Morgunblaðið - 26.03.1982, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 25 Langholtsbúar, látum drauma þeirra rætast Það er vor í lofti, draumar um yl og skrúð sækja fastar og fastar að. Einn á falið fræ í foldu og draum um það sem jurt; annar að vorvall- arstarf hans í skólanum verði tek- ið gilt og hann fái leyfi til að ganga út á sumarstarfsvöll lífsins. Ekki veit ég, hvaða draumur bær- ist í þínu brjósti, en ég bið samt að hann rætist og vera þín öll fyllist gleði yfir því að fá að vera til, fá að taka þátt í því ævintýri sem lífið vissulega er. Ég bið þess líka í dag að draumur Kvenfélags Lang- holtssóknar um kirkjuna sína full- búna fái rætzt sem allra, allra fyrst. í þrjátíu ár hafa þær unnið og beðið, í þrjátíu ár hafa þær komið með gjafir sínar, rétt þær fram og sagt: Breytið þessu í gróðurreit fyrir þá kenning er Kristur bar til jarðar, svo að framtíð íslenzkrar þjóðar megi vera henni vigð. Árangur þeirra er ævintýri líkast- ur. Gjafirnar þeirra hafa reynzt milljónir, á síðasta ári réttu þær starfinu hér rúmlega 82 þúsund krónur. Það þarf bakstur til, það þarf mörg nálspor til, það þarf starf og lifandi trú til. Á sunnudaginn kemur, eftir guðsþjónustu, munu þær bjóða fram merkin sín, bjóða fram veizlukaffið sitt í von um að þú viljir vera gestur þeirra, viljir taka þátt í að draumur þeirra um fullbúna kirkju rætist. Þær ætlast ekki til hárra fram- laga af okkur hverju og einu, en þær trúa því, að með því að taka saman höndum, þá vgrði létt verk að ljúka þessum gróðurreit á vor- velli þeirra æsku er hér á eftir að alast upp. Svo létt, að það sé jafn- vel hægt að taka þátt í því með því að bera merki í barmi, baka köku, drekka kaffi við veizluborð. Tökum þátt í þessu með þeim. Breytum draumi þeirra í vöku- mynd. Hafi þær þökk fyrir starf sitt, og þú þökk fyrir liðsinni þitt. Sig. Hatikur Langholtskirkja Sauðkrækingar álykta: Ríkisstjórnin af- greiddi tillögu iðnaðarráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun, þar sem hvatt er til þess að hraðað verði afgreiðslu á ákvörðun um stað- setningu steinullarverksmiðju á Sauðárkróki: „Sameiginlegur fundur bæj- arstjórnar Sauðárkróks, sýslu- nefndar Skagafjarðarsýslu, stjórnar Steinullarfélagsins hf. og Iðnþróunarfélags Skaga- fjarðar haldinn á Sauðárkróki 23. mars 1982 beinir þeim ein- dregnu tilmælum til ríkis- stjórnarinnar að hún afgreiði tillögu iðnaðarráðherra um staðsetningu steinullarverk- smiðju án tafar, eins og Alþingi hefur falið henni með lögum um steinullarverksmiðju nr. 61/1981. Þetta mál hefur verið alllengi í undirbúningi í Iðnaðarráðu- neytinu, enda er tillaga iðn- aðarráðherra rækilega rökstudd í áliti steinullarnefnd- ar og mati sérfræðinga ráðu- neytisins á áætlunum áhugaað- ilanna. Ekki hefur verið unnt að vinna að tæknilegum og fjár- hagslegum undirbúningi máls- ins nú um nokkurt skeið meðan beðið var eftir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Því er nauðsyn- legt að hún afgreiði málið nú þegar til þess að ekki komi til frekari tafa á undirbúningi og framkvæmdum." S. 26900 URVALS Páskaferð til Akureyrar 7.—12. apríl Hótel Varöborg — Hótel Akureyri Verö frá kr. 1.565,- í 5 nætur m/morgunveröi í Hlíðarfjalli er eitt besta skíðasvæði landsins, hvort sem er fyrir svig, brun eða göngu. Einnig er boöið upp á skíðaleigu og skíðakennslu. AKIBETU INMSU Þú hef ur sjödagaskilaf rest Electrolux ryksugan er hljóðlát, sogkrafturinn rafeindastýrður og aðlagar sig sjálfkrafa að þykku teppi eða trégólfi. Fótrofi til að ræsa mótorinn og til að draga inr^^iruna. Stýrishjól undir henni miðri auðveldar keyrslL^^^mi- púðar á hliðum og lipur sogbarki. AUKAHLUTIR: SOGSTYKKI með Ijósi og rafknúnum bursta sem bankar teppið um leið og sogað er. PÚSSIKUBBUR sem sveiflast upp í 18000 snúninga á min. Sogið hreinsar allt ryk undan kubbnum. á Electrolux ryksugum Vorumarkaðurinn ht. ÁRMULAIa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.