Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
r/)Ckuierju öékrat'&Li ekk\ CiimenniiegG
" einu Sinni og iætur þab oluga."
1'á.skaliljur. Mvað er nú það?
Kona. I»ú getur beðið þá á ferða-
skrifstofunni að breyta pöntuninni
okkar, það verði tvö lúxusbílæti!
HÖGNI HREKKVÍSI
Kristinn Magnússon skrifar:
1. apríl í Fram-
kvæmdastofnun
Til Velvakanda.
Þegar ég fæ upp í hendurnar
gullin tækifæri, án þess að þurfa
hrð minnsta fyrir þeim að hafa, þá
fer um mig eins og stormsveipur
og hversdagslegar hugsanir verða
þá ekki til að negla mig við ákveð-
inn tíma eða mánaðardag. Ég
geng heldur ekki í lið með nýjum
degi án þess að berja augum blað
blaðanna, blessað Morgunblaðið,
sem birtir alla daga blákaldan
sannleikann, svo að ég hrasi ekki á
grýttum vegi blekkinganna.
Ég hélt ég fengi aldrei tækifæri
til að storma um salarkynni
Framkvæmdastofnunar rikisins.
Hún er undir einu þaki, sem er
öllum þökum vatnsheldara, þegar
setja skal þak á bjartsýnisián
stórbísnessmanna sem þarna
stíga inn fæti sínum með það eitt
að augnamiði að hressa upp á
þjóðarhag.
Þarna var ég svo mættur kl.
15.30 móður mjög, því ég hljóp við
fót til að verða ekki af dýrðinni.
Ekki nam ég staðar fyrr en ég var
kominn í fangið á einni af þeim
glæsilegu skrifstofusnótum sem
þarna eru í öllum hornum — auð-
vitað mátti ég vita það að forstjóri
slíkrar stofnunar kynni nokkuð
fyrir sér í kvennamálum. Ég hafði
næstum gleymt að heilsa því augu
min voru alveg upptekin af
meynni — og seint og um síðir
síamaði ég loksins: „Sælar, sælar,
er það ekki hérna sem ég má skoða
mig um? Ég las það í Mogganum."
„Gerið þér svo vel, ég skal koma
með yður,“ hljómaði undurblítt í
hlustum mínum. Hún stóð upp og
sá ég þá að hún var í móðinskjól,
sem var ljósbrúnn og rykktur um
mittið, og endaði í fellingum rétt
fyrir neðan hné. Vöxtur hennar
bar hann vel uppi, því mærin var í
meira lagi vel vaxin — og það svo
að ég var nærri búinn að gleyma
erindi mínu.
Við lögðum af stað og sukkum
þægilega niður í silkimjúk teppin,
sem náðu út í öll horn í þessum
vistarverum. Stúlkan tjáði mér, að
sér þætti þau svo falleg, svo mátu-
lega grá, en þau drægju sjálfsagt
nokkuð úr því hressandi and-
rúmslofti, sem kæmi til með að
leika um þessa stofnun. Ég sam-
þykkti það samstundis; hvað ann-
að, undir svona skemmtilegum
kringumstæðum?
Og ferðin hélt áfram. Það var
litið inná sérhvert herbergi og
mátti þar líta kolsvört skrifborð
og fer vel á því á stað þar sem
menn rekja raunir sínar í fjármál-
um. A næstum hverju borði var
háþróuð tölva, bíðandi spennt eft-
ir mat sínum. Þegar við komum
eftir dágóða stund að sérstöku
tækniherbergi, sem hafði að
geyma þá stærstu tölvu sem ég hef
litið hjá opinberri stofnun, vorum
við innilega sammála um að tækn-
in væri ekki langt frá því að út-
hýsa skrifstofufólki. Hafði hún
orð á því að ritvélar yrðu brátt svo
fullkomnar, að senn yrði hún og
starfssystur hennar gleymdar.
Ég fór nú að hafa það á sam-
viskunni að tefja svona lengi
þennan iridæla förunaut minn. En
Kristinn Magnúwon
hún benti upp í loftið og sagði um
leið: „Þetta eru einangrunarplöt-
ur, sem losa má án mikillar fyrir-
hafnar og þá er hægt að lagfæra
það sem fer úrskeiðis, en þarna
eru alls konar vírar og pípur sem
þú sérð ekki — en ég get nú ekki
alveg útskýrt það.“ En meðan hún
hafði orð um þetta mundi ég allt í
einu eftir saunabaðinu sem Mogg-
inn minntist á. En það var eins og
hvíslað að mér, að spyrja ekki
meyna Ijúfu um þann lúxus, en ég
er sannfærður um að hún hefði
komið með mér í það, blessunin.
Þar að auki gleymdi ég auðvitað
alveg baðfötunum þegar ég rauk
að heiman til að líta ljómann inn-
anfrá í þessari stofnun, sem lýsir
gangandi vegfarendum langar
leiðir þegar dimmt er.
Þegar ég kom svo heim — allur
endurnærður — þá horfði betri
helmingur heimilisins á mig,
eitthvað svo stríðnislega, og sagði:
„Jæja, var ekki gaman? Hvernig
gekk?“
Ég lét dæluna ganga um allt
sem ég hafði séð — lagði áherzlu á
hve leiðbeinandi minn var al-
mennilegur í alla staði, og bætti
Mörg matarholan
I Velvakanda
fyrir 30 árum
Velvakandi.
Heimavinnandi húsmóðir í Vest-
mannaeyjum skrifar.
„I síðastliðinni viku komu
hingað ágætir gestir. Þrír menn
frá „Goða“ í Rvík kynntu vörur
sínar í verzlunum bæjarins. Óhætt
er að segja, að hjá þeim fór allt
saman, einstök snyrtimennska,
kynning á góðum vörum og lipurð
við alla afgreiðslu. Fólki gafst
kostur á að bragða á réttunum og
fá greinagóðar upplýsingar, bæði
prentaðar og munnlegar, sem við
íbúar utan höfuðborgarsvæðisins
fáum of sjaldan tækifæri til að
kynnast.
Það er ánægjulegt að sjá, hvað
hægt er að gera úr eigin fram-
leiðslu okkar, ef kunnátta er fyrir
hendi. Hér er til mörg matarholan
ef vel er að gáð, og hún er góð.
Er ekki einmitt svona starfsemi
eitt af því nauðsynlegasta sem
unnt er að gera til þess að kynna
landsins gæði fyrir okkur neyt-
endunum? Kaupum íslenzkt!“
Sumargestir
UMARGESTIR eru komnir á
Reykjavíkurtjörn eins og getið
hefir verið um í blöðum, sem öll-
um eru aufúsugestir. Fjórar álftir,
er Ásbjörn Sigurjónsson verk-
smiðjueigandi að Álafossi hefir
lánað Reykvíkingum í sumar.
Þó þær séu vængstífðar og geti
því ekki farið frjálsar ferða sinna
eins og þær lystir, er vonandi að
þeim falli sumarvistin hér vel. Það
er eiginlega borgarstjórinn eða
Fegrunarfélagið, sem hefir fengið
álftirnar að láni til að hafa þær á
Tjörninni í sumar.
Vetrarvist
N ÞEGAR kólnar í veðri verða
þær fluttar aftur að Álafossi.
Þar geta þær haft aðgang að auðu
vatni allan ársins hring. Því
Varmána leggur ekki nema í af-
tökum. Ásbjörn hefir þar hús
handa þeim á vetrum. Er þeim
gefið brauð eftir því sem þær
þurfa til viðbótar því sem þær
kunna að afla sér sjálfar.
Ættaðar að austan
ESSAR sömu álftir sem hér
eru nú voru hér líka í hitteð
fyrrasumar. Ásbjörn lánaði þær
þá líka. En þá voru þær svo ungar
að þær verptu ekki, höfðu ekki
aldur til þess.
Ásbjörn fékk eggin austan úr
sveitum, er var ungað út. Eru
l’áll Pétursson um Blönduvirkjunarsamningana á Alþingi.
Böðlað áfram með'
óeðlilegum hætti
Bændum hótað, hreppsnefndarmenn hundeltir og leigu- j
liðum hins opinbera sagt hvernig þeir ættu að haga sér
PÁLL HMa. foiMÍai rruaUaarfMMaa - » I I *>»fi »«
umrráam á Alþimfi i fwrt, mA Rkomdiixamainfummai
áfrua mré étéUtmgmm luMU, beimnmen. britlir miklum og óeðlikfum
þrystinfi. eÍMUlik hrrpy rf.d.rme.. bmmdehir. .h.ldmfmm bæmdum hót
mé. leifmMar Umm mgkmémn 1*0» riu bveni *e* þetr *Uu m* kmgm mét",mm \
fáu HU mk *ef.i mt i '
kostnaðarlegum samanburði á
virkjunarkostum, þ.e. Orkuatofn-
un og verkfrmðiatofa Sigurður
Thoroddaen. I»á viaaði Pálmi því á
bug aem ataðleysu að beitt hafi
Vísa vikunnar
Æran lyftir engri vog
— aurabrask er Húnvetningum lagið,
skipt er þar á skoðun og
skuldinni við bölvað kaupfélagið.
Hákur