Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Leiðinleg
til
lengdar
Dcpeche Mode
Speak and Spell
MUDE STUMM 5
Það voru fjórir ungir piltar
sem stofnuðu Depeche Mode í
bænum Basildon á Bretlandi á
meðan þeir sátu enn sveittir yfir
skólabókunum í gagnfræðaskól-
anum. Þeir eyddu öllum sínum
frístundum heima hjá Vince
Clarke þar sem þeir sátu með
heyrnartólin límd við eyrun og
slógu hljóðlaus lög á nótnaborð
hljóðgerflanna. Móðir Vince var
ekki ýkja hrifin af svellunum
sem nóturnar á hljómborðstækj-
unum gáfu frá sér en þeir voru
þó betri en ærandi hávaðinn í
venjulegum rokkurum. Hægt og
rólega fóru þeir að færa sig út
fyrir æfingaplássið og í fyrstu
voru það diskótek og aðrir slíkir
staðir sem þeir spiluðu á. Þrír
þeirra með hlóðgerfla og einn
Hið heimsfræga stórkostlega
snjalla körfuknattleiksliö HAR-
LEM CLOBETROTTERS leikur
gegn WASHINGTON GENER-
ALS í Laugardalshöll 19. og
20. apríl nk.
Leikur tveggja banda-
rískra superliöa, sem allir
VERÐA að sjá.
I hálfletk sýna bandarískir rúlluskauta-anillingar tistir sínar, töframenn og sprellikarlar
koma fram. Stórkoatiag akemmtun fyrir alla fjölskylduna.
FORSALA
aðgöngumiöa hefst á morgun kl. 13—17 aö Hótel Esju og íþróttavallarhús-
inu, Keflavík.
Miðapantanir utan af landi teknir í símum 85949 - 82448 - 82465 á sama
tíma.
Ath. Aöeins þessir 2 leikir.
FLUGLEIDIR
Coke
Trade-mírk <& :j.
Horlem
lobetrotters
til íslands
með hljóðnemann, seiddu þeir
ungt fólk til fylgis við sig og að-
dáendahópurinn óx hratt. Eftir
að hafa spilað sem slíkir um
nokkurt skeið var gefin út lítil
plata og á henni er lagið
„Dreaming of Me“, sem gekk
sæmilega vel. Aðra sögu er að
segja af næstu litlu plötu. A
henni er lagið „New Life“ og það
fór upp í 11. sæti breska smá-
skífulistans í ágúst á síðasta ári.
í september sendu piltarnir frá
sér þriðju smáskífuna og lag af
henni fór í 8. sæti 17. október
1981.
Leiðin til frægðar var að
mestu rudd og tilboðum um út-
gáfu og hljómleika rigndi yfir
þá. En þeir vildu ekki slíta sam-
starfinu við vin sinn, Daiel Mill-
er. Það var einmitt hann sem gaf
út smáskífur þeirra þrjár og var
einnig upptökustjóri. Breiðskífa
var það sem allir biðu eftir og
hún leit dagsins ljós í nóv. sl.
Þessa plötu hefur SPOR svo ný-
lega gefið út. Ein breyting hefur
orðið á flokknum síðan hann hóf
að leika saman. Vince Clarke er
hættur að koma fram með Dep-
eche Mode en helgar sig nú að
öllu leyti tónsmíðum. Þeir þrír
sem eftir eru eru: David Cahan
söngur, Martin Lee Gore og
Andrew John Fletcher, báðir á
hljóðgerfla. Tónlistin sem pilt-
arnir spila tilheyrir hinni svo-
kölluðu nýrómantísku stefnu
(t.d. Ultravox). Hún er fyrst og
fremst til þess að dansa við og til
slíks er hún nokkuð góð. Það er
ekki alveg rétt að segja að þetta
sé diskótónlist en það fer samt
nærri.
A plötunni eru 11 lög sem öll
eiga það sameiginlegt að hafa
allnettar laglínur og stundum
hreint góðar. Ef eitthvað ætti að
tiltaka mætti nefna lög eins og
„Boys Say Go“ og „Nodisco".
Annars er það eitt lag sem er
öllum öðrum skemmtilegra,
„What’s Your Name“. Ef vel er
hlustað þá má finna gamlan
mikið notaðan rokk-frasa í nýj-
um búningi. Stundum er grunnt
á frumlegheitunum hjá sumum
af þessum hljómsveitum. Þó hef-
ur Depeche Mode eitt fram yfir
flestar aðrar nýrómantískar
hljómsveitir en það er söngur-
inn. Hann er mun fjölhæfari og
jafnvel skemmtilegur á þessari
plötu og er það meira en hægt er
að segja um marga aðra flokka
sem tilheyra þessari stefnu.
Svona í stuttu máli er hægt að
segja að „Speak and Spell" sé
góð skemmti- og danspiata en
annars rís hún ekki hátt.
FM/AM
Dans-
tónlist
B-52’s
Mesopotamia
Island ISSA 4006.
Bandaríska hljómsveitin B-
52’s hefur nú sent frá sér sína 4.
plötu. Hún ber nafnið „Mesopot-
amia“ eins og eitt af sex lögum
sem þar er að finna á plötunni.
Hijómsveitin var stofnuð í
New York og var í fyrstu aðeins
partý-hljómsveit. Hana skipa:
Ricky Wilson gítar og hljóm-
borð, Cindy Wilson söngur,
Keith Strikland hljómborð og fl.,
Fred Schneider söngur, Kate Pi-
erson söngur, hljómborð o.fl.
Vegur hljómsveitarinnar fór þó
ört vaxandi og að lokum varð
flokkurinn að færa sig úr heima-
húsum og út í stærra húsnæði
svo allir þeir sem á vildu hlýða
eða dansa með, kæmust að. Tvær
fyrstu plöturnar eru mjög góðar
þó sérstaklega sú seinni, „Wild
Planet". Þriðja platan fór eitt-
hvað fyrir ofan garð og neðan og
gerði ekkert til að auka hróður
B-52’s.
Tónlistin sem B-52’s spila er
diskó. Inn í hana spinnast svo
áhrif frá tónlist Afríkúbua og
hin ýmsu hljóð setja einkenni
sín á tónlistina. Á „Mesopot-
amia“ halda þau áfram að spila
þetta undarlega sambland sitt
og tekst misvel upp. Ekki vil ég
taka einstakt lag út úr heldur
segja að í heild sé að finna hluti
sem teljast til áframhaldandi
þróunar í tónlistinni og svo aftur
á móti eru þarna hlutir sem eru
staðnaðir, eða þá að bara er
komin þreyta í lagasmíðina.
Þetta hefur í för með sér að tón-
listin er annað hvort mjög leið-
inleg og þreytandi eða fram úr
hófi áhugaverð.
Mér finnst ekki vera hægt að
leggja neinn ákveðinn dóm yfir
þessa plötu, heldur ætti hver og
einn að segja til um hana sjálf-
ur. Hinu verður ekki neitað að
vonbrigðin urðu meiri en
ánægjan.
FM/AM.
Sauðárkrókur:
Sæluyikan á fullu
Sauóárkróki, 24. marz.
SÆLUVIKAN er hér í fullum gangi.
Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi
„Einkalír’ eftir Noel Coward síð-
astliðinn sunnudag. Leikstjóri er
Elsa Jónsdóttir. Sauðárkrókskirkja
var þéttsetin á mánudags- og þriðju-
dagkvöldið en þar var fjölbreytt
dagskrá. Kirkjukór og einsöngvarar
sungu, ræður voru fluttar og hljóð-
færaleikararnir Jóhannes Eggerts-
son, Siguröur Marteinsson og Þor-
valdur Steingrímsson úr Reykjavik
léku.
Þeir heimsóttu sjúkrahúsið og
þóttu góðir gestir. Einnig fóru
þeir í tónlistarskólann og spiluðu
þar og ræddu við nemendur. í
gærkvöldi söng karlakórinn
Heimir í Bifröst við góðar undir-
tektir og á föstudag og laugardag
syngur Skagfirska söngsveitin úr
Reykjavík hér. Leiksýningar og
kvikmyndasýningar eru alla daga
og dansleikir síðustu kvöld vik-
unnar.
Kári.
Miðinn kostar 45 kr.
og íœst í síma^82399 og 33370
Landshappdrcetti SÁÁ