Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 25 tulWítii Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið. Hringrás árs og eilífðar Það er vor í lofti. Landið brýtur af sér klakabönd. Náttúran vaknar til nýs lífs af vetrarsvefni. Gróðurríkið skartar senn sínu fegursta í litum og angan. Og það er að vonum að lundin léttist, er myrkur skammdegis og kuldi vetrar eru að baki. Það árvissa kraftaverk, sem vorið er í vitund okkar og umhverfi, er hafið. Það talar til okkar með tvenns konar hætti. í fyrsta lagi á máli viðblasandi staðreynda, sem sjá má allt umhverfis okkur, og gleðja huga og hjarta. í annan stað á áhrifaríku táknmáli, sem hringrás árs og eilífðar talar til okkar, og boðar okkur, ef grannt er gáð, það ljós og þann sannleika, sem vísa á okkur veginn inn í óráðna framtíð hvers einstaklings. Hvort heldur sem skoðað er smágert blóm i flóru landsins eða sá stóri alheimur, hvar jörðin er eins og sandkorn á sjávarströndu, lofar verkið meistarann. Það má lesa flest það sama út úr því táknmáli hins mikla höfuðsmiðs himins og jarðar, sem alheimurinn er, og stendur í hinni helgu bók kristindómsins. Páskarnir, sem nú fara í hönd, eru ein af mikilvægustu hátíðum kristins fólks. Þeir sameina þrjá meginþætti kristinnar trúar. Kær- leikurinn talar til okkar á skírdag, dauði og pína frelsarans á föstu- daginn langa og upprisan á páskadag. Kærleikurinn skiptir mestu í samskiptum manna og þjóða. Hann er vegvísir, sem kristindómurinn leggur hverjum einstaklingi til á jarðneskri vegferð. Krossfestingin og upprisan tala hins vegar til okkar máli eilífðarinnar, að bak við dauðann búi framhald lífsins. Þess vegna fellur táknmál umhverfis okkar, er náttúran vaknar til nýs lífs af vetrarsvefni, vel að boðskap hinnar helgu bókar um páskana. Páskarnir eru, auk þess að vera trúarleg hátíð, nokkurra dag frí frá önn hvunndagsins með tilheyrandi ferðalögum, innanlands og utan. Það er því tímabært að minna á tillitssemi í umferð og hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðir til að forðast slys og skaða. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði legrar páskahátiðar. Sjónarhóll til framtíðar Páskablað Morgunblaðsins fjallar að þessu sinni um þær öru breyt- ingar, sem orðið hafa á þessari öld í samgöngum okkar, bæði í lofti og á landi. Vegakerfi, sem var nánast ekki til í okkar stóra og strjálbýla landi á morgni aldarinnar, hefur teygt sig til flestra byggðra bóla. Segja má að þjóðin hafi lyft Grettistökum á þessu sviði á liðnum áratugum, þó enn sé fjölmargt ógert, þ.á m. í lagningu bundins slitlags á þjóðvega- kerfið. Flugsamgöngur hafa nánast valdið byltingu í flutningi fólks og varnings og fært byggðarlög og þjóðlönd nær hvert öðru, þann veg að land okkar, „yzt á ránarslóðum", er komið í þjóðbraut í samskiptum umheimsins. Samgöngur okkar á sjó, sem eiga sögu jafngamla byggð í landinu, hafa og þróazt í takt við framvindu og tækniþróun, og gegna veigamiklu hlutverki í þjóðarbúskapnum. Samgöngur eru forsenda nútíma samskipta milli fólks í einstökum byggðum landsins, menningarlegra og félagslegra, auk þess að vera eins konar æðakerfi atvinnulífsins, sem efnahagslegt sjálfstæði okkar og afkoma byggist á. Út á við eru samgöngur, bæði í lofti og á legi, ekki aðeins farvegur fólks, kynna og þekkingar, heldur útflutningsfram- leiðslu okkar og innfluttra nauðsynja, en fáar sjálfstæðar þjóðir, ef nokkur, er jafn háð milliríkjaverzlun og við, þ.e. flytur út jafn stóran hluta framleiðslu sinnar og inn jafn hátt hlutfall neyzlu sinnar, hvers konar. Verzlun og samgöngur skipa þýðingarmeiri sess í þjóðarbúskap okkar en þorri fólks gerir sér nægilega grein fyrir. Þessar atvinnu- greinar eru því burðarásinn í þjóðlífi okkar, við hlið sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og raunar orkubúskapar í vaxandi mæli. Það er því verðugt verkefni þegar Morgunblaðið gefur lesendum sínum kost á að líta um öxl í samgöngumálum þjóðarinnar og rifja upp framvindu liðinna áratuga í þeim efnum. Saga hins iiðna, sú reynsla og þekking, sem hún hefur skilaö okkur, er nauðsynlegur sjónarhóll þegar horft er til framtíðar. Og að mörgu er að hyggja í samgöngum okkar þegar staðið er á þessum sjónarhóli. F'jölmörg risaverkefni bíða framkvæmda í vegakerfi landsins: brúargerð, jarðgöng, uppbygging vega o.s.frv. Hvað brýnast er þó að leggja varanlegt slitlag á þjóðvega- kerfið, en slík framkvæmd skilar kostnaði sínum undrafljótt aftur í minna vegaviðhaldi, lengri endingu ökutækja, minni varahlutakostn- aði og minni benzíneyðslu. Slíkar framkvæmdir er taldar koma næst að arðsemi vel grunduðum virkjunarframkvæmdum, þar sem hag- kvæmir virkjunarkostir og hyggileg orkunýting fara saman. Flugvellir eiga og langt í viðunandi horf hér á landi. Þetta á bæði við um flugvelli sem slíka og hvers konar öryggisútbúnað, sem hvarvetna er talinn sjálfsagður. Aðeins örfáir flugvellir hér á landi fullnægja sjálfsögðustu kröfum í þessum efnum. Og ekki verður þolað lengur að úrtölumenn komi í veg fyrir, að byggð verði flughöfn við hæfi á eina millilandaflugvelli okkar, við Keflavík, enda aðbúnaður þar nú fyrir neðan allar hellur, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Bygging nýrrar flugstöðvar, sem verður nokkurs konar andlit landsins út á við, gagn- vart erlendum flugfarþegum, er og forsenda þess, að skilja farþegaflug frá varnarliðsstarfi. Mestmegnis hjólför yfir móana Garðar Helgason Eskifirði, bílstjóri í hálfa öld, og Reynir Zoega Neskaupstað segja frá rútuferð frá Eskifirði til Akur- eyrar árið 1935, en hún tók 7 daga „Auðvitad eru betri vegir sunnanlands en hér fyrir austan, en það vantar alltaf peninga. Þetta er þó allt annað í dag miðað við það sem var, þegar við vorum í farþegaflutningum um og upp úr miðj- um fjórða áratugnum. Þá vorum við tvo daga á leiðinni til Akureyrar við eðli- legar aðstæður, fjóra daga fram og aft- ur. Vegirnir lágu í ótal krókum, mest- megnis hjólför yfir móana en ruðningar yfir melana. Tvær rekur voru jafn ómissandi í bílnum og varadekk.“ Við- mælandi minn er Garðar Helgason, bif- reiðarstjóri á Eskifirði. Garðar, sem heitir fullu nafni Jón Garðar, er inn- fæddur Eskfirðingur og hefur búið þar alla tíð. Hann fékk ökuskírteini 19 ára að aldri, skírteini nr. 41, útgefið á Eski- firði 23. október 1931. Fyrsta bílinn eignaðist hann skömmu áður, Chevro- let-vörubifreið og hóf þegar starf sem vörubílstjóri. Hann er enn atvinnubíl- stjóri, eini leigubílstjórinn á Eskifirði. Á um hálfrar aldar starfsævi sem bílstjóri hafa farþegaflutningar verið stærstur hluti í starfi hans. Það má segja að líf Garðars hafi snúist um akstur og bíla. Hann hefur stundað vöru-, rútu- og leigubílaakstur, auk þess verið ökukennari í áratugi og rekið bíla- leigu. Garðar var ásamt bróður sínum fyrsti sérleyfishafi á l^ið- inni milli Eskifjarðar og Akureyr- ar. Fóru þeir fyrstu ferðina 7. júlí 1935, en þá var farið á milli einu sinni í viku yfir sumartímann, enda tók hver ferð fjóra daga fram og aftur, þegar allt gekk að. óskum, og ekki um það að ræða að komast á milli nema yfir hásum- arið. „Nú tala menn um að þeir fari þetta á fimm tímum. Ég fór nú á sex tímum þegar ég fór síðast, fyrir utan stopp, og finnst það nokkuð gott,“ segir hann sjálfur, þegar við hugleiðum þróunina til dagsins í dag. „En í þá daga var nú farin önnur leið, ekið yfir Reykja- heiði og fyrst komið á Húsavík, þaðan í gegnum Aðaldal og yfir Vaðlaheiði á Akureyri. Ég held að Reykjaheiðin sé varla ekin lengur, nema kannski að þar sé í mesta lagi jeppafært á sumrin." Við sitjum yfir kaffibollum Qg meðlæti í húsi Garðars og konu hans, Jensínu Karlsdóttur í svonefndum framkaupstað á Eski- firði. Garðar er hæglátur maður og vill lítið gera úr ævistarfi sínu. „Eitthvað varð maður að gera. Þetta var eins og hvert annað starf," svarar hann spurningunni um hvort það hafi verið af ævin- týralöngun sem hann réðst í að kaupa vörubíl 19 ára að aldri árið 1931, áður en hann fékk ökurétt- indi. Hagsýni hefur þó verið látin ráða, fremur en lagabókstafurinn, því Garðar fékk skírteinið fljót- lega eftir að bíllinn kom í plássið. Það var nóg að gera. Það var eng- inn að fást um þetta með aldur- inn,“ sagði hann. „VARÐ AÐ STÓLA Á SJÁLFAN SIG“ Garðar sagði að fyrstu árin hefðu næg verkefni verið fyrir bíl- inn a.m.k. að sumrinu í vegagerð og í atvinnulífinu á staðnum. Hann sótti þó suður í atvinnuleit um tíma og starfaði hjá Steindóri, aðallega á verkstæði, en einnig við akstur, mestmegnis í hópferðir með skíðafólk. „A verkstæðinu hjá Steindóri fékk ég góða undirstöðu hvað varðar viðhald og viðgerðir. Síðan hef ég séð sjálfur um við- hald og viðgerðir á mínum bílum. Það er engin leið að stunda þetta nema geta sjálfur gert við. Ef brotnaði öxull eða eitthvað gaf sig á miðri leið þá var að finna út úr því. Maður varð að stóla á sjálfan sig. Það var nú ætíð tekið með það nauðsynlegasta, kveikja, platínur, kerti og eitthvað til viðbótar." Garðar rak Bifreiðastöð Garð- ars ásamt bróður sínum, Leifi, sem nú er látinn, frá árinu 1935 til 1939. Þeir bræður óku „rútuna" Eskifjörður-Akureyri vikulega þann tíma, sumarmánuðina. Hann segir ástæðu þess að þeir hættu vera að sérleyfin hafi verið of mörg, en sérleyfishafarnir voru, auk þeirra bræðra, Bifreiðastöð Akureyrar, Gunnar Eiríksson á Akureyri og Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfirði. Neskaupstaður var þá ekki kominn í beint vegasam- band við umheiminn. Fargjaldið fyrir tveggja daga rútuferð til Ak- ureyrar árið 1935 var 33 kr. til Akureyrar, 3 kr. til Egilsstaða. Sérleyfinu fylgdi að annast póst- flutninga, án þess að greiðsla kæmi fyrir, nema ef flutningurinn væri ígildi a.m.k. eins farþega hvað umfang og þyngd snerti. MÆTTI ALLS STAÐAR GESTRISNI OG HLÝJU Garðar verður hugsi er ég spyr hann um eftirminnilegustu ferð- ina á sérleyfisárunum og segir litlu síðar engan vafa á hver sú ferð var. Það hafi verið ferðin sem hann fór með þá bræður, Réyni og Jóhannes Zoega til Akureyrar. „Hún tók sjö daga. Það var haust- ið 1935. Við vorum fjórir, auk þeirra bræðra var Asgeir bróðir minn með. Ásgeir bróðir og Jó- hannes voru á leið til Reykjavíkur en Reynir í skóla á Akureyri." Garðar dregur upp tóbakspontu og tekur örlítið í vörina, segir síð- an: „Ég var bara að hugsa um hversu vel var alltaf tekið á móti manni hvenær sem var. Alls stað- ar mætti maður hlýju og vinsemd. Ég þurfti oft að leita á sveitabæi fyrir utan hina föstu gististaði sem voru Grímsstaðir, Lindar- brekka, já og Skjöldólfsstaðir. Sérstaklega er mér minnisstæð gestrisni þeirra hjóna Jóns í Möðrudal og Þórunnar konu hans. Ég gisti alltaf í Möðrudal og aldrei fékk ég að borga eina krónu fyrir." Garðar er krafinn sagna um fyrrnefnda ferð sem tók sjö daga. Hann segist fyrst ekkert muna af þessu, það sé svo langt um liðið, en leggur síðan á borð nýlega og skil- merkilega skráða frásögn vinar síns og farþega í áðurnefndri ferð, Reynis Zoega gjaldkera, sem bú- settur er á Neskaupstað. Við fór- um yfir ferðalýsingu Reynis og fara hér á eftir kaflar úr henni, auk innskota frá Garðari, en Garðar sagðist ekki minnast þess að hafa fyrr eða síðar lent í svo langri og tafsamri ferð. Reynir segir svo frá tildrögum ferðarinnar og upphafi: „Haustið 1935 átti ég að fara í skóla á Akur- eyri. Ætlunin var að fara landveg- inn og var ferðinni fyrst heitið til Eskifjarðar, en þaðan átti að fara með rútubíl norður. Jóhannes bróðir minn (núverandi hitaveitu- stjóri í Reykjavík, innskot Mbl.) var með í ferðinni, en hann ætlaði áfram til Reykjavíkur þar sem hann var í skóla. Enginn bílvegur Myndm t Ifklaga takin árið 1940. Tvair vörubflstjórar á Eskifiröi við bitreiðar sínar. Til vinstri eigandi U-33, Sigurjón Guðmundsson, og til hægri Kristján Kristjánsson, núverandi rafmagnsveitustjóri á Eskifirði. Myndin sr úr ssfni byggöasögunefndar Eskifjarðar. Þessa Ijósmynd tók Garðar sjátfur vM hetlana i Aöaldal i ferðinni til Akureyrar, ssm sagt sr frá í grsininni. Lsngst til vinstri er Jóhannes Zoöga, sitjandi, Ásgeir Helgason, bróóir Garöars, og lengst til haagri Reynir Zoéga. Rútubifreið Gsröars, SU-47, var af Chevrolet-gerð, meö yfírbyggingu frá Kristni Guönasyni í Reykjavík. Þsirra tima rútubifrsiö. Myndin sr tskin viö Baldurshaga á Eskifiröi, sn þsö hús sr nú horM. Ekki sr vttaö hvaöa maður stsndur við rútuna. Sjö brmóur viö hliö rútubifrsiöar, ssm Kklsga hsfur vsriö hin mssta glassibifreió, en ekki er vitaö hvenœr mynain er isiun brmöur eru Guönasynir og talið frá vinstri: Sveinn Ijósmyndari, Halldór múrari, Lúther, fyrrum sveitarstjóri Eskifiröi, Björgúlfur, kennari og bóndi, Jón verkstjóri, Ólafur, sem var búsettur í Danmörku, og Guömundur, bóndi aö Karlsstööum. Myndin er úr safni byggöasögunefndar Eskifjarðar. Garöar viö bifreið sína, Audi, árg. ’81, diesel, sem hann stundar leigubílaakstur og ökukennslu á í dag. Myndin er tekin á gamla veginum yfir Hólmahálsinn, Hólmatindur í baksýn. Ef myndin prentast vel, má sjá handhlaðinn vegarkantinn neöst til hasgri á myndinni. Ljó*m. Mbl.: Frída Proppé. var milli Norðfjarðar og Eski- fjarðar svo farið var á hestum. Við lögðum af stað snemma morguns seinni hluta september frá Norðfirði yfir Oddsskarð og fylgdi pabbi okkur til Eskifjarðar. Nokkur rigning var er við lögðum af stað og jókst hún mjög er á daginn leið. Þrátt fyrir óveðrið gekk ferðin vel og komum við til Eskifjarðar rétt fyrir hádegi. Við bræður fengum gistingu í gisti- húsi Friðgeirs Hallgrímssonar, en pabbi sneri heim á leið. Lenti hann í töluverðum erfiðleikum á leiðinni, einkum vegna gífurlegs vaxtar í Norðfjarðaránni, en komst þó heilu og höldnu á leiðar- enda.“ Ég spyr Garðar nánar um ferða- mátann milli Norðfjarðar og Eski- fjarðar. Hann segir: „Það var nú einnig farin sjóleiðin frá Neskaup- stað, áður en Oddsskarðsvegurinn var lagður, en það var árið 1949. Siglt var yfir í Viðfjörð, en þangað var fólkið sótt á bíl. Framan af þurfti það þó að ganga úr Viðfirði upp í Desjaskriður, eða þar til veg- ur var lagður þar á milli, sem mun hafa verið árið 1935 eða 1936. Það var um hálfrar annarrar klukku- stundar gangur." Reynir segir síðan frá „vætu- samri“ gistinótt á Eskifirði, því regn streymdi úr lofti alla nóttina, en leki komst að þaki gistihússins. „Snemma um morguninn fórum við á fætur og sótti Garðar Helga- son okkur á bíl sínum um klukkan sjö. Ekki veitti af að taka daginn snemma því löng ferð var fyrir höndum, sem varð nú reyndar miklu tafsamari er ráð var fyrir gert. Veðrið var nú miklu skárra en daginn áður og um nóttina og var haldið áleiðis til Reyðarfjarðar. Bíll Garðars var nýr og vel út- búinn með góðum sætum og reyndist hann ágætlega. Kom það sér vel því oft reyndi mikið bæði á bíl og bílstjóra. Nóg var plássið í bílnum fyrir okkur fjóra, sem sjálfsagt hefur getað flutt tólf til fimmtán manns. Ferðin til Reyð- arfjarðar sóttist vel þó vegurinn væri vondur og víða brattur." Reyðarfjarðar, en það var ferð með lækni að vetrarlagi, en yfir- leitt var sjóleiðin farin í vondu færi. Það vegarstæði sem nú er notað yfir háisinn, nýi vegurinn, var lagður 1956. Já, Hólmahálsinn var oft slæmur." Reynir segir í ferðalýsingunni að stuttur stanz hafi verið gerður á Reyðarfirði, þó hafi sennilega verið tekinn póstur og pinklar. Hann heldur áfram lýsingunni: „Var nú haldið um Fagradal til Héraðs. Fór nú að rigna aftur og ágerðist er á daginn leið. Líklega höfum við borðað á Egilsstöðum, en síðan var haldið áfram norður yfir Lagarfljót og yfir Hróars- tunguna til Jökuldals, en er komið var þar sem vegurinn liggur hæst í Tungunni komum við að fyrstu alvarlegu hindruninni í ferðinni, en þar hafði grastorfa með til- heyrandi aurskriðu fallið yfir veg- inn. Garðar taldi að þetta mætti laga svo fært yrði og tók fram rek- ur og var nú farið að moka. Hann bað mig að fara niður að Heiðar- seli sem var skammt neðan vegar og fá lánaðar fleiri rekur svo allir mættu moka. Gekk síðan furðu fljótt að ryðja veginn svo slark- fært yrði. Alltaf rigndi en þó gekk ferðin vel yfir brúna á Jöklu, og var nú haldið inn Jökuldalinn. En er við komum inn í brekkurnar á móts við þar sem nýbýlið Sellönd er nú, hafði stór grastorfa flotið út á og yfir veginn. Var hún nokkrir tugir metra á breidd og algjörlega ófært að komast þar yfir á bíl. Ekki var heldur hægt að komast framhjá svo ekki var um annað að ræða en snúa við. Var haldið til baka að Fossvöll- um til að komast í síma og hafa samband við vegaverkstjóra. Ég man að verið var að ausa út úr bæjardyrum er við komum að Fossvöllum og veita vatni frá bænum. Garðar mun hafa fengið loforð um að vegurinn yrði ruddur strax og veður leyfði, en ekkert yrði gert meðan svona léti. Ákvað hann því að snúa aftur til Eski- fjarðar og bíða þar. vegurinn víða sundurgrafinn því mikill vöxtur var í öllum lækjum og flestir þeirra óbrúaðir." Er hér var komið sögu bauð Garðar í bíltúr upp á Hólmaháls og áleiðis til Reyðarfjarðar. Má enn greina gamla veginn neðan þess nýja sem við ókum eftir frá Eskifirði upp á hálsinn. Hluti gamla vegarins er niður við sjó og er hann enn notaður til aksturs út á öskuhauga Eskifjarðarbæjar. Garðar sýndi mér skriðuna sem varð í vegi þeirra og sagði að ekki hefði einu sinni verið hægt að reyna að komast yfir hana gang- andi, enda ekki viðlits að skilja bílinn eftir, ef fleiri skriður féllu. Rennur eru nú yfir umrædda læki. Þó meinleysislegir væru mátti vel gera sér í hugarlund að tafsamt hefur verið að komast yfir við skilyrðin sem Reynir lýsir, en gef- um honum aftur orðið: „Nokkuð var liðið á kvöld er við komum til Reyðarfjarðar á ný, en Garðar gat útvegað okkur gist- ingu, þó ekki öllum á sama stað, enda munu fleiri en við hafa orðið veðurtepptir. Þarna vorum við þessa nótt og þá næstu. Nokkuð dró úr rigningunni en lítið var við að vera. Ég man þó að við spiluð- um við Jökuldælina þó við kynn- um ekki að spila, en það virtist ekki koma að sök. Að morgni annars dags var komið sæmilegasta veður og fékk Garðar nú fréttir ofan af Héraði um að senn væri lokið við að ryðja veginn og var nú lagt af stað, sennilega um hádegið. Enn voru sömu farþegar og gekk ferðin vel upp að hlaupstaðnum. Þar voru nokkrir vegavinnumenn með rek- ur sínar og haka og einn vörubíl. Voru þeir að ljúka við að moka því mesta af veginum, en ekki var þetta þó árennilegt. Samt var bíll- inn lagður í svaðið og með hjálp vörubílsins og vegavinnukarlanna komst hann yfir. Vegurinn sem lá í ótal bugðum og upp og niður hóla og dældir var mjög slæmur. En þannig voru vegirnir sem þeirra tíma rútubílstjórar óku frám og aftur með ánægða farþega og þóttu þeir þá mikil samgöngubót, en seinfarnir voru þeir, jafnvel þegar bezt lét, hvað þá í rign- ingartíð. REIF AF SÉR BRÉNA OG FLEYTTl í JÖKULSÁ Stórrigningar gátu sett strik i reikninginn og að einu slíku striki komum við einmitt nú. Það var lækur, einn af þeim fáu, sem hafði verið brúaður og rann hann í ALLT UPP í FJÓRAR KLIJKKUSTUNDIR TIL REYÐARFJARÐAR Garðar rifjar upp ástand þessa vegarkafla og segir Hólmahálsinn oft hafa verið erfiðan, enda mjög brattur upp af Eskifirði. „Þetta tók iðulega hálfan annan tíma þá, nú er leiðin ekin á 15—20 mínút- um í venjulegu. Ég hef verið allt upp í fjórar klukkustundir til ENN SNÚIÐ VIÐ, NÍJ VEGNA (iRJÓTSKRIÐlJ Ekið var sem leið lá niður á Reyðarfjörð og út á Hólmaháls og alltaf helltist regnið niður, og því meir er nær dró sjónum. Er við komum í norðanverðan Hólma- hálsinn var mikil grjótskriða á veginum, sem hafði eyðilagt veg- inn á löngum kafla. Varð nú enn að snúa við og fara til Reyðar- fjarðar. Kolamyrkur var komið og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.