Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Þeir hugrökku fljúgandi menn leigðar af Klausturbræðrum. Eftir að austur kom tókum við til við að setja saman sleða, smíða skýli á þá og Ijúka ýmsu öðru sem nauð- syn bar til. Það var ótrúlegt hvað þurfti að hafa margt í huga við þessa björgun; þó ekki væri nema til þess að sjá leiðangursmönnun- um sæmilega farborða þennan tíma uppá Vatnajökli. Meðan á ferðalaginu stóð vorum við í stöðugu sambandi við um- heiminn og Loftleiðir sendu okkur flugvél með það sem okkur van- hagaði um. Við lögðum af stað áleiðis til jökulsins þann 12ta apríl. Snjór var á jörðu, veður heiðskírt, en skafrenningur. Daginn áður höfð- um við komið þremur sleðum af fjórum upp Klifið, en það var hið erfiðasta verk. Eftir að komið var frá Klifinu, drógu ýturnar sleðana og þannig var haldið áfram upp til fjalla. Fyrsta náttbólið var við Fögrufossa, annað við Kríuvötn, en laugardaginn 14da apríl kom- um við að jökulröndinni. Hafði ferðalagið gengið mjög sæmilega, ef frá eru taldar smávægilegar tafir og bilanir. Við urðum að halda kyrru fyrir við jökulröndina í þrjú dægur. Það var aftaka vont veður. Hinn 17da apríl bjuggumst við til uppgöngu og gekk það eins og í sögu, en þeg- ar við vorum komnir þangað sem við töldum að flugvélin væri, urð- um við að halda kyrru fyrir all- lengi vegna þoku. Tuttugasta apríl birti upp. Þá sáum við litla þúst á snjóbreiðunni og töldum að þar hlyti flugvélin að vera. Það var um 500 metra frá staðnum sem við höfðum stansað. Við byrjuðum að grafa af kappi og tók það okkur átta daga í allt. Við vorum langt komnir, þegar skall á blindhríð og alit fór í kaf aftur, svo við urðum að byrja á nýjan leik. Oftast var veðrið hið sæmilegasta á jöklin- um, nokkuö bjart, en frostið var mikið. Eitt sinni mældum við það 30 stig. Snjólagið var um 7 metrar og vorum við ákaflega spenntir með- an við vorum að grafa. Þegar við vorum komnir svo langt að hægt var að skríða inn í vélina, kom á daginn að næstum ekkert hafði snjóað inní hana. Og glaðir urðum við þegar ljósin kviknuðu strax, en rafgeymarnir voru báðir full- hlaðnir. I stuttu máli sagt, þá var vélin næstum óskemmd, hún hafði lítillega sligast vegna snjóþung- ans, en annað var það ekki. Okkur gekk furðanlega að koma vélinni niður. Það mun vera eftir því sem ég best veit, lengsti áfangi sem flugvél hefur verið dregin á landi, en öll leiðin ofanaf Bárðar- bungu og niður að Innri-Eyrum mun vera tæpir 100 kílómetrar. Næstu dagar voru erfiðir. Fyrst gerðum við flugbraut við upptök Hverfisfljóts, en hún eyðilagðist vegna þíðviðris. Þá urðum við að flytja okkur á annan stað. Þar tróðum við nýja flugbraut með ýt- unum og ákváðum að reyna flug- tak, þegar við höfðum gengið úr skugga um að vélin væri flughæf. Brautin var hálfur annar kíló- metri á lengdina. Það er um helm- ingi lengri braut en nota þarf við eðlilegar aðstæður. Á móts við miðja brautina höfðum við komið fyrir tómum olíutunnum og ákváðum að hætta við flugtakið, ef vélin væri ekki í loftinu áður en við kæmum að tunnunum. Við þrautreyndum vélina eftir því sem aðstæður leyfðu, létum meðal ann- ars hreyflana ganga í nokkrar klukkustundir og lagfærðum loftnet, en þau höfðu slitnað und- an ísingu á jöklinum og ýmislegt annað var bætt. Okkur var vitan- lega ljóst að margt óvænt gat komið fyrir flugvél sem þannig hafði verið ástatt um, en það var ekki um annað að gera en reyna flugtakið. Það varð að skeika að sköpuðu. Kristinn Olsen var við stýrið og ég honum til aðstoðar. Þriðji mað- urinn var góðvinur okkar, Hrafn Jónsson. Svo má ekki gleyma hundinum. Píla hafði verið með í öllu slarkinu. Hún var eini þátt- takandinn sem kvartaði undan kulda; hvenær sem færi gafst skreið hún ofaní svefnpoka. Við brunuðum af stað. Áður en varði sáum við tunnurnar, þar sem þær stóðu niðrá jörðinni langt neðan okkar. Við stefndum fyrst til flugvallarins á Kirkjubæjar- klaustri, þar var gert ráð fyrir að nauðlenda, ef eitthvaó kæmi uppá, en til þess kom ekki. 'lreyfl- arnir gengu örugglega. Vélin reyndist í alla staði eðlileg og þess vegna héldum við beint til Reykja- víkur. Lentum þar nákvæmlega fjórum vikum eftir að við héldum í leiðangur þennan." Á Reykjavíkurflugvelli beið múgur og margmenni að taka á móti þeim félögum, Alfreð, Kristni og Hrafni. Þykir björgun Jökuls einstætt afrek í sögu flugmálanna og var þetta í fyrsta skipti sem flugvél, sem teppst hef- ur á jökli, er bjargað með þessum hætti. Það lögðu líka margir hönd á plóginn, Alfreð, Kristinn, leið- angursmennirnir og fjölmargir aðstoðarmenn bæði eystra og í bænum. En hvað varð um Jökul? Jú, vélin var fljótlega lagfærð og seld til Spánar og kom þar góður peningur í kassann hjá Loftleiða- mönnum. Spánverjar notuðu Jökul í rúm tuttugu ár, þá keyptu Filippsey- ingar vélina og flugu henni í tæp fjögur ár að Jökli var endanlega lagt. Flugvélin, sem ís- lendingar björguðu af Vatnajökli árið 1951, endaði feril sinn í flug- vélakirkjugarði á Filippseyjum árið 1978 eftir tæplega 30 þúsund flugstundir. Teikning Halldór* Pétursaonar at AlfraA. Grumman í Vatnagörðum. Kristinn og Alfrsð við Flugskóla Konna í Winnipag. Innanlandsflugi hætt Árið 1952 voru áætlunarflug- hafnir Loftleiða orðnar 15 talsins. Þá voru í eigu félagsins flugvélar af Stinson-gerð, Grumman Goose-sjóflugvélar, Norseman- flugbátar, Avro-Anson-vélar, og Skymaster-vélar, Douglas-Dak- ota-vélar auk 2ja Catalina-flug- báta. Samkeppnin var mikil á inn- anlandsleiðum á þessum árum milli Flugfélags íslands og Loft- leiða og stjórnvöld töldu rétt að skipta flugsamgöngum upp í sér- leiðir og deildu þeim milli félag- anna, þannig að Loftleiðamenn sáu sér ekki fært að halda innan- landsflugi sínu áfram. Það blöstu semsé ýmsir erfið- leikar við Loftleiðum á átta ára afmæli þess 1952. Alfreð Elíasson segir: „Þegar innanlandsfluginu var skipt, þá var það gert á þann hátt að ekki gat talist sanngjarnt og hlutur Loftleiða of smár til að hægt hefði verið að halda áfram flugrekstri innanlands. Á þessum árum munaði einnig iitlu að Loft- leiðir hefðu orðið að hætta starf- rækslu vegna opinberra afskipta Alþingis. Þá kom fram sú tillaga að einungis einu flugfélagi yrði leyfður flugreksur hérlendis og hefðu það orðið endaiok Loftleiða. Frumvarpið var þó fellt." En með ákvörðun stjórnvalda verða alger kapítulaskipti í rekstri hins unga flugfélags. Agnar Ko- foed-Hansen segir: „Þó að saga innanlandsflugs Loftleiða yrði ekki lengri er raun bar vitni þá gerðist á þessu tímabili tvennt, sem jafnan mun minnst í sögu ís- lenskra flugmála: Með sókn Loft- leiða til nýrra markaða á íslandi jókst trú Islendinga á hina miklu möguleika flugvélarinnar til að leysa samgöngumálin heima fyrir, og á þessu tímabili aflaði félagið sér reynslu, kunnáttu og áræðis, sem þurfti til þess að taka ákvörð- un um sókn á nýjum, alþjóðlegum vígstöðvum." Hið síðasta innanlandsflug Loftleiða var 3ja janúar 1952. Heildarfarþegafjöldi félagsins ár- ið 1952 var einungis 2.605. Slower But Lower Enn á ný reyndi á þrautsegju Loftleiðamanna og hugkvæmni. Þeir seldu mestan hluta innan- landsflugvélanna og eftir voru að- eins á nafni Loftleiða: Skymast- er-vél, 7 sæta Avro Anson-vél, 16 sæta Catalina-flugbátur og 7 sæta Grumman-vél: Fjórar flugvélar sem tóku samtals 84 í sæti. Það var ljóst að félagið gat ekki keppt við risana á alþjóðlegum flugleið- um með þennan flugkost — að minnsta kosti ekki að öðru óbreyttu. En Loftleiðamenn lum- uðu á bragði. Þeir hugðu, að með því að bjóða farþegum uppá seinfara flug, en áreiðanlegt og góða þjónustu gætu þeir búið sér til sinn eigin markað með töluvert lægri fargjöld en IATA, Alþjóða flugsambandið, hafði ákveðið. Á nýársdegi 1953 var gefin út tilkynning á skrif- stofu Loftleiða í New York um ný lág flugfargjöld á Norður-Atlants- hafsleiðinni. Auglýsingaherferð fylgdi í kjölfarið og Loftleiðir auglýstu: „We are slower, but we are lower". í fyrstu benti fátt til þess að bragðið hefði lukkast. Það tekur tímann sinn fyrir ungt og fjár- vana flugfélag að komast inná þéttsetinn markaðinn vestra. Árið 1953 voru það einungis um 5 þús- und manns sem notuðu þessa nýbreytni Loftleiðamanna og flugu á lægri fargjöldum milli New York, Reykjavíkur, Stafang- urs, Ósló, Kaupmannahafnar og Hamborgar með félaginu. En næsta árið tvöfaldaðist farþega- fjöldinn og árið 1955 flugu 17 þús- und manns með Loftleiðum. Slag- orðið „Slower but lower" var tekið að hrífa. Ixjftleiðir hafa allaf verið IATA, Alþjóðasambandi flugfélaga, þyrnir í augum fyrir sín lágu flugfargjöld, og það er kaldhæðn- islegt að þegar IATA var dregið fyrir dómstólana á sínum tíma og sakað um brot á auðhringalögun- um í Bandaríkjunum, þá tókst þeim að bjarga sér frá málinu með því að benda á Loftleiðir sem stæðu utan samtakanna, og hin lágu fargjöld þeirra. Brátt kom að því að Loftleiða- menn sáu fram á að eiga hvergi athvarf í Evrópu með hin lágu far- gjöld sín. Stjórnvöld á Norður- löndum og öðrum Evrópuríkjum gerðu á tímabili harða hríð að ís- lenskum flugmálayfirvöldum, því fargjaldastefna Loftleiða ógnaði mörgum ríkisstyrktum flugfélög- um í löndum þessum. Til dæmis var einungis leyft að fljúga til og frá Hamborg með því skilyrði, að þau auglýstu ekki hin lágu far- gjöld. Og Loftleiðamenn spurðu sjálfa sig: Er ekkert land á meginlandi Evrópu, þar sem við getum átölu- laust fengið að bjóða lágu far- gjöldin okkar? Það mun hafa verið Agnar Ko- foed-Hansen, flugmálastjóri, sem svaraði þeirri spurningu: Lúxem- borg. Hann stakk upp á því við starfsbróður sinn þar í landi, Mr. Hamer, að þeir efndu til sam- starfs um að opna Findel-flugvöll fyrir Loftleiðum til gagnkvæms ábata fyrir Lúxemborgara og ís- lendinga. Svo leiddi eitt af öðru og Loftleiðir tóku upp flugferðir að sumarlagi til Lúxemborgar árið 1955. Lúxemborg varð á næstu árum griðland Loftleiða með sín lágu fargjöld — og flugferðirnar milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar urðu hyrningarsteinn allrar starf- semi Loftleiða. Blómaskeið í lok ársins 1956 áttu Loftleiðir tvær Skymaster-vélar og leigðu þar að auki tvær af Norðmönnum. Farþegafjöldinn jókst ár frá ári og í lok fimmta áratugarins var staða Loftleiða orðin traust. Bætt hafði verið við flugi til Gautaborgar 1954; reglubundið flug hafið til Glasgow árið 1956 og til Lundúna ári síðar; þá bættist Amsterdam við keðjuna og snemmhendis árið 1960 Helsingfors. Félagið hafði nú slitið barns- skónum og samkeppnisaðilar litu óhýru auga til velgengni þessa litla flugfélags, en þó með virð- ingu, því Loftleiðum hafði tekist það sem engan óraði fyrir í heimi flugmála. IATA-samsteypan hóf að lækka fargjöldin, sérstaklega á haust- og vetrarferðum. Þá tóku stærstu flugfélögin um þetta leyti í þjónustu sína fyrstu þoturnar og stungu þar með Skymaster-flota Loftleiða af. Þrátt fyrir þessa staðreynd jókst farþegafjöldi Loftleiða. Fyrirtækið var orðið þekkt fyrir áreiðanleika og góða þjónustu — en fyrst og fremst lág fargjöld. Árið 1960 voru farþeg- arnir rúmlega 40 þúsund talsins. En forráðamönnum félagsins var ljóst að þeir urðu að vera í takt við tímann, ef þeir ætluðu sér langlífi á þessum markaði. Tími DC-4 Skymaster-vélanna var liðinn. Fé- lagið gerði áætlanir um að kaupa hraðskreiðari og stærri flugvélar af gerðinni DC-6B Cloudmaster. Að vorlagi 1961 hófu Loftleiðir að fljúga vikulega til Lúxemborg- ar. Fargjöld á þessari rútu: New York — Reykjavík — Lúxemborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.