Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 26

Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 Sigfús Halldórsson - Minningarorð Fæddur 20. janúar 1922 Dáinn 15. mars 1982 Nú er horfinn sjónum okkar I)úddi eins og hann var kallaður. Hans jarðneska líf tók enda þann 15. mars vegna hans veikinda. Með nokkrum orðum langar mig að minnast þessa góða manns, sem öllum vildi vel og taldi ekki eftir sér að gera öðrum greiða. Fram í hugann koma minningarnar, hver annarri ljúfari. Við systkinin tókum miklu ást- fóstri við hann og hans fjölskyldu. Hann var okkur eins og annar pabbi þegar við vorum börn, og heimsóttum við þau Boggu frænku og hann suður til Reykjavikur í þvottalaugarnar, og hefur alltaf haldist gott samband milli okkar fjölskyldna. Síðast þegar ég sá Dúdda, var það á 25 ára afmæli mínu á síðastliðnu ári, alltaf var hann jafn góður og hlýr sem fyrr. En nú er Dúddi allur. og hans skarð autt. En hækkandi sól og nálægö vorsins minnir okkur á hvern mann hann hafði að geyma. Efst í huga okkar allra er að hafa verið í samvistum við jafn góðan mann. Við systkinin vottum þér elsku Bogga mín, börnum þínum og ömmu Guðrúnu samúð okkar. Guð gefi þér styrk og þeim sem eiga um sárt að binda. Kveðja, Anna, Hjörleifur Helgi og Vignir. Það er skrýtið að hugsa til þess að afi okkar sé horfinn. Eiga aldr- ei eftir að sjá brosið hans eða heyra hann syngja framar. En við eigum þó alltaf minningarnar eft- ir. Allar þessar góðu minningar, því hann var besti afinn í heimin- um. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur. Hann mataði okkur og sagði okkur sögur á meðan svo að við kláruðum allan matinn okkar. Hann fór með okkur inn í rúm og söng fyrir okkur á meðan við vor- um að sofna. Þó við værum óþekk var hann ætíð góður við okkur. Elsku afa okkar þökkum við fyrir að hafa fengið að þekkja hann. Við hefðum viljað hafa hann alltaf hjá okkur. En við vit- um, að nú líður honum vel og er engill uppi hjá Guði og passar okkur alltaf. Guð blessi elsku afa. Bylgja Ilögg og Sigfús. Kgill Örn og Sif. Skjótt hefur sól hrugóiA sumri, því séó hef ég fljúga fannhvíU svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú songurinn Ijúfi í svolum fjalldölum, {;rátþö)rull harmafugl hnipir á húsgafli hverjum." J.H. Megi þessi fáu kveðjuorð fylgja Dúdda yfir móðuna miklu, þar sem foreldrar, tvær systur og fjöl- margir aðrir ættingjar og vinir bíða hans fagnandi. Þessi hægláti ljúflingur er horf- inn héðan, en eftir standa eigin- kona, börn og tengdabörn harmi lostin. Góður guð styrki þau og varð- veiti í þeirra miklu sorg. Við hjónin þökkum innilega liðnar samverustundir, öll ferða- lögin og útilegurnar á mörgum undanförnum árum, sem veittu okkur ölium svo mikla ánægju og hvíld. Og hvað við hlógum oft að græskulausri kímni Dúdda, sem fylgdi honum til hinstu stundar. Aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Alltaf reyndi hann að bæta úr, væri þess nokkur kostur. Slíkum mönnum er erfitt að gleyma. Við þökkum samfylgdina af öllu hjarta. Edda og Siggi í dag kveðjum við Sigfús Hall- dórsson hinstu kveðju. Hann lést að morgni 15. mars síðastliðin eft- ir stutta sjúkrahúslegu. Við, sem vorum vanir að hitta hann á vinnustað á hverjum morgni, sjá- um nú óvænt skarð fyrir skildi. Sigfús var verslunarstjóri hjá Þ. Jónsson & Co og hafði starfað þar nær samfellt í 17 ár. Hann var einstaklega traustur starfsmaður og ávann sér virðingu þeirra, sem hann vann með, og ekki síður þeirra, sem til hans leituðu. Ár- vekni hans og samviskusemi í starfi var slík, að ekki sá hnökra á og hann reyndist alls þess trausts verður sem á hann var lagt. Hann hafði til að bera létta lund, sem laðaði að unga sem aldna og í daglegum störfum lífgaði hann vinnustaðinn á sinn Ijúfa hátt. Það var alltaf gott að leita til hans með vandamál sín og hann lagði sig ætíð fram um að líta á björtu hliðar málanna og leysa þau á farsælan hátt. Það er lán að fá að kynnast manni sem Sigfúsi og starfa með honum og ég þakka samfylgdina og harma að hún varð ekki lengri. Við vinnufélagarnir sjáum á bak traustum félaga og vini og við vitum, að missir fjölskyldu hans er mikill. Þegar kallið kemur fyrirvaralít- ið eru viðbrigði snögg og söknuð- urinn sár. Fyrir hönd starfsfélaga hans vil ég votta eiginkonu hans, Sigur- borgu Helgadóttur, og öllum að- standendum innilega samúð okkar. Guðmundur Ragnarsson Þeir sem hljóðast ganga skilja oft mest eftir sig, og þeim er kannski erfiðast að senda hina síðustu kveðju. Margt leitar á hugann og minningarnar hrann- ast upp, en á orðunum stendur. Sigfús var fágætt ljúfmenni, óeigingjarn og ósérhlífinn, krafð- ist aldrei neins sér til handa, en kappkostaði að gera vel við aðra. Síðustu stundirnar sem við áttum saman og Sigfús lá sárþjáður, vildi hann ekkert um veikindi sín tala, hugurinn var allur bundinn framtíð og velferð hans nánustu. Ekkert annað komst að, og er þar kannski lífssaga hans í hnotskurn. Sigfús var annálað traustmenni í starfi, og þeir munu margir sem sakna hljóðrar en hlýrrar fram- komu hans og bónfýsi. Það er erf- itt að kveðja þann sem svo nærri manni stendur, en þó kveðju- stundin sé óumflýjanleg mun Sig- fús ávallt eiga tryggan sess í hug- um okkar og minningin um góðan mann lifa. Jóhann Páll Hann er dáinn hann Dúddi. Þessi fegn barst mér klukkan að ganga 12 mánudaginn 15. mars síðastliðinn. Mig setti hljóðan, hann var að vísu búinn að vera veikur undanfarnar vikur eftir slæmt hjartakast, en virtist nú heldur að hressast, en þá kom kaliið og eitt sinn skal hver deyja. Það er lögmál lífsins, það verða allir að sætta sig við. En þó eru menn misjafnlega við því búnir. Það er ekki langt síðan ég heim- sótti hann og lyfti glasi honum til heiðurs á sextugsafmæli hans. Ekki datt mér þetta þá í hug að hann yrði allur tæpum 2 mánuð- um síðar, já maður veit nú minna en það. Dúddi hét Sigfús Halldórsson fullu nafni. Hann var fæddur á Dalvik 20. janúar 1922 og var því rétt orðinn sextugur þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Júlíusdóttur, Daníels- sonar frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal og Halldórs Sigfús- sonar Jónssonar frá Grund í sama dal. Hann var þvi af góðum svarfdælskum ættum kominn. Sigfús ólst upp í foreldrahúsum á Dalvík þeim góða og vinsæla stað, þar sem brimaldan stríðir við fjörusand, þarna norður við Dumbshaf. Þar tók hann sín fyrstu spor, þar ólst hann upp við öll sjávarstörf eins og títt var um unga menn á þeim tíma. Beitti línu, gerði að fiski og vann annað það sem til féll. Ég minnist þess einkum stuttu eftir að frystihúsið á Dalvík tók til starfa undir stjórn Kristjáns Jóhannessonar að ég kom þar að sem Sigfús, eða Dúddi eins og hann var alltaf kallaður, var að flaka fisk. Fórst honum það vel og hönduglega. Ég man þetta sérstaklega því ég lærði að flaka fisk nokkru síðar þarna á sama stað. Svo líða æskuárin við leik og störf. Dúddi var mjög músíkalsk- ur, spilaði á harmoniku sem hann fékk sér og náði þar góðum árangri. Hann var söngvinn vel, hafði mjúka og þýða rödd, var í karlakórum svo sem Karlakórnum Fóstbræðrum hér í Reykjavík. Þegar Dúddi hafði aldur til tók hann bílpróf og má þá segja að æfistarfið væri ráðið, því fljótlega eftir það gerðist hann leigubíl- stjóri á Akureyri hjá Kristjáni á BSA í nokkur ár. Þá lá leiðin suð- ur til Reykjavíkur þar sem hann byrjaði leiguakstur á eigin bíl hjá Borgarbílastöðinni. Þar var hann í nokkur ár ýmist við leiguakstur eða afgreiðslu. En þegar þreytan fór að gera vart við sig í þessari atvinnu og þegar honum bauðst afgreiðslustarf í Varahlutaverslun Þ. Jónssonar og Co. tók hann það og var þar uns yfir lauk. Þegar ég nú kveð kæran bróður minn við hinstu dyr er mér efst í huga innilegt þakklæti til hans fyrir samleiðina okkar og bið svo guð að blessa hann. Konu hans, Sigurborgu Helga- dóttur, votta ég dýpstu samúð mína og bið góðan guð að gefa henni styrk í raunum hennar. Börnum og tengdabörnum svo og barnabörnum, nákomnum ætt- ingjum og vinum votta ég dýpstu samúð mína. I guðs friði. Július Halldórsson I dag er til moldar borinn mág- ur minn, Sigfús Halldórsson, en hann andaðist 15. mars sl. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Sigfús var fæddur á Dalvík 20. janúar 1922, sonur hjónanna Guð- rúnar Júlíusdóttur frá Syðra- Garðshorni og Halldórs Sigfús- sonar frá Grund, bæði úr Svarfað- ardal. Þau fluttu til Dalvíkur og settu saman bú þar og var Sigfús þar uppalinn ásamt 5 systkinum sínum. Tvær systur hans eru látn- ar og er hann því sá þriðji úr þess- um systkinahópi sem fer yfir móð- una miklu. Hann ólst upp við störf bæði til lands og sjávar eins og algengt var á hans uppvaxtarár- um. Hann fluttist til Akureyrar snemma á 5. áratugnum og kvænt- ist Sigríði Sigurðardóttur á Akur- eyri og áttu þau saman tvö börn, Anton, kvæntan Magneu Þor- finnsdóttur, búa þau í Vestmanna- eyjum, og Jóhönnu, gifta Sigurði Sigurðssyni, en þau búa í Garða- bæ. Sigfús og Sigríður slitu sam- vistum. Kynni okkar Sigfúsar hófust 1951, er hann flutti til Reykjavík- ur og kvæntist systur minni Sig- urborgu Helgadóttur frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Sigurborg og Sigfús eignuðust saman fjögur börn: Guðrúnu, gift Jóhanni Páli Skagaleikflokkur- inn frumsýnir Leynimel 13 Skagaleikflokkurinn frumsýnir í kvöld kl. 20.20 leikritið Leynimelur 12. I.eiksljóri er Guðrún Alfreðsdótt- ir. Önnur sýning verður á sunnudag og sú þriðja á mánudag, báðar kl. 20.20. Þetta er 16. verkefni Skaga- leikflokksins frá því hann var stofnaður árið 1974. Fyrsta verkið, sem sett var upp, var Járnhausinn eftir Jónas Árnason. Hefur mikil gróska verið í starfsemi félagsins undanfarin ár. Fyrr í vetur var barnaleikritið Litli Kláus og stóri Kláus tekið til sýninga á Akra- nesi. Með helstu hlutverk í leikritinu fara þau Guðjón Þ. Kristjánsson, Elísabet Jóhannesdóttir, Ásta Ásgeirsdóttir, Jón Páll Björnsson og Hrönn Eggertsdóttir. Leiktjöld eru eftir Bjarna Þ. Bjarnason og félaga hans. Formaður Skaga- leikflokksins er Guðbjörg Árna- dóttir. \l l.l-VSIV. \SI\IINN KK: 22480 JHorjjnnblotiiíi Mexíkókynning á Hótel Loftleiðum Flugleiðir hafa nú tekið upp skipu- lagðar ferðir til Mexico. Hér er um að ræða 16 daga ferðir sem þó er unnt að framlengja. í tilefni af því verður Mexico-kynning á Hótel Loft- leiðum dagana 26., 27. og 28. mars. Þar munu m.a. koma fram Mexic- anskir hljómlistarmenn og parið Karen og Keynir sýna dans. Einnig verða mexicanskir réttir á boðstól- um. Mexico:ferðum Flugleiða verður þannig háttað að dvalist verður á fjórum stöðum í hverri ferð, þ.e. New York, Mexico City, Taxco og Acapulco. Verða þessar ferðir farnar 1., 15. og 29. maí, en fyrsti ferðamannahópurinn lagði af stað til Mexico 3. apríl sl. Auk þessara hópferða þar sem fararstjóri sér um hópinn, verða einstaklings- ferðir í boði. Á myndinni eru mexíkönsku hljómlistarmennirnir sem munu skemmta á Mexico-kynningu Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.