Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
85
Þórður Indriðason
Keisbakka — Minning
Þórður Indriðason var fæddur
að Munaðarnesi í Arneshreppi
Strandasýslu, 16. apríl 1935. Hann
var sonur hjónanna Hansínu
Jónsdóttur og Indriða Þórðarson,
sem bjuggu þá á hluta jarðarinn-
ar. Þau byggðu síðan nýbýli þar,
sem þau nefndu Pagrahvamm.
Þar var Þórður bernskuárin og
mótaðist af því umhverfi og
mannlífi sem þar var. Árið 1951
urðu þáttaskil í lífi fjölskyldunn-
ar. Þá fluttu þau að Keisbakka á
Skógarströnd og þar var heimili
Þórðar alla tíð síðan. Ekki höfðu
þau búið lengi á Keisbakka er þau
hófust handa við byggingar og
ræktun jarðarinnar. Þar reis stórt
og myndarlegt íbúðarhús, sem
ásamt öðru ber hagleik þeirra gott
vitni, en Þórður var óvenjulega
verklaginn maður og verkhygginn
og þeir feðgar báðir. Árið 1968
kom að Keisbakka Arína Guð-
mundsdóttir, ættuð frá Súganda-
firði, ásamt börnum sínum frá
fyrra hjónabandi, Andrési og Rut.
Þórður og Arína gengu síðan í
hjónaband og tóku við búi á
Keisbakka. Þau eignuðust saman
þrjú börn, Þóreyju, Önnu og Þórð.
Arína er mikil mannkostakona og
börnin öll bráðefnileg. Þórður inn-
réttaði aðra íbúð fyrir þau á efri
hæð hússins en foreldrar hans
bjuggu á neðri hæðinni uns Indr-
iði lést. Síðan hefur Hansína verið
á heimili Arínu og Þórðar og lifir
þar son sinn í hárri elli.
Búið stækkaði og blómgaðist
hjá þeim og varð arðsamara með
hverju ári sem leið. Þórður hafði
glöggt auga til að velja lífgripi og
hafði gaman af sauðfjárrækt og
náði þar árangri jafnt og þétt.
Hann bætti líka hús jarðarinnar
með atorku og eljusemi, ræktaði
og keypti vélar til að auðvelda
störfin á öllum sviðum. En þó var
mest um vert hve jákvæð áhrif
hann hafði á samferðamennina.
Þórður var mikill íþróttamaður
frá barnæsku og hafði mikinn
áhuga á þeim málum alla tið.
Hann náði líka miklum árangri í
frjálsum íþróttum og þekktu hann
margir í sambandi við það frá
þeim tíma. Þeir eru ófáir verð-
launapeningarnir sem hann vann
til á því sviði. Þórði voru falin
margvísleg störf í þágu samfélags-
ins, svo sem vænta mátti, ég ætla
ekki að telja þau öll upp hér, en
það var allstaðar sama sagan, allt
var unnið af alúð og drengskap.
I fyrravetur dró skyndilega ský
fyrir sólu í lífi þessa fólks. Þá
veiktist Þórður af illkynjuðum
sjúkdómi. Allt var gert sem hægt
var til að komast fyrir sjúkdóm-
inn og í sumar vonuðumst við öll
eftir að það hefði tekist. Sjálfur
lét hann ekki buga sig heldur réðst
í það stórvirki að reisa myndar-
legt verkfærahús. En enginn
kemst undan örlögum sínum. Þeg-
ar leið á haustið tók sjúkdómurinn
sig upp á ný og sigraði að lokum.
Þórður andaðist á Land-
spítalanum 9. febrúar sl.
Ég vil votta aðstandendum
Þórðar innilega samúð í þeirra
djúpu sorg.
Daníel Jónsson,
Dröngum
• CITROÉNA CX-REFLEX • CITROÉN* CX-FAMILIALE
• CITROENA GSA PALLAS • CITROÉN* VISA II CLUB
Viö sýnum fjórar mismunandi tegundir af hinum glæsilegu CITROÉN^ bílum. Aldrei áöur
höfum viö getaö boöiö eins hagkvæm verö og skilmála. Missiö því ekki af þessu einstæöa
tækifæri.
Gtobusp
Sýningin er opin sunnudaginn 4. apríl kl. 14.00 til 19.00 —
Innkeyrsla aö norðanverðu.
KOMIÐ —
CITROÉN^