Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 13 Fyrsta íslenska áhöfnin ( millilandaflugvél: Bolli Gunnarsson, Sigríður Gestsdóttir, Alfreó Elíasson, Einar Árnason, Magnús Guðmundsaon og Halldór Sigurjónsson. svokölluðum Selskerjum utan við fjarðarmynnið þegar þeir loksins komust í loftið. Þá var farið að sjóða á olíunni. Þeir tóku stefnuna á Holtavörðuheiði, en komust ekki yfir hana. Þá aetluðu þeir yfir Kerlingarskarð á Snæfellsnesi, en aftur urðu þeir að hætta við; vélin ofreisti sig þegar þeir reyndu að lyfta henni. Fóru þá að renna tvær grímur á menn. Þeir lentu í Stykk- ishólmi og skiptu um olíu og flugu svo meðfram landinu til Reykja- víkur. Þá uppgötvaðist hvað var að. Burðarþol vélarinnar var gefið upp í pundum, en hún hafði verið híaðin sem sú tala stæði: fyrir kíló. Farmurinn var því tvöfalt burðarþolið. Loftleiðamenn héldu heim úr síldarævintýrinu þann 17da sept- ember eftir velheppnað fyrsta sumar. Alfreð og Kristinn voru komnir með vélina út á Miklavatn, þegar skyndilega skall á suðvestan ofsaveður. Þeir ákváðu að bíða með flugtakið og létu hreyfilinn ganga í hægagangi. Sáu þeir þá hvar vindhvirflar soguðu mikla vatnsstróka hátt í loft við vestur- strönd vatnsins og geystist þetta fyrirbæri með ofsahraöa til þeirra félaga og áður en varði tókst flugvélin á loft, 2—300 metra og skall síðan á vatnsflötinn aftur allmiklu austar og norðar og fór þá í kaf niður á 5—6 metra dýpi. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en komið var til Trékyllisvíkur. Þar lentum við í námunda við bæinn, þar sem sá helsjúki átti heima. Undiralda var talsverð og lending- in því óhæg, svo við reiknuðum með að þurfa að halda til Norður- fjarðar og reyna flugtak þar, eftir að búið var að ná í sjúklinginn. Við vorum augljóslega á réttum stað, því í flæðarmálinu biðu okkar karl og kona. Súgur var við sandinn og óð karlmaðurinn, sem virtist nokkuð við aldur, út á móti flugvélinni, uns sjórinn náði hon- um undir hendur. Þá tók hann á öðru flotholtinu og hjálpaði til við landtökuna. Ekki var maður þessi fyrr kom- inn í kallfæri við okkur en hann tók að fræða okkur um blindsker Trékyllisvíkur, sem hann kvað mörg og skæð. Taldi hann okkur lánsmenn mikla að hafa sloppið við þau. Maðurinn lét dæluna ganga, þar sem hann stóð í sjónum við flugvélina og tóku okkur að leiðast þessi ræðuhöld, svo Alfreð laut niður að honum, þar sem hann þuldi blindskersbálk sinn og kallaði: „Hvar er sjúklingurinn?" „Það er nú ég,“ svarar karl. Við urðum fyrst agndofa, en sannfærðumst svo um að karl væri að gabba okkur og Alfreð segir heldur snúðugur: mFf- I m > Skymasterinn á Reykjavíkurflugvelli. byggða sem fyrrum höfðu einvörð- ungu treyst á bát eða hest. Þetta var upphafið að áætlunar- flugi Loftleiða. Það kom á daginn að hinir bjartsýnustu voru hinir raunsæjustu: Farbeiðnum fjölg- aði, nýjar flugvélar voru keyptar og fastar áætlunarferðir Loftleiða urðu öruggur þáttur í daglegu lífi fólks í ýmsum afskekktum byggð- um landsins. Næstu þrjá mánuði var Stin- son-vélin mest í ferðum til Vest- fjarða, en einnig flugu Loftleiða- menn með farþega til og frá eftir- töldum stöðum: Vestmannaeyjum, Akranesi, Borgarnesi, Grundar- firði, Arngerðareyri, Borðeyri, Steingrímsfirði, Djúpuvík, Norð- firði, Ingólfsfirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Miklavatni í Fljótum, Hítarvatni og Þingvallavatni. Síldarleit I júlímánuði tóku Loftleiða- menn við síldarleitarfluginu. Síld- arleit úr lofti hófst fyrst hér við land árið 1928, en frá 1938 stóð síldarleitarflugið óslitið til 1965. Loftleiðir sáu um síldarleitina frá 1944—1948 eða í fimm sumur. Bækistöð Loftleiðamanna við leit- ina var við Miklavatn í Fljótum. Aðstaða var þar hin erfiðasta þrátt fyrir að heimamenn legðu sig alla fram. Til dæmis urðu flugliðarnir að liggja í tjöldum, hvernig sem viðraði og bensín- birgðir flugvélarinnar voru fluttar í tunnum sjóleiðis til Haganesvík- ur og þaðan með bíl til bækistöðv- arinnar, eftir að Hrólfur vega- verkstjóri í Fljótum Asmundsson hafði látið leggja veg þangað. Síld- arleitarflugið stóð fram í miðjan september og flugu Loftleiðamenn í alls 293,5 klukkustundir, sem var mesta flug í síldarleit þessa daga. Margt gekk þeim brösulega í síldarleitinni, Loftleiðamönnum. Eitt sinn fyrsta sumarið voru þeir fengnir til þess að sækja legur úr síldarverksmiðjunni í Ingólfsfirði, sem höfðu bilað og fljúga með þær suður í viðgerð. Stinsoninn lenti með pomp og prakt á Ingólfsfirði og vélin var hlaðin í skyndingu og flugmennirnir tóku af stað. Þá fundu þeir að vélin hagaði sér ein- kennilega; þeir skyldu ekki af- hverju þeir áttu svo erfitt með að ná vélinni upp. Þeir keyrðu út all- an fjörðinn og voru komnir að Alfreð og Kristinn biðu í kafi á meðan vélin fylltist og tókst svo að skríða út. Vélin kom uppá yfir- borðið á eftir þeim á hvolfi, flaut á flotholtunum, og Alfreð og Krist- inn settust klofvega á þau. Þar biðu þeir meðan vélina var að reka til lands á milli bæjanna Hrauna og Lambaness-Reykja. Hröktust þeir á vatninu á annan klukku- tíma og voru svo þrekaðir að þeir gátu ekki hnýtt um sig endum sem kastað var til þeirra úr landi. Bátleysi kom í veg fyrir frekari björgunaraðgerðir, en menn í landi fylgdust skelfingu lostnir með atviki þessu. Saga úr sjúkraflugi Frá Miklavatni fóru Alfreð og Kristinn einnig alloft í sjúkraflugJ Kristinn kann sögu að segja frá því, þó varla sé hún dæmigerð um sjúkraflug: „Það var hringt til okkar Al- freðs klukkan 12 á miðnætti eitt sinn og við beðnir að sækja mann vestur á Strandir uppá líf og dauða. Við brugðum skjótt við, komum sjúkrakörfunni fyrir í Stinsoninum og strikuðum vestur. „Hver andskotinn skyldi nú ama að þér?“ „Það veit ég svei mér ekki, en ég lá fyrir dauðanum í kvöld,“ sagði karl. „Nú er ég miklu skárri. Túr- inn borga ég hvort sem er og þá er best að ég fari suður með ykkur." Að svo mæltu klöngraðist hann inn í flugvélina, smeygði sér úr skónum, skreið rennblautur upp í sjúkrakörfuna, breiddi yfir sig teppi og kvaðst ætla að halda þar kyrru fyrir uns komið sé yfir Reykjavík, en þá vilji hann fá að vita. „Ég hefði gaman af að horfa niður á hana,“ sagði hann og þagði síðan. Við héldum nú sem leið lá suður með sjúkling þennan og gerðist nú ekkert til tíðinda, enda förunautur okkar þegjandi í fleti sínu. Er við nálguðumst Reykjavík, hnipptum við í karl og kváðum nú ekki seinna vænna að hafa bæinn undir iljum sér. Sviptir hann þá skjót- lega af sér teppinu, sest á körfu- brúnina, fer í skó og hyggur vand- lega að borginni, þar sem hún blasti við okkur í morgunsárinu, en hafði þó engin orð um hversu sér litist hún. Var hann þannig albúinn til landgöngu er við renndum að bryggju. Hann .greiddi okkur fljótt og skilvíslega ferðakostnað allan, þakkaði blíð- lega samfylgdina og hvarf á brott með þeim sem beðið höfðu hingað- komu hans. Og kann ég sögu þessa ekki lengri." Upphaf millilandaflugs Alfreð Elíasson segir: „Eitt sinn var ég staddur útá Keflavíkurflugvelli og fékk sér- stakt leyfi til að fara um borð í Skymaster-fraktflugvél. Ég varð geysilega hissa er ég leit inní hana. Mér fannst þetta eins og stærsti danssalur og skyldi eigin- lega ekki hvernig menn færu að fljúga slíku ferlíki. Þetta var í striðslok. Nokkru síðar komst ég í samband við bandarískan mann, sem hér kvæntist íslenskri konu og sá átti kost á því að kaupa sem uppgjafahermaður flugvélar á góðu verði í Bandaríkjunum, sem herinn var hættur að nota. Þessi ameríski maður útvegaði okkur fyrstu Hekluna á þennan máta; fyrstu millilandaflugvél íslend- inga.“ Vélina þessa þurfti að innrétta til farþegaflugs, en það tafðist nokkuð því verktakarnir fóru á hausinn, en hinn 7da júní 1947 var Hekla tilbúin til heimferðar frá New York. Alfreð réð bandarískan flugstjóra, Moore kaptein, til að fljúga vélinni til íslands og fara nokkrar byrjunarferðir. Sá þjálf- aði Alfreð og Kristin til flug- stjórastarfa á þessari vél og varð Alfreð Elíasson fyrsti íslending- urinn með flugstjóraréttindi á Skymaster, Kristinn annar. Tólfta júní var Heklunni flogið af stað frá New York til Winnipeg. Þar tók hún hóp Vestur-íslendinga til Reykjavíkur með viðkomu á Gander. Heklan lenti fyrst á ís- landi þann 14da júní 1947. Mörg- um Islendingum þótti djarft teflt þegar Loftleiðamenn keyptu Hekl- una. Arið áður hafði félagið ein- ungis flutt 4 þúsund farþega, starfsmenn aðeins 15 og skrifstofa félagsins í leiguhúsnæði. Flugfloti félagsins tók 47 farþega í sæti en Hekian ein bar 44. Þjóðhátíðardaginn þetta ár flaug Heklan til Kaupmannahafn- ar og var það í fyrsta skipti sem íslensk flugvél flaug þá leið. Hafnar-íslendingar þessara ára minnast þessara tímamóta inni- lega. Þá breyttist fjarlægðin heim úr dögum í klukkustundir. Sigurð- ur Skúlason magister var staddur í Kaupmannahöfn þjóðhátíðar- daginn 1947 og skrifaði meðal annars svo í rit sitt, Samtíðina: „Sú fregn barst eins og eldur um sinu meðal Islendinga í Kaup- mannahöfn 17. júní 1947, að þann dag væri væntanleg þangað í Jómfrúarflug” millilandaflugvél- in „Hekla“, sem flugfélagið Loft- leiðir hafði þá nýlega fest kaup á í Bandaríkjunum. Þetta þóttu sann- arlega merkileg tíðindi. íslenskt flugfélag hafði eignast fjögurra hreyfla „Skymaster“-flugvél. Aldrei eru íslendingar jafnnæmir fyrir tíðindum, er varða land þeirra og þjóð, og þegar þeir eru staddir erlendis. Og þennan þjóð- hátíðardag var Loftleiðum svo fyrir að þakka, að gleðin skein á margri vonhýrri brá suður við Eyrarsund. Ég var staddur í Höfn þennan dag, og skömmu fyrir há- degi átti ég erindi á skrifstofu Danska flugfélagsins. Ég hafði orð á því við einn af starfsmönnum félagsins, að nú væri mikill merkisdagur í sögu íslenskra flugmála runninn upp, því að fyrsta „Skymaster“-millilanda- flugvél íslendinga mundi í dag hefja flug og koma til Kaup- mannahafnar. „Það er ómögulegt", ansaði maðurinn: „í fyrsta lagi eigið þið íslendingar enga fjögurra hreyfla millilandaflugvél og í öðru lagi mundi henni óheimilt að lenda á Kastrup-flugvelli." „Hún lendir nú samt í dag,“ svaraði ég drýgindalega. Maðurinn hristi höfuðið og kvaðst mundu hringja til flug- málaráðuneytisins til frekari full- vissu. Hann kom aftur að vörmu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.