum komið í hug,
að í fornu máli og góðu má sjá
forsetninguna að hafða með bæj-
arnöfnum, ef svo ber undir. Og
þá er ekki að sökum að spyrja;
með oddi og egg er gengið að því
að útrýma forsetningunum í og
á, og að sett í stað þeirra beggja.
Nú mætti það þykja blendinn
kristindómur að amast við
fornri fyrirmynd í notkun máls.
Ekki skal það heldur gert. For-
setningin að í þessum notum
hefur einmitt vegna fornra
dæma fengið tiltekinn blæ, sem
gefur henni sérstakt gildi í máli,
ef hún er notuð í mjög góðu hófi,
svo sem löngum hefur tíðkazt.
En því gildi glatar hún með öllu,
ef henni er sólundað á bæði borð,
svo sem gert hefur verið nú um
sinn. Þá á hún það eitt fyrir sér
að enda í fullkominni lágkúru.
Fyrir nokkru var þulin í út-
varp tilkynning embættismanns
um fundi á tilteknum stöðum.
Þar var um að ræða bæjanöfn,
sem forn málvenja hafði bundið
ákveðnar forsetningar við, svo
sem verið hefði: á Grund, í
Tungu, á Gili, á Melstað, í
Saurbæ, í Hólkoti, á Barði. í stað
þess að virða þessa hefð, sagði
maðurinn allsstaðar að, bæði
fyrir i og á: að Grund, að Tungu,
að Gili, að Melstað, að Saurbæ,
að Hólkoti, að Barði. Með þessu
lagi tapast fyrr en varir úr
málkennd almennings þessi
skemmtilega tilbreyting, og
truntuleg einhæfni kemur í stað-
inn.
En að-súgurinn er ekki ein-
göngu gerður að bæjanöfnum;
hann nær einnig til stofnana,
samkomustaða, veitingahúsa;
sagt er ad Hótel Borg og að Bif-
röst, þó að löngum væri sagt á
Hótel Borg og í Bifröst. Meira að
segja götur og götunúmer í bæj-
um fá ekki að sleppa. Menn eru
sagðir til heimilis að Grettisgötu
2 og að Tjarnargötu 3, og fundur-
inn var haldinn að Klapparstíg
4, þó að föst málvenja hafi verið:
á Grettisgötu, í Tjarnargötu og á
Klapparstíg. Nýlega sá ég í blaði
fyrirsögn af því tagi, að þjófnað-
ur hefði verið framinn að Soga-
vegi. Og gamli maðurinn, sem á
afmæli, dvelst ekki á heilsuhæl-
inu í Kristnesi, heldur að heilsu-
hælinu að Kristnesi, ef hann er
þá ekki staddur að heimili dóttur
sinnar að Einimel 123, þar sem
hann fær vonandi svo góða að-
hlynningu sem hann á skilið, og
helzt betri.