Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 _1_1 Mattheusarpassían Fyrsti heildarflutningur á íslandi Mattheusarpassía Bachs verður flutt í Háskólabíói á morgun og laugardag og hefst flutningurinn kl. 14. Flytjendur éru Pólý- fónkórinn, Hamrahlíðarkórinn, Kór Öldutúnsskóla, kammer- hljómsveitir og einsöngvarar. Stjórnandi verksins er Ingólfur Guðbrandsson. Uppselt er á tónleikana á lostudaginn langa en ósóttar pantan- ir er mögulegt að fá við innganginn. Einnig verða seldir við innganginn miðar á tónleikana á laugardag. Hér fer á eftir umsögn Ingólfs Guðbrandssonar um Mattheusarpassíuna og kaflar um flutning verksins fyrr og nú, en efnið verður birt í hljómleikaskránni. Ingólfnr GuAbrandsson stjórnar fhitningnum Yfir 300 manns Uka þitt í flutningi Mattheusarpassíunnar í fyrsta sinn á íslandi gefst nú kostur á að heyra Mattheusar- passíu Bachs í heild sinni. Ef grannt er skoðað, sést að marg- slungið form verksins er svo rökrænt, heilsteypt og táknrænt, að jafnvægi raskast. Texti Mattheusarpassíunnar er ofinn úr þremur þáttum. Uppistaða hans er 26. og 27. kap- ítuli Mattheusarguðspjalls, en inn á milli er fléttað trúarlegum hugleiðingum um píslarsöguna eftir póstmeistarann og skáldið Christian F. Henrici, sem betur er þekktur undir skáldheitinu Picander. Til viðbótar þessu tvennu koma svo trúarljóð hins kristna safnaðar um píslarsög- una, eins og þau birtust í lúth- erskum safnaðarsöng á dögum Bachs. Þessi þríþætta samröðun textans liggur til grundvallar skilningi á verkinu og byggingu þess. Á sama hátt og texti verksins á sér þrjár ólikar uppsprettur má innan þess finna þrjár að- greindar heildir, sem hver um sig spannar afmarkað svið, en af einstæðri snilld sinni mótar Bach úr þeim heildarmynd, dregna skýrum dráttum. í fyrsta lagi er hið jarðneska sögusvið atburðanna, sem lýst er í píslarsögu Krists, eins og hún birtist í 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls. Hér eru raktir atburðir þeir, sem áttu sér stað í höll æðsta prestsins, húsi Símons líkþráa, á Olíufjaliinu, í Getsemane, á Golgatahæð og við gröf Jesú. Þar eru túlkuð orð og athafnir persónanna, sem guð- spjallið segir frá: Jesú, Péturs, Júdasar, æðsta prestsins, Pílat- usar, vitnanna, þjónustustúlkn- anna, hermanna, lærisveinanna, prestanna og hinna skriftlærðu og viðbrögð lýðsins. Söguþráður- inn er tengdur saman af frásögn guðspjallamannsins. Þessi þátt- ur verksins er þrunginn drama- tískri spennu, sem sífellt vex eft- ir því sem lengra líður rás at- burðanna og nær hámarki í hrollvekjandi hrópi lýðsins, sem vill fá Barrabas látinn lausan en Jesú krossfestan: Barrabam — Lass ihn kreuzigen. Annað svið verksins er and- legs og huglægs eðlis. í resitatív- um og aríum við texta Picanders eru orð og tilfinningar trúaðra sálna látin í ljós í dýpstu sam- hygð með þjáningum og fórnar- dauða frelsarans. Þar eru at- burðir hins jarðneska sögusviðs hugleiddir og skýrðir á æðra plani — eins konar upphafinn trúaróður kristinnar, guð- hræddrar sálar. Til þessa þáttar verksins telst einnig hin volduga kóralfantasía, sem lýkur upp verkinu: Kommt ihr Töchter, helft mir klagen. Þar er hinum trúuðu og dætrum Zions — táknmynd kristninnar — stefnt til Golgata til að taka þátt í þjáningum og krossdauða Krists. Sama gildir um lokakór fyrri þáttar, aðra kóralfantasíu: O, Mensch, bewein den Súnde gross, hugleiðingu um jarðvist Krists frá fæðingu til dauða, sem myndar ásamt inngangs- kórnum ramma um atburðina í fyrri þætti verksins, allt til Júd- asarkossins og handtöku Jesú. Resitatív og aríur seinni þátt- ar mynda með ljóðrænum blæ sinum og hljóðlátum innileik mótvægi gegn sívaxandi spennu atburðanna á sjálfu sögusviðinu. í niðurlagi verksins flytja ein- söngsraddirnar hver af annarri frelsaranum kveðjur og þakkir hinna guðhræddu, en kórinn tek- ur undir: Mein Jesu, gute Nacht, og verkinu lýkur með alþýðleg- um saknaðarsöng beggja kór- anna: Wir setzen uns mit Tránen nieder. Þriðja svið verksins, kóralarn- ir, er ekki bundið hinum tveimur fyrrnefndu, hinu sögulega, dramatíska né hinu huglæga, ijóðræna í tíma né rúmi, heldur ótímabundin hugleiðing hins kristna safnaðar um lif og dauða frelsarans. Bach fiéttar þá inn á milli atriða passíunnar með þátttöku safnaðarins í huga. Þannig mynda þeir einnig sjálfstæða heild innan ramma verksins. Óvíða er fagnaðarer- indið fagurlegar boðað en í hendingum þessara einföldu en máttugu laglína, sem Bach hefur klætt í listrænan búning af ein- stæðri hugkvæmni og snilld, svo að því er líkast sem þær spanni alla kristna kenningu og krist- inn dóm. Sérstakt dálæti hafði Bach á laginu Herzlich tut mich ver- langen, sem hann notar 5 sinn- um í Mattheusarpassíunni í sí- breyttri tónhæð og raddfærslu, í E, Es, D, F og C-dúr við 4 erindi sálmsins 0, Haupt voll Blut und Wunden — Ó, höfuð, dreyra drifið og við eitt erindi sálmsins Befiel du deine Wege — Á hend- ur fel þú honum. Texti beggja sálmanna er eftir Paul Ger- hardt. Síðasta endurtekning kór- alsins, Wenn ich einmal soU scheiden, eftir að Jesú hefur gef- ið upp andann, er eins konar miðpunktur verksins. Hvar hafa orð og tónar tjáð trúna á Jesú dýpra né innilegar en hér er gert? Með tilliti til þess hverju hlut- verki kóralarnir gegna í verkinu og hins, að ágæt þýðing á flest- um þeirra er íslenzkum almenn- ingi kunn, tók ég þá ákvörðun að láta syngja þá á íslenzku, þótt verkið sé annars flutt á frum- máiinu — þýzku — eins og nú er víðast gert, jafnvel þótt allgóðar þýðingar séu fyrir hendi, til þess að komast hjá að hrófla við tón- list Bachs við texta guðspjalls- ins, þar eð hefðbundin þýðing guðspjallsins fellur ekki að tón- list Bachs án þess að gera á henni breytingar, sem ganga helgispjöllum næst. Með því að áheyrendur geta fylgzt með frumtextanum og íslenzkri þýð- ingu hans, ætti að vera tryggt, að þeir geri sér grein fyrir efn- issamhengi verksins. Þessi fyrsti heildarflutningur Mattheusarpassíunnar á íslandi er ekki stílaður upp á þá sögu- legu hefð, sem tíðkaðist á dögum Bachs, með örfáym söngröddum, enda enginn drengjakór til á Is- landi. Það eitt að miða fjölda flytjenda við þá tölu söngvara og hljóðfæraleikara, sem Bach hafði yfir að ráða, væri vafasöm og smámunaleg ráðstöfum. Bach hafði ekki á að skipa flytjendum, sem gátu gert Mattheusarpassí- unni æskileg skil, eins og ljóst er af bréfi hans, Memorandum, til borgaryfirvalda í Leipzig, rúmu ári eftir frumflutninginn. Fjölda flytjenda þarf jafnframt að miða við hljómburðarskilyrði, sem voru ágæt í Thomasarkirkjunni, en eru slæm í Háskólabíói. Hér þótti meira virði, að gefa sem flestum kost á að iðka tón- iistina, en þó keppt að því að halda stíl Bachs eins skýrum og unnt var, bæði í söng og hljóð- færaleik, t.d. með notkun gam- alla hljóðfæra, þ.e. óbó d’amore,, gömbu og barokkorgels. Pólýfónkórinn færir liðs- mönnum sínum — Hamrahlíðar- kórnum og Öldutúnskórnum ásamt stjórnendum þeirra — beztu þakkir fyrir liðsinnið. Söngmennt á íslandi er ekki alls varnað, meðan svo margt ungt fólk stillir saman raddir sínar eftir forskrift Bachs. Segja má, að sígild tónlist hafi fyrst fest rætur á ísiandi með kynningu orgelsnillingsins Páls Isólfssonar á verkum Jóhanns Sebastian Bachs upp úr 1920. Stóru kórverkin, hápunktur hinnar raddfleygu tónlistar, hafa aðeins átt einn málsvara og túlkara hér á landi, Pólýfónkór- inn, þetta óskilgetna afsprengi íslenzks tónlistarlífs, sem helzt enginn hefur viijað við kannast, á nú fjórðung aldar að baki. Á því stutta skeiði hefur margt breytzt í tónmennt fámennrar, afskekktrar þjóðar norður við íshaf. Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs, sumir með nokkrum fyrirgangi, enda alltaf framboð á fólki sem vill frelsa heiminn. Söfnuðurnir voru hættir „að öskra sálmana", eins og Nób- elsskáldið lýsti íslenzkum kirkjusöng fyrr á árum, enda fólk hætt að sækja kirkju nema á fermingardögum og jólum, og þá vanda kirkjukórarnir sig. Kannski tekst ráðamönnum tónlistarinnar á Islandi með að- stoð nýrra spámanna að koma í veg fyrir að svo margir nái að stilla saman raddir sínar í rétt- um hljómi? Pólýfónkórinn sendir beztu af- mæliskveðjur. Flutningur fyrr og nú Þá verða birtir kaflar úr saman- tekt um flutning á Mattheusar- passíunni fyrr og nú: Samtímaheimiidir bera með sér, að Mattheusarpassían var frumflutt við erfiðar aðstæður 1729, og vafalaust má telja, að flutningurinn hafi hljómað all- ólíkt því, sem nú tíðkast. Þar ber til i fyrsta lagi, að gerð hijóð- færa var önnur en nú — bar- okk-hljóðfæri — gígjur og gömb- ur í stað strokhljóðfæra nútím- ans, og flautur og óbó önnur með öðrum tónblæ, allt hljómminni hljóðfæri en tíðkast í dag. Skort- ur á hæfum flytjendum hlýtur einnig að hafa háð Bach við upp- færslu þessa volduga verks, sem krafðist tveggja blandaðra kóra^ auk sópranraddar in ripieno í fyrra þætti og tveggja hljóm- sveita. Kórana skipuðu nemend- ur Thomasarskólans, þar sem Bach var Director Mucicies, styrktir röddum áhugafólks. Hljómsveitirnar tvær skipuðu fáeinir fastráðnir hljóðfæraleik- arar borgarinnar — Stadtpfeif- er, Stadtgeiger, — sem höfðu þann starfa að leika við ýmis há- tíðleg tækifæri í borgarlífinu, auk nemenda Thomasarskólans og háskólans að viðbættum með- limum Collegium Musicum, sem Bach hafði tekið að sér að stjórna sama ár. Alls hafa flytj- endur aðeins verið um 60 talsins. Fáir viðstaddra munu hafa skynjað snilld verksins og anda- gift og enn færri gert sér ljóst, að þeir voru vitni að einum merkasta viðburði í tónlistar- sögu Evrópu. samtíðarmaður skrifaði þrem árum síðar: „Nokkrir háttsettir embættismenn og tiginbornar frúr sátu í hliðarstúku kirkjunn- ar og hófu að syngja með í fyrsta kóralnum. En eftir því sem lengra leið á flutninginn undruð- ust menn meir og tóku að segja hver við annan: „Hvað á allt þetta að þýða?“ En öldruð hefð- arfrú hrópaði upp yfir viðstadda: „Guð hjálpi oss! Þetta hlýtur að vera gamanópera!" Eðlilegt var að fólkið undraðist. Flutningur píslarsögunnar í formi passiu var algengur þáttur helgihalds kirkjunnar á þessum tímum, en Bach er hér í senn byltingar- og umbótamaður, sem beinir þessu tónlistarformi inn á nýjar braut- ir. Mattheusarpassían hefur mátt þola alls konar meðhöndl- un frá því hún var endurvakin á fyrri hluta síðustu aldar. Mend- elssohn og arftakar hans fóru rómantískum höndum um verkið og bættu jafnvel við hljóðfærum, sem ekki voru til á dögum Bachs. Allt fram að síðari heimsstyrj- öld tíðkaðist margföldun hljómsveitarradda og söngstíli var of þykkur og fjálglegur til að falla að tónlist Bachs. Lundúnabúar stofnuðu Bach- félag árið 1849, og fimm árum síðar var Mattheusarpassían fyrst flutt í London undir stjórn forseta Bach-félagsins, Stern- dale Benneth. Umsagnir gagn- rýnenda voru misjafnar eins og gengur, en vinsældir verksins jukust ár frá ári. Geysihrifningu vakti flutningur Sir Joseph Barnby í London árið 1870 með 500 radda oratóríukór sínum og voru mörg atriði klöppuð upp. Svipuð þróun varð í Bandaríkj- unum þar sem Mattheusarpassí- an var frumflutt í heild árið 1892 undir stjórn Dr. J. Fred Wolle. Albert Schweitzer var einn þeirra tónlistarmanna og rithöf- unda, sem glæddu skilning á verkum Bachs, uppruna þeirra og stíl og beittu sér fyrir endur- flutningi þeirra í upprunalegri mynd og varðveizlu hljóðfæra barokktímans. Mattheusarpassían er á verk- efnaskrá allra heistu blandaðra kóra í Evrópu og Ameríku og er fjöldi söngvara oftast á bilinu 100—200. Til skamms tíma hafa allar hljóðritanir verksins verið með kórum af þeirri stærð. Þróunin er í þá átt að minnka kórana í verkum Bachs, sem leiðir til þess, að færri fá tæki- færi til að verða þátttakendur í ómetanlegri lífsreynslu — að syngja meistaraverkin með eigin röddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.