Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
HVAÐ ER AÐ GERAST UM PÁSKANA?
Tónleikar í Hlégarði
Freyr Sigurjónsson og Anna
Guðný Guðmundsdóttir halda
tónleika að Hlégarði á vegum
Tónlistarskólans í Mosfellssveit
laugardaginn 10. apríl kl. 14.30.
Freyr lauk einleikaraprófi í
flautuleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1978 og hefur síð-
an stundað nám í Manchester.
Anna Guðný starfar í London sem
undirleikari við Guildhall School
og Music and Drama en hún hefur
stundað nám við þennan skóla
undanfarin ár. Á efnisskránni eru
meðal annars verk eftir frönsku
tónskáldin Couperin, Pixis, Widor
og Jolivet. Tónlistarfólkið mun
einnig leika á Akranesi 17. apríl
og í Norræna húsinu sumardaginn
fyrsta.
Sígaunabaróninn í
Gamla Bíói
Sígaunabaróninn eftir Jóhann
Strauss verður á fjölunum í
Gamla Bíói á annan páskadag kl.
20.00. Nú hafa verið alls 37 sýn-
ingar á Sígaunabaróninum.
Með helstu hlutverk fara Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, Garðar
Cortes, Anna Júlíana Sveinsdóttir
og Halldór Vilhelmsson. Hljóm-
sveitarstjóri sýningarinnar er Páll
P. Pálsson. Aðgöngumiðasala er í
Gamla Bíói, frá kl. 16.00 daglega.
Ljósmyndasafnið
flutt
Nú nýlega flutti Ljósmynda-
safnið aðsetur sitt að Flókagötu
35, og mun safnið verða opið al-
menningi á milli kl. 13 og 16 alla
virka daga, en allar upplýsingar
munu veittar á venjulegum skrif-
stofutíma á milli kl. 9 og 17.
Málverkasýning
á Húsavík
Sigurpáll A. Isfjörð opnaði sýn-
ingu í safnahúsinu á Húsavík sl.
laugardag og sýnir þar 40 vatns-
litamyndir og 20 olíumálverk.
Þetta er hans fyrsta einkasýning
og stendur hún til 12. apríl. Sýn-
ingin er opin frá 14.00 til 22.00.
Afmælisfundur AA-
samtakanna
Afmælisfundur AA-samtak-
anna verður haldinn að venju
föstudaginn langa 9. apríl í Há-
skólabíói kl. 21.00. Þar koma fram
ýmsir AA-félagar og einnig koma
fram gestir frá Al-Anon og Al-
ateen-samtökunum. Kaffiveit-
ingar verða eftir fundinn. íslensku
AA-samtökin voru stofnuð á
föstudaginn langa 1954 eða fyrir
28 árum síðan. 1 dag eru á annað
hundrað AA-deildir hér á landi
sem hver um sig heldur að
minnsta kosti einn fund í viku, en
þessa fundi sækja allt frá 10 til
150 manns.
Myndlistarsýning
á Sauðárkróki
Ásta Pálsdóttir frá Keflavík
heldur málverkasýningu í safna-
húsinu á Sauðárkróki. Sýningin
verður opnuð kl. 15.00 á skírdag, 8.
apríl, og stendur til 12. apríl. Þetta
er fyrsta einkasýning Ástu en áð-
ur hefur hún tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Sýnir hún 42
vatnslitamyndir. Ásta hefur
stundað nám við myndlistardeild
Ba.0iiiQfmnar.LKefIiyi.lt sL JiiuÁr,
Kirkjukvöld i
Dómkirkjunni
Kirkjukvöld Bræðrafélags
Dómkirkjunnar verður á skírdag,
8. apríl, kl. 20.30 í umsjá Sjöunda
dags aðventista. Á efnisskrá verð-
ur orgelleikur þar sem Marteinn
H. Friðriksson leikur, þá flytur
ávarp séra Þórir Stephensen
dómkirkjuprestur, kirkjukór Aðv-
entsafnaðarins syngur með undir-
leik Sólveigar Jónsson, Erling B.
Snorrason flytur inngangsorð,
Árni Hólm syngur einsöng með
kirkjukórnum, Björgvin Snorra-
son fjallar um kvöldmáltíðina, þá
verður fluttur lofsöngur, en síðan
fjallar Jón Hj. Jónsson um Grasa-
garðinn. Lokaorð flytur Erling B.
Snorrason og þá verður fluttur
kórsöngur en á eftir honum fer
með bæn séra Hjalti Guðmunds-
son dómkirkjuprestur og síðan
verður sunginn sálmurinn „Son
guðs ertu með sanni”.
Málverkasýning
í Norræna
Helgi Guðmundsson myndlist-
armaður opnaði málverkasýningu
sína í Norræna húsinu á miðviku-
daginn sl. Á sýningunni eru 52
olíumálverk en þetta er fjórða
einkasýning Helga þar sem hann
hefur áður sýnt í Bogasal tvisvar
og í Keflavík. Sýningin verður
opin til 20. apríl og sýningartími
er frá 14.00 til 22.00 á hverjum
degi.
Ferðafélag íslands:
Gönguferðir um
páskana
Fyrir þá sem ekki fara í lengri
ferðir um páskana, en vilja samt
njóta útiveru, eru ferðir daglega
páskavikuna á vegum Ferðafé-
lagsins. Skíðagönguferðir eru alla
dagana, nema páskadag, ennþá er
nægur snjór og er ástæða til að
hvetja skíðagöngufólk að nota
snjóinn meðan tækifæri gefst.
Gönguferðir eru daglega frá
8.—12. apríl og er miðað við, að
börn og fullorðnir geti tekið jafn-
an þátt í þeim ferðum. Það er far-
ið í allar þessar ferðir kl. 13 frá
Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin, annars er fólki bent á að
kynna sér vel auglýsingu í blaðinu
í dag.
Nú eru margir frídagar fram-
undan og blöð koma ekki út fyrr
en 14. apríl, en einmitt að kvöldi
14. apríl verður myndakvöld á veg-
um Ferðafélagsins. Félagsmenn í
íslenzka Alpaklúbbnum munu
sýna myndir frá sínu starfi og
jafnframt veita upplýsingar um
störf Alpaklúbbsins.
Mattheusarpassía
Bachs í fyrsta sinn í
heild á íslandi
Pólýfónkórinn minnist 25 ára
starfsferils síns með heildarflutn-
ingi Mattheusarpassíunnar eftir
J.S. Bach í Háskólabíói á föstu-
daginn langa. Til liðs við sig hefur
hann fengið tvo kóra, Hamrahlíð-
arkórinn, sem Þorgerður Ingólfs-
dóttir hefur þjálfað og stjórnað
frá upphafi og Kór Öldutúnsskóla
undir stjórn Egils Friðleifssonar,
auk fjölda einsöngvara og eihleik-
ara úr öllum áttum, sem einnig
leika í hljómsveitunum tveimur,
er_ þátt_ taka j_f 1 utnijiKJ1 um _undir _
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar,
sem stofnaði Pólýfónkórinn fyrir
25 árum og hefur stjórnað honum
síðan.
Af öllum verkum Bachs skipar
Mattheusarpassían ásamt
H-moll-messunni öndvegissess.
Hún er stærst í sniðum af verkum
hans, fyrir 2 blandaða kóra eða 8
raddir auk barnakórs, sem syngur
í upphafi verksins og lokakór fyrri
þáttar. Tvær hljómsveitir leika
með, ýmist hvor fyrir sig eða báð-
ar saman ásamt kórunum.
í flutningnum taka þátt um 260
söngvarar í kórunum þremur, um
45 hljóðfæraleikarar og 10 ein-
söngvarar.
Mun uppselt að kalla á föstu-
daginn langa, en eitthvað eftir af
aðgöngumiðum á laugardaginn
fyrir páska.
Aðgöngumiðar eru seldir hjá
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Ferðaskrifstofunni Útsýn
og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur.
Orgeltónleikar
Corveiras
Antóníó Corveiras heldur
orgeltónleika í Fíladelfiukirkjunni
í Reykjavík á laugardaginn 10.
apríl kl. 17.00. Á efnisskrá eru
verk eftir J.S. Bach.
„Karlinn í
kassanum“
Garðaleikhúsið sýnir í Tónabæ
leikritið „Karlinn í kassanum" á
mánudaginn annan í páskum kl.
20.30. Miðasala hefst kl. 17.00 í
Tónabæ. Leikstjóri er Saga Jóns-
dóttir.
Páskamót
Hjálpræðishersins
Hjálpræðisherinn í Reykjavík
heldur páskamót sitt laugardag og
sunnudag. Hefst það kl. 23.00 á
laugardagskvöld með miðnætur-
samkomu í Hjálpræðishershúsinu
en á páskadag kl. 8 fyrir hádegi
verður haldinn upprisufögnuður.
Þá um kvöldið kl. 20.30 verður lof-
gerðarsamkoma þar sem brigader
Ingibjörg Jónsdóttir talar og ungt
fólk frá Akureyri og Reykjavík
syngur og vitnar.
Grafíksýning
á ísaHrði
Laugardaginn 4. apríl opnaði
Jenný Guðmundsdóttir grafíksýn-
ingu í Bókasafninu á ísafirði á
vegum Menningarráðs ísafjarðar.
Jenný stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands og
Myndlistarskólann í Reykjavík.
Einnig hefur hún stundað fram-
haldsnám við Listaháskólann í
Stokkhólmi. Þetta er fyrsta einka-
sýning Jennýjar og stendur hún
yfir frá 4. til 18. apríl. Sýningin er
opin á tímum bókasafnsins og frá
14.00 til 18.00 yfir hátíðirnar. Lok-
að verður föstudaginn langa.
Flestar myndanna eru til sölu.
Samhygð með
skemmtun
Á laugardaginn verður í Blóma-
skálanum í Kópavogi_ milli klukk!
an 14.00 og 17.00 selt kaffi og kök-
ur og sýnd skemmtiatriði, þar á
meðal verður upplestur og jass-
músík spiluð af Trad-kompaníinu.
Er það félagið Samhygð sem
stendur fyrir þessari skemmtun.
i
Myndir frá S-Amer-
íku í Fjalakettinum
Nú um páskahelgina, nánar til-
tekið á laugardag, hefst í Fjala-
kettinum dagskrá með myndum
frá og um Suður-Ameríku. Á þess-
ari dagskrá eru bæði leiknar
myndir og heimildarmyndir.
Leiknu myndirnar eru þrjár, frá
Bólivíu, Uruguay og Kúbu. Sú
bólivíska er eftir leikstjórann
Antonio Eguino og heitir Chuqu-
iago. State of Siege heitir mynd
eftir Gavras. Hún á að gerast í
Uruguay og fjallar um hóp skæru-
liða sem ræna nokkrum erlendum
starfsmönnum í þeirri von að fá
pólitíska fanga látna lausa í
þeirra stað.
Kúbanska myndin heitir De
Sierta Manera og er fyrsta mynd-
in sem leikstýrð er af konu þar í
landi, Söru Gomes. Myndin fjallar
um mannleg samskipti og þá sér-
staklega samskipti kynjanna.
Heimildarmyndirnar á þessari
dagskrá eru alls fimm talsins, þar
af þrjár frá eða um E1 Salvador.
Fjórða heimildarmyndin er frá
Nicaragua og heitir Frjálst land
eða dauði. Hún er gerð af Antonio
Yglesias og Victor Vega árið 1979
og fjallar um borgarastyrjöldina.
Að lokum er svo þriðji hluti Bar-
áttunnar um Chile sem ber nafnið
Afl fólksins. Dagskráin stendur
yfir frá 10. til 18. apríl.
Rokk í Reykjavík
Kvikmyndin Rokk í Reykjavík
verður frumsýnd í Tónabíói 10.
apríl kl. 17.
Fyrstu almennar sýningar eru
annan í páskum kl. 5, 7 og 9. Ann-
an í páskum verður einnig sýnt í
Keflavík.
Málverka-
sýning í Eden
Jónas Guðmundsson heldur
málverkasýningu í Eden í Hvera-
gerði um páskana, en þar sýnir
hann myndir, er voru á sýningu
hans í ráðhúsinu í Luxemborg í
síðasta mánuði. Ekki er leyft að
selja myndir, eða muni í sýn-
ingarsal ráðhússins í Luxemborg
og því komu allar myndirnar aftur
heim til íslands.
Sýningin verður opnuð á skír-
dag 8. apríl og stendur hún til 25.
apríl. Á sýningunni verða olíumál-
verk og vatnslitamyndir. Eden
hefur opið um páskana.
Þjóðleikhúsið um páskana:
Sögur úr Vínarskógi eftir Ödön
von Horváth verður sýnt í síðasta
skiptið nú á skírdagskvöld.
Gosi, barnaleikritið sem Brynja
Benediktsdóttir útbjó eftir sögu
Collodis, hefur nú verið sýnt yfir
þrjátíu sinnum. Nú eru aðeins fá-
ar sýningar eftir á Gosa, en þó
gefast tvö tækifæri til þess að
kynnast ævintýrum spýtustráks-
ins og ferðafélaga hans nú um
páskana, þ.e. á skírdag kl. 14.00 og
á annan í páskum kl. 14.00.
Amadeus, leikrit Peter Shaff-
ers, verður sýnt að kvöldi annars í
páskum.,, _.,
Kennt á skíði
yfir páskana
Skíðadeild Fram kennir á skíði
á skíðasvæði Fram í Eldborgargili
dag hvern yfir páskahátíðina frá
kl. 15.00 til 17.00.
Föstuvaka í
Seljasókn
Haldin verður vaka frá kvöldi
skírdags til guðsþjónustu á föstu-
daginn langa í Seljasókn. Hefst
vakan kl. 18.00 á skírdagskvöldi en
tilgangurinn með þessari vöku er
að íhuga pínu og dauða Jesú
Krists og með einhverjum áþreif-
anlegum hætti leggja eitthvað á
, sig þegar þess er minnst. Dagskrá-
' in er sem hér segir:
Kl. 18.00 Farið um sögustaði Biblí-
unnar. Elísabet Magnúsdóttir sýn-
ir litskyggnur og skýrir út.
Kl. 19.00 Tónar píslarsögunnar.
Sr. Kolbeinn Þorleifsson bregður
plötum á fón og skýrir.
Kl. 20.30 Túlkun sögunnar. Ást-
ráður Sigursteindórsson sýnir
litskyggnur frá píslarleikunum í
Oberammergau.
Kl. 22.00 Lifandi tónlist. Jónas
Ingimundarson flytur tónlist í
samræmi við boðskap kyrruviku.
Kl. 23.00 Herrans pínu ég minnast
vil. Sr. Valgeir Ástráðsson stýrir
biblíulestri og skýrir.
Kl. 24.00 „Tók hann brauðið á
þeirri nóttu, sem hann svikinn
var.“ Neytt heilags sakramentis.
Kl. 08.00 Atburðir föstudagsins
langa. Friðrik Ólafsson Schram
skýrir í ljósi ritningarinnar og
fleiri samtímaheimilda.
Kl. 10.00 Helgihald annarra
kirkjudeilda.
Vakan er öllum opin en hún fer
fram í Tindaseli 3.
Sóley frumsýnd
annan páskadag
Kvikmyndin Sóley, sem kvik-
myndafélagið Sóley hf. hefur
framleitt, verður frumsýnd í
Laugarásbíói á 2. í páskum.
Leikstjórar myndarinnar eru
þau Róska og Manrico Pavolett-
oni, og hafa þau líka gert handrit
ásamt Einari Ólafssyni.
Aðalhlutverkin leika þau Rúnar
Guðbrandsson og Tine Hagendorn
Olsen, en aðrir sem fara með
stærri hlutverk eru þeir Jón frá
Pálmholti, Hallgrímur Guðfinns-
son, Þórður Hjartarson o.fl.
Alls koma nálega 100 manns
fram í myndinni.
Tónlist við myndina gerði
Gunnar Reynir Sveinsson tón-
skáld.
Kvikmyndatökumenn voru þeir
Charles Rose og Mario Gianni.
Myndin var fullunnin í Róma-
borg og hafði Giuliano Matthioli
veg og vanda að klippingu, en
hljóðsetningu og hljóðupptöku
annaðist Carlo Duca.
Framkvæmdastjórn við gerð
myndarinnar hafa þeir Guðmund-
ur Bjartmarsson og Ólafur Gísla-
son annast.
Myndin er í litum og fullri
lengd, tekur 106 mínútur í sýn-
ingu.
Efni myndarinnar er sótt í ís-
lenskar þjóðsögur og þjóðtrú.
Myndin sýnir okkur ferð ungs
bóndasonar yfir hálendi íslands í
leit að hestum og lendir hann á
ferðum sínum í bland við álfa,
drauga, huldufólk og útilegumenn.