Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 + Útför sonar okkar og bróöur, HARALDAR EINARSSONAR, Hétúni 12, fer fram mánudaginn 5. apríl kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuö Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjálfbjörg. Skúlína Haraldsdóttir, Einar Guöbjartsson og systkini. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRIDJÓN GUÐBJÖRNSSON, Grettisgötu 63, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. apríl kl. 13.30 Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Gunnvör Gísladóttir, Jórunn Friójónsdóttir, Thor Thors, Gísli J. Friöjónsson, Hafdís Alexandersdóttír, Jón S. Friðjónsaon, Margrót Kristjánsdóttir, Friöjón B. Friöjónsson, Svana Runólfsdóttír, og barnabörn. + Faöir okkar og tengdafaöir minn, VIGGÓ GUÐMUNDUR BJÖRNSSON fré Súgandafiröi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. apríl kl. 15.00. Hallur Viggósson, Kristrún Viggósdóttir, Guómundur Jónsson, Dagný Viggósdóttir, Guöni Viggósson. + Minningarathöfn um son minn, JÓN VALDIMAR LÖVDAL, Hébergi 36, Reykjavík, er lózt af slysförum 1. marz sl., verður í Kópavogskirkju, þriöjudag- inn 6. april kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Sigrún Jónsdóttir + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ÞÓROARHÁKONARSONAR fré Hafþórsstööum, Noröurérdal. Sórstakar þakkir eru færöar læknum og starfsfólki sjúkrahúss Akraness og Borgarspítalans fyrir góöa umönnun. Sigurjón Hékonarson, Ágústa Hékonardóttir, Halldór Hékonarson, Metta Hékonardóttir. + Minningarathöfn um móöur okkar, tengdamóöur, systur, ömmu og langömmu, RAGNHEIOI J. ÁRNADÓTTUR fré Tröllatungu, veröur í Háteigskirkju þriöjudaginn 7. apríl kl. 10.30. Jarösett veröur aö Kollafjaröarnesi miövikudaginn 8. apríl kl. 10.30. Bílferö veröur frá Umferðarmiöstööinni kl. 13 á þriöjudaginn. Kristrún Daníelsdóttir, Árni Daníelsson, Þórir Daníelsson, Stefén Daníelsson, Sigurbjörn Ólafsson, Ingibjörg Árnadóttir, barnabörn < Ingimundur Guómundsson, Helga Rósmundsdóttir, Svanhildur Kjartans, María Jóhannesdóttir, Fjóla Friómundsdóttir, barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, KJARTANS BJARNASONAR fré Ásgarði. Jóhanna Bjarnadóttír, Ásgeir Bjarnason, Ingibjörg Siguröardóttir, Torfi Bjarnason, Sigríöur Auðuns. Óskar Eyjólfsson verkamaður - Minning Fæddur 28. september 1891 Dáinn 25. marz 1982 Ömmubróðir minn, Óskar Eyj- ólfsson, lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 25. marz sl. Hann verður jarðsettur frá Foss- vogskapellu kl. 10.30 á morgun. Óskar var ákaflega hægur mað- ur, skipti aldrei skapi hvað sem á gekk. Kærasta hugðarefni hans voru hestar og muna margir eldri Reykvíkingar eftir honum á hestbaki eða við störf með hestum. Hann þótti mjög laginn við þá og einstakur dýravinur. í bernskuminni er mér Óskar frændi, þar sem hann stikaði upp bæinn með poka á herðunum. Var hann þá með brauð eða annað góð- gæti handa ferfættu vinunum sín- um. Óskar var mikill maður vexti, allur þykkur og rammur að afli, brúnirnar miklar og svipurinn mikill. Þótt sjálfsagt hafi hann lítt skipt verkamannaklæðum sín- um á ævinni, þá var fasið allt höfðinglegt og sópaði að honum þar sem hann fór. Lundin göfug og hjartað gull. Eitt sinn hóaði hann í mig og bað mig að skutla sér til hestanna sinna, sem voru í girðingu uppí Gufunesi. Hann var með pokann góða og ekki þurfti lengi að bíða að hrossin kæmu á harða stökki. Óskar gaf þeim góðmetið, talaði til þeirra blíðlega og lét vel að þeim. Friðrik mikli Prússakon- ungur sagði eitt sinn fleyg orð um ást sína á dýrum. Ég veit að mættu hrossin hans Óskars mæla, myndu þau tjá honum vináttu sína jafn eftirminnilega. Óskar var fæddur að Hvammi á Landi, 28. september 1891 og ólst upp í stórum barnahópi þeirra hjóna í Hvammi, Guðbjargar Jónsdóttur frá Skarði á Landi og Eyjólfs Guðmundssonar oddvita í Hvammi á Landi, sem Björn í ísa- fold gaf heiðursnafnið Landshöfð- ingi. Að þeim hjónum stóðu m.a. Vík- ingslækjar- og Presta-Högna-ætt úr Rangárþingi og Reykja- og Fjallsættir úr Arnesþingi. Systkini Óskars voru Guðríður húsfreyja í Vatnsnesi í Grímsnesi og síðar í Tryggvaskála á Selfossi, Guðjón sem dó barn, Guðmundur sem dó barn, Ágúst bóndi og kenn- ari í Hvammi á Landi, Margrét sem dó barn, Guðrún húsfreyja í Reykjavík, Sæmundur vinnumað- ur í Hvammi, Einar kaupmaður á Týsgötu 1 Reykjavík og Ármann kaupmaður á sama stað. Öll eru nú þessi systkini látin. Einnig voru tveir uppeldisbræð- ur, Guðni Árnason verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Hafnarstræti og Sigurgeir Guð- jónsson byggingameistari í Reykjavík. Þá dvöldu lengi á uppvaxtarár- um sínum á höfðingsheimilinu í Hvammi Elín G. Illugadóttir hús- freyja á Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Katrín Sæmunds- dóttir húsfreyja í Austvaðsholti á Landi og Ragnheiður Pálsdóttir húsfreyja í Breiðdalsvík. Óskar ólst upp í Hvammi og margar sögur hef ég heyrt af hon- Minning — Margrét Guðrún Ingimund- ardóttir Humphreys Fædd 19. mars 1920 Dáin 27. febrúar 1982 Eins og ljósgeisla glit glamp- andi sólar. Eins og blíðasti blær, sunnan af heiðríkum himni, er leikur létt í grasi og bærir blítt við rósum, eða heiðríkjan há yfir him- ingeimanna djúpi — svo var líf þessarar kyrrlátu konu, hið innra og ytra, í anda og gjörðum ... Augun sem hafdjúp og himin- blámi, er fallast í faðma í glóðum sígandi sólar og signa hvort ann- að. Fínleikans fegurð, fingrum Drottins letruð á líf hennar, list- rænni tign, sem lifði og lifir, var- anlegt vitni um vitnisburð minn .. Hæst bar þó trúna, hinn vold- uga væng, er veitti flugið til himn- anna hæða í lifanda lífi... Þaðan leit hún á lífið, ljós þess pg skugga, — líka á dauðann ... Ég sá hann koma sem fáráðan, feim- inn dreng. Ég sá hann segja „Ég er kominn, sendill, handbendi, sonur syndar ... og ..— þögn. Það var sem hann hrærði ’ana ei, því al- sælu-brosið að ofan ljómaði af brostinni brá ... Hún sofnaði rótt, vafin traustri trú endurfædds manns í örmum hins eilífa Guðs og bíður upprisudagsins órofa- endurfunda, þá elskendur Guðs og manna skulu ei framar skiljast, harma, né þrautirnar þungu bera, heldur una alsælu eilífra tíða. Þannig sá ég, kynntist og þekkti Guðrúnu heitna. í þeim kynnum staðfestist mynd sú, sem upp er dregin, hér að ofan. Best sannaðist sú mynd í síðustu átökunum hérna megin grafar ... Guðrún Margrét Ingimundar- dóttir Humphreys fæddist hinn 19. mars, 1920. Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson og Ingi- björg Guðmundsdóttir, Bárugötu 32, Reykjavík. Hún var mjög ung, þegar hún missti föður sinn, og varð þá, eins og hin systkinin að vinna fyrir sér. Vann hún verzlunarstörf. Alls voru systkinin fimm. Að eðlisgerð var Guðrún fíngerð og listræn. Lætur hún eftir sig margt fagurra málverka og teikn- inga, sem bera óvefengjanlega vott um mikla meðfædda listgáfu. Eftirlifandi eiginmaður hennar, John L. Humphreys, er Englend- ingur. Hann var í brezka hernum, sem kom til verndar íslandi á ör- lagaríkum tíma þess í seinni heimsstyrjöldinni. Seinna tók hann þátt í innrásinni í Norm- andí. Guðrún og John giftust 13. sept- ember, 1941. Fyrst í stað bjuggu þau hér, en fóru seinna til Eng- lands þar sem þau ráku verzlanir, giftusamlega. Árið 1960 komu þau í heimsókn hingað. Sakir menntunar sinnar og kunnáttu réðst John til starfa hjá bandaríska sendiráðinu og hefur starfað þar æ síðan. í því eru bezt skráðir kostir mannsins. Heimili þeirra, fagurt, listrænt og hlýtt, var hér í Reykjavík. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför SIGRÍÐAR J. TÓMASDÓTTUR, Vogatungu 10, Kópavogi. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS PÁLSSONAR, Drépuhlíö 9. Péll Ólafsson, Guörún Einarsdóttir, Sveinbjörg Pélsdóttir, Hulda Pélsdóttir. um á yngri árum inná Land- mannaafrétti, þegar farið var með hestalestir inní Veiðivötn að afla fiskjar. Þessar ferðir voru oft farnar á haustin og veður öll válynd. Völd- ust því í þær afburðamenn. Geta má nærri hvílík búbót það hefur verið sveitaheimilunum að fá uppí tuttugu hestburði af besta silungi fyrir veturinn. Hér í Reykjavík dvaldist Óskar lengst af hjá systur sinni og mági, Guðrúnu og Brynjólfi að Skeggja- götu 8. Óskar var blindur síðustu árin og dvaldi á Landakotsspítalanum og á sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum. Er öllum sem önnuðust hann og litu til hans í veikindun- um færðar innilegar þakkir. Óskari varð eins sonar auðið, Baldurs fréttamanns hjá Ríkis- útvarpinu og myndlistarmanns. Ég færi Baldri innilega samúð mína sem og öðrum sem syrgja yndislegan frænda og vin. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Síðustu árin var Guðrún heilsu- lítil og lézt í Landspítalanum 27. febrúar sl. Sjúkdóm sinn bar hún með þeirri hugprýði, sem einkenndi hana í öllu og grundvallaðist í guðstrúnni, hreinni, óbifanlegri og fölskvalausri. Kæri vinur minn, John Humphreys. Þig, ástkæran eig- inmann, kveður hún og þakkar. Þú barst hana uppi í lífi og dauða. Hún vissi að loforð þitt: „Ég verð alltaf hjá þér,“ brygðist ekki. Það brást heldur ekki. Ég sá það með eigin augum til hinztu stundar. Ég votta þér, öllum ástvinum, ætt- ingjum og kunningjum innileg- ustu samúð mína og hluttekningu ... Blessuð sé minning Guðrúnar. Jón Hjörleifur Jónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.