Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Minning: Þorsteinn Oskar Guöbrandsson Fæddur 26. október 1914 I)áinn 11. mars 1982 Þegar hringt var til mín og mér sagt að Þorsteinn frændi minn væri látinn, setti mig hljóðan um stund, enda þótt ég vissi, að hann gekk ekki heill til skógar í allmörg ár. Þorsteinn óskar Guðbrandsson var fæddur á Stokkseyri 26. októ- ber 1914, og því á sextugasta og áttunda aldursári, er hann lést. Steini í Stíghúsi var hann lengi kallaður, því þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þeim Valborgu Bjarnadóttur og Guðbrandi Þor- steinssyni trésmið. Ég ætla ekki að tína til störf Þorsteins, en vil þó minnast þeirra í aðalatriðum. Eins og algengt er, fór hann til snúninga í sveit á sín- um æskuárum, meðal annars til að smala kvíaám. Þegar Steini var fimmtán ára fór hann til sjóróðra í Vestmanna- eyjum og átti að beita línu framan af vertíð. Kom þá að notum hve handfljótur hann var, því hann reyndist með alfljótustu beitn- ingamönnum og röskur til allra verka, sem hann gekk að. Þetta var fyrsta sjóvinna Þor- steins, en sjóróðrar urðu hans að- alstarf, mest frá Stokkseyri, en þar átti hann heima alla tíð. Nokkur hin síðari ár vann hann við fiskvinnu í Hraðfrystistöð Stokkseyrar. Þorsteinn var félags- hyggjumaður góður og naut því trausts starfsfélaga sinna, sem sést best af því að þeir kusu hann til hinna ýmsu trúnaðarstarfa. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurbjört Kristjánsdóttir frá LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Brattlandi í Vestmannaeyjum og eiga þeu einn son, Borgar, sem býr á Stokkseyri. Þorsteinn eignaðist dóttur áður en hann giftist, Ester að nafni, hún býr í Reykjavík. Einnig eignaðist Sigurbjört son áður en hún giftist, Kristján Sig- urðsson, trésmið í Keflavík. Er ég kveð þennan vin minn og frænda er margs að minnast eins og gerist og gengur hjá skyld- mennum á svipuðum aldri. Eitt er það sem kemur ofarlega í hug mér á þessum tímamótum. Árið 1931 vorum við Steini ráðnir til róðra á opinn vélbát í Staðahverfinu í Grindavík. Bátur þessi hét Sægammur og formaður var Jón Helgason, fyrrum vita- vörður á Reykjanesi. Á þessum tíma var ekki mikið um bílferðir yfir Hellisheiði að vetrinum. Við urðum því að ganga suður „í verið" eins og það var kallað. Við lögðum af stað dag nokkurn um hádegi, seinni part janúar frá Stokkseyri. Fyrsti áfangi var Kotströnd, og þar gistum við. Næsti áfangastað- ur var Reykjavík, sem við náðum kvöldið eftir. Heppnin lék við okkur í þessari ferð, það var snjór yfir jörð, og þar sem Jón Ingvarss- on á Skipum var að fara til róðra í Keflavík flutti Ingvar Hannesson, faðir hans, farangur hans á hest- asleða og lofaði okkur hinum að hafa okkar farangur á sleðanum út á Kambabrún. Þar sneri Ingvar við. Fyrir þennan góða greiða tók hann enga greiðslu. Þar sem þetta var, að ég best veit, seinasta skipt- ið sem gengið var „í verið", minn- ist ég þessa. Frá því að þessi ferð var farin er liðin rúmlega hálf öld. Um leið og ég þakka Steina samfylgdina, þakka ég honum samveruna við leik og störf, og óska þess að sá sem verndar og geymir alla að lokum, verndi og geymi þann sem nú hefur lokið sínu æviskeiði. Eiginkonu Þorsteins, börnum og barnabörnum sendi ég mínar bestu kveðjur. Stefán Nikulásson. Brita öryggissæti fyrir börn Það er mikilvægt að barnið sitji í öruggu og þægilegu sæti, verði bíllinn fyrir hnjaski. Þegar bremsað er skyndilega er barnið ör- uggara. Ef þægilega fer um barnið, er það rólegra, - og þar með ökumaðurinn. Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest, - og losað Biðjið um Britax bílstóla á bensín- stöðvum Shell. Skeljungsbúðin Suóurlanclsbraut 4 simi 38125 Heildsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 sími 81722 Núpsverjar Nemendur Núpsskóla veturna '60—’61 og \ ’61 — ’62: Föstudaginn 14. maí nk. er ákveðiö aö hittast í Átthagasal Hótel Sögu. Mætum öll og rifjum upp gömul kynni. Kennarar velkomnir. Hús- i iö opnað kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma: Lillu og Ómars 73763, Ingigeröar 66644, Svenný 54247, Ellu Dísu 85124. Sumarhús Edda Mosfellssveit Sýnum alla páskavikuna viö Áhaldahús Mosfells- hrepps viö Þverholt í Mosfellssveit glæsilegt fullbúiö sumarhús á aðeins kr. 180.000. Húsiö er 37 fm aö grunnfleti, fulleinangraö meö 3ja tommu glerull og tvöföldu einangrunargleri. Panelklætt í hólf og gólf. Komið, sjáiö, sannfærist. Berið saman verö, gæöi og notagildi. Nánari upplýsingar á staðnum og hjá undirrituöum: Hilmar Sigurösson viöskiptafræðingur. Sími 66501. ........ Oic*"C...... MYNDAR- LEGAR^ GJAFIR FRÁKODAK Vasamyndavélarnar írá Kodak eiga það allar sameiginlegt að vera sérlega auðveldar í notkun, með öruggu stuðningshandlangi og skila skörpum myndum í björtum litum. Aðrir eiginleikar þessara bráðsnjöllu vasavéla s.s. aðdráttarlinsur, innbyggð sjálívirk leiíturljós og hraða- stillingar eru mismunandi eftir gerðum og það er verðið að sjállsögðu líka. KODAK TELE-EKTRALITE 600 Glœsileg myndavól með sér- stakri aðdráttarlinsu og innbyggðu sjállvirku eilílðarflassi. Fókusinn er írá l,lmíhiðóendanlega Verðkr. 1.130- KODAK EKTRALITE 400 Stúhrein myndavól með þremur hraðastillingum og inn- byggðu eilílðarilassi. Fókusinn er frá l .2 m í hið óendan- lega Verðkr. 710- KODAK EKTRA 250 Falleg myndavél með tveimur hraðastillingum og fókus frá l ,2 í hið óendanlega Verð kr 555 - Vasamyndavél írá Kodak er mvndarlea gjöf_sem þú getur verið stoltur af hvar og r hvenœr sem er. ...... HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTl S 20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVER S: 36161 UMBOÐSMENN UMLANDALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.