Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 3

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 3 Of snemmt að gefa út dánarvottorðið — segir Axel Björnsson um Kröfluelda „NÚ ERU nokkrar vikur síð- an landið náði mestu hæð og hefur síðan verið nær alveg kyrrt í henni. Þó þorir maður ekki að spá neinu um lyktir þessara hræringa. Það er of snemmt að gefa dánarvott- orðiö, en við vitum ekki hvað við geymum það. Þessu hlýt- ur að fara að linna, þetta eru orðin lengstu eldsumbrot í sögu landsins og geta ekki haldið áfram endalaust,“ sagði Axel Björnsson, jarð- eðlisfræðingur hjá Orku- stofnun, er Morgunblaðið innti hann eftir stöðu mála á umbrotasvæðinu við Kröflu. „Það er þó ekkert óvenjulegt þó kyrrt sé á Kröflusvæðinu og langt á milli eldsumbrota. Þannig var það í fyrrasumar, þá voru 9 til 10 mánuðir á milli hræringa. Þó er jafnvel enn kyrrara nú, því segja má að land hafi ekkert risið í nokkrar vikur. Það þarf svo sem ekki að boða neitt, þarf ekki að boða að þetta sé að verða búið. Það er þó að sjálfsögðu fylgzt með þessu enn þá og í lok þessarar viku fer mikill leiðangur frá okkur norður og mun hann mæla land- hæðina á svæðinu öllu miðað við fastan punkt sunnan Mývatns, en venjulega er fylgzt með daglegum breytingum með hallamælingum. Land er komið hærra en nokkru sinni áður, en það er fyllilega eðli- legt, því venjulega rís það hærra en í næsta gosi á undan. Landið rís gjarnan hratt fyrst á eftir gosi, en hægir síðan á sér og nær nokk- urn veginn jafnvægi, en síðan get- ur liðið langur tími þar til það allt í einu hrapar og verða þá ein- hverjar hræringar, gos eða efnis- flutningar neðanjarðar. Eftir að landið hefur náð þessari ákveðnu hæð hefur mátt þúast við hrær- ingum, en ekki verið hægt að spá um tíma, nema með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Það er ekki hægt að fullyrða neitt á þessu stigi málsins um það hvort eld- virkni er að ljúka eða ekki, en það bendir margt til þess,“ sagði Axel. Grásleppuvertíðin aldrei aumari en nú — segir Axel Thorarensen, Gjögri „HÉR hefur verið algjör ládeyða síðan grásleppuvertíðin hófst. Það hefur ekki fengizt bein úr sjó og á rauðmagavertíðinni í vetur var það sama sagan. Þetta er aumara en allt aumt og hefur ekki verið verra síðastliðin 50 ár, eða frá því ég fór að fást við þetta,“ sagði Axel Thorarensen á Gjögri, er Morgunblaðið ræddi viö hann um grásleppuvertíðina. Axel sagði að þetta væri vissu- aflinn farið minnkandi. Ekki lega tilfinnanlegt tap fyrir út- gerðarmenn á þessum slóðum. Á síðasta ári hefðu 500 tunnur af hrognum verið lagðar inn hjá kaupfélaginu, en nú hefði ekki ein tunna verið lögð inn. Sagði Axel að siðastliðin 5 til 6 ár hefði bæði grásleppu- og rauðmaga- væri sér Ijóst hvað ylli því, óiík- legt væri að það væri kaldur sjór, hann hefði verið kaldur fyrr en nú og mokveiði þrátt fyrir það. Það virtist sem hrognkelsin væru að hverfa eins og loðnan, það væri hæpið að svona mikill munur gæti verið á Axel Thorarensen á báti sinum undan Gjögri. (Ljó«n. óm«r K*xnan«on.) milli ára. „Ég hef nú verið hér með hrognkelsanet síðan ég fæddist, en hef aldrei kynnzt annarri eins ládeyðu og þessu," sagði Axel. © KARNABÆR Umboðsmenn um land allt Cesar, Akureyri, Fataval, Keflavík, Lindin, Selfoasi, Óðinn, Akranesi, Þórshamar, Stykkishólmi, Epliö, Isafiröi, RAM, Húsavík, Skógar, Egilsstöóum, Báran, Grindavík, Bakhúsió, Hafnarfiröi, Eyjabær, Vestmanneayjum, Ísbjörnínn, Borgarnesi, LEA, Ólafsvík, Patróna, Patreksfirói, Alfhóll, Siglufirði, Palóma, Vopnafiröi, Austurbær, Reyóarfirói, Kaupfól. Rangæinga, Hvolsvelli, Aþena, Blönduósi, Sparta, Sauöárkróki. ÁuOKAKW M/nfTri) 69 Sr í)ÖMUJAKMir ÞivrtiR oí,ííþí* 5?9,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.