Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 30

Morgunblaðið - 26.03.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 Sigurvegararnir í mótinu með bikarinn Spennandi keppni í báðum flokkum Fyrirtækjakeppni BSÍ var haldin a<t venju í janúar. Aö þessu sinni tóku þátt 70 fyrirtæki. Keppt var um Torkunnarfagran bikar sem Skart- gripaverslun Jóns og Oskars gáfu. Keppnin var geysihörð og spenn- andi, í tveim flokkum A og B. I A-flokki sigruðu Hængur Þorsteinsson og Þorsteinn Páll Hængsson fyrir Hæng Þorsteins- son tannlækni, næstir urðu þeir Þorstein V. Þórðarson og Gunnar Jónatansson fyrir Áburðarverk- smiðjuna. I B-flokki sigruðu Bjarni Lúð- víksson og Magnús Elíasson fyrir Endurskoðunarskrifstofu Sigurð- ar Stefánssonar þá Daníel Stef- ánsson og Pétur Hjálmtýsson fyrir Hótel Sögu. Forsala á leiki Har- lem Globetrotters hefst á morgun EINS <x; áður hefur verið frá greint í Mbl. er hið heimsfræga sýningarlið Harlem (Bobetrotters væntanlegt hingað til lands 18. apríl næstkom- andi og mun liöið leika hér tvo sýn- ingarleiki gegn feröafélögum sínum Washington PresidenLs í Laugar- dalshöllinni 19. og 20. sama mánað- ar. „Island er 100. landiö sem Globetrotters heimsækja og við er- um mjög stoltir af því að þeir skuli velja Island til slíks áfanga. Þetta lið hefur lengi haft áhuga á því að koma til Islands þó ekki hafi orðið af því fyrr en nú. Þeir bjóða upp á 2,5 klst. skemmtun scm gengur ekki einung- is út á körfuknattleik, heldur alls kyns sprell í og með. Þetta er skemmtun fvrir alla fjölskylduna. enda leggja þeir sjálfir mikla áherslu á það,“ sagði Agnar Frið- riksson landsliðsnefndarmaður hjá KKÍ á blaðamannafundi fyrir skömmu er greint var frá komu þessa fræga körfuknattleiksliðs sem hvert mannsbarn kannast við. KKÍ og Flugleiðum hafa borist ógrynni fyrirspurna um miðaverð og sölu. Ekki skal um miðaverð sagt, en hitt er víst, að forsala að- göngumiða hefst að Hótel Esju á morgun klukkan 13.00. Á sunnu- daginn verður síðan sölu haldið áfram og er óhætt að hvetja fólk til að tryggja sér miða fyrirfram, hætt er við að lítið verði eftir af þeim er nær dregur. Fiórir leikir i blakinu í Fjórir leikir fara fram á íslands- mótinu í blaki í kvöld. Þrír eru á dagskrá í Hagaskólanum og hefst sá fyrsti klukkan 18.30. Er það viður- eign HK og Bjarma í 2. deild karla. Síðan mætast ÍS og Víkingur i 1. kvöld dcild karla og loks Þróttur og KA í 1. deild kvenna. Fjórði leikurinn hefst klukkan 20.00 í íþróttahúsi lláskólans. Leika þar Fram og Þróttur frá Neskaupstað. Islandsmótið í badminton íslandsmeistaramót i badminton 1982 verður haldið í Laugardalshöll- Bláfjalla- gangan Næstkomandi laugardag fer fram almenningsganga á skíðum í Blá- fjöllum. „Bláfjallagangan'*. (iengin verður ra. 18 km löng leiö. Þátttaka er öllum heimil. Tilkynna á þátttöku til skrifstofu skíðafélags Keykjavík- ur, Amtmannsstíg 2. þar eru veittar nánari upplýsingar. inni, Keykjavik, dagana 3.—4. apríl og hefst laugard. 3. apríl kl. 10 f.h. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki, öðlingaflokki (40—50 ára) og æðsta flokki (50 ára og eldri), í öllum greinum karla og kvenna. Spilað verður með „Aero- plane“-boltum. Þátttökugjald er kr. 80 í tvíliða- leik og tvenndarleik og kr. 90 í einliðaleik. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist BSÍ fyrir 25. mars nk. og skal senda hjálagt greiðslu fyrir þátttökugjöldum. Þorvaldur jafnar íslandsmet sitt ÞORVALDUR l*órsson frjálsíþrótta- maður úr ÍK tekur ekki þátt í móti þessa dagana öðru vísi en að jafna eða slá íslandsmet. llm helgina sigr- aði hann í 110 metra grindahlaupi á frjálsíþróttamóti í Kaliforníu og jafnaði eigið íslandsmet í leiðinni. Var mótinu sjónvarpað á vestur- strönd Bandaríkjanna, og viðtal tek- ið við Þorvald, þar sem hann var spurður m.a. um ísland og íslend- inga, auk þess sem hann þurfti margsinnis að endurtaka nafn sitt fyrir sjónvarpsmanninn, sem vildi ná hinum eina og rétta framburði. Þorvaldur hljóp 110 m grind á 14,4 sekúndum, sem er sami tími og hann náði viku áður, en þá bætti hann íslandsmetið um tvö sekúndubrot. Fyrir hálfum mán- uði jafnaði Þorvaldur þágildandi Þorvaldur Þórason ur (framför met Péturs Rögnvaldssonar, og metin eða metjafnanirnar þrjár á þremur mótum á hálfum mánuði. Á sama tíma hefur Þorvaldur náð sínum tveimur beztu tímum í 400 metra grindahlaupi, hljóp á 52,80 fyrir tveimur vikum, og 53,2 um helgina. Um næstu helgi keppir Þorvald- ur í Irvine í Kaliforníu, þar sem skóli hans, San Jose State, mætir Kaliforníuháskóla í Irvine og Long Beach State. Á mótinu í San -Jose keppti Þorsteinn Þórsson ÍR, bróðir Þorvaldar, í spjótkasti og kastaði 59,30 metra. Þorsteinn er fyrst og fremst tugþrautarmaður, og kepp- ir í einni slíkri á Martin Luthei King-minningarmótinu í Stanford í Kaliforníu eftir tvær vikur. Hörð keppni á Ljóma-mótinu Badmintonfélag Akraness hélt hið árlega Ljómamót sitt um helgina 20. og 21. mars og var keppt í öllum greinum í meistaraflokk og voru úr- slitaleikirnir leiknir á sunnudegin- um. Allir bestu badmintonmenn og konur voru með í þessu móti og Kristín Magnúsdóttir TBR vann þrefalt eins og hún hefur svo oft gert í vetur. I einliðaleik vann hún nöfnu sína Kristjánsdóttur sem einnig er úr TBR nokkuð örugg- lega í úrslitum og þær nöfnur unnu svo tvíliðaleikinn án keppni í úrslitum, því þær Lovísa Sigurð- ardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir úr TBR mættu ekki í úrslita- keppnina. Í tvenndarleik vann Kristín M. ásamt Brodda Krist- jánssyni úr TBR þau Vildísi K. Guðmundsson KR og Sigfús Árna- son úr TBR nokkuð auðveldlega. Kristín var mjög vel að þessum sigrum sínum komin og framkoma hennar þegar hún spilar er alltaf til fyrirmyndar. Broddi vann einliðaleik karla á móti Guðmundi Adolfssyni úr TBR með 17—16 og 15—11 og fékk þar með hefnd eftir Reykjavík- urmótið á dögunum. Broddi tapaði einni lotu á móti Sigfúsi í undan- úrslitum. I tvíliðaleik voru þeir Sigfús Árnason TBR og Víðir Bragason IA í miklum ham og unnu þá Brodda og Guðmund með 15-8 og 15-11. Keppt var um farandgripi sem Smjörlíki hf. hefur gefið til að keppa um í þessu móti. íslandsmótið í fim- leikum um helgina Gengur Stefán til liðs við KR? íslandmeistaramót FSf verður haldið í Laugardalshöll 27. og 28. mars, og hefst kl. 14.00 báða dag- ana. Þátttakendur eru frá 3 félögum: Armanni, Björk og Gerplu, 15 stúlk- ur og 5 piltar. Nokkrir nýir þátttak- endur eru i þeim hópi. Meðal pilt- anna keppir Jónas Tryggvason, sem er við nám í Kíkisíþróttaháskólanum í Moskvu. Stúlkurnar keppa í olympíu- skylduæfingum FIG fyrri daginn NM i fimleikum verður hér á landi í apríl DAGANA 24. og 25. apríl nk. veróur haldið llnglingameistaramót Norð- urlanda í fimleikum. Mót þetta er mikill viðburður í sögu Fimleikasambands íslands vegna þess að það er nú haldið í fyrsta sinn á íslandi. Um 40 unglingar frá öllum Norð- urlöndunum munu taka þátt i þessu móti, sem verður haldið í Laugar- dalshöllinni. og í frjálsum æfingum seinni dag- inn. Piltarnir keppa í skylduæfing- um fyrri daginn og frjálsum æf- ingum seinni daginn. Þá munu íslenskir þátttakendur verða með í móti í Luxemborg 4. apríl nk. Eru það 3 piltar frá Ár- manni sem fara ásamt þjálfara sínum, Guðna Sigfússyni. Stefán Halldórsson sem þjálfað hefur handknattleiksliðið Tý, Vest- mannaeyjum, í vetur mætti á æfingu hjá KR í fyrrakvöld. Mun hann hafa ■ hyggju að tilkynna félagaskipti yfir í KK þegar keppnistímabilinu lýkur, og æfa undir stjórn Andres I)ahl næsta vetur. Þá hafa sögur verið á kreiki um að KK fái fleiri leikmenn til liðs við sig. Úrslit í skólamótinu í körfuknattleik Framhaldsskólamótið í körfuknattleik hefur verið á fullri ferð að undan- förnu. Botninn var sleginn í mótið um síðustu helgi og urðu úrslit leikja þessi: Víöistaðaskóli — Alftamýrarskóli 12—13 20:23 LangholLsskóli — Oldutúnsskóli 14—15 54:39 Austurbæjarskóli — Olafsvíkurskóli 14—15 39:32 Sauðárkrókssk. — Njarvíkurskóli 14—15 16:96 Borgarnesskóli — Keflavíkurskóli 12—13 26:58 Sauðárkróksskóli — Keflavíkurskóli kvenna 12:32 Keykjaskóli — Langholtsskóli 14—15 36:57 Austurbæjarskóli — Njarðvíkurskóli 14—15 36:80 Álftamýrarskóli — Keflavíkurskóli 12—13 úrslit 20:46 = Keflav. Víðistaðaskóli — Keflavíkurskóli kvenna úrslit 23:34 = Keflav. LangholLsskóli — Njarðvíkurskóli 14—15 úrslit 45:57 = Njarðv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.