Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 16
04 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Gísli Guðmundsson: Mikið atriði eignast ekki Gísli Gudmundsson (iísli Guómundsson er aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. liann gekk í lögregl- una í október 1953 og vann almenn lögreglustörf fram til 1. janúar 1965, þegar hann hóf störf hjá rannsókn- arlögreglunni i Reykjavík og saka- dómi Reykjavíkur. Síðan hóf hann störf hjá KLK þegar hún var stofnuð 1. júlí 1977. Starf Gísla hjá RLR er marg- þætt. Vinnudagurinn hefst oft á því að hann kemur við á lögreglu- stöðinni í Reykjavík og ræðir þar við yfirlögregluþjón rannsóknar- deildar. Þeir skiptast á skoðunum um mál, sem hafa skotið upp koll- inum eftir nætur eða helgar. Þá taka við dagleg störf, hann sér um að greinar eða fréttir sem snerta málefni RLR séu klipptar úr dagblöðunum. Þær úrklippur eru síðan límdar inn í bók. „Það er gott að geta flett upp á frétt í blaði,“ segir Gísli, „ef mál eru far- in að eldast og rifja þarf upp at- burði." Einn af þáttunum í starfi Gísla er að gera grein fyrir at- burðum við fréttamenn sé ástæða til og í fjarveru yfirlögregluþjóns. — Hvernig er samstarfið við fjöl- miðlana? „Það er ákaflega mikilvægt að hafa gott samstarf við fjölmiðlana og ég held það megi segja að það samstarf hafi verið gott í gegnum árin. Það var um tíma nokkur æsi- fréttabragur á fréttum um lög- reglumál, í sumum blaðanna, en þetta hefur minnkað mjög í seinni tíð. Ég leyfi mér að halda því fram að hér leggi menn sig fram um að samstarfið sé eins gott og mögu- legt er. Við teljum okkur skilja duglegan fréttamann sem reynir að afla frétta fyrir blað sitt eða fjölmiðil og við viljum aftur á móti njóta skilnings um að oft verður að halda leyndum upplýs- ingum sem ekki er talið æskilegt að berist út, á meðan viðkvæm- ustu þættir rannsóknar fara fram. Það er líka lagt mikið upp úr góðum samskiptum við hinn al- menna borgara. Ég held að menn hljóti alltaf að gæta þess að það samband sé gott, því ef svo er ekki er mikil hætta á að ekki náist góð- ur árangur í þessu starfi. Það er alveg óhætt að halda því fram að samskiptin við borgarana hafa verið góð til þessa og vonandi verður þar engin breyting á.“ Drjúgur hluti af starfstíma Gísla fer í málefni sem snerta stofnun RLR og störf lögreglu- manna. Hann raðar niður yfir- vinnunni, skráir niður fjarvistir, frí og annað sem máli kann.að skipta. Ætlast er til að aukavinna komi sem jafnast niður á menn- ina, en Gísli segir að í þessu starfi sé það mjög erfitt vegna eðli starfsins. Ekki verði séð fyrir hver verkefnin verða og þegar mál koma upp sem verður að vinna í án tafar, þá vill þetta fara úr að óvini böndum. Enginn skilur þetta bet- ur en lögreglumennirnir sjálfir og því verða ekki alvarlegir árekstrar þótt yfirvinnutímar verði misjafn- ir á milli þeirra þegar upp er stað- ið. — Hvað er það helst að þínu mati sem bæta mætti hjá RLR? „Það sem einkennir þessi störf er að þau eru seinunnin og tíma- frek. Lögreglumenn vita að þeir verða að vanda vel öll vinnubrögð og sýna hlutleysi og samviskusemi í sínum störfum. Geri þeir það ekki er ekki hægt að sjá fyrir af- leiðingarnar. Þetta leiðir það af sér, þegar málafjöldinn er eins mikill og raun ber vitni, að allt of mörg mál fá ekki þá fyrirgreiðslu sem þyrfti. Að mínu mati er tvennt til ráða, annaðhvort að stórauka við mannskap eða létta á því vinnuálagi sem nú er lagt á rannsóknarlögreglumenn. Það er vel hægt að hugsa sér að minni- háttar mál í þeim málaflokkum sem RLR er nú ætlað að vinna í séu tínd úr, en þá verður auðvitað að hafa það í huga að þau lenda þá á einhverjum öðrum. Ég held að það væri líka vel athugandi að létta á einhverri þeirri pappírs- vinnu sem lögð er á lögreglumenn við skrifborðið. Það myndi flýta mjög fyrir ef lögin heimiluðu skýrslutökur inn á segulbönd og skrifstofustúlkur tækju síðan við og vélrituðu skýrslurnar. Ohætt er að segja að öll aðstaða hafi batnað með tilkomu Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Lögreglu- menn geta betur en áður sérhæft sig við ákveðna málaflokka, sem þýðir að öll vinnubrögð eiga að verða vandaðri. Hinu má ekki gleyma að vegna fámennis verða lögreglumennirnir alltaf að vera reiðubúnir að grípa inn i mál sem tilheyra hinum ýmsu mála- flokkum, t.d. á aukavöktum." — Hvaða menntun þurfa rann- sóknarlögreglumenn að hafa? „Góð menntun er ákaflega þýð- ingarmikil í þessu starfi. Flestir lögreglumenn sem hér starfa hafa áður verið í hinni almennu lög- reglu um lengri eða skemmri tíma. Ég held að það sé almennt viður- kennt, að reynsla í almennum lögreglustörfum sé mjög þýð- ingarmikil undirstaða fyrir þá sem fara í rannsóknarlögreglu- störf. Þeir þekkja mikið betur hvað upphaf mála geta verið mis- munandi og borið margvíslega að garði hjá lögreglunni. Inntökuskilyrði í þetta starf eru þau sömu og í almennu lögregl- unni. Samkv. reglugerð um veit- ingu lögreglustarfs, lögregluskóla o.fl., sem nýlega hefur öðlast gildi, eru menntunarskilyrðin þau að umsækjandi skal hafa lokið grunnskóla og tveggja ára al- mennu námi í framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á góða kunnáttu í íslensku. Umsækjandi skal hafa vald á einhverju Norður- landamálanna, ensku eða þýsku. Hann skal og hafa almennt bif- reiðastjórapróf. Hann skal kunna að synda. Auk þessa þarf rann- sóknarlögreglumaður að hafa staðist próf í lögregluskóla ríkis- ins, sem samkv. reglugerðinni tek- ur tvö ár sem skiptist í grunnnám og starfsnám. I lögreglustörf hafa valist menn úr öllum stéttum, þar á meðal úr röðum bænda. Síðan RLR tók til starfa hafa rannsóknarlögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti stuðlað mjög að aukinni menntun rannsóknar- lögreglumanna, með námskeiðum Njörður Snæhólm: Hluti starfsins aðstoð við þá er lent hafa á villigötum Njorður Snæhólm Njörður Snæhólm, yfirlögreglu- þjónn Kannsóknarlögreglu ríkisins er margreyndur í starfi sínu og á að baki langan og gifturíkan feril. Lög- regluferill hans hófst á stríðsárunum og bar öðru vísi að en flestra. Njörð- ur kvæntist norskri konu og áttu þau eitt barn er síðari heimsstyrjöldin skall á. „Ég kom hingað til lands í byrjun apríl en konan mín, sem er norsk og sonur okkar urðu eftir í Noregi. Þjóðverjar hernámu Noreg og þau urðu innlyksa. Ég gat ekki setið aðgerðalaus og gekk í norska flugherinn sem stofnaður var í Kanada. Gekk til liðs við flugsveit 330. í Kanada var ég þjálfaður sem skytta og sprengjukastari og siglingafræði nam ég einnig. En hingað kom ég í maí 1941. Það æxl- aðist svo, að þar sem ég einn kunni íslensku og þar sem vantaði flugsveitarlögreglu, þá tók ég að mér starfið og varð lögreglustjóri flug- sveitarinnar. Síðar dvöldumst við í Skotlandi, á Shetlandseyjum og eftir að Noregur var endurheimtur á Sol- arflugvelli í Stafangri," sagði Njörð- ur Snæhólm í samtali viö blaða- mann. „Ég fluttist með fjölskyldu mína til íslands í júlí 1946 og hóf störf í lögreglunni, en rannsóknarlög- reglumaður varð ég 1950. Þá var rannsóknarlögreglan til húsa á Fríkirkjuvegi 11. Jú, mikil ósköp — það hefur orðið mikil breyting, en þó er starfið í meginatriðum hið sama. Húsnæðið var þröngt og ég man, að ég hafði aðsetur í her- bergiskytru, sem fara þurfti í gegnum til að komast í saka- skrána. Þarna var verið að hlaupa í gegn í tíma og ótíma, og ekki ósjaldan þegar ég var með menn í yfirheyrslum. Menn spekúleruðu ekki í hvort aukavinna væri lítil eða mikil í þá daga, það var ekki spurt hvort greitt væri, heldur unnu menn eins og þurfti. Svipað og bóndi við bú sitt. Það sem gera þurfti var gert. Þá þótti goðgá að hafa ritvél á borði sínu, aðeins nokkrir okkar höfðu ritvél. En þrengslin höfðu sínar góðu hliðar. Menn kynntust nánar — andrúmsloftið var heim- ilislegra. En starfið í meginatriðum var hið sama og nú. Það er að úpplýsa afbrot. Hluti af okkar starfi hefur verið að aðstoða þá sem lent hafa á villigötum. Til að mynda að reyna að koma unglingum í vinnu. Það hefur gengið misjafnlega. Mér er minnisstætt að ungur maður lenti á villigötum. Hann var ágæt- lega gefinn og hafði stýri- mannspróf, en var án vinnu. Hann lenti af og til í kasti við lögin og svo bar til, að í gegnum kunn- ingsskap gat ég útvegað honum pláss sem stýrimanni á 150 tonna báti. Ég leitaði mannsins í tvo daga og um síðir fann ég hann og bauð honum starfið. Hann sagði þá blákalt nei, hann vildi ekki pláss á minna skipi en 250 tonn- um. En sem betur fer vék hann af afbrotabrautinni og hefur verið gegn þjóðfélagsþegn. Rann- sóknarlögreglumenn hafa alla tíð unnið mikið líknarstarf, sem sára- fáir hafa haft vitneskju um.“ — Nú var gerð breyting á skipan rannsóknarvalds með stofnun KLK 1977. Hver hefur reynslan orðið af því að þínu mati? „Ég tel að þessi breyting hafi verið til mikilla bóta. Mun meiri kröfur eru gerðar til rannsóknar- lögreglumanna nú. A Fríkirkju- veginum og síðar í Borgartúni unnu menn meira og minna einir að sínum málum og létu síðan málin í hendur löglærðra fulltrúa, sem aftur afgreiddu þau í saka- dóm. Nú hins vegar eru gerðar þær kröfur til rannsóknarlög- reglumanna, að þeir fullvinni mál í hendur saksóknara. Námskeið eru reglulega haldin, einkum á veturna, um margvísleg lögfræðileg viðfangsefni, farið er í gegn um hæstaréttardóma og skoðað hvað betur hefði mátt fara af okkar hálfu. Eins er farið yfir breytingar, sem gerðar eru á rétt- arfarslögunum. Nú stendur yfir námskeið hér innanhúss. Nám- skeið þessi hafa reynst ákaflega gagnleg. Þá hefur verið lögð rík áhersla á þjálfun rannsóknarlög- reglumanna. I því sambandi er vert að geta þess, að persónulegt samband hefur skapast við rann- sóknarlögreglumenn, einkum á Norðurlöndum og í Þýskalandi og hefur það reynst okkur ómetan- legt. — Hvar kreppir skórinn helst? „Við erum of fáliðaðir, fyrst og fremst. Það er nú svo, að það virð- ist sama hve lengi og vel menn vinna, alltaf eru fjallháir skjala- bunkar á borðum manna. Þetta er að hluta til vegna uppbyggingar okkar réttarkerfis, sem ég í sjálfu sér er alls ekki að setja útá. Ólíkt því sem tíðkast í sumum nágrannalöndum okkar, þá þurf- um við að fá til að mynda alla vitnisburði undirritaða. Vitni eru kölluð ínn á teppi til okkar til að bera um. í nágrannalöndum geta rannsóknarlögreglumenn stuðst við símann í slíkum tilfellum og síðan er vitnisburður staðfestur fyrir kviðdómi. Það hefur iðulega komið fyrir, að hingað til lands hafa komið sakamenn, sem hafa brotið af sér í nágrannalöndum okkar. Vegna þessa mismunar höfum við þurft að yfirheyra mennina alveg upp á nýtt, og síð- an fá vitnisburðinn staðfestan með undirskrift. Þetta kallar á aukna skriffinnsku. Leita verður fólk uppi og fá það hingað til að staðfesta. Þetta kostar mikið um- stang, fjölmenna boðunardeild lögreglumanna og pappírsflóð. Þá tel ég, að RLR fáist of mikið við minni háttar mál. Ég tel að rétt sé að taka þau af okkar könnu svo við getum betur einbeitt okkur að stærri málum. Við verðum að gæta þess að RLR þenjist ekki um of út. Það er lítið vit í að láta RLR fást við innstæðulausar ávísanir, sem gefnar eru út, eða ef einhver er nefbrotinn þá kemur það á borð okkar. Hin almenna lögreglá fæst við dauðaslys í umferðinni, af hverju ekki svona mál? Þá hljóm- ar það hjákátlega, að ef bíl er stol- ið fellur það undir almenna lög- reglu, en ef útvarpi er stolið úr bíl kemur það inn á borð til okkar." — Nú er það í eðli starfsins að fást við hið neikvæða í þjóðfélaginu. Hvernig leggst það í menn? „Rannsóknarlögreglumenn eru að allan sólarhringinn. Maður fer með vinnuna heim í háttinn. Ef ég fæst við stórmál, þá iðulega hugsa ég um þau á næturnar. 011 mannleg samskipti eru krefjandi og eins og þú segir, þar sem það er í eðli starfsins að fást við hið neikvæða, þá verða rann- sóknarlögreglumenn að sigla milli skers og báru. Við höfum brynjað okkur fyrir þessu, en sakamál koma ávallt illa við fólk. Rann- sóknarlögreglumenn fást ekki að- eins við að upplýsa mál, þeir verða einnig að sýna nærgætni og um- burðarlyndi og iðulega reyna þeir að koma sakamönnum til aðstoðar í krepþu þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.