Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 28
2 8 MORGUNBLAÐlb, t'fMMTUDAGUR 8. APRÍU 1982
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Framkvæmdastjóri
Stjórn íslensks markaðar hf. Keflavíkurflug-
velli, óskar að ráða framkvæmdastjóra að
fyrirtækinu, sem rekur nú alhliða ferða-
mannaverslun og póstverslunardeild í flug-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Allar nánari uppl. um starfið, veita Jón Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri, Rituhólum 3,
Reykjavík og Óskar H. Gunnarsson, stjórn-
arformaður, Birkigrund 65, Kópavogi.
Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og
fyrri störf, skulu sendar öðrum hvorum
ofangreindra, fyrir 20. apríl nk.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál,
sé þess óskað.
íslenskur markaöur hf. Keflavíkurflugvelli.
Læknaritarar
Staða læknaritara við lyflækningadeild
Sjúkrahúss Akraness er laus til umsóknar.
Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æski-
leg. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. og
skulu umsóknir ásamt uppl. um nám og fyrri
störf sendar til Sjúkrahúss Akraness.
Allar nánari uppl. um stööuna veitir fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins.
Sjúkrahús Akraness.
Fóstrur
Eskifjörður
Umboösmaöur óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Uppl. hjá
umboðsmanni í síma 6137 og hjá afgreiöslu
manni í Reykjavík sími 83033.
Auglýsingadeild
Morgunblaðsins
óskar aö ráða
duglegar og sam-
viskusamar stúlkur
til framtíöar- og sumarstarfa. Hér er um lif-
andi og fjölbreytt starf að ræða. Viðkomandi
þarf að hafa góöa vélritunar- og íslenzku-
kunnáttu, enskukunnátta æskileg.
Umsóknareyöublöð liggja frammi á Auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins, Aðalstræti 6,
Reykjavík og veröa þar jafnframt veittar nán-
ari upplýsingar. Öllum umsóknum verður
svarað.
fKttgtiitMfttoife
Starf forstöðumanns við barnadagheimiliö á
Dalvík er laust til umsóknar. Um er að ræöa
heila stöðu við gæsluskyldu á deild að hluta.
Starfið veitist frá og með 15. maí 1982.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. apríl
nk., sem jafnframt veitir nánari uppl.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Skrifstofustarf
Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf
skrifstofumanns. Starfiö er í afgreiöslu stofn-
unarinnar við símavörzlu, vélritun og önnur
skrifstofustörf. Laun samkvæmt launakerfi
opinberra starfsmanna.
Umsóknir sem greini menntun og fyrri störf,
sendist starfsmannastjóra fyrir 15. apríl nk.
Orkustofnun,
Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.
Simi 83600.
Verslun og
viðskipti
Verslunarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
röskum aöila til starfs á sviði innkaupa og
stjórnunar. í boði eru góð laun auk góðra
möguleika fyrir hæfileikamikinn starfskraft.
Æskileg er góð innsýn í málefni og markaði
líöandi stundar.
Umsóknum er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf auk annarra atriða er máli kunna
að skipta, skal skilað á augl.deild Mbl. fyrir
16. þ.m. merkt: „Verslun — 6024“.
Sölustjóri
Rótgróið iðnfyrirtæki í Reykjavík, sem selur
þekkta framleiösluvöru á innanlandsmarkaöi,
óskar að ráða sölustjóra sem fyrst.
Hér er um að ræöa sjálfstætt ábyrgðarstarf,
sem krefst frumkvæðis, hugmyndaauðgi og
góðrar framkomu.
Leitað er að reyndum sölumanni eða manni
með viðskiptamenntun. Góð laun í boði fyrir
réttan mann. Með allar umsóknir verður farið
sem trúnaörmál.
Umsóknum með ítrirlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf sé skilað á afgr. Mbl.
fyrir 20. apríl merkt: „vSölustjóri — 1747“.
Unglingaheimili
ríkisins
vill ráða ritara sem fyrst. Vinnustaöur Sól-
heimar 17. 75% staða. Umsóknir berist að
Sólheimum 17 fyrir 16. þ.m.
Forstööumaöur.
Bifreiðaviðgerð
Bifvélavirkjar eða æðri faglæröir málmiðnað-
armenn óskast. Æskilegt að þeir hafi nokkra
reynslu í viögerðum stórra bifreiða eða
vinnuvéla.
Uppl. á skrifstofunni eöa á verkstæðinu aö
Reykjanesbraut 10.
isarn hf., Landleiöir hf.
Stjórnunarfélag ís-
lands óskar að ráða
framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri annast skipulagningu á
verkefnum félagsins sem eru námskeið,
námstefnur, ráðstefnur, fundir og fleira þar
sem stjórnun og rekstur fyrirtækja eru til um-
fjöllunar.
í boði er:
— fjölbreytt og sjálfstætt starf
— góð starfsaðstaða
— starf sem gefur góða innsýn í rekstur fyrir-
tækja og stofnana.
Leitað er að manni með háskólamenntun á
sviði stjórnunar og rekstrarfræða. Æskilegt
er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnunar-
störfum.
Umsækjandi þarf aö geta hafiö störf nú í
sumar.
Umsóknir meö upþlýsingum um menntun,
starfsreynslu, aldur og fyrri störf sendist til
skrifstofu Stjórnunarfélagsins fyrir 26. apríl
nk. Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS
SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930
Hagvangur hf. SÍJ’SÍ"
ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA:
Fjármálastjóra til aö sjá um áætlanagerö,
skipulag á fjárreiðum, innheimtustjórn og
fleira sem til fellur hjá þjónustufyrirtæki í
Reykjavík. Við leitum að viöskiptafræðingi
eöa manni með sambærilega menntun, sem
hefur haldgóða þekkingu á bókhaldi og getur
unnið sjálfstætt.
Einkaritara til starfa hjá fyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Bréfaskriftir, þóstfrágangur, mót-
taka viðskiptavina. Undirbúningur funda og
fundarritun. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi
haldgóða starfsreynslu, góða vélritunar- og
enskukunnáttu.
Ritara til aö starfa viö símavörslu, skjala-
vörslu, vélritun, toll- og verðútreikninga, af-
greiðslu o.fl. hjá fyrirtæki í Reykjavík. Sam-
viskusemi, starfsreynsla ásamt enskukunn-
áttu áskilin. Æskilegt aö viðkomandi hafi bíl
til umráða.
Sölumann til starfa hjá innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík. Viðkomandi á að sjá um áætlana-
gerð, auglýsingastjórn, erlend og innlend
viöskiptsambönd. Starfsreynsla í sölu- og
markaösmálum nauðsynleg.
Sölumann til afgreiðslustarfa hjá þekktri, ört
vaxandi fataverslun í Reykjavík. Við leitum að
manni með fágaða framkomu og reynslu í
sölu á herrafatnaði.
Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar.
Forstööumann
markaðs- og upplýsingadeildar
hjá þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið:
Stjórn og skipulagning upplýsingastreymis,
sölu- og markaðsaðgeröa, áætlanagerð, al-
menningstengsl og samskipti út á viö fyrir
hönd fyrirtækisins. Við leitum að manni með
starfsreynslu og menntun á sviði markaðs-
mála. Laun miðuð við kjarasamninga opin-
berra starfsmanna.
Gagnkvæmur trúnaður.
Hagvangur hf.
RÁDNINGARÞJÓNUSTA
GRENSÁSVEG113, R.
Haukur Haraldsson,
Þórir Þorvarðarson,
SÍMAR mil 8 83483
REKSTRAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA,
MARKAÐS- OG
SÖLURÁDGJÖF,
ÞJÓDHAGSFRÆÐI-
ÞJÓNUSTA,
TÖLVUÞJÓNUSTA,
SKOÐANA- OG
MARKAÐSKANNANIR,
NÁMSKEIÐAHALD.
Framkvæmdastjóri: Ólafur Örn Haraldsson.
Varahlutir
Óskum aö ráða mann til afgreiðslu og lager-
starfa í varahlutadeild.
Umsókn með uppl. um aldur, menntun og
fyrri störf, sendist í pósthólf 555, fyrir 16. þ.m.
A G/obusr
LAGMÚLI 5. SÍMI81555
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra viö Kaupfélag Tálkna-
fjarðar, Sveinseyri er laust til umsóknar. Um-
sóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist formanni fé-
lagsins, Pétri Þorsteinssyni, Tálknafirði, eða
Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sam-
bandsins, er veita nánari upplýsingar.
Kaupfélag Tálknafjaröar
Sveinseyri