Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Hallvarður Einvarðsson: Fjárskortur háir mjög allri starfeemi RLR Hallvarður Einvarössun tók við stjórn Rannsóknarlögreglu ríkisins við stofnun embættisins þann 1. júlí 1977. Hann vann að undirbúningi stofnun RLR um nokkurra mánaöa skeið og hefur öðrum fremur mótaö starfsemi RLR. Hallvarður var skipaður í embættið af forseta ís- lands að tillögu Ólafs Jóhannesson- ar, sem þá gegndi embætti dóms- málaráðherra, og lét hann af emb- ætti vararíkissaksóknara þegar hann tók við stjórn RLR. „Við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins starfa 38 rannsóknarlögreglu- menn,-4 lögfræðingar og svo er hér starfsfólk við vélritun, nætur- vörzlu, símavörzlu, skráningu, mötuneyti og ræstingu. Þegar í upphafi féll mikill fjöldi mála undir RLR, þ.á m. ýmis stórbrot og umfangsmikil á sviði refsi- löggjafar; mál sem kröfðust mikils mannafla og langs tíma í vinnslu. Málafjöldi hefur verið á bilinu 3500 til 4000 á ári þau 4‘A ár sem RLR hefur starfað og óhætt er að fullyrða að umfangsmiklum fjár- málabrotum hefur farið mjög fjölgandi, en stærsti málaflokkur- inn eru þjófnaðarmál," sagði Hall- varður Einvarðsson. Hver voru tildrög að stofnun RLR? „Á undanförnum áratugum hef- ur mikið verið unnið að endur- skoðun réttarfarslaga um opinber sakamál og einkamál. Að því er varðar sakamál, hefur endurskoð- unin ekki hvað sízt beinzt að skip- an rannsóknarvalds. Að þessu hafa ýmsir unnið á liðnum árum. Þáttaskil urðu og verulegum áfanga var náð í þessari endur- skoðun árið 1948 þegar lagt var fram frumvarp á Alþingi um með- ferð opinberra mála. í því voru m.a. ákvæði um skip- an rannsóknarvalds og meðferð ákæruvalds. Þá var lagt til að sér- stakur embættismaður, rannsókn- arstjóri, færi með yfirstjórn rann- sókna sakamála, svo og sérstakur embættismaður, saksóknari, er færi með ákæruvaldið. Þessi ákvæði í frumvarpinu frá 1948 náðu þá ekki fram að ganga, eink- um af kostnaðarástæðum. Frumvarp þetta var að öðru leyti lögtekið í meginatriðum og samþykkt sem lög nr. 27 5. marz 1951 og tók gildi 1. júlí 1951. Þar með var lokið vissri heildarend- urskoðun og mikilvægum áfanga náð í endurskoðun réttarfars- reglna um meðferð opinberra mála. Áður voru ákvæði í þessu efni alldreifð og vissrar réttar- óvissu gætti á þessu sviði. Áfram var unnið að endurskoðun þessara þátta réttarfarsins, það er um skipan rannsóknarvalds og ákæruvalds. Tíu árum síðar, 1. júlí 1961, var sett á stofn embætti saksóknara og var það gert með breytingum á lögum nr. 27/1951. Byggt var á vissum hugmyndum frumvarpsins frá 1948. Jafnframt kom fram, að rétt væri að vinna áfram að endurskoðun reglna um skipan rannsóknarvalds. Þýðingarmikið þótti, að hafa í huga að rækilega yrði greint milli dómsvalds og lögregluvalds eða rannsóknar- valds. Áfram hélt þessi endurskoðun og voru uppi ýmsar hugmyndir um leiðir, sérstaklega um skipan mála á höfuðborgarsvæðinu. Á Alþingi 1968 var m.a. samþykkt þings- ályktun sem fól í sér ráðagerðir um að rannsóknarlögreglan í Reykjavík yrði felld undir emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík og nokkur athugun fór fram á því, hvaða ákvæðum þyrfti að breyta til að svo gæti orðið og var lagt fram frumvarp þess efnis á Al- þingi. Það náði ekki fram að ganga af ýmsum ástæðum. Þessi endurskoðun, ekki aðeins um meðferð opinberra sakamála, heldur líka í einkamálum, hvíldi á herðum réttarfarsnefndar, sem skipuð var af dómsmálaráðherra árið 1972. Hún var undir forsæti Björns Sveinbjörnssonar, hæsta- réttardómara, en aðrir í nefndinni voru Björn Fr. Björnsson, sýslu- maður, Sigurgeir Jónsson, bæjar- fógeti, nú hæstaréttardómari, og Þór Vilhjálmsson, prófessor, nú hæstaréttardómari. Það féll í hlut réttarfarsnefndar að rannsaka þessi málefni og árangurinn af því starfi varð sá, að réttarfarsnefnd samdi 3 laga- frumvörp ásamt greinargerð og var eitt þeirra frumvarp til laga um Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem skyldi hafa með höndum rannsókn allra meiri háttar af- brota í Reykjavík og að stofnuð skyldi sérstök rannsóknardeild við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, sem hafa skyldi með höndum rannsóknir tiltekinna málaflokka, svo sem umferðarslys, brot á umferðarlögum, brot á lögreglusamþykktum, brot . á áfengislögum öðrum en þeim er varða við ólögmætan innflutning áfengis, brot á lögum um tilkynn- ingar aðseturskipta og fleira. Frumvarpið var lagt fyrir Al- þingi árið 1976 og með því var lagt til að komið yrði á fót sérstakri stofnun, Rannsóknarlögreglu ríkisins. í greinagerð nefndarinn- ar segir m.a.: „Með þessu frum- varpi er Rannsóknarlögreglu ríkisins ætlað að rannsaka meiri háttar afbrot, sem varða við hegningarlög. Ætlazt er til, að hún hafi á að skipa hinum hæf- ustu mönnum, sem völ er á, sér- fróðum á ýmsum sviðum rann- sókna. Ekki er sízt nauðsynlegt, að þar séu menn sérfróðir um bók- haldsrannsókn, en rannsókn mála dregst oft úr hófi fram, þegar bókhaldsrannsókn þarf að fram- kvæma. Rannsóknarlögreglustjóri á að geta sent sérfræðinga sína til aðstoðar lögreglustjórum hvar sem er á landinu þegar þörf kref- ur. Einnig er eðlilegt að Rann- sóknarlögregla ríkisins hafi með höndum rannsóknir í þeim mál- um, sem spanna yfir mörg lög- sagnarumdæmi, svo sem oft er t.d. í smyglmálum. Þá segir í greinargerð réttar- farsnefndar, að eðlilegt væri að Rannsóknarlögregla hefði með höndum rannsóknir í ávana- og fíkniefnamálum. Gæti sérstök deild innan Rannsóknarlögreglu ríkisins haft þau mál með hönd- um. Skapaðist þá möguleiki til þess, að unnt yrði að leggja ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík niður. Frumvarpið tók vissum breyt- ingum í meðferð þingsins. Upp- haflega var gert ráð fyrir að starfssvið RLR næði eingöngu til Reykjavíkur en þróaðist : þá átt, að ná yfir Reykjavík, Kópavog, Seltjarnarneskaupstað, Garða- kaupstað, Hafnarfjörð og Kjósar- sýslu. Frumvarpið var lagt fyrir alls- herjarnefnd neðri deildar og ég hlýt að vekja sérstaka athygli á nefndaráliti allsherjarnefndar, en í því er líka fjallað um hin frum- vörpin tvö, sem lögð voru fram vegna þessara ráðagerða, það er að því leyti sem breytinga var þörf á iögum um meðferð opinberra mála nr. 74/1974 og lögum nr. 74/1972 um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn og fleira. í fyrrgreindu nefndaráliti koma fram athyglisverð ummæli um viðhorf Alþingis til þessara fyrir- huguðu breytinga, sem fólust í frumvarpinu. Með álitinu eru birt sem fylgiskjöl álitsgerðir ýmissa aðila, sem kvaddir voru til um- sagnar um þessar ráðagerðir, svo sem Sakadóms, lögreglustjóra, lagadeildar Háskóla íslands og fleiri. í nefndarálitinu er fallizt í meg- inatriðum á þessar ráðagerðir og meðal þeirra ummæla sem ég vil undirstrika er það meginatriði að RLR er falin rannsókn allra meiriháttar afbrotamála á aðal- starfssvæði RLR, en í álitinu segir m.a.: „Nú má deila um hvað teljist til meiri háttar brota en það er eindregin skoðun allsherjarnefnd- ar að þeirri stefnu verði fylgt í framkvæmd, að sú verkaskipting komist á milli viðkomandi lög- reglustjóra og rannsóknarlög- reglu, að þeir fyrrnefndu annist minni háttar afbrotamál og þá málaflokka sem ekki gefa tilefni til ítarlegra rannsókna vegna smæðar þeirra eða einfaldleika," og í lokin leggur allsherjarnefnd ríka áherzlu á þann skilning sinn og vilja, að RLR geti þegar frá upphafi einbeitt sér að raunveru- legum rannsóknarmálum og því verði öllum minni háttar brota- málum beint til almennra lög- reglustjóra samkvæmt reglugerð þeim sem dómsmálaráðherra set- ur. Þetta viðhorf hafði tímælalaust nokkur áhrif á efni þeirrar reglu- gerðar, sem sett var um samvinnu og starfsskiptingu milli lög- reglustjóra og RLR nr. 253/1977. En frumvarpið um RLR varð að lögum nr. 108/1976 en með lögum nr. 107/1976 voru gerðar tilteknar breytingar á lögum nr. 74/1974 um meðferð opinberra sakamála og nr. 109/1976 á fyrrgreindum lög- um nr. 74/1972. Megininntak laga nr. 108/1976 um RLR er, að því er varðar starfssvið, í 3. og 4. grein laganna. I 3. grein segir: Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur með höndum lögreglurannsóknir brotamála í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- neskaupstað, Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósarsýslu, að því leyti sem þær eru ekki í höndum lögreglustjóra þar, samkvæmt Þórir Oddsson: Þórir Odd.sson, vararannsóknar- lögreglustjóri, starfaði um níu ára skeið í sakadómi sem fulltrúi og að- alfulltrúi. Hann gekk til liðs við RLR áður en stofnunin var formlega sett á laggirnar. Hann starfaði með Hallvarði Kinvarðssyni um nokkurra mánaða skeið að undirbúningi að stofnun RLR. „Deildaskipting sú, sem komið var á við stofnun Rannsóknarlög- reglu ríkisins árið 1977, hefur haldist í meginatriðum. Ég veiti 1. deild forstöðu, Erla Jónsdóttir 2. deild og Arnar Guðmundsson 3. deild. Ragnar Vignir veitir tækni- deild forstöðu og Borgþór Þór- ákvæðum þessara laga eða ann- arra réttarreglna. Með sama hætti skal Rannsóknarlögregla ríkisins hafa með höndum rannsóknir brotamála í Keflavík, Grindavík, Njarðvíkum, Gullbringusýslu og á Keflavíkurflugvelli þegar dóms- málaráðherra ákveður. í 4. grein segir: Rannsóknar- lögregla ríkisins skal veita lögreglustjórum og sakadómurum, hvar sem er á landinu, aðstoð við rannsókn brotamála, þegar þeir óska og rannsóknarlögreglustjóri og/eða ríkissaksóknari telja það nauðsynlegt. Ríkissaksóknari get- ur og falið Rannsóknarlögreglu ríkisins rannsóknir einstakra mála hvar sem er á landinu, þegar hann telur þess þörf. Loks getur rannsóknarlögreglustjóri að eigin frumkvæði tekið í sínar hendur rannsókn máls utan þeirra um- dæma, sem upp eru talin í 3. gr., en tilkynna skal viðkomandi lög- reglustjóra um málið svo fljótt sem verða má, enda ber honum að veita Rannsóknarlögreglu ríkisins alla nauðsynlega aðstoð. Ríkis- saksóknari sker úr ágreiningi, sem rísa kann milli rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins og viðkomandi lögreglustjóra í sambandi við lögreglurannsókn." RLR hefur all- oft verið kvödd til rannsóknar samkvæmt framansögðu á liðnum árum. Við setningu fyrrgreindrar reglugerðar nr. 253/1977, var alla tíð stefnt að því, að taka hana til endurskoðunar í ljósi nokkurrar reynslu og af hálfu RLR hefur ver- ið lögð áherzla á að slík endur- skoðun færi fram, en til þess hefur ekki komið þrátt fyrir ítrekuð til- mæli mín til dómsmálaráðuneyt- isins þess efnis. Þegar hinar nýju lagareglur tóku gildi þann 1. júlí 1977 lágu því fyrir ýmis nýmæli um rann- sókn sakamála hér á landi. Til RLR réðust þegar í upphafi margt góðra manna, þeirra á meðal flest- ir þeirra rannsóknarlögreglu- manna sem störfuðu í rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík. Þá átti rannsóknarlögreglustjóri og því láni að fagna að honum til að- stoðar réðust lögfræðingar með mikla reynslu og þekkingu á sviði opinberra sakamála. I upphafi hallsson boðunardeildinni. I hlut 1. deildar koma rannsóknir mann- drápa, líkamsmeiðinga, voveif- legra dauðsfalla, slysa, vinnu- slysa, þjófnaða, innbrota og brota á 10., 11., 12. og 13. kafla almennra hegningarlaga. Það eru ákvæði varðandi landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess, brot gegn vald- stjórninni og brot á almannafriði og allsherjarreglu," sagði Þórir Oddsson. „Sem betur fer hafa brot sem varða við landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess ekki komið til hafði RLR ekkert húsnæði til að starfa í og um tíma var embættið á þremur stöðum í Reykjavík. Það má segja að sérstök saga sé af húsnæðismálum embættisins og rekur sjálfsagt ýmsa minni til þess. Ljóst var að RLR varð að hafa húsnæði til að starfa í en um tíma virtist sem svo, að af hálfu fjármálayfirvalda mætti hvorki kaupa, taka á leigu né byggja yfir starfsemi RLR; eða reyna ein- hverja þessara leiða með venju- legum hætti og var því um tíma vandséð hvernig úr þessu yrði leyst. Tafði þetta að sjálfsögðu mjög fyrir öllum undirbúningi að starfsemi RLR. En loks leystist úr húsnæðis- vanda RLR og keypt var húsnæði að Auðbrekku 61 í Kópavogi, sem var óinnréttað. Hafizt var handa um að innrétta það til afnota fyrir RLR. Það var svo þann 4. sept- ember 1978 að RLR flutti starf- semi hingað. Þetta staðarval olli verulegum deilum á sínum tíma og víst er, að mjög miður var, að eigi skyldi tak- ast að finna stofnuninni hentugt húsnæði í Reykjavík, svo sem að var stefnt og þá í nágrenni við þær stofnanir sem RLR á helzt sam- skipti við, svo sem ríkissaksókn- ara, Sakadóm og lögregluembætt- ið. Auðvitað hafði legið beinast við, að embættið hefði aðsetur í lög- reglustöðinni við Hverfisgötu, en þá var búið að leggja stóran hluta þess húsnæðis undir stjórnar- ráðsskrifstofur og var ekkert far- arsnið á þeim, sem þar höfðu kom- ið sér fyrir, enda þótt áður hefði verið látið í veðri vaka, að aðeins væri um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, það er að segja á meðan ver- ið væri að byggja eitt lítið stjórn- arráðshús. I meginatriðum er það svo, að rannsóknarlögreglustjóri fer með yfirstjórn embættisins og rann- sókn mála, sem til RLR er skotið, en honum til aðstoðar við rann- sóknarstjórn eru vararannsókn- arlögreglustjóri og deildarstjórar. Þá felur rannsóknarlögreglustjóri yfirlögreglumönnum tiltekin mál til rannsóknar auk þess sem þeir hafa með höndum tiltekin stjórn- sýslustörf. Að öðru leyti er um deilda; skiptingu að ræða innan RLR. í meginatriðum eru hér 3 deildir og yfir þeim eru deildarstjórar. Hver deild hefur tiltekin rannsóknar- svið. Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri, stjórnar 1. deild, Erla Jónsdóttir, sem er í fríi um þessar mundir, stjórnar 2. deild og Arnar Guðmundsson 3. deild. Nú eru rösk 4 xk ár síðan RLR tók til starfa og ýmsu hefur þokað vel áfram. Ég er meðal annars ánægður með að samhliða tíma- frekum störfum, hefur tekizt vel til með námskeið og þjálfunar- okkar kasta. Rannsóknarlögregla ríkisins er sæmilega í stakk búin til að fást við þessa málaflokka en ekki má mikið út af bera. Þess verður strax áþreifanlega vart ef menn eru bundnir við viðamikil störf og tímafrek verkefni vikum og mánuðum saman og á þetta jafnt við um allar deildir. Þess er skemmst að minnast þeirrar rösk- unar sem varð þegar 10—11 menn voru bundnir mánuðum saman í Geirfinns- og Guðmundarmálum. Við erum ekki nógu vel í stakk búnir til að taka á mörgum stór- um verkefnum samtímis, nema til komi liðsstyrkur til að sinna dag- Betur í stakk búnir að fást við alvarleg mál en fyrir stofnun RLR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.