Morgunblaðið - 11.06.1982, Side 5

Morgunblaðið - 11.06.1982, Side 5
UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ1982 37 IngiMf Ágústsdóttír „Ég held aö fulloröna fólkiö skemmti sór svipaö og krakkarnir, nema hvaö þaö kemst inn á vín- veitingastaöina." Finnst þér aö fullorönir drekki of mikiö? „Já ég held þaö. Maöur sér til dæmis mikiö af fyllibyttum vera aö flækjast í bænum." Telur þú æskilegt aö fulloröna fólkiö drekki minna? „Já, tvímælalaust." Hvernig finnst þér þeir fullorönu, þegar þeir eru undir áhrifum áfengis? „Sumir eru leiöinlegir, aörir ágætir." Til hvers heldur þú aö fulloröna fólkiö drekki? „Ætli því finnist þaö ekki skemmta sér betur og þaö sama er aö segja um krakkana." Hvaö finnst þér um þaö, þegar fjölmiölar eru aö birta myndir af ölvuöum unglingum? „Mér finnst ekki þurfa aö birta myndir eöa kjafta frá því, sem ger- ist, eins og t.d. þegar krakkar voru aö skemmta sér í Húsafelli um hvítasunnuna. Hér er um aö ræða unglinga, sem flestir hætta aö ^Fullorðna fólkið ekkert betra en unglingarnir^ drekka sig illa fulla, þegar þeir eld- ast og því um tímabundinn vanda aö ræöa. Niöur á „Plani“ er meiri- hlutinn edrú, en þaö eru ekki tekn- ar myndir af þeim.“ Hvernig skemmtir þú þór? „Ég fer í Tónabæ og stundum niður á „Plan“.“ Hvernig vildir þú hafa skemmt- analífið? „Mér finnst allt í lagi meö þaö eins og þaö er.“ Heldur þú aö til sé eitthvaö sem heitir unglingavandamál? „Nei, þaö held ég ekki.“ Afhverju heldur þú aö þetta orö hafi oröiö til? „Ég veit ekki.“ Hve lengi ertu úti á kvöldin? „Þaö er voöa misjafnt. Ég fer út um níu leytiö og er stundum til 1.00 eöa 3.00.“ Hvaö segja foreldrarnir, þegar þú kemur seint heim? „Eiginlega ekki neitt, en þau vilja alls ekki aö ég drekki áfengi.“ Ert þú mikiö meö foreldrum þín- um? „Nei, ég er langmest meö vin- konum mínum, en öll fjölskyldan fer stundum saman út úr bænurn." Finnst þér þaö gaman? „Já, þaö finnst mér.“ Myndir þú vilja vera meira meö fjölskyldunni? „Já, en mamma og pabbi vinna úti og um helgar er ég svo úti aö flækjast." Hvernig er meö vinina, finnst þér þú vera háö þeim? „Mér finnst gott aö vera meö krökkum á mínum aldri, en óg vil vera sjálfstæö og ég þarf ekki allt- af aö hanga aftan í þeim.“ Hvaö geriö þiö ykkur til skemmtunar, þú og vinir þínir? „Viö förum í bíó og löbbum um.“ Finnst þér gaman aö vera til? „Já, en ekki þegar verið er aö röfla í manni." Finnst þér foreldrarnir skipta sór of mikiö af þér? „Já, stundum." Hvaö ætlar þú aö veröa, þegar þú ert oröin stór? „Kokkur á millilandaskipi." Afhverju? „Bara, mig langar til þess." Býrö þú til góöan mat? „Nei, ekki finnst mór það.“ Siguröur Þóróaraon **Ekki til neitt, sem heitir unglinga- vandamáM „Þaö er ekki til neitt, sem heitir unglingavandamál, aö mínu mati, því þó aö unglingarnir drekki áfengi, þá gera hinir eldri þaö líka, þetta er því ekkert síöur vandamál hinna fullorönu," sagöi Siguröur Þórðarson. Hvernig finnst þér aö sjá myndir af ölvuðum krökkum í fjölmiölum? „Mér finnst þaö allt í lagi, ef sett er fyrir augun á þeim, þannig aö þau þekkist ekki, en það er ekki alltaf gert. Annars finnst mér ástæöulaust aö vera aö leyna því, að maöur drekki áfengi." Hvernig finnst þér skemmt- analífiö fyrir unglinga? „Mér finnst þaö lólegt, því viö höfum engan staö til þess aö vera á. Ég og fleiri jafnaldrar mtn- ir sleppum þó meö herkjum inn á vínveitingastaöina. Mín skoöun er sú, aö þaö ætti aö opna ein- hvern staö fyrir unglinga, þar sem leyft væri aö selja létt vín, svo fólk sé ekki aö drekka sig út úr fullt áöur en fariö er á böllin. Þetta fyndist mér aö ætti líka aö taka upp á skólaböilum." Hvernig finnst þér fulloröna fólkiö skemmta sér? „Ég skemmti mér stundum með því og sýnist mór þaö haga sér ekkert ósvipað og ungl- ingarnir." Finnst þér fullorðna fólkiö drekka of mikiö? „Já, sumir aö minnsta kosti.“ Finnst þér fjölskylda þín taka tillit til þinna viöhorfa til skemmt- analífsins? „Hún gerir þaö núna, en geröi þaö ekki hérna einu sinni.“ Hvernig eyðir þú fristundum aö þínum? „Ég vinn mikla aukavinnu, svo ég á ekki svo margar frístundir, en þegar þær gefast fer ég meðal annars í fótbotta meö félögum mínum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.